Morgunblaðið - 13.03.1988, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 13.03.1988, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MARZ 1988 43 Er sólin að minnka? ____________Vísindi__________________ Sverrir Ólafsson Sólin, lífgjafi okkar jarðarbúa, framleiðir hitann og ljósorkuna sem hún sendir út í geiminn með kjamaferlum sem eiga sér stað í iðrum hennar. Léttir atómkjamar, aðallega vetnislq'amar, renna saman og mynda aðra þyngri en við það losnar mikil orka úr læðingi. Ferlar af þessu tagi eru ekki einu orkugjafar stjama, en sér í lagi gamlar stjömur fá hluta af orku sinni fyrir tilstuðlan þyngdarkraftsins. Ef efnismikil stjama dregst saman vinnst staðarorka (eins og ætíð ef hlutir missa hæð) sem nýtist til að lýsa upp stjömuna. Áður en nokkuð var vitað um kjamasamr- una gerðu ýmsir vísindamenn ráð fyrir því að þyngdarkrafturinn væri meginaflgjafi sólarinnar og annarra stjama. Jafnvel þó líklegt sé að framlag þyngdarkraftsins til orkumyndunar í stjömum sé ekki nema tak- markað, er talið víst að á ákveðnu þróunar- stigi stjama hafi þyngdarkrafturinn gegnt mikilvægu hlutverki til að hita efni þeirra svo mikið að kjamaferlar gátu hafist. Sú kenning sem lýsir best þeim kjama- ferlum sem stýra orkumyndun stjama gerir ráð fyrir myndun mikils fjölda s.k. fiseinda sem yfírgefa sólina með annarri geislun. Það magn físeinda sem greinist á jörðinni er langtum minna en kenningin gerir ráð fyrir og því hafa á undanfömum ámm nokkrir fræðimenn endurvakið hugmyndina um að hlutverk þyngdarkraftsins í orku- myndun sólarinnar sé meira en venjulega hefur verið talið. Engin auðveld leið er fær til að rannsaka möguleika þessarar kenningar, en ein er sú að gera nákvæmar mælingar á breytingum sem verða á stærð sólarinnar. Jafnvel þó hlutverk þyngdarkraftsins væri verulegt, mundi stærð sólarinnar ekki breytast mikið á einni mannsævi og því er í þessum athug- unum nauðsjmlegt að styðjast við niðurstöð- ur mælinga sem gerðar hafa verið fyrr á tímum. Vandamálið við slíkar athuganir er N að nákvæmni gamalla mælinga er vissulega minni en þeirra mælinga sem gerðar eru í dag og það sem verra er, hún (þ. e. a. s. ónákvæmnin) er ekki þekkt. Engu að síður hafa nokkrir fræðimenn freistast til að líta í gamlar bækur í von um að draga megi af því gagnlegan lærdóm. Til eru margvísleg gömul gögn um mæl- ingar á stærð sólarinnar og eru sum þeirra Vinstri myndin sýnir almyrkva, en ein- ungis þá sést lithvolf sólarinnar vel. Myndin til hægri er af hringmyrkva og sýnir ljósi hringurinn vel útjaðar sólar- innar. Stjarnfræðingurinn Edmond Halley gerði þessa teikningu af sólmyrkvanum frá 22. aprfl árið 1715. meir en 300 ára gömul. Þau gögn sem tal- in eru áreiðanlegust eru frá stjömuathugun- arstöðvunum í Greenwich, París og Was- hington. Verkefni þessara stöðva voru margvíslegar athuganir á sviði hagnýtrar stjömufræði, en niðurstöður þeirra nýttust m.a. í siglingafræði. Þessu tengdust athug- anir á stærð sólarinnar og stöðu jarðarinnar í sólkerfínu. Fræðimenn við þessar stofnanir mældu þann tíma sem það tók sólina að þverkeyra ákveðna línu eða lengdarbaug. Þeir mældu einnig hæðarmismun efri og neðri randar sólarinnar, en á grundvelli þessara mælinga fengu þeir þokkalegar upplýsingar um þver- mál sólarinnar. Vissulega verður að taka tiilit til þess að ijarlægðin á milli jarðarinn- ar og sólarinnar er breytileg og því er sýni- legur munur á stærð sólarinnar allt að því ein bogamínúta. Stjamfræðingamir John Eddy og Aram Boomazian hafa athugað niðurstöður mæl- inga sem gerðar voru á stærð sólarinnar við Greenwich-stöðina á árunum frá 1836 til 1953 og eins á mælingum sem gerðar voru í Washington á tímabilinu 1846 til 1950. Með því að bera þessar mælingar saman við nútíma athuganir draga þeir fé- lagar þá ályktun að á síðustu öld hafí sólin minnkað um tvær bogasekúndur í lóðrétta stefnu og um fjórar bogasekúndur í lág- rétta stefnu. Minnkun af þessari stærðargr- áðu jafngildir 1,5 metrum á klukkustund við yfirborð sólarinnar. Ef sólin hefur minnkað með jafn miklum hraða á undanf- ömum öldum hefði áhrifanna vissulega gætt í veðurfari á jörðinni. Talið er að meðalhitastig jarðarinnar hafí í mesta lagi breyst um 15° Celsíus frá til- komu lífsins. Því er harla ólíklegt að minnk- un af þeirri stærðargráðu sem Eddy og Boomazian fundu geti lýst stöðugri ástanda- breytingu sólarinnar. Annaðhvort er því að gömlu mælingamar em of ónákvæmar til að hægt sé að draga af þeim afgerandi ályktanir eða að einungis er um tímabund- inn samdrátt að ræða. Engu að síður hafa athuganir sem nýlega voru gerðar á gögnum stjömuathugunar- stöðvarinnar í París frá tímabilinu 1666 til 1719 stutt niðurstöður þeirra Ekldy og Bo- omazian, sér í lagi þó athuganir sem gerð- ar voru af stjamfræðingnum fræga J. Pic- ard á árunum 1666 til 1685. Niðurstöður þessara athugana benda til þess að sólin hafí minnkað að meðaltali um þrjár bogasek- úndur á öld. Enginn veit með vissu hver nákvæmni þessara gömlu mælinga er og því verður að meta þær með mikilli varkámi. Til em mælingar á stærð sólarinnar sem em ekki jafn háðar þeirri ónákvæmni sem óhjákvæmilega er tengd notkun ljóstækja eins og stjömukíka, en þær byggja á athug- unum á sólmyrkvum. Það er einstök tilviljun að séð frá jörðinni virðist stærð tunglsins mjög svipuð stærð sólarinnar. Þar sem jörð og tungl ferðast eftir sporöskjulöguðum brautum em fjarlægðimar til tunglsins og sólarinnar breytilegar og því virðast þau misjafnlega stór, séð frá jörðinni. Mismunur- inn er þess eðlis að stundum nær tunglið rétt að þekja sólina í sólmyrkva, en annars vantar örlítið upp á að svo sé. í fyrra tilfell- inu er talað um almyrkva, en í því síðara um hringmyrkva. Stjamfraeðingar við Greenwich og háskól- ana í London og Durham hafa nýlega rann- sakað gögn um sólmyrkva frá ámnum 1715 og 1966, en á gmndvelli þeirra athugana draga þeir þá ályktun að stærð sólarinnar hafí í mesta lagi breyst um 0,3 bogasekúnd- ur á síðastliðnum þremur öldum. Þeir hafa einnig rannsakað gömul gögn á athugunum sem gerðar vom á þvergöngu Merkúr yfír flöt sólarinnar. Merkúr þekur vissulega einungis örlítinn hluta af yfírborði sólarinnar, en þar sem gangan tekur langan tíma, að meðaltali 5,5 klukkustundir, er mögulegt að framkvæma mjög nákvæmar mælingar á göngutímanum. Athugaðar vom 2000 gamlar mælingar sem gerðar vom af 30 þvergöngum á undanfömum 250 ámm. Niðurstöður þessara athugana vom í góðu samræmi við athuganimar á sólmyrkvunum og sýndu að á þessu tímabili hefur breyting- in á staérð sólarinnar ekki verið meiri en 0,5 bogasekúndur. Ef niðurstöður þessar em réttar, en þær byggjast á nákvæmustu athugunum sem hingað til hafa verið gerðar á sögulegum gögnum, þá hefur stærð sólarinnar ekki tekið markverðum breytingum á síðastliðn- um þremur öldum. Því er ólíklegt að fram- lag þyngdarsviðsins til orkumyndunar á sólinni sé markvert í dag og að leita verði annars staðar að lausn á áðumefndu nift- eindavandamáli. ÞAR SEM GÆÐI OG LÁGT VERÐ FARA SAMAN ER HÆGT AÐ GERAGÓÐKAUP í varahlutaverslun Heklu hf. eru ein- göngu seldir viðurkenndir varahlutir með ábyrgð, sem standast ýtrustu kröfur bílaframleiðenda. Með hag- stæðum samningum og magninn- kaupum ávarahlutum hefurokkurtek- ist að ná jafn lágu verði og raun ber vitni. Tollalækkunin um áramótin hefur einnig haft veruleg áhrif til lækkunarvarahlutaverðs. Nú er hægt að spara án þess að slaka á kröfum um gæði. Verið velkomin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.