Morgunblaðið - 13.03.1988, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.03.1988, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ,“SUNNUDAGUR 13. MARZ 1988 LANGUEDOC-ROUSSILLON Hérað alsett... hliðum, tumum og skrauti höggnu í steininn. „Sá sem ekki sá Avignon á dögum páfanna hefur ekkert séð,“ skrifaði rithöfundurinn Alphonse Daudet. Að vísu eru liðin 500 ár síðan páfmn sat í Avignon, svo sem frægt er í sögunni og af deilunum miklu, sem m.a. koma fram í bókinni „Nafn Rósarinnar". Páfahöllin stendur þama enn með öllum sínum glæsibrag og stórkostlegri gotneskri dómkirkju og raunar er öll gamla borgin innan múranna eitt safn fomrar menningar. Enda er þessi borg gífurlegur ferðamannastaður. I páfahöllinni og torgunum í kring fer fram hin fræga sumarleiklistarhátíð og sjást þess merki í stómm útiskreytingum á leikhúsunum þótt langt sé liðið fram yfir hátíðina í júlí. Leiklistarhátíðin í Avignon er einstök í sinni röð. Upphafið nær aftur til 1947 þegar franski leikhúsmaðurinn frægi Jean Vilar var beðinn um að koma þama suður eftir með merka sígilda leiksýningu og sýna það úti. Hann varð hrifínn af páfahöllinni og hafði orð á því að Shakespeare veitti ekki af að fá aftur svolítið rými og leikhúsgestir loft í lungun eftir rykfallin og kæfandi leikhúsin. Úti á torginu við höllina sýndi hann Shakespeare-leikrit við góðar undirtektir og hrifningu leikara og leikhúsfólks. Þannig hófust árlegar leiklistarhátíðir f júlímánuði. Þetta var í rauninni kveikjan að Theatre National Populaire, þjóðarleikhúsinu franska í Palais de Challiot í París undir fomstu Jeans Vilars og Avigion leiklistarhátíðin varð þá sumarstarfsemi leikhússins, í samræmi við þá stefriu Jeans Vilars að leikhúsið nálgaðist æ meira almenning í landinu. Hátíðin efldist og færði út kvíamar, 1966 bættist við hátíð ungra leikstjóra og 1968 er öll borgin orðin að einu leikhúsi yfir hátíðina, leikflokkar streyma alls staðar að og er svo enn. Síðan Jean Vilar dó 1971 hefur leiklistin þó heldur látið undan síga á hátíðunum, en aukist söngleikir, kvikmyndir o.s.frv. En þetta er enn hátíð sem leikhúsfólk sækir mikið og ættu áhugmenn um leikhús að stilla ferðir sínar á þessar slóðir á tíma hátíðarinnar. Eftir að hafa borðað á litlu veitingahúsi í gömlu borginni og dreypt á páfavíninu Chateauneuf-du-Pape, sem ræktað er þama skammt frá í Róndalnum, en þetta er árstíminn þegar nýja vínið er að koma á markað, höldum við niður með ánni austanmegin í Province-héraði. Rón er þama orðið mikið fljót og breitt, en í óshólmunum við Miðjarðarhafið er Camargue-sveitin milli kvísla með áveituskurðum og hrísgijónarækt. Þar má sjá á 50 búgörðum svörtu nautin sem ræktuð eru þar fyrir nautaötin, sem fara þama fram í 20 bæjum í rómönsku hringleikahúsunum, og þar sjást á beit hvítu þekktu Camargue-hestamir og geta ferðamenn leigt sér hesta. Þama í óshólmunum em líka helstu heimkynni rauðu flamingóanna, sem setja svip á lónin, en þeir eru nú orðið víðar á lónunum upp af ströndinni. Fuglalíf er auðugt og í Camargue er stórt náttúmvemdarsvæði. Og þama á hólmunum milli árkvíslanna er sérkennilegum þjóðlegum hefðum viðhaldið. Kunnuglegt landslag við Arles Áður en komið er að bænum Arles fer landslagið að verða kunnuglegt, þótt aldrei hafi ég komið þangað áður. Þama em lifandi komin af málverkum Van Goghs sípmstrén sem halla sér í röðum undan vindinum, og á ökmnum má sjá leifamar af gulu sólblómunum hans og merki um bláu írisblómin, sem skarta m.a. á málverkinu hans, sem sló öll sölumet hjá Sothesby í New York þessa sömu daga, seldist fyrir 110 milljónir dollara. En málverkin hans lágu óseld meðan málarinn eyddi þar síðustu ámm ævi sinnar, illa haldinn á sálinni og málaði þessi meistaraverk. Þetta er gömul borg með rómönskum rústum og alls konar menningarverðmætum. Þama er til dæmis rómverskur Hvitu Camargue-hestarair eru frægir og margir ferðamenn bregða sér á bak. greftrunarstaður með steinkistum í röðum ofanjarðar. Og í Arles er rómverskt hringleikahús sem tekur 25 þúsund manns í sæti, þar sem á hveijum sunnudegi á sumrin er nautaat með sérstöku sniði. Og í þessu gríðarstóra og vel við haldna útileikhúsi eru færðar upp óperur. Á þessum slóðum vekur furðu, hve Rómveijamir hafa á herferðum sínum til að sigra heiminn verið iðnir við að byggja hringleikahús, og raunar alls konar merkileg mannvirki sem enn standa. I borginni Nimes, sem er ein stærsta iðnaðar- og verslunarborgin í Longuedoc-héraði, sjáum við annað og ennþá stærra rómverkst hringleikahús, þar sem auk óperuhátíða er efnt til popptónleika og alveg furðulegt að ekki skuli hljótast af stórslys í þessum snarbröttu sætaröðum og pöllum við óvarða bogagluggana, en ekkert nema steinninn langt fyrir neðan. Þar er jafnan efnt ti! mikils nautaats um hvítasunnuna og nautin rekin á staðinn eftir götunum eins og Hemingway lýsir svo vel í bókum sínum. Þá er mikil hátíð í bænum með leikjum og dönsum, m.a. flamengodönsum. Þá streyma til Nimes allir áhugamenn um nautaat hvaðanæva að. I Nimes er líka hið fræga „Ferhyrnda hús“, sem að einum þriðja er baðhús frá Rómveijum og er nú safn sem geymir fomar styttur og listmuni. Og margt fleira er þar að skoða. En ekki langt frá er svo þessi frægi uppbyggði Rómveijavegur eða brú Pont du Gard. Hér hefur verið drepið á fátt eitt af því sem þama er fróðlegt að skoða og kynnast. En slík skynni bíða betri tíma — bæði fyrir blaðamann og lesendur. TEXTI: ELÍN PÁLMADÓTTIR RANGE ROVER VOGUE 1984 Til sölu er glæsilegur Range Rover Vogue '84, sjálfskiptur, centrallæsing, rafmagn í rúðum. Ekinn 50.000 km. Skipti á ódýrari eða skuldabréf. Mercedes Benz 190E 1985 Til sölu vel með farinn Mercedes Benz 190E 85, sjálfskiptur, centrallæsing, litað gler, topplúga. Ekinn 55.000 km. Upplýsingar í símum 611060 og 673269. Fyrrum forsljóri UNICEF dæmdur Brussel, frá Kristófer Má Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. LOKIÐ er í Brussel réttarhöldum yfir 18 sakborningum vegna að- ildar þeirra að barnavændi. Það vakti athygli þegar þetta mál kom upp fyrir réttu ári að það tengdist, af öllum stofnunum veraldar, starfsmönnum UNIC- EF, barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Húsvörður stofnunar- innar hafði útbúið aðstöðu í hús- næði hennar til að taka ósiðlegar myndir og jafnvel þjálfa börn til vændis. Rannsókn málsins, sem stóð í marga mánuði, leiddi m.a. til svip- aðra málaferla bæði í Hollandi og Bretlandi, en vændishringurinn náði til beggja þessara landa. Harð- asta dóma fengu forsprakkamir eða tíu ára fangelsi, húsvörður UNICEF var dæmdur í níu ára fangelsi en yfirmaður hans, Joseph Verbeeck, fyrrverandi framkvæmdastjóri bamahjálparinnar í Belgíu, hlaut tveggja ára skilorðsbundinn fang- elsisdóm. í dómnum kemur fram að útilokað er talið að hann hafi ekki vitað um iðju húsvarðarins þrátt fyrir staðhæfingar hans um eigið sakleysi. Af sakbomingunum vom tvær mæður sýknaðar, annars vegar vegna greindarskorts og hins vegar þótti sýnt að um vísvitandi aðild hefði ekki verið að ræða BORGARSPÍTALINN HJ1JKRUIVARFRÆÐI1VGAR OG HJÚKRUIVARIVEMAR Á 4. V4MS4RI í vor losna stööur hjúkrunarfræðinga á lyf lækningadeild A-6. Á deildinni eru 30 rúm, en henni er skipt í 2 einingar, 14 og 16 rúm. Deildarstjóri er á hvorri einingu fyrir sig, en nokkur samvinna er á milli eininga. Á deildinni fer fram hjúkrun sjúklinga með heila- og taugasjúkdóma, nýrnasjúkdóma, meltingar- og innkirtlasjúkdóma o.fl. í samræmi við hugmyndafræði og markmið hjúkrunarþjónustu Borg- arspítalans byggir hjúkrunin á markvissri upplýsingasöfnun, áætlana- gerð, framkvæmd og mati. Vinnuskipulag er í formi hóphjúkrunar. Sérstök uppbygging varðandi fræðslu og stuðning við starfsfólk á deild- inni er framundan. Á veturna eru nemendur frá ýmsum skólum á deildinni og taka hjúkrunarfræðingar þátt í að leiðbeina þeim. Vinnutími og vaktafyrirkomulag er sveigjanlegt. Skipulagður aðlögunartími er einstaklingsbundinn. Ef þú hefur áhuga á að þróa hæfni þína og þekkingu á þessari deild eru upplýsingar veittar hjá Margréti Björnsdóttur hjúkrunarfram- kvæmdastjóra í súna 696354 eða á skrifstofu hjúkrunarforstjóra, starfsmannaþjónustu í síma 696356.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.