Morgunblaðið - 13.03.1988, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MARZ 1988
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Sigurður Kr. Sigurðsson guðfræðinemi.
Ragna Guðbrandsdóttir. Morgunblaðið/Árni Sæberg
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Sæmundur Benediktsson og Svanhildur Sveinbjörnsdóttir.
ORATOR
FÉLAG LAGANEMA
OPIÐ HUSIHASKOLAISLANDSIDAG:
Mikilvægt að undirbúa
háskólanámið vel í
framhaldsskólunum
Nokkrar deildir Háskóla íslands verða sérs-
taklega kynntar í dag þegar Háskólinn hefur
opið hús milli klukkan 10 og 18. Er þetta
gert til þess að væntanlegir nemendur og
aðstandendur þeirra geti athugað hvernig
kennslu í skólanum er háttað í hinum ein-
stöku greinum. Háskólastúdentar og kennar
ar verða til viðtals i deildum sínum, sýna
námsefni og svara spurningum og fluttir
verða sérstakir kynningarfyrirlestrar. Þá
verða ýmsar stofnanir Háskólans opnar,
einnig Félagsstofnun stúdenta og fulltrúar
SÍNE og LÍN veita upplýsingar um lánamál
og nám erlendis.
Kynningamefnd Háskól-
ans hefur undirbúið
dagskrá fyrir opið hús
en félög stúdenta koma
við sögu í einstökum
deildum. í Lögbergi er lagadeildin
til húsa og þar upplýsti Hilmar
Magnússon stjómarmaður í Orator,
félagi laganema, um gang mála:
Málflutningur í lagadeild
Laganemar og kennarar munu
taka á móti gestum og sýna Lög-
berg en hér em kennslustofur,
skrifstofur prófessora og aðstaða
til félagsstarfs laganema. Orator
stendur fyrir útgáfu Úlfljóts, tíma-
rits laganema og við rekum einnig
lögfræðiaðstoð fyrir almenning.
Sigurður Líndal prófessor mun
flytja almennan fyrirlestur um
starfið f lagadeild klukkan 10.30
og 15.30 og laganemar munu
standa fyrir málflutningi klukkan
14.
Hilmar, sem er á þriðja ári, seg-
ist kunna vel við sig í lagadeiid en
hann hafði ekki kynnt sér námið
þar sérstaklega er hann lét innrita
sig. Sagði hann Háskólann hafa
fengið litla kynningu í þeim fram-
haldsskóla sem hann kom úr, helstu
upplýsingamar hafí hann fengið úr
kennsluskrá Háskólans. Kennsla fer
aðallega fram fyrir hádegi og segir
Hilmar góða lestraraðstöðu í Lög-
bergi. Um það bil 450 stúdentar
eru skráðir til náms í lagadeild sem
tekur fímm ár. Þá nefnir Hilmar
einn þátt námsins sem er fólginn í
starfsnámskeiðum:
Laganemar verða að starfa í tvo
mánuði á málflutningsskrifstofu,
hjá fógeta eða hjá hliðstæðum aðil-
um er stunda lögfræðistörf, starf
hjá lögreglu eða tolli koma einnig
til greina. Þá er málflutningur hluti
af náminu, en allir nemar verða að
flytja mál fjórum sinnum í deildinni.
Guðfræðideild er ein fámennasta
deild Háskólans en 56 eru skráðir
í deildina í ár. Hún hefur aðsetur
f aðalbyggingu Háskólans. Námið
tekur 5 ár, nokkrir eru þó fljótari
og sumir kjósa að fara sér hægar.
Formaður Félags guðfræðinema er
Sigurður Kr. Sigurðsson:
Bjöm Bjömsson deildarforseti
kynnir námið í guðfræðideild með
fýrirlestri sem fluttur verður klukk-
an 11 og 14 og hann mun síðan
svara spumingum ásamt stúdent-
um. Deildin verður annars opin all-
an daginn og í 5. stofu setjum við
upp sérstaka bása þar sem námið
í hverri grein verður kynnt sérstak-
lega. Þar geta menn séð náms-
bækumar og rætt við nemendur.
Sigurður segir að konur séu að
sækja á í guðfræðideild en nú
stundar 21 kona námið af alls 56
manns í deildinni. En hefja allir nám
í guðfræðideild til að gerast prestar?
Aðeins prestar?
Nei, það er alls ekki svo. Fyrir
nokkmm ámm var kannað hvar
guðfræðikandídatar vom niður-
komnir og skoðað tíu ára tímabil.
Kom þá í ljós að einungis helming-
ur guðfræðinga var í prestskap,
hinir vom í framhaldsnámi, stund-
uðu kennslu eða höfðu ílengst úti
iÐ 1928
Hilmar Magnússon.
eftir framhaldsnám. Viðhorf manna
breytast líka gjaman þegar út í
námið er komið. Þeir sem vom
andsnúnastir prestskap geta verið
fyrstu menn til að sækja um brauð
þegar námi lýkur og öfugt.
Aðalmarkmið kennslunnar hefur
alltaf verið að útskrifa guðfræðinga
til preststarfa en á síðari ámm
hafa menn litið á þessar svokölluðu
mjúku greinar í heimspeki og guð-
fræði sem góðan undirbúning fyrir
ýmis störf í þjóðfélaginu, jafnvel
Fimmta kennslustofa þar sem guðfreeðideiid er til húsa. Þórir Kr.
stúdentum, en myndiu var tekin fyrir nokkrum misserum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þórðarson prófessor er hér með
Morgunblaðið/Ami Sæberg
stjómunarstörf.
Það virðist því engin hætta á
atvinnuleysi meðal guðfræðinga og
það em yfirleitt einhver prestaköll
laus um þessar mundir fyrir þá sem
vilja fara beint í prestskap. Þörfin
fyrir ýmsa þjónustu sem prestar
veita fer líka vaxandi innan margra
stofnana, til dæmis á sjúkrahúsum
og í fangelsum og mikil aukning
verður áreiðanlega í hvers kyns
öldmnarþjónustu.
En fara ekki flestir í guðfræði-
nám með það í huga að undirbúa
sig fyrir ákveðna þjónustu í kirkju
og kristnilífí?
Flestir he§a sjálfsagt námið af
ákveðinni löngun til að kynnast
kristindómi og taka upp einhverja
þjónustu innan eða utan kirkjunn-
ar. Ég held líka að menn eigi ekki
að fara í guðfræðinám nema þeir
hafí ákveðna löngun til þess að
sökkva sér í guðfræðina. Menn geta
vissulega sótt í guðfræðideildina
margs konar sögulega og málfræði-
lega þekkingu með námi í grísku
og hebresku, kirkjusögu og fleiri
fögum en þeir hafa kannski lítinn
áhuga á trúfræði og ritskýringu
ritningartexta. Síðan geta menn
líka tekið héðan BA-próf í guðfræði.
Sigurður segir aðstöðu guðfræði-
deildar góða. Kennsla fer einkan-
lega fram í þremur stofum, guð-
fræðinemar hafa sérstaka lesstofu
og kaffistofu og kapella Háskólans
er mikið notuð. Þar em bænastund-
ir hvem virkan dag kl. 10 og messa
á föstudögum kl. 10 en kapelluna
nota guðfræðinemar m.a. fyrir hag-
nýtan undirbúning prestsstarfsins.
Stúdentar velja sjálfir
Félagsvísindadeild Háskólans
verður kynnt í Odda kl. 11 og 14.