Morgunblaðið - 13.03.1988, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MARZ 1988
35
Bestu þættirnir eru þeir
sem koma hratt og sjálf-
krafa fram í hugann^ .
skáldsögunni „Die Frauen von Berl-
in“ sem kom út 1977. Hann nefndi
hana sem eitt af sínum bestu verk-
um. Þar notar hann efni sem hann
upplifði sjálfur eða heyrði um á
stríðsárunum. Bókin er örlagasaga
ungrar, saklausrar stúlku sem er
dóttir umhverfis síns. Smátt og
smátt kynnist hún nýjum hlutum
og augu hennar opnast fyrir köldum
staðreyndum umheimsins. Fyrsta
skáldsaga Reineckers, „Der Mann
mit der Geige“ kom út 1942. „Vin-
ur minn, sem rak bókaforlag, stakk
upp á að ég prófaði að skrifa skáld-
sögu og ég lét til leiðast. Ég hélt
mikið upp á Knut Hamsun á þessum
árum og skrifaði bókina í hans stíl.“
Fyrsta leikrit Reineckers, „Das
Dorf bei Odessa", var sett á svið í
Berlín sama ár. Hann hefur síðan
skrifað mikinn fjölda skáldsagna,
leikrita, kvikmyndahandrita og
sjónvarpsþátta. „Ef ég hefði ekki
kosið sjónvarpið sem minn miðil þá
hefði ég líklega helgað mig leikrit-
asmíð,“ sagði hann.
Hann sneri sér að gerð sakamála-
þátta í lok sjöunda áratugarins.
Hann prófaði sig áfram með
„Babeck" og „Der Tod láuft hinter-
her“, sem voru þrír þættir hvor, en
hóf síðan gerð þáttanna „Der
Kommissar", sem urðu 97 talsins.
„Ég skrifaði fyrstu vestur-þýsku
sakamálaþættina og er hréykinn
af því,“ sagði Reinecker. „Það trúði
enginn að við gætum skrifað okkar
eigin glæpaþætti þegar ég byijaði
að skrifa „Der Kommissar“. En það
tókst og aðrir fóru að mínu fordæmi
og þættir eins og „Der Alte“, „Der
Fahnder“, „Fall fiir zwei“ og „Tat-
ort“ urðu til. Ég er sannarlega fað-
ir vestur-þýskra sakamálaþátta. Ég
hef ekkert á móti því að aðrir hafi
fetað í mín fótspor. En ég horfi
mjög sjaldan á þessa þætti. Auðvit-
að eiga þeir ekki að vera eins og
ég hefði skrifað þá en ég byija
samt alltaf að gagnrýna og hugsa
um hvernig ég hefði gert þá betur
og ég kæri mig ekki um að gera
það.“
Verður aldrei uppiskroppa
með efni
Reinecker hefur samið fleiri
þætti fyrir vestur-þýska sjónvarpið
en nokkur annar. Nú skrifar hann
um líf Jakobs og Adele auk þess
sem hann skrifar um Derrick. Þau
eru sambýlisfólk um áttrætt og
lenda í ýmsum hversdagslegum
ævintýrum. Þættirnir eru yfirleitt
sýndir á eftirmiðdögum og eru eins
konar fullorðinsefni fyrir ellilífeyris-
þega. Reinecker finnst vænt um þá
og segir að þeir eigi að hjálpa fólki
að komast yfir svartsýni og erfið-
leika í lífinu.
. „í lok stríðsins hafði veröldin allt
í einu tekið annan svip. Mannkyns-
sagan hafði tekið stefnu sem ég
þekkti ekki og réð ekki við. Það
hafði djúp áhrif á mig. Ég tapaði
sakleysi mínu sem rithöfundur og
hætti að hugsa stórar hugsanir. Ég
lagði fagurbókmenntir á hilluna og
sneri mér að skemmtanabókmennt-
um. Ég reyni að koma siðferðisleg-
um skoðunum mínum á framfæri á
skiljanlegan hátt innan ramma
þeirra. Það á vel við mig að nota
glæpaþætti í þessum tilgangi. í
gegnum þá get ég tekist á við hvaða
viðfangsefni mannlegra samskipta
sem er. Eðli mannsins er ótæm-
andi, það er svo margbreytilegt að
ég mun aldrei verða uppiskroppa
með efni, ekki þótt ég lifi þrenn
mannslíf."
Hann byijaði að skrifa Derrick
árið 1974 og hefur gert um 170
þætti það sem af er. „Mig langar
til að auka skynsemina í heiminum,
á vissan hátt fínnst mér mér bera
skylda til þess vegna fortíðarinnar.
Þess vegna skrifa ég Derrick og
þess vegna skrifa ég hann á þann
hátt sem ég geri. Ég hef engan
áhuga á hryllingsklækjum spennu-
mynda. Fólk fær fljótt leið á kapp-
aksturssenum, byssuleik og stökkv-
um út um glugga. Ég hef áhuga á
að vita hvað fær fólk til að stíga
allt í einu yfír mörk réttvísinnar og
fremur glæp. Er það af því að það
er órólegt, óánægt eða af því að
það hefur ekki stjóm á tilfinningun-
um? Lundin sveiflast í öllum dag
frá degi, stundum frá einni mínútu
til annarrar, en hvað fær mann til
að ganga svo langt að taka líf ann-
arrar mannveru? Morð er hápunkt-
ur árásargiminnar. I Derrick reyni
ég að sýna hvemig árásargirnin
getur brotist út í hveijum sem er
og hversu erfitt það getur verið að
hafa hemil á henni. Með gerð þátt-
anna langar mig til að þrengja að
árásargiminni, ef það er hægt, og
koma í veg fyrir að hún bijótist
eins auðveldlega út. Það má vera
að ég hafi þar með sett mér ómögu-
legt takmark. En þótt maður sé
svartsýnn og vonlaus um að heimin-
um sé viðbjargandi þá verður mað-
ur að láta eins og einhver mögu-
leiki sé fyrir hendi. Hver veit nema
guð almáttugur aumki sig yfir okk-
ur og veiti okkur meiri skynsemi,
þótt þau sjötíu ár sem ég hef lifað
lofí ekki góðu.“
Reinecker semur tólf Derrick
þætti á ári á gamaldags ritvél.
„Aslátturinn hjá mér er of harður
fyrir rafmagnsritvél og enginn hef-
ur sannað fyrir mér að maður skrifi
betur þótt maður noti tölvu svo ég
held mig við gömlu vélina," sagði
hann. Það tekur hann um hálfan
mánuð að skrifa hvem þátt. „Hug-
myndimar verða til við skrifborðið.
Ég sest niður og kalla myndbrot
úr náttúrunni, fólki, atvikum, fram
í hugann. Þema sem passar inn í
myndimar verður smátt og smátt
til. Bestu þættimir em þeir sem
koma hratt og sjálfkrafa, þegar
atburðarásin og persónurnar raða
sér sjálfkrafa upp. Þeir sem ég
þarf lengi að velta vöngum yfir
lenda oft í ruslakörfunni. Eg er allt-
af efins um ágæti böka sem höfund-
ar segjast hafa fengist við í tíu
ár.“ Reinecker er sagður fá um
400.000 ísl. kr. fyrir hvernD-
errick.„Það er of lág tala,“ sagði
hann, en vildi ekki segja hversu
mikið hann fær.
Sjálfsgagnrýnin nálgast
sjálfskvöl
Höfundurinn hefur ekkert með
Derrick að gera eftir að hann hefur
skrifað þáttinn. Kvikmyndagerðin
er fullkomlega í höndum framleið-
andans. „Ég fylgist aldrei með gerð
þáttanna, sagði hann. „Ég er á
móti ofbeldi og er sannfærður um
áð ofbeldi í sjónvarpi getur haft
slæm áhrif á áhorfendur. Þess
vegna er aldrei neitt ofbeldi sýnt í
Derrick. Nema í fyrsta þættinum.
Hann fjallaði um kennara sem
myrðir stúlku í skógi. Ég skrifaði
í handritinu að hann hyrfi með hana
inn í skógarijóður en kæmi einn
út aftur. Allir geta gert sér í hugar-
lund hvað gerðist. ímyndunaraflið
getur haft mun sterkari áhrif en
kvikmyndir. En hvað gerði leikstjór-
inn? Hann sýndi morðið, atriði fyrir
atriði, í fyrsta þætti nýrrar þátta-
raðar. Ég varð æfur.“ Þetta hefur
ekki komið fyrir síðan.
Reinecker og Horst Tappert
(Derrick) eru málkunnugir. „Við
hittumst í samkvæmum og hann
hringir einstaka sinnum i mig ef
eitthvað vefst fyrir honum. Það fer
vel á með okkur. Stundum fer hann
fram á að ég gofi honum sterkari -
rullu. Honum gefast fá tækifæri til
að sýna mikil leiktilþrif í gervi leyni-
lögregluforingjans. Afbrotamenn-
imir og fómarlömbin eru alltaf
sterkari hlutverk." Reinecker sagð-
ist gjarnan vilja gefa Derrick fjöl-
skyldu. „En það er erfítt að finna
góða leikkonu sem vill alltaf leika
aukahlutverk. Hún gæti sjaldan
gert annað en að taka á móti
Derrick þegar hann kæmi heim, -
gefið honum að borða og kvatt
hann þegar hann færi. Auk þess
þyrftu þættimir þá að vera lengri.
Það er nógu erfitt að setja leik-
fléttuna upp og vinna úr henni á
klukkutíma án þess að blanda fjöl-
skyldulífi foringjans inn í myndina.
Fólk er orðið vant klukkutíma þátt-
um og ég verð að halda mig við
það form.“
Reinecker sér hvað verður úr
verki hans um leið og aðrir sjón-
varpsáhorfendur í Vestur-Þýska-
landi. „Ég er mjög sjálfsgagnrýn-
inn, hún jaðrar við sjálfskvöl," sagði
hann. „Ég sest fyrir framan sjón-
varpið og rýni eigið verk ofan í kjöl-
inn þegar nýr Derrick er sýndur.
Ég harðneita að nokkur horfi á
þáttinn með okkur. Ég vil ekki
verða fyrir áhrifum frá neinum þeg-
ar ég dæmi um hann. Ég vil sjá
hvort að mér hafi tekist að koma
hugsun minni til skila. Stundum sé
ég, ef illa fer, að sökin er ekki
mín. Það get ég sætt mig við. En
ég vil alltaf skrifa og tjá mig þann-
ig að meining mín komist til skila
og að hún sé skilin eins og ég
meinti hana. Það getur verið ótrú-
lega erfitt.“
Texti og myndir:
Anna Bjarnadóttir.
Sýnishom úr matseðli;
LUNDUR
Opinn og líflegur veitingasalur inn
af anddyri. Boðið er uppá létta rétti
allan daginn.
Clatn Chowder soup, kúfisksúpa
Samlokur - American-style
Pasta Sockorooni, núðluréttur
Fiskréttir
Texas chili, nautapottur
B.B.Q. chicken, Paul Newman,
glóðarsteiktur kjúklingur
Verð eru á bilinu kr. 330.- til 1.460.-
TEIGUR
Glœsilegur„a la carte" kvöldverðar-
salur. Rómaður fyrir gœði og betri
þjónustu.
Villibráðarpaté Columbia Gorge
Reykt styrja með kavíar
Grilluð styrja með rifsberja-jógúrt
sósu
New York steak með Bordelais- og
Bemaise sósu
Oregon eplabaka.
Verið velkomin
Sigtún 38, 105 Reykjavík. Sími 689000 telex 3135.
■v\yc
Holiday Inn — Reykjavík og Columbia Gorge - hotel -
Oregon kynna ameríska matseld í Lundi og á Teigi, sem
eru matsölustaðir á Holiday Inn - Reykjavík.
Vikuna 13.-19. mars vinna amerískir og íslenskir
matreiðslumenn hlið við hlið héráhótelinu og bjóða uppá
vinsœla ameriska rétti.
Til að ná réttri stemningu buðum við nokkrum íslenskum
umboðsaðilum að kynna þekkta ameríska vöru en
jafnframt skreytum við anddyri hótelsins og matsölustað-
ina á áberandi amerískan hátt og boðið verður uppá
ameríska skemmtikrafta.
Við bjóðum ykkur að taka þátt í þessu með okkur.
REYKJAYIK