Morgunblaðið - 13.03.1988, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 13.03.1988, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MARZ 1988 41 GoldStar GSA-5300 hljómtækjastæöan Plötusoilari: Reimdrifinn, hálf-sjálfvirkur, magnetiskur tónhaus, demantsnál. Geislaspilari; Alsjálfvirkur, þriggja geisla, framhlaðinn, beinval á 9 lögum, leit fram og aftur, sjálfvirk endurspilun, hraðspólun fram og tilbaka. Stereomóttakari: Móttakari með DLL- Synthesizer, 14 minni, sjálfleitandi, flúor stafir, stereo-ljós. Stcreomagnari: 2 x 70 W, fimmskiptur tónjafnari, hljóm-mögnun, valrofi, hljóðnemi og blöndun, þagnarrofi. Segulbandstæki: Tvöfalt segulbandskerfi, A+B spilun, hröð milliupptaka, samhæfð byrjun, sjálfstilling á spólugerð, upptökustillar, Dolby B suðeyöir, léttrofar, 2 x 80W hátalarar með bassaendurkasti: 16 cm bassahátalarar, 6,5 cm miðtóna-hátalarar, 5 cm hátónahátalarar, tíðnisvið: 55 - 20.000 rið. Ath! Skápurinn fylgir ekki meö í uppgefnum veröum. Sendum í póstkröfu um allt land m 44.270,- kr./stgr. án geislaspilara Alm. verö: 63.200,- m/geisiaspilara, en 47.600,' án. Staögr.verö: 58.780,- m/geislaspilara, en 44.270,- án. Memphis Minnie . m SKIPHOLTl 19 SÍMI 29800 __________Blús_______________ Árni Matthíasson Þegar blússöngkonur frá því fyrir heimsstyrjöldina síðari eru til nefndar verður líklega flestum hugsað til söngkvenn- anna Ma Rainey og Bessie Smith. Þær sungu meiri jass en blús og þær léku ekki sjálfar á hljóðfæri. Það gerði aftur á móti Lizzie Douglas, eða Memphis Minnie. I ævisögu sinni, sem Yannick Bruynoghe skráði, sagði Big Bill Broonzy og frá þvi að Memphis Minne hafi leikið á gítar og sungið á við hvaða karlmann sem er; áð hún hafi látið gítarinn stynja, gráta, tala og flauta blús. Memptiis Minnie, sem starfaði reyndar lengst af í Chicago, en ekki Memphis, fæddist í Alsír í Louisiana 3. júní 1896. Hún var elst þriggja systkina og var skírð Lizzie Douglas. Snemma fékk hún þó viðurnefnið Kid, því foreldrum hennar þótti hún heldur óstýrilát. í Louisiana bjó hún fyrstu sjö æviárin að fjölskyldan fluttist til Memphis, með viðkomu í Walls. Fýrsta hljóðfæri sem hún fékk í hendur var banjó, en það tók hana tvær vikur að verða fullnuma á það. Þegar hún var fímmtán ára , var hún farin að leika á gítar fyr- ir vegfarendur í Beale Street, sem kallað hefur verið heimili blúsins. Þar var hún með annan fótinn í tuttugu ár og lék oftast með ein- hveijum blúsmanni eða með lítilli hljómsveit. Fystu lögin tók hún upp 1929 með blússöngvaranum og gítarleikaranum Joe McCoy, sem var þá sambýlismaður henn- ar. Þá áskotnaðist henni nafnið Memphis Minnie, sem skreytti plötuna við útgáfu, en Joe fékk nafnið Kansas Joe. Frá fyrstu upptökum Minnie tókst henni að móta sér persónu- legan og trúverðugan stíl sem byggður var á áhrifum úr ýmsum áttum. Þeim stfl tókst henni að halda frá því og hann tryggði henni samfelldari vinsældir en nokkur blústónlistarmaður hefur átt að fagna fram til þessa dags. Gott dæmi um það er blúsinn Bumble Bee, snjail blús með tví- ræðum texta sem hún tók upp 1930 og sló rækilega í gegn það ár. Uppúr 1930 hófst kreppa í Bandaríkjunum og hún hafði mik- il áhrif á þróun tónlistariðnaðarins sem vonlegt var. Þrátt fyrir kreppuna seldi Minnie enn plötur og hún var iðin við upptökur. Nokkur þeirra laga sem hún tók upp voru bara leikin og í þeim mátti vel heyra hve snjallir gítar- leikarar þau Joe McCoy voru. Textar hennar fjölluðu mikið um fjárhagserfiðleika og erfiðleika í einkalífinu, en þeir áttu þó ekki við um hennar líf, því þrátt fyrir kreppuna komst hún þægilega af, enda vinsæl vel. Hún skildi við Joe McCoy 1934 og þá breyttist tónlistin. Hún lék á gítar og söng sem fyrr, en nú bættist við píanó og á stundum bassi og trommur eða jafnvel trompet. Um það leyti var tónlistin ekki langt frá því sem Big Bill Broonzy og álíka Chicago-blúsarar voru að taka upp. Um 1939 hafði hún tekið saman við nýjan eiginmann, Em- est Lawlars, sem kallaður var Little Son Joe, en hann var ekki síðri gítarleikari en Minnie. Með honum starfaði hún næstu tíu árin. 1941 tóku Minnie og Little Son Joe upp lag sem náði ekki minni vinsældum en Bumble Bee, lagið Me and My Chauffeur Blues, sem byggðist á tvíræðum texta og snjöllum samleik hjónanna. Það tryggði vinsældir hennar f áratug til viðbótar, en uppúr 1950 fór að halla undan fæti. Vísast hefði henni þó tekist að endurheimta vinsældir í kjölfar blúsvakningarinnar uppúr 1955, en Little Son fékk hjartaáfall 1957 og varð að leggja hljóðfæra- leikinn á hilluna. Úr því fluttust þau til Memphis og þar bjuggu þau upp frá því, Joe lést 1961 og ári áður hafði Minnie einnig feng- ið hjartaáfall sem gerði henni erf- itt um vik að stunda hljóðfæra- leik. Hún dvaldist á gamalmenna- heimili bláfátæk, þar til Chris Strachwitz, eigandi Arhoolie-út- gáfufyrirtækisins, endurútgaf mikið af fyrstu upptökum hennar og innheimti fyrir hana vangoldin gjöld fyrir útgáfu á lögum henn- ar. Minnie lést í Memphis í ágúst 1972. Eins og áður sagði endurútgaf Arhoolie fyrstu upptökur Memp- his Minnie og eru þær á plötunum Memphis Minnie With Kansas Joe 1930—1931 og Memphis Minnie 1934—1942. Líklega er þó auð- veldara að komast yfir plötur Flyright-útgáfufyrirtækisins með tónlist Memphis Minnie, en þær eru tvær; In My Girlish Days og World of Trouble. Á plötunni In My Girlish Days eru fyrstu lögin sem hún tók upp með Joe McCoy og þar á er að fínna marga blús- perluna og þar á meðal áður- nefndan blús, Bumble Bee. Á hlið tvö eru lög sem hún tók upp eftir að hún sleit samvistir við Joe, lög- in Dirty Mother for You, You Can’t Give it Away og fleiri. Þar er hún með píanóleikara sér til halds og trausts og það er meiri spenna á bak við tóniistina og í textunum. Magpie-útgáfufyrir- tækið hefur einnig gefið út plötu með Memphis Minnie, plötuna Hot Stuff sem spannar útgáfuferilinn frá . 1936—1949. i lögunum á þeirri plötu er undirleikur allur fjölbreyttari; trommur, trompet og píanó. Gott dæmi þar um er titillagið Hot Stuff, en þar leikur með henni trompetleikari af mik- illi snilld. Stórkostlegt 2 daga tilboð Á morgun, mánudag, og þriðjudag selst allur skófatn- aður í versluninni á sama verði. Aðeins kr. 670,- parið. Skóverslun Þórðar Péturssonar, Laugavegi 95, sími 13570 og 14370.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.