Morgunblaðið - 13.03.1988, Síða 33

Morgunblaðið - 13.03.1988, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MARZ 1988 33 Frá hugmyndum til framkvæmda Aukaþing Sambands ungra sjálfstæðismanna, undiryfirskriftinni Frá hugmyndum til framkvæmda, verður haldið í Vestmannaeyjum dag- ana 25.-26. mars. Þetta þing er opið öllu ungu fólki, sem aðhyllist sjálfstæðisstefnuna. Arni Sigfússon, formaður SUS: „Við höldum til Vestmannaeyja til þess að móta okkur skýra og styrka stefnu í fjölda málaflokka. Á fjórða hundrað ungs sjálfstæðisfólks hefur í vetur unnið að stefnumótun fyrir þetta þing, og margar nýjar hugmyndir hafa komið frá þessum stóra hópi. Á aukaþinginu tökum við afstöðu til þessara hug- mynda. Það er hins vegar ekki nóg að setja fram stefnu ár eftir ár. Það hefur brunnið við að sjálfstaeðismenn hafa tatað mikið, en framkvæmt minna. í Vest- mannaeyjum þurfum við einnig að huga að ieiðum til þess að kynna stefnu okkar og koma henni í fram- kvæmd. Þvíer þinginu valin þessi yfirskrift. Ég hvet allt ungt sjálftæðisfólk til þess að slást í för með okkur til Vestmannaeyja og taka þátt í spennandi verkefni." Fimmtán verkefnisstjórnirhafa unnið að málefnastarfi ungs sjálfstæðisfólks ívetur, bæðiað stefnumótun út á við og að þvíað efla innra starfSUS. Verkefnisstjórarnir okkar munu stjórna málefnavinnunni á þinginu: Blrglr Þór Runólfsson, verk- efnisstjórl sjávarútvegsmála: „Gengismál eru lykilatriði. Sú stefna er með öllu óhæf að stjórnvöld niðurgreiði innflutning á kostnaö sjávarútvegsins. Rétt gengisskráning erforsepda þess að þessari undirstöðuatvinnu- grein vegni vel.“ Árnl Sigfússon, verkefnis- stjórl verkaskiptingar ríkis og sveitarfélaga. Eiríkur Ingólfsson, verkefnis- stjórl I dagvistunarmálum: „Við viljum fara nýjar leiðir í dag- vistun barna. Það má vel hugsa sér dagheimili, þar sem foreldrar eru eigendurnir, eða greiöa hluta dagvistargjaldanna með vinnu- framlagi." Þór Sigfússon, verkefnis- stjórl umhverfismála: „Tökum átthagana í fóstur - á næstu þrjátíu árum á að vera hægt að rækta upp mestan part af órækt- uðu landi, þar skiptir mestu fram- tak einstaklinga og samtaka þeirra." Þorgrlmur Daníelsson, verk- efnlsstjórl í málum kirkju og krlstnl og óhrlfa trúarinnar á sjálfstæðisstefnuna: „Sjálf- stæðismenn þurfa að sýna fram á að þeir þekki og virði hug- myndakerfi, sem gerir fólki kleift að gera mun á réttu og röngu og hjálpar því þannig að vera ábyrgir einstaklingar í frjálsu þjóðfélagi." Hreinn Loftsson, verkefnls- stjórl f málum fslensks fjór- magnsmarkaðar: „Við viljum aukið erlent áhættufjármagn í íslenskan atvinnurekstur. Með þátttöku erlendra aðila kemur aukin þekking inn í landið, bæði á tæknilega sviðinu og í sölu og markaðsmálum. ísland gæti iika átt möguleika á að verða miðstöð alþjóðlegra bankaviðskipta."' Slgurður Sigurðarson, verk- efnlsstjóri í neytendamólum: „Opinber verðstýring á eggjum og alifuglum felldi síðasta vígi frjálsrar verðlagningar í land- búnaði. Neyslu landsmanna er stýrt með valdi. Ofríki stjórnvalda gagnvart innkaupum heimilanna verðuraðlinna." Ólafur Björnsson, verkefnis- stjóri í landbúnaðarmólum: „Við teljum að athuga ætti mögu- leika á að stofna kjötmarkaði, sem lytu sömu lögmálum og fisk- markaðirnir. Það er óþarfi að hneppa alla kjötframleiðslu í landinu í fjötra SÍS-veidisins". Árnl M. Mathlesen, verkefn- Isstjórl í samgöngumólum: „Það er vel athugandi að fjár- magna samgöngumannvirki á nýjan hátt, til dæmis með afnota- gjöldum vegfarenda um brýr, jarðgöng eða vegi." Þórhallur Jósepsson, verk- efnisstjóri i húsnæðismólum: „Við ætlum ekki að reyna að lappa upp á gamla kerfið eða búa til sósíalískt skömmtunarkerfi fyrir nýja forgangshópa - við byrjum með autt blað." Sveínn Andrl Sveinsson, verkefnlsstjórl lónamóla nómsmanna: „Að okkar mati er það ekki hlutverk Lánasjóðs- ins að stýra því hvert námsmenn fara til menntunar. Slíkt val hlýtur að vera í höndum hvers og eins." Belinda Theriault, verkefnis- stjórl f utanríklsmólum: „Það þarf að halda umræðunni um tengsl okkar við EB áfram og athuga alla möguleika. Fordómar og meinlokur eiga ekki heima í þeirri umræðu - íslendingar mega ekki einangra sig frá um- heiminum. Arnar Hákonarson, banka- stjóri hugmyndabanka SUS. Rósa Guðbjartsdóttir, verk- efnisstjóri í almennings- tengslum SUS. Magnús Jónasson, formaður fjórmólaróðs SUS. Ferðir - gisting- matur ★ ★ Vestmannaeyjaferjan Herjólfur veitir þinggest- um afslátt. Ferð fram og til baka kostar kr. 960. Flugleiðir hf. veita 50% afslátt af flugi til Vest- mannaeyja. Farfuglaheimilið við Faxastíg er nýtt og þægi- legt húsnæði, þar sem gisting kostar aðeins 370 krónur á nóttu. Hótel Þórshamarer nýjasta og glæsilegasta hótelið í Eyjum, staðsett í hjarta bæjarins. Verð á nóttu er 1750 kr. Gistiheimilið Hvíld býður upp á þægilega gist- ingu. Verð á nóttu: 1000 krónur. Veitingahúsið Skútinn veitir þinggestum 20% afslátt af auglýstum matseðii meðan á þinginu stendur. Kaffi og léttar veitingar verða á boðstólum allan tímann á þingstaðnum - á vægu verði. Barnagæsla verður á svæðinu fyrir þá sem vilja. Þinggjald verður 1950 krónur. Innifalinn er gl^esilegur kvöldverður á veitingahúsinu Mun- inn á hótel Þórshamri á laugardagskvöldinu. Þingsetning er klukkan 18.00 á föstudag. Allar nánari upplýsingar og skráning í síma 82900. Hér eru nokkur sýnishorn af viðfangsefnum, sem við munum fást við á þinginu. Vertu með íað móta fram- sækna stefnu!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.