Morgunblaðið - 23.04.1988, Side 7

Morgunblaðið - 23.04.1988, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1988 7 Morgunblaðið/Þorkell Æfingar hafnar fyrir lokakeppnina ELLLEFU fegurðardísir eru staddar í Reykjavík um þessa helgi til að æfa sig fyrir keppnina um titilinn Fegurðardrottning ís- lands 1988. Keppni er lokið í öllum landshlutum og sigurvegaramir og flórar stúlkur til viðbótar verða þátttakendur í lokakeppninni, sem fram fer á Hótel íslandi 23. maí n.k. Næsta mánuðinn munu þær stunda þjálfun og æfingar af fuil- um krafti. Stúlkumar vom við æfíngar í veitingahúsinu Broadway á sum- ardaginn fyrsta og var þessi mynd tekin við það tækifæri. Stúlkumar eru, talið frá vinstri: Guðbjörg Fríða Guðmundsdóttir Suðumesj- um, Guðbjörg Gissurardóttir Reylq'avik, Marta Jörundsdóttir Vestfjörðum, Halldís Höskulds- dóttir Vesturlandi, Sigrún Eyfjörð Garðabæ, Kamilla Rún Jóhanns- dóttir Norðurlandi, Karen Kristj- ánsdóttir Suðurlandi, Guðný El- isabet Óladóttir Reykjavík, Linda Pétursdóttir Austurlandi, Guðrún Margrét Hannesdóttir Reylqavík og Kristín B. Gunnarsdóttir Reykjavík. Opinber heimsókn forsætisráðherra til Bandaríkjanna: Dagskráin í undirbúningi EKKI hefur enn verið gengið frá dagskrá opinberrar heimsóknar Þorsteins Pálssonar forsætisráð- herra til Washington, að öðru leyti en þvf að hann ræðir við Ronald Reagan Bandaríkjafor- seta 16. maí. Að sögn Jónínu Michaelsdóttur aðstoðarmanns forsætisráðherra er enn verið að undirbúa dagskrá heimsóknarinnar en hún mun liggja fyrir á næstu dögum. Að sögn Jóninu mun þetta vera í fyrsta skipti sem Bandaríkjafor- seti býður íslenskum forsætisráð- herra í opinbera heimsókn. Ekiðástúlku á Laugavegi EKIÐ var á 18 ára stúlku á Laugavegi aðfaranótt fimmtu- dagsins. Stúlkan skaddaðist nokkuð á baki. Slysið varð um kl. 2.20 um nótt- ina. Bifreið var ekið eftir Snorra- braut til suðurs og beygt inn á Laugaveg. Svo virðist sem önnur bifreið hafí byrgt ökumanni sýn og varð hann því .ekki var við stúlkuna fyrr en hann ók yfír hana. Stúlkan slasaðist nokkuð, meðal annars á baki er hún brenndist á hljóðkút bifreiðarinnar. Hún var flutt á slysadeild en er ekki í lífshættu. Fyrirtæki sýna áhuga á álveri NOKKUR fyrirtæki hafa undan- farið Ieitað eftir upplýsingum um fyrirhugaða byggingu nýs álvers í Straumsvík. Jóhannes Nordal, formaður starfshóps um bygg- ingu álversins, segir að væntan- lega verði rætt við einhver þeirra í næsta mánuði. Starfshópurinn ræddi formlega við fulltrúa tveggja fyrirtækja í mars sl. og að sögn Jóhannesar Nordals hafa nokkur fyrirtæki und- anfarið leitað eftir upplýsingum sem þau væru nú að meta. Hann vildi ekki skýra frá því hvaða fyrir- tæki um væri að ræða, þar sem ekki lægi fyrir hvort raunverulegur áhugi væri fyrir viðræðum um þátt- töku í að byggja álver hér á landi. Dansað í Reiðhöllinni í fyrsta skipti ÞÚSUND manna hestamanna- dansleikur verður haldinn í Reið- höllinni i Víðidal í kvöld. Þetta er fyrsti dansleikurinn, sem hald- inn er í Reiðhöllinni, en áður hafa verið haldnir þar tónleikar og sýningar. Að sögn Gylfa Geirssonar, fram- kvæmdastjóra Reiðhallarinnar, er dansleikurinn fyrir félaga í hest- mannafélögunum. Búist er við að 600-700 manns setjist að snæðingi í Reiðhöllinni í kvöld, en alls sagð- ist Gylfi eiga von á um 1000 hesta- mönnum í höllina. Bjartmar Guðlaugsson mun skemmta á dansieiknum. Einnig kemur fram hljómsveit skipuð hestamönnum og hljómsveitin Kaktus leikur fyrir dansi. Goldstar myndbandstœki GHV-1245P Framhlaðið - HQ (High Quality) 14 daga upptökuminni á 4 mismunandi tímum 32 stöðva minni - Þráðlaus fjarstýring - Kyrrmynd Hraðspólun með mynd - Sjálfvirk endurspólun ■Hs kr./stgr. Greiðslumáti Utborgun Verð Staðgreiðsluverð 30.166,- ■ ... Almennt verð 10.000,- 31.754,- Eurokredit 11 mán. 0,- 31.754,- Visaraðar. 12 mán. ■■■■.3.1, Z5.4,- GoldStcir -gutttryggðyœ.ðatczki ! i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.