Morgunblaðið - 26.04.1988, Page 2

Morgunblaðið - 26.04.1988, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1988 Einvígi Jóhanns og Karpovs: Teflt í Seattle í byijun næsta árs SKÁKEINVÍGI stórmeistaranna Jóhanns Hjartarsonar og Ana- tólijs Karpovs verður haldið i borginni Seattle í Bandaríkjun- um í janúar á næsta ári. Verð- launafé verður 80.000 Banda- ríkjadalir, sem jafngildir um þremur milljónum islenskra króna. Alþjóðaskáksambandið tilkynnti þetta í Luzern i Sviss f gær. Jóhann Hjartarson sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær að sér litist vel á að tefla í Seattle. „Úr Frestun framkvæmda vafasamt fordæmi - segir borgar- stjóri í bréfi til fé- lagsmálaráðherra DAVÍÐ Oddsson borgarstjóri hefur sent Jóhönnu Sigurðar- dóttur félagsmálaráðherra bréf þar sem segir að ekki hafi áður verið farið fram á frestun framkvæmda vegna kæru eins og þeirrar, sem íbú- ar við Tjarnargötu hafa lagt fram vegna ákvörðunar bygg- ingarnefndar Reykjavíkur um að veita graftrarleyfi við fyr- irhugað ráðhús við Ijörnina. í bréfi borgarstjóra segir að þessi kæra hafí fengið sömu meðferð og allar aðrar kærur hafa fengið sem félagsmálaráðu- neytið hefur sent byggingar- nefnd til umsóknar. Sagt er að frestun framkvæmda, vegna kæru af þessu tagi, sé vafasamt fordæmi, þar sem kæruaðilar hafí á öllum stigum málsins sent athugasemdir og kærur í allar áttir, og krafíst þess að fram- kvæmdir séu stöðvaðar á meðan hin ýmsu bréf þeirra séu til með- ferðar. Auk þess segir að afar erfítt sé að fresta framkvæmdum á þessum viðkvæma stað. í lok bréfsins er beðið um upplýsingar um hve langan frest sé verið að ræða um og einnig hvemig fara skuli með greiðslu á þeim kostnaði sem hljótist áf frestun framkvæmda. Sjá bréf borgarstjóra bls. 67. því að Akureyri varð ekki fyrir val- inu, líst mér prýðisvel á Seattle. Þetta er skemmtileg borg og ég treysti Seattle-búum til þess að hafa allar aðstæður í góðu lagi,“ sagði Jóhann. Jóhann hefur lagt mikla áherslu á að einvígið fari fram á þessu ári, en því varð ekki við komið vegna þess að Karpov þarf að tefla á sov- éska meistaramótinu og fær sig ekki lausan að eigin sögn. „Ég hefði kannski kosið frekar að tefla á þessu ári, en þetta er í sjálfu sér ekkert mál,“ sagði Jóhann. Hann sagði að mótstíminn gæti þó raskað eitthvað undirbúningi hans fyrir Ólympíumótið í skák, en það hefst í nóvember á þessu ári. „Það er náttúrulega gjörólíkt að búa sig undir Ólympíumót eða einvígi, í fyrra tilvikinu þarf maður að skoða byijahir almennt, en í hinu þarf maður að liggja yfír afbrigðum eins manns," sagði Jóhann. Jóhann sagði að hann hefði ekki hafíð undirbúning fyrir einvígið, hann hefði beðip eftir ákvörðun um tímasetningu. í næstu viku teflir hann á skákmóti í Þýskalandi. Vorílofti Morgunblaðið/Árni Sœberg Þrenn göng gerð und- ir umferð- argötur Á NÆSTU tveimur árum verða gerð þrenn göng undir umferð- argötur í Reykjavík og hefur Innkaupastofnun Reykjavíkur- borgar óskað eftir tilboðum í gerð þeirra. Áætlaður kostnaður við verkið í heild er um 30 millj- ónir króna. Að sögn Inga Ú. Magnússonar gatnamálastjóra verða gerð göng undir nýjum Bústaðavegi, til móts við íþróttasvæði Vals að Hlíðar- enda, og eiga þau göng að vera tilbúin á næsta ári. í sumar verður hafíst handa við lagningu Bústaða- vegar í Öskjuhlíð, ofan við slökkvi- stöðina, og verður varið um 40 milljónum króna til verksins í ár. Undir Gullinbrú í Grafarvogi, á gatnamótunum við Fjallkonuveg, verða gerð undirgöng og önnur undir Fjallkonuveg við Logafold til móts við Foldaskóla. Eiga þau göng að vera tilbúin í september þegar skólar taka til starfa. Þungt hljóð hjá vestfirskum fiskvinnslustöðvum: Stefnir i þjóðargjaldþrot ef ekkert verður að gert - segir Einar Oddur Krisljánsson, framkvæmdastjóri á Flateyri „VIÐ ERUM sannfærðir um að ef ekki verður strax gripið til rót- tækra ráðstafana hvað varðar stöðu fiskvinnslunnar þá stefnir í hreint þjóðargjaldþrot,“ sagði Einar Oddur Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri Hjálms hf. á Flateyri, að loknum sex klukkustunda löngum fundi f Félagi vestfirskra fiskvinnslustöðva sem haldinn var á ísafúði í gær. Á fundinum var rætt um afkomu fiskvinnslunnar og sagði Einar að þungt hljóð hefði verið í mönnum enda væri þolin- mæði margra á þrotum. „Við vildum bera saman bækur okkar um afkomuna, til að sann- reyna okkar eigin tölur og bera okkur saman við aðra landshluta. Niðurstaðan varð sú að við fengum staðfest, sem við reyndar vissum fyrir, að staða fískvinnslunnar er vægast sagt skelfileg," sagði Einar ennfremur. „Við vorum sammála um að fískvinnslan stæði nú verr en hún hefur staðið um árabil, jafn- vel þótt farið sé tvo áratugi aftur f tímann. Núna, þegar dynja yfir okkur verðlækkanir á erlendum mörkuðum samfara því að verð- bólgan þeytist áfram hér innan- lands, þá gerist þetta svo leiftur- hratt að allar forsendur r|úka út í veður og vind.“ Aðspurður um hvort gengisfell- ing væri óumflýjanleg sagði Einar Oddur: „Við erum sannfærðir um að það náist aldrei jafnvægi til handa fslenskri útflutningsfram- leiðslu nema að verðmyndun á er- lendum gjaldeyri verði gefín fijáls. Við getum bara séð viðskiptahall- ann sem var. í fyrra og þann við- skiptahalla sem stefnir í nú í ár. Ef svo heldur fram sem horfír þá erum við sannfærðir um að það stefni í hreint þjóðargjaldþrot. Það er út í hött og í rauninni hrein geð- veiki að halda svona áfram. Við höfum áður bent núverandi ríkisstjóm á, að ef ekki verði stöðv- að þetta gegndarlausa innstreymi erlendra lána og reynt að hafa hem- Sannfærður um þátttöku Framsókn- arflokksins í verkefnum framundan - segir Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra ÞORSTEINN Pálsson forsætisráðherra segist sannfærður um það eftir miðstjómarfund Framsóknarflokksins um helgina, eins og hann hafi raunar verið fyrir þann fund, að flokkurinn muni taka fullan þátt í þeim verkum sem framundan era. Það hafi verið mjög mikilvægt, og raunar óhjákvæmilegt fyrir stjórnar- flokkana, að fá sannfæringu fyrir þvf að Framsóknarflokkurinn væri tilbúinn til þess að taka á þeim mikla vanda sem blasir við höfuðatvinnugreinum landsmanna. Þorsteinn sagði það aðalatriðið að gera sér grein fyrir því að mikill vandi steðpar að fslending- um, fyrst og fremst í útflutnings- og samkeppnisgreinum og að ríkisstjórnin hefði verið að und- irbúa það hvemig ætti að taka á þeim málum. „Það er augljóst hveijum manni að útflutnings- framleiðslan og samkeppnisiðnað- urinn verður ekki rekinn með þeim gífurlega halla sem við blasir. Við setjum okkur það markmið að rétta við rekstrarskilyrði fram- leiðslugreinanna og halda áfram baráttunni fyrir því að ná niður verðbólgu. Það hefur orðið mjög mikill árangur f baráttu gegn verðbólgu sem er nú mun minni en í lok síðasta árs. Það hefur slegið á þensluna og árangur aðgerða stjómarinnar á þessu stigi er því að koma í ljós. Síðan mætum við þessum nýju áföllum vegna verð- falls á mörkuðum okkar og á því þarf að taka með mikilli festu á næstu vikum og að því hefur ver- ið unnið á vegum ríkisstiómarinn- ar og verður áfram. Eg þykist vita að þessi fundur Framsóknar- flokksins staðfesti vilja framsókn- armanna til að taka fullan þátt í þessum störfum og fulla ábyrgð á þeim ákvörðunum sem þarf að taka,“ sagði Þorsteinn. Um tillögur þær sem miðstjóm- arfundur Framsóknarflokksins lagði fram sagði Þorsteinn að stjómmálaályktun fundarins tæki ekki á grundvallarvandanum sem við væri að etja heldur væri því lýst yfir að ráðherramir væm til- búnir til að ræða aðgerðir innan ríkisstjómarinnar, og það væri í samræmi við það sem formenn stjómarflokkanna hefðu talað um að undanfömu. Tillögumar ljrtu meira að hliðaratriðum, sumt hefði verið til umræðu en einhver ágreiningur gæti verið um önnur atriði. „Við emm þó sammála um það að vera ekki með neitt pex eða karp um þau atriði sem ekki skipta höfuðmáli. Við ætlum okk- ur að taka á meginvandanum en ekki eyða tímanum í að þrefa um hliðaratriði," sagði Þorsteinn. Aðspurður um umræður um gengismál á fundum Alþýðuflokks og FVamsóknarflokks um helgina sagði Þorsteinn að sér fyndist að menn ættu að tala af meiri ábyrgð og meiri gætni um gengismál en þeir gjaman gera. Hann vildi ekki tímasetja þær efnahagsaðgerðir sem framundan væru. „Mönnum ber að afla gagna og kortleggja ástandið og sjá flöt á því að ná þessu tvíþætta markmiði, að treysta undirstöður atvinnugrein- anna og stöðva kostnaðarhækk- animar innanlands sem hafa kom- ið sjávarútvegi og samkeppnis- iðnaði í koll undanfarið. Aðgerðir 8em hleypa kostnaðarskriðunni af stað væm skammtfmaráðstöf- un og það þarf að horfa lengra fram á veginn við það, sem núna er verið að gera,“ sagði Þorsteinn Pálsson. Sjá ályktanir stjórnmála- flokka, frásagnir og viðtöl á miðopnu og bls. 42 og 64. il á verðbólgunni þá endi þetta með skelfíngu. En að halda því fram, að gengi eins gjaldmiðils geti verið stöðugt þegar verðbólga í landinu er kannski fjórföld eða fímmföld á við það sem er í viðskiptalöndunum er gjörsamlega út í hött, Þetta er bara mgl sem ekki er umræðu- hæft. Það á enginn meira undir því komið að varðveita verðgildi gjald- miðils heldur en einmitt útflutnings- framleiðslan, en eina leiðin til þess er að halda niðri verðlagi innan- lands og kveða niður verðbólguna, en það virðist ekki vera hægt. Við emm að drekkja okkur í skuldum og við verðum að hætta því. Það verður að segja þessari þjóð að kaupmáttur á Islandi er miklu meiri en verðmæti framleiðslunnar. Það er staðreynd sem menn verða að horfast í augu við,“ sagði Einar Oddur Kristjánsson. Alvarlegur vatnsskortur á Eskifirði Eskifirði. Alvarlegt ástand hefur rfkt undanfarið hjá Vatnsveitu Eski- fjarðar og hefur oft komið til vatnsleysis í stórum hluta kaup- staðarins f vetur. Vatnsleysis hefur einkum gætt f þeim götum bæjarins, sem hæst liggja yfir sjávarmáli, svo sem Fögruhlíð, Hátúni og Bleiksárhlfð. Þó hefur vatnsleysis einnig gætt f öðrum hlutum bæjarins, þegar verst hefur látið f vetur. Nú nýlega bættist við stór not- andi hjá Vatnsveitunni, þegar Hrað- frystihús EskiQarðar hf. hóf starf- rækslu rækjuvinnslu, og hefur það enn aukið á vatnsöflunarvanda Vatnsveitunnar. Þannig að þörf mun nú orðin að skjótum úrlausn- um. — Ingólfur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.