Morgunblaðið - 26.04.1988, Síða 15

Morgunblaðið - 26.04.1988, Síða 15
+ MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1988 15 Ritið skiptist í 37 kafla. í hveij- um kafla er skrifað um vissan þátt heimspekinnar og er ætlunin að þessir kaflar veiti yfirlit yfir alla höfuðþætti heimspekilegrar hugs- unar nú á dögum. Bókalisti fylgir hveijum afla. í bókarlok er orða- skrá um heimspekileg hugtök og tímatafla um heimspeki og heim- spekinga frá 1600—1960 og jafn- framt helstu atburði og höfunda í vísindum og bókmenntum. I lokin eru nafnaskrá og efnisskrá. Hver kafli ritsins er yfirlitskafli og höfundarnir hafa sínar skoðanir á efninu. Ritstjórinn hefur leitast við að velja þá höfunda, sem hann taldi hæfasta til að gera hinum ýmsu þáttum sem best skil. Bókinni er skipt eins og áður segir í 37 kafla, en þeir eru flokkað- ir í þemu sem eru: Merking og sannleikur, þekkingarfræði, há- speki, mannshugurinn, siðfræði, samfélag, listir og trúarbrögð. Ritstjórinn er G.H.R. Parkinson, heimspekiprófessor við Reading- háskóla. Hann hefur skrifað margt um heimspekileg efni, m.a. um þekkingarfræði Spinoza, um Leib- niz og Lukács, einnig um Hegel, Marx og heimspeki Wittgensteins. Bókin er alls 946 blaðsíður í stóru ‘ broti. „ Ég hef treyst þeim í gegnum árin f/rirallri minni framleiðslu, það segirsitt." Útflytjandi. VARAERVERÐMÆTI EIMSKIP Einnig fínnst mér óþægilega áber- andi hversu sjúskaðir sumir bún- inganna eru. T.d. bleiki!! kjóllinn sem Ófelía birtist í. Og af hveiju eru allir búningar Hamlets einsog númeri of stórir? Sigurður Karlsson og Guðrún Asmundsdóttir eru spillingin holdi klædd. Túlkun þeirra beggja er teygð á ystu nöf og rétt á mörkun- um að texti verksins haldi utan um svo einstrengingslega túlkun. Sigurður nær því að gera Kládíus afspymu ógeðfelldan, svo ógeð- felldan að fyrirgefningarræða Kládíusar kemur hálfpartinn á óvart í þessu samhengi. Á hinn bóginn næst með þessu móti mjög sterk undirstrikun á viðbjóði Hamlets á sambandi móður hans við Kládíus föðurbróðir hans. Sigrún Edda Björnsdóttir fer með hlutverk Ófelíu. Hvort Ófelía á að vera svona eða einhvem veginn öðruvísi er alltaf matsatriði. Ég hefði viljað sjá yngri og sakleysi- legri Ófelíu. Hún verður saklaus fyrir barðinu á grimmum heimi. Hún má þá ekki virðast nægilega lífsreynd til að geta staðið hremm- ingamar af sér. Sigrún Edda náði sér fyrst verulega á strik eftir að Ófelía hefur misst vitið og lokat- riði Ófelíu var eftirminnilegt. Að öðrum leikendum ólöstuðum vil ég tíunda sérstaklega leik Eyvind- ar Erlendssonar í hlutverki graf- arans. Ég saknaði þess að hann hafði ekki allt atriðið til að moða úr. Valdemar Örn Flygenring var kórréttur Laertes. Valdemar virt- ist þó hinn eini sem ekki hafði textaflutninginn krystaltæran. Kjartan Bjargmundsson og Jakob Þór Einarsson vom Gullinstjama og Rósinkrans. Einhvem veginn fannst mér vanta örlítinn húmor í leik þeirra. Þetta tvíeyki er hlægilegt, eða á að vera. Loks vil ég nefna Eggert Þorleifsson í hlutverki Hórasar. Þar fann ég aftur þessa sömu einlægni og virðingu fyrir hlutverkinu og reyndar verkinu í heild einsog hjá Þresti Leó. Ekki verður skilið svo við Ham- let að þýðingar Helga Hálfdanar- sonar sé í engu getið. Á köflum rís hún svo hátt og orðkynngin svo mögnuð að gefur frumtextan- um lítið eftir. Og samt þýðir Helgi svo ótrúlega orðrétt og af svo miklum trúnaði við höfundinn. Þessi þýðing er listrænt afrek unnið af hógværð og lítillæti. Kjartan Ragnarsson leikstjóri og leikendur vinna sigur með þessari Hamlet uppfærslu. Sýn- ingin ljómar af dirfsku og hugvit- semi. Þannig sýning kveikir um- ræður, vekur til umhugsunar, fær fram andstæð sjónarmið. Það er kostur en ekki löstur. Njósnarar í návígi Erlendar bækur Jóhanna Kristjónsdóttir Ted Albeury: The Seeds of Trea- son Útg. Hodder& Stoughton 1988 Þetta mun vera nýjasta bók Albeur- ys, en á bókum hans hef ég fengið mikið dálæti, þótt þær vegi engin ósköp umfram afþreyinguna. En allt- af má reikna með að þær eru vel skrifaðar og lesanda ekki ofboðið alveg með of hasarkenndri atburða- rás. Njósnasögur eru óneitanlega grein út af fyrir sig og atferli njósnara og þær flóknu uppákomur, sem þeir setja á svið til að koma frá sér upp- lýsingum eru í senn fáránlegar og sjálfsagt stórmerkilegaf. Njósnari njósnar um næsta njósnara og venju- lega njósna svo báðir um þá og ekki sé nú talað um að sá þriðji er senni- lega gagnnjósnari. Og allir eru þeir yfirleitt að njósna annaðhvort fyrir Vesturlönd eða Rússa og stundum eru þeir að njósna um þvílík smáat- riði, að manni er hulin ráðgáta af hveiju það kemur Vesturlöndum/R- ússum vel að fá þessa vitneskju. Velgengni njósnarans byggist á útsjónarsemi, hugviti, æðislegum kjarki og hann lætur aldrei bugast. Langoftast er hann glæsimenni og konur falla fýrir honum í hrönnum, en þær hinar sömu konur eru líka oftar en ekki, útsendarar hins aðilans og taka þátt í framvindu sögunnar THE SEEDS OF TREASON Kápumynd til að reyna að fella njósnarann. í þessari bók er sögusviðið Berlín, mjög vinsælt svið fyrir njósnasögur. Jan Massey er mjög vel lukkaður njósnari og augljóst að varla nokkur er honum fremri, þvi að hann er ekki bara flínkur og fær, hann hatar kommúnista eins og pestina. Unz hann verður fyrir því að hitta Önnu rússnesku, sem er meira en venjuleg- ur kvenmaður. Hún er einnig gift sovézkum njósnara, sem er að öllum líkindum að njósna um Jan. Og það má geta nærri að nú flækist sagan heldur betur og elskendumir virðast ekki eiga sér neina framtíð saman. Fjöldi annarra kemur við sögu, og þeir tengjast á óbeinan og beinan hátt Berlínarmálinu. Það er ekki of- sagt að Ted Albeury er mjög dillað, þegar hann færir mennina til, rétt eins og meistari á skákborði. Og ekki verra að það er gaman að öllu saman.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.