Morgunblaðið - 26.04.1988, Side 17

Morgunblaðið - 26.04.1988, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1988 Sumarhús OKKAR REYNSLA - ÞININI HAGUR Trésmiðjan Þinur á djúpar rætur í trjávöru- og byggingariðnaðin- um. Arið 1986 tók Þinur við rekstri eininga- og gluggaverksmiðju Húsasmiðjunnar hf, sem hafði verið rekin í áratugi. Því samein- ast ítrésmiðjunni Þin mikil reynsla og fagþekking. Verið velkomin, Trésmiðjan Þinur hf., s. 46621 og 45144. VXV/'-V^X^VvWvVvWvVvVvV/v^vVvVvVvV^VvVvVvVvVvV'VvVVvVv-v'vVv'vVv vvvVvVv»,V, »v vv’'vVVvyvvvv.v.,.vvVv.vvvvv, »«»!»: v:vVv>’v'v’vVvVvVvVvVv;**;v..*..vVv„v.vVv„v,v.,v..v:v*vVv:/.v%yv*vVvv-v Við höfum sumarhús til sýnis á lóð okkar við Fífu- hvammsveg í Kópavogi. Á staðnum er tæknideild með fagmonhum sem veita ráðgjöf og gera verð- og efnisáætlanir. Hvers vegna 42.000 kr. lágmarkslaun? eftir Magnús L. Sveinsson í yfirstandandi kjaradeilu hefur Verzlunarmannafélag Reykjavíkur sett fram þá meginkröfu að Iægstu laun verði 42.000 krónur miðað við 18 ára aldur. Eg hefi ótal sinnum bent á það í ræðu og riti, m.a. í VR-blaðinu á undanfömum árum, að brýnasta verkefni verkalýðshreyfingarinnar væri að lyfta launatöxtum upp úr þeirri lægð sem þeir væru í. Því miður hefur þetta ekki tekizt og má að hluta til kenna um samstöðu- leysi verkalýðshreyfingarinnar sem ekki hefur borið gæfu til að standa sem ein heild gegn ofurvaldi vinnu- veitendasamtakanna sem heldur flestum launatöxtum félaga innan ASÍ undir 40.000 krónum. Sem dæmi má nefna að hæsti launa- taxti fyrir' almennt afgreiðslufólk er kr. 39.703 á mánuði, sem næst þó ekki fyrr en eftir 10 ára starf hjá sama fyrirtæki! Meðal þeirra raka, sem að baki kröfu VR um 42.000 króna lág- markslaun eru: 1. Með nýsettum lögum um tekju- skatt hafa stjórnvöld ákveðið að skattleysismörk skuli vera miðuð við 42.000 kr. mánaðarlaun. Með þessu hafa stjómvöld við- urkennt að 42.000 kr. mánaðar- laun séu svo lág, að ekki sé rétt- lætanlegt að leggja neina beina skatta á slík laun. 2. A sama tíma og verzlunareig- endur segjast ekki hafa neina getu til að hækka launataxtana fyrir dagvinnu, leggja þeir ofur- kapp á að lengja stöðugt þann tíma, sem unninn er 5 nætur- vinnu. Þá munar þá ekki um að hækka öll laun um 80%, þó hækkun dagvinnulauna sé synj- að með öllu. 3. Því er jafnan haldið fram, að hækkun lægstu launataxta valdi ómældri verðbólgu. „Verður ekki við það unað að fjölda launþega sé haldið niðri á launa- töxtum sem allir viður- kenna að eru langt fyr- ir neðan það sem nokk- ur getur lifað af.“ Þá gefa menn sér að allar lagfær- ingar á lægstu launatöxtum fari í gegnum allt launakerfið í landinu. Slíkt er ekki krafa verkalýðshreyfingarinnar, held- ur á valdi og ábyrgð vinnuveit- enda. 4. Á undanfömum ámm hafa yfir- borganir aukist mjög mikið sam- hliða því að launataxtar hafa ekki fengist hækkaðir nema óverulega eða þeir hafa verið skertir af stjórnvöldum eins og fjölmörg dæmi em um á sl. ára- tug. Þessi þróun hefur leitt til þess, að vinnuveitendur hafa einhliða ákveðið sífellt stærri hlut af launagreiðslum í landinu, sem aukið hefur stórlega bilið milli lægstu og hæstu launa og hinir lægst launuðu hafa setið eftir í launaskriðinu. Rétt er að benda á í þessu sambandi að aldrei er talað um að einhliða ákvarðanir vinnuveitenda um gífurlegar launahækkanir umfram um- samda launataxta valdi nokkurri verðbólgu. Hins vegar er ætíð hrópað verðbólga, verðbólga ef launþegasamtökin óska eftir hækkun á hinum lágu launatöxt- um. Það er ekki heldur talað um það að hækkun launa vegna síauk- ’. innar yfirvinnu samkvæmt kröfu vinnuveitenda, sem nemur vem- legum upphæðum, valdi neinni verðbólgu, þó samsvarandi hækkun, sem komi á dagvinnu, sé sögð valda verðbólgu. Allur þessi málatilbúnaður vinnuveitenda um að verðbólgu- hættan stafi af hækkun launa- taxta fyrir dagvinnu, sem gerðir em við samningaborðið, fær því ekki staðist. 5. Á undanfömum ámm hefur átt sér stað meiri fjárfesting í verzl- unarhúsnæði en áður hefur þekkst hér á landi, sem nemur tugum milljarða. Það er gleggsta dæmið um að þessi starfsgrein hefur haft úr miklum peningum að spila, þó ætíð sé sagt að ekki séu til peningár til að hækka launataxta starfsfólks, sem flestir em fyrir neðan þá tölu, sem stjórnvöld hafa ákveðið, sem skattleysismörk. Magnús L. Sveinsson 5. Rétt er að vekja sérstaka at- hygli á þeirri staðreynd, að í hinni gífurlegu samkeppni sem undanfarið hefur átt sér stað í verzluninni hefur vömverð verið greitt niður á kostnað launa starfsfólksins, sem vinnur við dreifingu á vömm. Þó brýnt sé að halda vömverði eins lágu og frekast er hægt má það ekki bitna á launum þess fólks, sem veitir neytendum daglega þjón- ustu. Það er kominn tími til þess að allir geri sér grein fyrir því, að á sama tíma og þjóðin býr við meiri velmegun en nokkru sinni.fyrr, sem leitt hefur til meira launaskriðs en áður hefur þekkst og vinnuveitend- ur ákveða einhliða sífellt stærri hluta af laungreiðslum í landinu, verður ekki við það unað að fjölda launþega sé haldið niðri á launat- öxtum sem allir viðurkenna að em langt fyrir neðan það sem nokkur getur lifað af. Öll þjóðin hefur skyldur í því að leiðrétta þetta mikla ranglæti ella stöndum við frammi fyrir því að tvær þjóðir búa í þessu landi. Höfundur er formaður Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur. Islensk vefnaðar- og heimilis- iðnaðarsýning í Stokkhólmi Stokkhólmi. Frá fréttaritara Morgunblaðsins, Pjetri Lárussyni. Dagana 9. til 16. apríl var hald- in í Stokkhólmi sýning á islenskum vefnaði og heimilisiðnaði. Auk þess voru á sýningunni skartgripir úr steinum og ljósmyndir frá ís- landi. Skartgripirnir voru gerðir af Ingibjörgu Sigurðardóttur sem undanfarið hefur stundað listnám í Stokkhólmi en ljósmyndimar tók Bengt Ame Ignell. Auk þeirra tóku þær Kristín Jónsdóttir, Sigr- ún Jónsdóttir, Áslaug Sverrisdótt- ir, Sigrún Sverrisdóttir, Tina Ing- ell og mæðgurnar Elsa og Þór- hildur Blöndal þátt í sýningu þess- Sýningin fór fram í verslun sænska heimilisiðnaðarfélagsins en hún stendur við Drottninggatan sem er í hjarta borgarinnar. Auk sýningarinnar á verkum áður- nefndra kvenna vom fluttir fyrirlestr- ar um efni tengd sýningunni. M.a. fyallaði Magnús Guðmundsson sagn- fræðingur um sögu ullariðnaðar á Ein af ljósmyndum Bengt Arne Ignells frá sýningunni í Stokk- hólmi. Myndin er tekin á Vatnajökli. íslandi og Elsa Blöndal hélt sýni- kennslu í ptjónaskap. Aðsókn var harla góð sem marka má af því að Magnús varð að endurtaka fyrirlestur sinn þar eð færri komust að en vildu. Tina Ingell sem er einn þeirra ástríðufullu áhugamanna um ísland sem maður hnýtur oft um í Svíþjóð á heiðurinn að sýningu þessari. Tók hún sérTerð á hendur til íslands til að safna sýningargripum og styrktu Flugleiðir hana til fararinnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.