Morgunblaðið - 26.04.1988, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 26.04.1988, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1988 Sumargj öf til landsins okkar eftir Hjörleif Guttormsson Fyrir Alþingi liggnr nú tillaga flutt af þingmönnum úr öllum þingflokkum þess efnis, að gerð verði úttekt á akstri torfæru- tækja og annarra vélknúinna tækja utan vega og merktra slóða og leitað verði úrræða til að koma í veg fyrir náttúru- spjöll af þessum sökum. Til að vinna að þessu verði kosin nefnd skipuð fulltrúum frá öllum þingflokkum og vinni hún milli þinga. Tillögur nefndarinn- ar eiga m.a. að fela í sér æskileg- ar breytingar og samræmingu á lögum um akstur utan vega, svo og drög að reglum um sama efni. Mikið vandamál hérlendis Akstur vélknúinna tækja utan vega er orðinn mikið vandamál hér- lendis. Þar er um að ræðs fjórhjóla- drifna bíla, vélsleða, fjórhjól og þríhjól, svo og mótorhjól. Stöóugt bætast við á markaði nýjar gerðir ökutækja, sem ekki síst eru ætluð til aksturs á vegleysum. Island er óvenju opið og vamar- laust gagnvart slíkum tækjum. Skóglendi hindrar óvíða umferð þeirra. Landið er strjálbýlt og því erfitt um eftirlit. Víðáttur á hálendi eru miklar og auðvelt að komast þar út fyrir slóðir og aka um sanda og gróðurteygingar. Víða í grennd við þéttbýli er einnig unnt að kom- ast á þessum tækjum um úthaga og útivistarlönd. Þessar aðstæður kalla á sérstök viðbrögð, ef við vilj- um koma í veg fyrir að landið verði úttraðkað af ökutækjum og tryggja að sæmileg friðsæld haldist í nátt- úrunni. 1.250 fjórhjól á 2 árum Löggjöf okkar er rnjög gloppótt og mótsagnakennd. Á það m.a. við um nýsett umferðarlög, sem gera ráð fýrir sérstökum „torfærutækj- um“, sem ekki má aka á vegum á sama tíma og akstur utan vega og merktra slóða er bannaður að nauð- synjalausu samkvæmt náttúru- vemdarlögum. Inn í landið em þannig flutt og skráð tæki, sem ekki má nota lögum samkvæmt nema í sérstökum und- antekningatilvikum. Þetta á m.a. við um fjórhjól, en um 1250 slík vom flutt inn og seld á ámnum 1986 og 1987. Þau hafa ekki að- eins valdið miklum náttúmspjöllum, heldur hafa orðið á þeim mörg og alvarleg slys þann stutta tíma sem þau hafa verið hér í notkun. Álit Náttúrverndarþings Á 6. Náttúruvemdarþingi haust- ið 1987 vom samþykktar svohljóð- andi ályktanir varðandi fjórhjól og akstur utan vega: „Sjötta Náttúravemdarþing 1987 skorar á stjómvöld og Alþingi að banna sölu og dreifingu torfæm- tækja svo sem fjórhjóla og fram- fylgja ákvæðum laga varðandi akst- ur þeirra torfæmtæiq'a, sem þegar hafa verið flutt til landsins." „Sjötta Náttúmvemdarþing 1987 vekur athygli stjómvalda á þeim stórfelldu og stundum óbæt- anlegu spjöllum sem umferð fjór- hjóla getur valdið á gróðri, jarð- myndunum og dýralífi. Ennfremur telur þingið að ekki megi dragast lengur að setja reglugerð um akstur utan vega og herða verði eftirlit með umferð vélknúinna ökutækja í óbyggðum árið um kring. Um leið hvetur þingið til að bættar verði merkingar fjallvega og umferð um viðkvæm svæði skipulögð." Verkefni nefndarinnar sem þingsályktunartillagan gerir ráð fyrir verður m.a. að móta tillögur um sölu og notkun fjórhjóla. Stækkandi herfylki Jeppar komu til landsins með herliði í síðustu heimsstyrjöld og hafa verið notaðar í vaxandi mæli, framan af einkum af bændum, en hin síðari ár einnig mikið af þétt- býlisbúum. Á 6. áratugnum fór að bera á að menn ækju á jeppum utan vega, m..a á hálendinu. Þar áttu hlut að máli ferðamenn, bænd- ur og rannsóknarleiðangrar af ýmsu tagi. Slóðir vofu lagðar, flest- ar ófullkomnar og ómerktar og hver og einn taldi sig geta ekið um vegleysur eins og tæki og áhugi leyfði. Með náttúmvemdarlögum sem sett vom 1956 var reynt að spoma við óþörfum akstri utan vega og slóða. Eftirlit hefur lengst af verið mjög ófullkomið með slíkum akstri, en áróður fyrir bættri umgengni við landið hefur.fengið nokkm áork- að, svo og aðhald fólks í náttúm- vemdarfélögum og ferðafélögum. Jeppar og stórir fjallabílar verða stöðugt betur búnir tij aksturs um torfæmr og talsvert er um það að ísland sé auglýst erlendis sem kjör- ið land fyrir „safari“-leiðangra. Með bílfeijum kemur árlega fjöldi öku- manna með það fyrir augum að spreyta sig og bíla sína við erfíðar aðstæður og auðvitað festa at- burðina á filmu. Þáttur fjölmiðla Fjölmiðlar hérlendis hafa iðulega fallið í þá gryíju að varpa hetju- ljóma á fólk, sem leggur upp í leið- angra með vélaherfylki um landið þvert, þar á meðal um viðkvæmar gróðurvinjar hálendisins. Það er eins og enginn muni eftir því, að verið er að bijóta lög og reglur með slíkum akstri og rista spor í landið, sem tekið getur áratugi og jafnvel aldir að bæta. Vélsleðar em mikið notaðir, bæði til gagns og gamans. Sé þeim ein- göngu ekið á snjó eiga þeir ekki að valda náttúmspjöllum, og í snjó- þungum sveitum em þeir mikilsverð samgöngubót. Vélsleðar valda hins vegar miklum hávaða og em óhaf- andi m.a. af þeim sökum á útivistar- svæðum og í grennd við byggð. Ökumenn fylgi merktum slóðum Brýn nauðsyn er á að marka skýra stefnu um akstur utan þjóð- vega og um eftirlit með settum regl- um. Meginmarkmiðið hlýtur að vera að vélknúin ökutæki, sem ætluð eru til aksturs á auðu Hjörleifur Guttormsson „Fjölmiðlar hérlendis hafa iðulega fallið í þá gryfju að varpa hetju- ljóma á fólk, sem legg- ur upp í leiðangra með vélaherfylki um landið þvert, þar á meðal um viðkvæmar gróðurvinj- ar hálendisins. Það er eins og enginn muni eftir því, að verið er að bijóta lög og reglur með slíkum akstri og rista spor í landið, sem tekið getur áratugi og jafnvel aldir að bæta.“ landi, fylgi eingöngu viður- kenndum og merktum slóðum, hvort sem um er að ræða fjalla- bíla, jeppa eða léttari tæki eins og fjórhjól, þrihjól og bifhjól. Ákveðin svæði á landinu ætti að friða algjörlega fyrir umferð vélknúinna ökutækja og banna að leggja þar akslóðir. Athuga þarf sérstaklega um heimildir til innflutnings og sölu ökutækja, sem stefnt er gegn viður- kenndum náttúravemdarsjónar- miðum. Sama gildir um skráningu tækja og aldursmörk fyrir ökumenn þeirra. Vönduð úttekt — viðtækt samráð Hér er um það margþætt mál að ræða, að nauðsynlegt er að vönd- uð úttekt fari fram og samráðs sé leitað við hlutaðeigandi við mótun tillagna. Hér verða ekki taldir upp þeir mörgu aðilar, sem rétt er að hafa samráð við vegna slíkrar út- tektar. Fyrir utan opinbera aðila, ráðuneyti, sveitarstjómir og stofn- anir, svo sem Vegagerð rikisins, Náttúravemdarráð, Ferðamálaráð og Umferðarráð, er eðlilegt að leita m.a. álits samtaka bænda og fé- lagasamtaka tækjaeigenda, sem stofnað hafa með sér samtök og klúbba. Það er áreiðanlega ekki í huga manna að spilla landinu að yfírlögðu ráði. Landspjöll verða flest fyrir vangá og vegna þess að mehn telja að eigið atferli sé meinlaust. Menn gæta heldur ekki þeirra gömlu sanninda að margt smátt gerir eitt stórt: Farið eftir jeppann minn eða fyórhjólið bætist við þau örkuml sem fyrir vom á landinu og fyrr en var- ir er það alþakið sámm eftir leik- föng nútímans. Til að koma í veg fyrir það þurfum við skynsamlegar reglur, upplýsingu og eftirlit. Það væri verðug sumargjöf til landsins okkar að Alþingi tæki á þessum málum af víðsýni. Höfundur er alþingismaður Al- þýðubandídags fyrir Austurlands■ kjördæmi. Kosningabaráttan í Danmörku: „Þriðji kosturinn“ og nýr þátttak- andi 1 forsætisráðherraslagnum Radikale Venstre, sem hefur lykilstöðu í dönskum stjórnmálum, vill fá forsæt- isráðherraembættið í sinn hlut og er spáð fylgisaukningu í kosningunum EftirJens Erik Rasmussen SLAGURINN um það hver verður forsætisráðherra í Díin- mörku að kósningum loknum stendur ekki lengur aðeins á milli tveggja manna, oddvita borgaraflokkanna annars veg- ar og vinstriflokkanna hins vegar. Radikale Venstre, sem fékk 6% atkvæða og 11 þing- menn í síðustu kosningum, vek- ur nú athygli á sjálfum sér sem „þriðja kostinum" og vill, að formaður flokksins, Niels Hel- veg Petersen, verði forsætis- ráðherra. „Þegar allt er jám í jám og flokkablokkimar geta ekki komið sér saman er eðlilegt, að við minn- um á okkur sjálfa. Takmarkið er, að hér sitji stjóm, sem er þess umkomin að gera ábyrgar langtímaáætlanir," segir Niels Helveg Petersen. Þetta útspil Radikale Venstre hefur flækt málin og gefið kosn- ingabaráttunni nokkuð annan svip. Meiri óvissa ríkir nú en oft áður um niðurstöður kosninganna og um það hver verður í farar- broddi fyrir næstu stjóm. Lykilstaða Þótt Radikale Venstre sé smá- flokkur er þessi draumur hans um forsætisráðherraembættið tekinn alvarlega vegna þeirrar lykilstöðu, sem hann hefur í dönskum stjóm- málum. í langan tíma hefur engin ríkisstjóm getað starfað án stuðn- ings flokksins og stefnumála hans, að halda niðri launakostn- aði, neyslu og opinbemm útgjöld- um, gætir því miklu meir en svar- ar til fylgisins. Radikale Venstre hefur lengst- um verið nokkuð sammála borg- araflokkunum í efnahagsmálum en í utanríkis- og öryggismálum hefur allt annað verið uppi á ten- ingnum. í þeim hefur hann fylgt stjómarandstöðunni og átti þátt í að fella stjómina með því að styðja þingsályktunartillögu jafn- aðarmanna um kjamorkuvopnin. Eftir kosningamar í september á síðastliðnu hausti dró flokkurinn raunar nokkuð í land með stuðn- inginn við stjómina og var því þá lýst yfir, að ekki væri hægt að líta á hann sem stuðningsflokk. Vildu radikalar, að stjómin yrðu mynduð á breiðari gmndvelli en Niels Helveg Petersen var ekki spurður ráða. Breið stjórn Með því að benda á Niels Hel- veg Petersen sem sáttasemjara og forsætisráðherraefni hafa rad- ikalar skilið enn betur á milli sín og stjómarinnar og hugsanlega em þeir að leggja drög að minni- hlutastjóm jafnaðarmanna. Svend Auken, leiðtogi jafnaðarmanna, getur nokkuð treyst því, að vinst- riflokkamir styðji hann sem for- sætisráðherra og því stendur hann betur að vígi en Poul Schliiter, forsætisráðherra borgaraflokk- Niels Helveg Petersen, leiðtogi Radikale Venstre anna, eftir að hann hefur misst atkvæði radikala. Margir vísa þó þessum vanga- veltum á bug og benda á, að radi- kalar hafi lítið álit á forystuhæfi- leikum Svends Aukens og Niels Helveg Petersen hefur sjálfur þvertekið fyrir þær. Radikale Venstre vill mynda breiða stjóm og vill, að flokkamir gefi sér góðan tíma til þess eftir kosningar að ræða um efnahags- vandann og leiðir út úr honum. Skuli viðræðunum annaðhvort ljúka með myndun meirihluta- stjómar eða bindandi samningum , um helstu markmið og leiðir í þjóðmálunum. Yrði það til, að stjómin gæti setið út kjörtímabilið og einnig til að koma í veg fyrir ítalskt ástand í Danmörku með kosningum í tíma og ótíma. Spáð fylgisaukningu Stjómmálaskýrendur og kosn- ingakönnuðir spá Radikale Vens- tre allnokkurri fylgisaukningu. í síðustu könnun kom fram, að flokkurinn fengi 8% atkvæða í stað 6% í síðustu kosningum en hún var gerð áður en hartn hleypti Niels Helveg Petersen af stokkun- um sem forsætisráðherraefni. Ef vel tekst til með þann áróð- ur, að Radikale Venstre sé þriðji kosturinn, gæti hann náð til sín mörgum kjósendum, sem em orðnir leiðir á átökum blokkanna og persónulegu einvígi þeirra Schlúters og Aukens. Petersen legði þá áherslu á, að hann hefði hreinan skjöld í þessum hjaðn- ingavígum, hann væri maðurinn, sem gæti sameinað blokkimar og komið á stöðugleika í danskri pólitík. Sumir hallast jafnvel að því, að þessi áróður geti aukið fylgi flokksins í líkingu við það, sem gerðist fyrir 20 ámm, en þá tvöfaldaðist þingmannatala hans og Hilmar Baunsgárd, formaður Radikale Venstre, varð forsætis- ráðherra. Höfundur er blaðamaður hjá ReportageGruppen í Árósum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.