Morgunblaðið - 26.04.1988, Side 32

Morgunblaðið - 26.04.1988, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1988 Finnland: Lýsa yfir áhuga á inn- göngu í Evrópuráðið Helsinki, frá Lars Lundsten, fréttaritara FINNSKA ríkisstjórnin hefur tekið ákvörðun um að hefja við- ræður um aðild Finnlands að Evrópuráðinu í Strassborg. Finn- land er eina rikið í Vestur- Evrópu, auk dvergríkjanna And- orru, Mónakós, Páfagarðs og San Marínós, sem ekki á sæti í ráð- inu. Formlega er ekki hægt að sækja um aðild að Evrópuráðinu, en ráðamenn í Helsinki reikna með að Finnum verði boðin þátt- taka um leið og rikisstjórnin hef- ur iýst yfir áhuga sínum á inn- göngu. Evrópuráðið hefur starfað á sviði mannréttinda- og menningarmála í Evrópu frá 1949. í upphafi var mikil áhersla lögð á vörslu lýðræðis í álfunni og beindust sjónir manna þá fyrst og fremst að útþenslu- stefnu Sovétmanna. Finnar hafa til þessa tekið þátt í flestri starfsemi ráðsins á sérsviðum þess, t.d. í menningar- og vísindamálum. Upp- haflega vildu Finnar ekki vera full- gildir meðlimir í ráðinu þar sem þeim þótti starfsemi þess bera fullmikinn keim af Kalda stríðinu. Núverandi stefna, að gerast full- ir aðilar að Evrópuráðinu, komst í hámæli í vetur í hita forsetakosn- ingabaráttunnar, en Mauno Koi- visto forseti lýsti yfír því að sér þætti ekkert mæla gegn því að Finnland gengi í ráðið. Sem næst allir flokkar á þjóð- þingi Finna hafa fagnað ákvörðun ríkisstjómarinnar. Kommúnistar eru þessu þó mótfallnir og telja eðlilegra að Finnar efli samskiptin við Sovétríkin. Mat kommúnista er að koma þurfí á jafnvægi f þróun Morgunblaðsins. utanríkismála Finna. Aðild Finna að Evrópuráðinu hefur verið áhugamál einstakra stjómmálamanna og forystumanna í viðskiptalífinu. Maðal þeirra má nefna Kai Kairamo, forstjóra Nok- ia-samsteypunnar. Á íslandi er Nokia þekktust fyrir stígvélafram- leiðslu sína, en umsvif fyrirtækisins em mun víðtækari — sérstaklega á sviði svonefndrar hátækni. Ymis konar tölvubúnaður, fjarskiptatæki og rafeindatól frá Nokia hafa þegar mtt sér braut inn á Evrópumarkað- inn. í þessu viðfangi hefur mönnum þótt það óhagstætt að vera ekki í Evrópuráðinu og benda á að slíkt sé nokkuð á skjön við þá ímynd, sem Finnar hafa lagt rækt við að undanfömu, að ríkið sé án nokk- urra tvímæla í hópi vestur-evróp- skra lýðræðisþjóða. Mannréttindamál valda áhyggjmn Finna Margir hafa haldið því fram að aðild Finna að Evrópuráðinu ráðist að miklu leyti af tengslum þess við Sovétríkin. Svo virðist þó ekki vera, að minnsta kosti hafa Sovétmenn ekkert sagt um ráðið að undan- fömu. Ennfremur má minna á að hlutleysisstefna. Finna er vart í bráðri hættu vegna hugsanlegrar aðildar, því að önnur hlutlaus ríki á borð við Austurríki, Svíþjóð og Sviss hafa verið aðilar að ráðinu um árabil. Helstu áhyggjur fínnskra stjórn- valda em á sviði mannréttinda, en fínnsk lög em mjög ströng að því er varðar gæsluvarðhald gmnaðra afbrotamanna. Heimilt er að setja mann í vikulangt varðhald án þess málið komi fyrir rétt. Ákvæði þessi brjóta í bága við mannréttindasátt- mála Evrópuráðsríkjanna. Þá em í Finnlandi lög um útlendinga, sem veita þeim nánast engin réttindi. Hefur löggjöf þessi verið meginá- stæða þess að sá flóttamanna- straumur, sem verið hefur í Dan- mörku og Skandinavíu, hefur næsta lítið snert Finnland. Pólitískum flóttamönnum hefur einfaldlega verið stungið inn og þeir síðan send- ir aftur til síðasta viðkomustaðar. Matti Louekoski dómsmálaráð- herra segist vera tilbúinn til rót- tækra aðgerða á næstu ámm, sem miði að úrbótum í mannréttinda- málum, fari viðræður Finna við Evrópuráðið á annað borð af stað. Hann bætir þó við, að öllu verði þó vart breyt í einni svipan. Afganistan: Reuter Sovéskur skriðdrekastjóri slakar á í Kabúl eftir að hafa fylgt lest flutningabíla þangað í gær. Brottflutningur sovéska innrásarliðsins frá Afganistan hefst 15. maí næstkomandi en talið er að um 115.000 sovéskir hermenn séu í landinu. Varnir stjórnar- hersins treystar Islamabad, Reuter. Panama: Gæti dregið mig 1 hlé hvenær sem er - segir Noriega hershöfðingi Panamaborg, Reuter. MANUEL Antonio Noriega sagði í viðtali sem birt var f panamísku dagblaði á laugardag að hann gæti dregið sig f hlé sem yfirmað- ur Panamahers hvenær sem væri en það þyrfti ekki endilega að gerast á næstunni. Hann staðfesti einnig f öðru viðtali að hann hefði rætt við háttsettan embættismann Bandaríkjastjómar nýlega. „Noriega hershöfðingi gæti farið í dag, á morgun, 12. ágúst, 3. nóv- ember, 16. desember eða 1. janúar árið 1989. Dagatalið býður upp á marga daga,“ sagði Noriega í viðtali sem birtist í panamíska dagblaðinu Estrella de Panama á laugardag. Noriega staðfesti ennfremur í við- tali við opinberu fréttastofuna í Pa- nama, Prensa Latina, að hann hefði AÐ MINNSTA kosti 60 manns hafa látist vegna bflsprengingar- innar sem varð f borginni Trfpólí í Líbanon á laugardag. í gær fóru borgarbúar f verkfall til að minn- ast hinna látnu. 52 létust strax og rúmlega 100 manns slösuðust þegar sprengingin varð við ijölfarin gatnamót í Trípólí á laugardag. Lögregluyfirvöld sögðu rætt við háttsettan embættismann Bandaríkjastjómar en sagði ekki hver það hefði verið. Haft er eftir panamiskum heimildarmönnum að Noriega hafi rætt við Michael Kozak, sendimann bandaríska utanríkis- ráðuneytisins. Noriega sagði einnig að tilraunir Bandaríkjastjómar til að bola honum frá völdum væm liður í áformum hennar um að undiroka Suður- Ameríkumenn. „Bandaríkjamenn em hér að framkvæma tilraun, eins og í Víetnam, sem þeir hyggjast beita síðar í Argentínu, Umguay, Brasilíu eða hvaða landi sem er á þessu svæði. Ef þessi kúgunaraðferð ber árangur verður henni beitt gegn öðr- um þjóðum Suður-Ameríku," sagði hann meðal annars. í gær að í það minnsta 60 manns hefðu nú látist af völdum sprenging- arinnar. í bifreiðinni sem sprakk vom 150 kíló af sprengiefni og flestir þeirra sem létust vom í verslanamiðstöð í grenndinni að kaupa matvæli fyrir „iftar," sem er hefðbundin máltíð múslima í hinum helga ramadan- mánuði. AFGANSKI stjórnarherinn hef- ur látið frelsissveitum afg- anskra skæruliða eftir nokkrar varðstöðvar við landamæri Píik- istans. Að sögn vestrænna hern- aðarsérfræðinga er þetta gert til að treysta varnir hernaðar- lega mikilvægra svæða áður en brottflutningur sovéska innrás- arliðsins frá Afganistan hefst 15. mai næstkomandi. Najib- ullah, leiðtogi afganska komm- únistaflokksins, lýsti á sunnu- dag yfir stuðningi við þá hug- mynd að risaveldin dragi úr stuðningi sínum við stríðandi fylkingar í Afganistan. Að sögn vestrænna embættis- manna hefur afganski stjómar- herinn yfírgefíð nokkrar einangr- aðar varðstöðvar við landamæri Pakistans. Brottflutningurinn fór fram á föstudag og laugardag og tóku skæmliðar stöðvamar á sitt vald fáeinum klukkustundum síðar. Heimildarmenn Reuters- fréttastofunnar sögðu þetta skyn- samlega ákvörðun í hemaðarlegu tilliti. Ekki væri unnt að veija stöðvar þessar gegn árásum skæruliða eftir að s'ovéska herliðið hefði haft sig á brott. Stöðvamar hefðu veikt framvamir stjómar- hersins á þessum slóðum og hefði því verið skynsamlegt að þétta þær með þessum hætti. í gær lagði Najibullah, leiðtogi afganska kommúnistaflokksins og forseti landsins, til að komið yrði á fót „friðarsvæðum" við landa- mæri Áfganistans og Pakistans til að greiða fyrir því að afganskir útlagar gætu snúið aftur heim. Vestrænir embættismenn sögðu tillögu þessa sýna að stjómarher- inn og sovéska innrásarliðið hefðu glatað yfirráðum yfir svæðum þessum. Najibullah sagði tillögu þessa geta stuðlað að „þjóðarsátt" eftir heimkvaðningu sovéska her- liðsins. Vestrænir embættismenn töldu líklegt að skæruliðar höfnuðu tillögu forsetans þar sem hún þjón- aði fyrst og fremst öryggishags- munum stjómvalda í Kabúl. Á sunnudag lýsti Najibullah yfir því að hann væri hlynntur þeirri hugmynd að Bandaríkjamenn og Sovétmenn drægju jafnhliða úr stuðningi sínum við hinar stríðandi fylkingar í Afganistan. Najibullah viðurkenndi einnig að skæruliðar ættu rétt á aðstoð frá Bandaríkja- PETER Levi, prófessor í ensk- um bókmenntum við háskólann í Oxford, segist hafa uppgötvað nýtt kvæði eftir Shakespeare. Aðrir sérfræðingar í þessu höf- uðskáldi enskrar tungu eru ekki sammála og enginn sann- færður. Síðastliðinn laugardag, 23. apríl, var fæðingardagur Sha- kespeares. Þann dag ætlaði dag- blaðið The Independent að birta kvæði, sem Peter Levi prófessor, ritdómari blaðsins, taldi sig hafa uppgötvað, að væri eftir Sha- kespeare. Hann hafði verið að undirbúa nýja ævisögu skáldsins og rekist á þetta kvæði í hand- riti,, sem nú er á safni í Kali- fomíu. Hann ætlaði að birta kvæðið sem viðbót við bókina, en útgefandinn, MacMillan, taldi hann á að gefa það út í sérstöku hefti með rökstuðningi fyrir því, að kvæðið væri eftir Shakespeare. Einnig var The Independent&eldur útgáfuréttur að kvæðinu og hlut- um úr ævisögunni. En annað dagblað komst á snoðir um þetta og birti frétt um uppgötvunina á fímmtudag í síðastliðinni viku. Kvæðið var því birt á föstudag, degi fyrr en áætl- að var, og á laugardag var bækl- ingurinn settur í verslanir. mönnum héldi Sovétstjómin áfram stuðningi við marxistastjómina í Kabúl. Samkvæmt sáttmálanum um brottflutning sovéska innrásar- liðsins er gert ráð fyrir Jafnri gagnkvæmri" hemaðaraðstoð risa- veldanna við bandamenn sína í landinu. Sue Hudson við Huntington- bóksafnið í San Marino í Kali- fomíu segir, að safnið hafi eign- ast þetta handrit 1929 og síðan þá hafí 79 menn skoðað það sam- kvæmt bókum safnsins. En eng- um hafí dottið í hug áður að eigna kvæðið Shakespeare. Gary Taylor, bandarískur bók- menntafræðingur og annar af rit- stjómm nýrrar útgáfu á verkum Shakespeares frá Oxford-forlag- inu, segir, að rökin fyrir því að eigna Shakespeare kvæðið stand- ist engan veginn. Hann fellst á, að Peter Levi hafí uppgötvað ýmislegt nýstárlegt við þetta kvæði, en ekkert af því geri mögu- legt að álykta, að Shakespeare hafí samið það. Sterkustu rök Levis em þau, að undir kvæðinu séu stafir Johns Marstons, samtímamanns Shake- speares, og einnig stafímir WS, og við eigum að trúa því, að hann sé að eigna Shakespeare kvæðið. En vandinn er, að engar upplýs- ingar liggja fyrir um sambandið milli þessara tveggja manna. Kvæðið, sem The Independent birti síðastliðinn föstudag, hefur áður birst í tveimur bókum á síðstu öld og hefur því verið mönn- um kunnugt lengi. Og sem skáld- skapur virðist það ekki hafa neina sérstaka verðleika. Bílsprengingin í Líbanon: I það minnsta 60 manns hafa látist Beirut, Reuter. Bretland: Ys ogþys út af engu St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðarí Frímannssyni, fréttaritara Morgfunblaðsins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.