Morgunblaðið - 26.04.1988, Síða 37

Morgunblaðið - 26.04.1988, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1988 37 Dorgveiðikeppni: Lítið veiddist í sól og blankalogni við Mývatn Morgunblaðið/Rúnar Þór Bjömsson Á myndinni má sjá verðlaunahafana Baldvin Björnsson, Steinunni Ósk Stefánsdóttur og- Helga Vatnar Helgason. Fyrir aftan standa þau Sævar Kristjánsson og Herdís Steingrimsdóttir. Flest brotanna eru rakin til misskilnings — segir Guðmundur Björnsson formaður verkfallsnefndar HELGIN VAR fremur róleg hjá verkfallsnefnd á Akureyri, en að staðaldri eru á milli 50 og 60 manns á vakt. Þeir byija klukkan 8 á morgnana og starfa fram á kvöld eftir efnum og ástæðum. Upp komu nokkur minniháttar brot um helgina og í gær, en að sögn Guðmundar Björnssonar var hægt að rekja þau flest til misskilnings og ágreinings um túlkunaratriði og leystust þau yfirleitt fljótt og vel. „Við höfum allt aðra túlkun á verkfallslögunum heldur en at- vinnurekendur, sem leggja mjög svo víðtækan skilning í þau. Við viljum meina að eigendur, eigin- konur og böm þeirra innan 16 ára aldurs geti starfað í verkfalli sem þessu á meðan atvinnurekendur vilja jafnframt gefa grænt ljós á verslunarstjóra og aðra ábyrgðar- menn. Við höfum ekkert hlustað á þetta og hafa þeir eigendur versl- ana, sem borið hafa þessum hug- myndum atvinnurekenda við, bakk- að með þær,“ sagði Guðmundur. Verkfallsverðir á Akureyri og framkvæmdastjóri Nestis við Hörg- árbraut sömdu um að sambýliskona framkvæmdastjórans mætti starfa í versluninni með honum gegn því að verkfallsverðir fengju að líta inn við og við til að fullvissa sig um að samningurinn væri haldinn, en eins og fram hefur komið, kom til handalögmála þar þegar systir hans var við störf sl. föstudag. Þá gengu verkfallsverðir jafn- framt að því að báðir eigendur Matvörumarkaðarins í Kaupangi fengju að starfa í versluninni ásamt eiginkonum og bömum sínum inn- an 16 ára þrátt fyrir að annar eig- andinn hefði annað og óskylt aðal- starf. Verkfallsverðir neituðu að fallast á starf hans á fyrsta degi verkfallsins sl. föstudag og hótuðu jafnframt að loka versluninni sæist hann við störf, en nú eru aðilar sammála um túlkun hvað þessu tilviki viðvíkur. ARLEG dorgveiðikeppni í Mý- vatni fór fram sl. laugardag í blíðskaparverði og mættu 39 keppendur til leiks. „Ég held bókstaflega að flestir keppend- urnir séu að skipta um skinn þessa dagana. Það var alveg blankalogn og sólin skein eins og hún best gerir í fjallaloftinu tæra hér norðanlands og hitastig var rétt um frostmarkið," sagði Björn Björnsson, skipuleggjandi mótsins og starfsmaður Ferða- málafélags Mývatnssveitar, í samtali við Morgunblaðið. Keppnin hófst klukkan 11.00 á laugardag og henni lauk kl. 16.00. Það var ekki fyrr en um kl. 13.00 að Steinunn Ósk Stefánsdóttir dró fyrsta fisk dagsins úr vatninu. Hún hafði aldrei dorgað áður, en var mætt í keppnina ásamt syni sínum, Amþóri Hauki Birgissyni. Steinunn hlaut ísbor í verðlaun. Helgi Vatnar Helgason fékk tvenn verðlaun, bæði fyrir stærsta fiskinn og besta gæða- matið, en hann átti einmitt stóran þátt í sigri íslendinga gegn Norð- mönnum í landskeppninni, sem fram fór fyrir skömmu á Mývatni. Baldvin Bjömsson hlaut verðlaun fyrir Qölda fiska í keppninni þó veiði hafi verið heldur dræm allan tímann. Alls vom þrír veiðimenn með einn fisk og homsíli svo að kasta varð hlutkesti um sigurvegar- ann og komu verðlaunin þannig í hendur Baldvini. Ferðamálafélag Mývatnssveitar vill nota tækifærið og þakka öllum keppendum fyrir komuna og um leið vilja þeir þakka þeim aðilum, sem gefið hafa verðlaun, og aðra fyrirgreiðslu til að halda keppnina. Sérstaklega vill félagið þakka Ey- fjörð heildverslun, I. Guðmunds- syni, Kaupfélagi Þingeyinga, Hótel Reynihlíð, Sportvömgerðinni, Veiðimanninum, Veiðivon, Vestur- röst og Veiðifélagi Laxár og Krák- ár. Steinunn Ósk Stefánsdóttir var að dorga i fyrsta sinn og er hér með son sinn, Arnþór Hauk. Hér eru þau með fyrsta fiskinn sem veiddist í keppninni. Skákþing Norðlendinga: Aðeins hálfur vinningur skildi að efstu menn í opnum flokki Dalvík. Skákþing Norðlendinga fór fram á Dalvík dagana 21.-24. apríl og var keppt í þremur flokkum, bamaflokki, unglinga- flokki og opnum flokki. Það var Taflfélag Dalvíkur sem annaðist mótið og var þátttaka góð og keppni jöfn og spennandi. Teflt var eftir Monrad-kerfi og skildi aðeins hálfur vinningur efstu menn i eldri flokkunum. Úrslit réðust ekki fyrr en í síðustu skákum. Úrslit urðu sem hér seg- ir. Bamaflokkur, 12 ára og yngri: 1. Þorleifur Karlsson Akureyri 8,5 vinningar af 9 mögulegum 2. Ásmundur Stefánsson Svalbarðs- strönd 7,5 vinningar 3. Páll Þórsson Akureyri 7,5 vinn- ingar Unglingaflokkur, 13-16 ára: 1. Magnús Teitsson Akureyri 8,5 vinningar af 9 mögulegum 2. Rúnar Sigurpálsson Akureyri 8,0 vinningar 3. Sigurður Gunnarsson Blönduósi 6 vinningar Opinn flokkur, fullorðnir: 1. Amar Þorsteinsson Akureyri 6 vinningar af 7 mögulegum 2. Gylfi Þórhallsson Akureyri 5,5 vinningar 3. Smári Ólafsson UMSE 5 vinning- Amar Þorsteinsson, Gylfi Þórhallsson og Smári Gunnarsson, þrir efstu menn í opnum flokki karla á Skákþingi Norðurlands. 4.-6. Rúnar Búason Dalvík, Ingimar Jónsson Dalvík og Jón Ámi Jónsson Akureyri, með 4,5 vinninga hver. Að skákþinginu loknu var haldið hraðskákmót og teflt í þremur flokkum, yngri flokki, opnum flokki og kvennaflokki. Úrslit í hraðskák: inni urðu sem hér segir: Yngri flokkur, 16 ára og yngri: 1. Örvar Amgrímsson Akureyri 17 vinningar 2. Sigurður Gunnarsson Blönduósi 16 vinningar 3. Páll Þórsson Akureyri 15,5 vinn- ingar Opinn flokkur, karlar: 1. Rúnar Sigurpálsson Akureyri 12,5 vinningar 2. Ingimar Jónsson Dalvík 12 vinn- ingar 3. Þór Valtýsson Akureyri 12 vinn- ingar Kvennaflokkur: 1. Amfríður Friðriksdóttir 7 vinn- ingar 2. Sveinfríður Halldórsdóttir UMSE 7 vinningar_ 3. Ásrún Ámadóttir UMSE 6,5 vinningar. Við mótsslit voru sigurvegurum Arafríður Friðriksdóttir sigraði i kvennaflokki. afhent verðlaun og þá heiðraði Tafl- félag Ungmennasambands Eyja- fjarðar Jón Stefánsson fyrrverandi formann Taflfélags Dalvíkur fyrir mikil störf að skák á Dalvík og inn- an UMSE. UMSE á nú í fyrsta skipti lið í fyrstu deild í skák og í tilefni þess afhenti Jón Stefánsson Taflfélagi UMSE tvær skákklukkur að gjöf. Á skákþinginu var Albert Sigurðsson skákstjóri, en hann hef- ur um árabil sinnt skákstjóm á Skákþingi Norðurlands og vom honum fluttar þakkir fyrir vel unn- in störf.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.