Morgunblaðið - 26.04.1988, Page 42

Morgunblaðið - 26.04.1988, Page 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1988 Stjórnmálaályktun miðstjórnar Framsóknarflokksins: Róttækar aðgerðir þarf til að skapa atviimugrein- unum rekstrargrundvöll MIÐSTJÓRN Framsóknar- flokksins - samþykkti eftirfar- andi stjórnmálaáíyktun á fundi sínum 23.-24. apríl: Miðstjórn Framsóknarflokksins hefur á fundi sínum 23.-24. apríl 1988 ijallað um þjóðmálin og stjómarsamstarfíð. Miðstjómin ályktar: Framsóknarflokkurinn gekk til stjómarsamstarfsins með því skil- yrði að efnahagsmál þjóðarinnar yrðu tekin föstum tökum með enn hjaðnandi verðbólgu, traustan rekstrargrundvöll atvinnuveganna og viðskiptajöfnuð að markmiði. Um þetta náðist samstaða, eins og fram kemur í stefnuyfirlýsingu og starfsáætlun ríkisstjómarinnar. Á því tæpa ári, sem ríkisstjóm- in hefur starfað, hefur ýmislegt mikilvægt áunnist. í sjávarútvegi hefur verið lög- fest ákveðin og markviss stjómun, sem stuðla mu'n að skynsamlegri nýtingu fiskstofnanna og koma í veg fyrir ofveiði. I landbúnaði hefur náðst mikil- vægur árangur. Jafnvægi er að nást í mjólkurframleiðslu og að því stefnir einnig í framleiðslu sauðíjárafurða. Fiskeldi, sem grundvöllur var lagður að á síðasta kjörtímabili, er jafnframt mjög vaxandi. í heilbrigðis- og tryggingarmál- um er unnið að íjölmörgum endur- bótum og heildarúttekt, með aukna hagkvæmni í huga án þess að úr þjónustu verði dregið. í utanríkismálum hefur verið mótuð og framkvæmd sjálfstæð stefna, í samræmi við stefnuyfir- lýsingu ríkisstjómarinnar. Á grundvelli samþykktar Alþingis hafa íslendingar beitt sér á al- þjóðavettvangi fyrir fækkun kjamorkuvopna og gegn hvers konar mannréttindabrotum. Er vafalaust að sjálfstæð utanríkis- stefna og virk þátttaka íslendinga í starfi alþjóðastofnana hefur auk- ið álit á landi og þjóð. Full samstaða er um að ríkis- sjóður verði rekinn hallalaus og dregið úr erlendri lántöku opin- berra aðila. Staðgreiðslukerfi skatta, sem ákveðið var af síðustu ríkisstjóm, er komið til fram- kvæmda og virðisaukaskattur verður væntanlega tekinn upp á næsta ári. Heildarathugun húsnæðiskerf- isins er hafin. Brýna nauðsyn ber til að draga úr þensluáhrifum hús- næðislánanna án þess að skerða aðstoð við þá sem eignast íbúðar- húsnæði í fyrsta sinn. Á ýmsum öðrum sviðum hefur tekist miður. Um efnahags-, atvinnu og byggðamál segir m.a. í stefnuyfir- lýsingu ríkisstjómarinnar að hún muni vinna að eftirfarandi: „að búa atvinnulífinu sem best starf sskilyrði,“ „að tryggja jafnvægi í viðskipt- um við útlönd,“ „að jákvæðum en hóflegum raunvöxtum," — „og lækkun vaxta,“ „að eðlilegri byggðaþróun." Því miður hallar mjög undan fæti á ofangreindum sviðum. Er nú svo komið, að fjölmörg fram- Jeiðslufyrirtæki riða til falls, við- skiptahalli eykst og byggðaþróun er ógnvekjandi. Ein fárra atvinnu- greina, sem skilar miklum arði er lánastarfsemi ýmiss konar, sem byggir á óeðlilegum vaxtamun og því, að erlent íjármagn, á föstu gengi, er endurlánað með háum vöxtum og lánskjaravísitölu, sem mælir dyggilega þensluna og verð- bólguna innanlands. Það eru hins- vegar grundvallaratvinnuvegimir sem fyrst og fremst þurfa að hafa góða afkomu. Hallalaus ríkisbúskapur, spam- aður og minni erlendar lántökur em að sjálfsögðu afar mikilvæg atriði eins og ástatt er í efnahags- málum, enda hafa framsóknar- menn staðið heilshugar að þeim ákvörðunum sem að því miða. Slíkt hrekkur hins vegar skammt, ef framleiðsluatvinnuvegir þjóðar- innar em reknir með stórfelldum halla um lengri tíma. Því hafa framsóknarmenn jafnframt lagt áherslu á aðgerðir, sem stuðla að bættum rekstrargmndvelli. Má í því sambandi nefna að uppsafnað- ur söluskattur í sjávarútvegi var endurgreiddur og horfið frá fyrir- ætlun um að leggja launaskatt á útflutningsatvinnuvegina. Framsóknarmenn hafa staðið að þeirri stefnu í efnahagsmálum að byggja á sem stöðugustu gengi íslensku krónunnar. Talsmenn flokksins hafa hins vegar lagt áherslu á, að fast gengi fær ekki staðist, ef annað leikur lausum hala, fjármagnsmarkaðurinn nán- ast stjórnlaus, fjármagnskostnað- ur óheftur og kostnaðarhækkun- um velt út í verðlagið innanlands. En það geta útflutningsatvinnu- vegirnir ekki. Því miður hafa tillögur og EFTIRFARANDI ályktun var samþykkt á ráðstefnu alþýðu- flokksfélaganna í Reykjavík um efnahagsmál, sem haldin var á Höliday Inn á sunnudag: Ályktun Efnahagsráðstefnu fulltrúaráðs alþýðuflokksféíaganna í Reykjavík 24. apríl 1988: Landið, þjóðin, lífskjörin Fulltrúaráð alþýðuflokksfélag- anna í Reykjavík ★ Varar við áróðri um gengis- fellingu sem allsheijarlausn á aðsteðjandi vanda í efnahags- málum og bendir á að gengis- lækkun ein sér er ávísun á verðbólgu, kaupmáttarskerð- ingu og þyngri greiðslubyrði af lánum. ★ Minnir á, að nýlega gerðir kjarasamningar verkalýðsfé- laganna vom undirritaðir í trausti þess að við verðhjöðn- unarstefnu yrði staðið af ríkis- stjóminni. ★ Varar við hugmyndum um höft í utanríkisviðskiptum, ábendingar framsóknarmanna í þessum efnum borið takmarkaðan árangur. Virðist talað fyrir dauf- um eyrum þeirra, sem peninga- málum stjóma. Mjög erfið staða undirstöðuat- vinnuveganna og þensla á höfuð- borgarsvæðinu leiðir til byggða- röskunar, sem mun verða til tjóns fyrir þjóðina alla. Á árinu 1986 náðist jöfnuður í erlendum viðskiptum. Á árinu 1987 varð viðskiptahalli 7 milljarð- ar króna. I ár stefnir í 10 til 12 milljarða viðskiptahalla. Við slíkt ástand verður ekki búið. Það mun leiða til hmns hins íslenska efnahagslífs. Framsóknarflokkurinn telur að ráðast eigi í róttækar aðgerðir, sem duga til þess að skapa fram- leiðsluatvinnuvegunum rekstrar- gmndvöll, draga vemlega úr við- skiptahalla, stöðva byggðaröskun og draga úr verðbólgu, en standa vörð um kjör þeirra sem lægstu launin hafa. Miðstjórn Framsóknarflokksins felur ráðhermm flokksins og þing- flokki að hefja nú þegar viðræður við samstarfsflokkana um leiðir, sem ná þeim markmiðum, sem um var samið við myndun ríkisstjórn- arinnar. Miðstjóm bendir á eftirgreind atriði: 1. Í því skyni að draga úr þenslu sem er ein höfuðorsök van- dans í efnahagsmálum verði: 1.1 Aflað heimildatil að leggja tímabundið gjald á öll ný mannvirki önnur en íbúða- byggingar og dregið úr er- hvort sem þeim er beint gegn innflutningi eða útflutningi og minnir á þörfina fyrir aukið útflutningsfrelsi og raunhæfa löggjöf gegn hringamyndun í viðskiptalífínu. ★ Leggur ríka áherslu á að fmm- vörp um: a) kaupleiguíbúðir b) virðisaukaskatt c) banka og sparisjóði d) bifreiðaeftirlit verði samþykkt sem lög frá Alþingi fyrir þinglok í vor. ★ Telur að hraða verði endur- skoðun banka og sjóðakerfis til að minnka kostnað af banka- og fjármálastarfsemi og draga úr þeim mun sem er á milli innláns- og útlánsvaxta. ★ Leggur ríka áherslu á, að fmmvarp um fullkominn að- skilnað dómsvalds og fram- kvæmdavalds verði samþykkt sem lög á þessu ári. ★ Telur nauðsynlegt, að fram- hald verði á samanburðarat- hugunum á verði, vöm og þjón- ustu og rækilegri kynningu á niðurstöðum til þess að bæta lendum lántökum til fjárfest- inga. 1.2 Dregið úr niðurgreiðslu vaxta af húsnæðislánum, en hús- byggjendum veitt aðstoð gegnum skattakerfið. 2. 011 stjóm peningamála verði tekin til endurskoðunar. Jafnframtverði: 2.1 lög sett án tafar sem tryggi að fjármagnsmarkaðurinn allur lúti samræmdri stjórn og reglum. 2.2 lánskjaravísitala á nýjum fjárskuldbindingum verði af- numin en stuðlað að hófleg- um raunvöxtum með hliðsjón af þeirri stefnu í gengismál- um sem á er byggt. 2.3 vaxtamunur og hámarks- vextir fyrst um sinn ákveðnir af Seðlabanka íslands. 3. Hvers konar vísitöluviðmiðun og sjálfvirk tengsl við verðlag eða gengi verði afnumin sem fyrst. 4. Sköttum fyrirtækja verði að verulegu leyti breytt úr veltu- ■ tengdum sköttum í tekju- tengda skatta. Tekjuskattur verði lagður á fjármögnunar- fyrirtæki, m.a. veðdeildir og lánasjóði. 5. Raforkuverð verði lækkað með lengingu erlendra lána Landsvirkjunar til samræmis við afskriftatíma mannvirkja og með yfirtöku ríkissjóðs á lánum Rafmagnsveitna ríkis- ins og Orkubús Vestfjarða eins og lofað var þegar jöfn- unargjald raforku var fellt niður. Sjálfvirk viðmiðun ra- markaðsstöðu heimilanna og drýgja kjör þeirra. ★ Leggur ríka áherslu á að áfram verði ötullega unnið að umbót- um í skattkerfinu og uppræt- ingu skattsvika. ★ Fagnar skipan nefndar til þess að endurskoða fyrirkomulag verðtryggingar fjárskuldbind- inga og lánskjaravísitölu. ★ Leggur áherslu á, að hafist verði handa um endurskoðun ríkjandi landbúnaðarstefnu og án tafar verði hafin fram- kvæmd á einföldun milliliða- og sjóðakerfis landbúnaðarins, endurskoðun skipulags á vinnslustöðvum landbúnaðar- ins og verðmyndunarkerfi bú- vöru. ★ Leggur áherslu á, að hlut landsbyggðarinnar ber að efla með framkvæmd á tillögum um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, auknum hlut byggðarlaga landsbyggðarinn- ar í Jöfnunarsjóði sveitarfé- laga, með bættri fjármagns- þjónustu á landsbyggðinni, með byggingu kaupleiguíbúða. forkuverðs frá Landsvirkjun við gengi og verðlag verði óheimil. Unnið verði mark- visst að jöfnun orkuverðs í landinu. 6. Til að ná markmiði ríkis- stjómarinnar í byggðamálum er mikilvægast að skapa at- vinnulífi á landsbyggðinni traustan rekstrargrundvöll. Jafnframt verði: 6.1 Byggðastofnun stórefld og gera kleift að skuldbreyta skuldum fyrirtækja á lands- byggðinni til samræmis við afskriftatíma eigna. 6.2 Hraðað úttekt og tillögum Byggðastofnunar um aðgerð- ir til að stöðva þá byggðar- öskun sem við blasir. Þær til- lögur sem samþykktar verða, verði framkæmdar án tafar. 6.3 Jöfnunarsjóður sveitarfélaga í auknum mæli nýttur til að jafna aðstöðumun. 6.4 Aðstöðumunurjafnaðurm.a, með verðlagningu á opinberri þjónustu. Ofangreindum ábendingum eru ekki ætlað að vera tæmandi. Framsóknarflokkurinn er reiðubúinn til þess að ræða allar leiðir til að skapa framleiðsluat- vinnuvegunum rekstrargrund- völl og draga úr viðskiptahalla og byggðaröskun. Hins vegar er það ófrávíkjanleg krafa mið- stjórnarinnar að slíkt verði gert. Ef ekki tekst með markvissum aðgerðum að ná þeim árangri, sem er að stefnt, verður óhjákvæmilegt að aðlaga gengi íslensku krónunn- ar þeim aðstæðum, sem ríkja í íslensku efnahagslífi. Það eitt mun hins vegar leiða til vaxandi verð- bólgu og aukins efnahagsvanda, ef ekki fylgja margþættar nauð- synlegar aðgerðir, sem, m.a., vemda kjör þeirra, sem lægst hafa launin. Ríkisstjórnin hefur mikinn meirihluta á Alþingi og á að vera fær um að rétta á ný við efna- hagslíf þjóðarinnar. Áð því vill Framsóknarflokkurinn vinna heilshugar. Fundurinn felur framkvæmda- stjóm Framsóknarflokksins að fylgjast með framvindu þessara mála og boða miðstjórnina til fundar að nýju svo fljótt sem ástæða þykir til. ★ ítrekar stefnumörkun ríkis- stjómarinnar í jafnréttis- og íjölskyldumálum og bendir á, að endurskipulagning og raun- hæfar umbætur í húsnæðis- kerfinu em undirstöður far- sællar fjölskyldustefnu. ★ Lýsir yfir eindregnum stuðn- ingi við þá stefnu ríkisstjómar- innar að efla fjárhag ríkissjóðs sem undirstöðu velferðarríkis á íslandi með endurbættu skattkerfí, hertu skatteftirliti og endurskipulagningu ríkisút- gjalda með sparnað og ráð- deild fyrir augum. ★ Leggur ríka áherslu á það, að jafna verður aðstöðu þjóðfé- lagsþegnanna m.a með sam- ræmdu lífeyriskerfi fyrir alla landsmenn. Á íslandi má aldr- ei skapast það ástand að segja megi að íbúarnir skiptist í tvær þjóðir — aðra sem býr við auð- sæld og hina sem býr við kröpp kjör. Hér skal búa ein þjóð í einu landi um ókomna tíð og þáð hlýtur ríkisstjórn með þátttöku Alþýðuflokksins að hafa að leiðarljósi. Fulltrúaráð alþýðuflokksfélaganna í Reykjavík: Gengislækkun er ávísun á verð- bólgu og kaupmáttarskerðingu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.