Morgunblaðið - 26.04.1988, Side 43

Morgunblaðið - 26.04.1988, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1988 43 „Mannrétt- indi strax“ Þessi tvö orð, sem mig langar til að minna hér á „við gluggann" í dag, eru yfirskrift þess starfs, sem hin frábæru friðarsamtök Amnesty Intemational nefna her- ferð sína á þessu ári — 1988. En vegna þess hve oft ég er spurður um hvað þessi orð þýði, sem nú mega heita á margra vör- um, er rétt að minna á það hér enn einu sinni. Amnesty þýðir miskunn eða miskunnsemi og international þýðir alþjóðlegur. Sem sagt, hér er um starfsemi að ræða, sem er ein æðsta og fegursta grein hins sanna kristinsdóms í verki. Hlið- stæð hugsjón Rauða krossins, sem allir kannast við — nú orðið. Alþjóðleg miskunnsemi mætti gjarnan teljast ein göfug- asta hugsjón mannkynsins um leið og hún er upphaf og farvegur hinnar miklu mannréttindayfírlýs- ingar Sameinuðu þjóðanna, sem gjörð var og samþykkt á á alls- heijarþingi þeirra í París í Frakk- landi 10. desember 1948. Sem sagt, þegar loks fór að ljóma af árroða friðar og einingar eftir síðustu heimsstyijöld, sem telja má hina myrkustu vetramótt ver- aldarsögunnar. En því er einmitt ástæða til að allir hafí þetta í huga og allir stefni nú að hátíðlegri og áhrifa- mikilli afmælishátíð þessarar björtu dagstjömu jarðarbama, sem boðar frið, bræðralag og mannréttindi, en um það biðjum við daglega í orðunum fögm: komi ríki þitt og ræðum þar við Guð — kærleikshugsjón kristin- dómsins. Mannréttindayfírlýsingin, sem hér er minnzt á, er samin í skugg- um þeirra ólýsanlegu hörmunga, sem áttu hámark sitt í milljóna morðum, þar sem útrýma skyldi sjálfri þjóð stofnenda kristindóms- ins, meistara friðar og kærleika Jesú frá Nazaret, sem minnzt er hér á íslandi með sálmalestri síðari hluta hvers vetrar. Og nú síðast með næturlöngum flutningi þess listaverks íslenzku þjóðarinn- ar í Hallgrímskirkju heila nótt. Þetta ætti að vera sönnun þess, að hér sé vakað og beðið í landi friðar frelsis og mannréttinda. En þótt það sé sannarlega fag- urt tákn um að þjóðin litla á sker- inu úti við heimskaut sé á réttri leið, þá eru lifandi störf og hug- sjónir Amnesty, sjálfrar misk- unnar Guðs öllu mannkyni til handa bæði í nútíð og framtíð, ekki minna virði fyrir „gróandi þjóðlíf á guðsríkisbraut", sem er aeðsta takmark hvers íslendings. Því er sjálfsagt á þessu afmælis- ári mannréttinda í veröldinni að helga þessu verkefni hvem dag eftir föngum og muna vel áminn- ingu eins af góðskáldum okkar: „Hvað sem þú vinnur í verki eða íeik, þá verðu þér öllum til.“ Þar má enginn skerast úr leik, heldur æfa saman krafta huga, hjarta og handar hvem dag einmitt við hversdagsstörfín, sem öll geta orðið guðsþjónusta undir góðri stjóm, sé ekki eingöngu miðað við augnablikslaun og stundar- hagnað heldur unnið af alúð og fómarlund. En til þess þarf bæði frelsi og mannréttindi án allra vopna og hertækni. Þar verður fyrst og fremst að miða við það, sem minnst er á í mannréttinda- yfírlýsingu þessa afmælis, sem hér skal í huga höfð og hefst á þessa leið: „Það ber að viðurkenna, að hver maður sé jafnborinn til virðing- ar og réttinda, er eigi verða af honum tekin. Og er þetta undir- staða — eða grannur — frelsis, réttlætis og friðar í heiminum." En þama birtist vandi hins sanna hugarfars afmælisársins: Enginn munur á réttindum karls og konu né hins svarta og hvíta manns. Enginn munur á háum og lágum, tignum og smáum, heiðnum og kristnum. Þar skal fyrst og fremst gilda að vera maður, sem kann að elska og þjást. Og allt skal unnið undir merki manngöfginnar, sem er hinn æðsti auður hverrar ein- stakrar persónu, hverrar einstakr- ar þjóðar, og framkvæmd skal undir hinni miklu fyrirskipun frá eigin hjarta: „Allt, sem þú óskar, að aðrir menn gjöri þér, skalt þú sjálfur þeim gjöra." Með þessari starfsaðferð í smáu og stóra hvetur þessi einfalda regla, sem alltaf er til fram- kvæmda á hinn viturlegasta hátt, ef vel er að gætt, og verður þann- ig yfírlýsingin, sem mótar allt mannlegt samfélag bæði karla og kvenna til að efla og útbreiða virð- ingu fyrir mannréttindum í þess orðs dýpstu merkingu og verður um leið æðsta boðorð mannlegrar heilla. Þannig verður hugsjón Am- nesty, þessara framandi samtaka með fomgrisku nafni, einn æðsti gimsteinn menningar í lófa mann- kynsins, sem enginn má gleyma að láta lýsa í öllum litum regn- bogans við árblik nýrrar aldar, nýrra tíma bræðralags og mann- réttinda. Og hér er sannarlega búið að bíða nógu lengi. Þess vegna skal ekki lengur sofið und- ir yfírskriftinni, sem segir að hér skuli kunna hin þöglu svik að þegja við öllu röngu. Sagt er, að nú gangi samtök lögfræðinga, lækna, trúarleið- toga, rithöfunda og fleiri til liðs við Amnesty Intemational í 150 löndum og beijast fyrir því að mannréttindi verði virt strax. Það er mikill fagnaðarboðskapur. En að síðustu vil ég ekki gleyma að minna á afrek hér í næsta húsi í fyrra — 1987 — í Menntaskólan- um við Sund þar sem böm og kennarar unnu saman að hátíð- legri kynningu á þessari friðar- hugsjón nær heila viku. Og gaf út á sínum vegum fræðslurit um Amnesty. Þess mætti vænta, ef ekki verða verkföll og vandræði í skólum okkar fögra borgar í haust, að þá gerðu margir skólar eitthvað svipað. Kennum bömun- um að beijast án vopna undir merkjum sannra mannréttinda. Göngum öll fram í fylkingu friðar- ins fyrir „mannréttindum strax". Reykjavík, 7. april 1988 ,Í8Öthfi6i:j| 6s fi'hid .fjbndlijRisIfiufii oíiiiipjfvd öem ARISTON Þvottavél kr. 33.805,- með söluskatti Hverfisgötu 37, simar 21490 og 21846. Vikurbraut 13, Keflavík, sími 12121, l.<‘]if[^lUBIX UÓSRITUNARVÉLAR iúlluh m mmm mmmm i mim Réttir á matseðli vikunnar eru m&: Rjómalöguð spergilkálssúpa Pastaréttir...........frákr. 500,- Salatskál með kotasælu....kr. 560,- Eggjakaka með osti........kr. 480,- Rjómasoðin ýsuflök með kavíar, rækjum og blaðlauk.. kr. 650,- Blandaðir sjávarréttir með humar, hörpuskel, rækjum og karrýsósu..............kr. 690,- Steiktar lambasneiðar með ananas, papriku og fersku grænmeti..................kr. 840,- Nautahryggsneiðar með bacon, sveppum og fersku grænmeti..........kr. 1050,- Súpa og kaffi fylgja rétti dagsins Takið fjölskylduna með! mmmBm £ M'fVw j/y JJy RAUÐARÁRSTlG 18 - SlMI 6233S0 FAGMENNSKA í FYRIRRÚMI Fjöldi reyndra og faglærðra verktaka á skrá. Láttu fagmanninn vinna verkið - það borgar sig! Skrifstofan eropin frá kl. 09:00 til kl. 17-00 virka daga. sJtStt U t-fc9d liJ nuióiifiiL'Ci í , i i;;ciiOó vfci t •>ríJi i ;löfl i > ióis ;ri ld;ii> 11 Hi iyií 121 - Úlfar Om| Almenna aLQlýslngast7SÍA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.