Morgunblaðið - 26.04.1988, Síða 50

Morgunblaðið - 26.04.1988, Síða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1988 Tónlistarskólar fyrir hverja? - námið hluti af almennri menntun Af umræðum á ráðstefnu Félags tónlistarskólakennara Svipmyndir af ráðstefnu Félags tónlistarskólakennara. Nýlega hélt Félag tónlistar- skólakennara ráðstefnu um tón- listarskóla. Og miðað við að það eru um átta þúsund nemendur i rúmlega sextíu tónlistarskólum víðsvegar um landsins breiðu byggð og þar kenna um sex- hundruð kennarar, þá er ekki ósennilegt, að ýmsa fýsi að fregna af því, sem fór fram á ráðstefnunni. Laugardaginn 16. apríl voru fluttir fyrirlestrar og starfað í hóp- um. Á sunnudeginum var hópstarfi haldið áfram, en í lokin kynnti Jón Nordal skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík frumvarp um Tónlistar- háskóla íslands. í erindunum fyrri daginn var komið víða við. Sigrún Guðmundsdóttir ræddi uppeldislega fagþekkingu tónlistarkennara, Stefán Edelstein flutti hugleiðingar um hlutverk, tilgang og starfshætti tónlistarskóla, Jón Hlöðver Áskels- son flutti tölu um samræmingu á skólastarfí tónlistarskólanna og Brynja Guttormsdóttir varpaði fram spumingunni um tónlistarskóla af hvaða tagi og fyrir hverja. Það þarf vart að taka fram, að inn á milli fyrirlestra var skotið tónlist, andanum til upplyftingar og örvun- ar. En ekki er allt talið enn. Þórir Þórisson ræddi hljóðfæramennt í almennum skólum, Haukur Hann- esson samstarf kennara og foreldra frá sjónarhóli Suzuki-aðferðarinn- ar, Halldór Haraldsson svaraði spumingunni hvað væri kennslu- fræði hljóðfærakennara og Njáll Sigurðsson ræddi nauðsyn á námi til starfsréttinda, sýndi skýrlega fram á hve aðsókn að tónlistarskól- um er mikil á lægstu stigum og hve mjög vantar á að hægt sé að sinna þessum mikla áhúga. Þetta er í fyrsta skipti sem tón- listarkennarar þinga, en tæplega í síðasta skiptið, því þingheimur sýndi almenna ánægju yfír fram- takinu og það var vel mætt. Í þess- ari stétt eins og flestum öðrum hitt- ist fólk sjaldan og fá tækifæri gef- ast til að ræða þrifamál, sem snerta stefnur og strauma í faginu. Stjórn félagsins skipa Öm Arason formað- ur, Kristín Stefánsdóttir, Valgerður Ákadóttir, Brynja Guttormsdóttir og Heimir Guðmundsson. Eins og áður er nefnt skiptist þingheimur í hópa og ræddi þar fjögur mál, sem öll eru forvitnileg þeim, sem hafa minnsta áhuga á starfí tónlistarskólanna. Sigríður Pálmadóttir stjómaði umræðuhóp um forskóla, Sigursveinn Magnús- son um tónfræði, Halldór Haralds- son um kennaramenntun og Sigríð- ur Sveinsdóttir um hljóðfæra- kennslu. Hugum þá aðeins að hvað kom fram í hópstarfínu. Hvenær er heppilegt að börn byiji tónlistarnám? í umræðum undir stjóm Sigríðar Pálmadóttur um forskóla í tónlist- amámi var mest rætt um hvort forskólanámið ætti að fara fram innan tónlistarskólanna, eða ekki. Einnig um gagnsemi þess, tilgang og hvaða stefnu ætti að taka þar. Með forskólanámi er átt við nám um tónlist, sem er hugsað sem und- anfari hljóðfæranáms. Hópurinn var sammála um að það þyrfti að auka samstarf foreldra og kennara, því þátttaka og áhugi foreldra í tónlistamámi litlu krakkanna er oftast nauðsynleg, ef þau eiga að haldast við námið. Algegnt er að forskólakennarar hafi einnig á hendi hópkennslu tónfræða á fyrstu stigum hljóðfæranáms og þyrfti því að vera gott samstarf milli forskóla- kennaranna og hljóðfærakennar- anna. Það hafa löngum verið skiptar skoðanjr-. up) hvepær enheppilegast áð börn .hefji hiióðfæraíiáRL-J.Wíi-. ræðuhópnum var sú skoðun ofan á, að hljóðfæranámið ætti að hefj- ast fyrr en nú er, jafnvel á fimmta eða sjötta ári, en þá aðeins undir leiðsögn kennara, sem hafa sérstak- lega lagt sig eftir kennslu svo ungra barna. Það er staðnæmst við þenn- an aldur, því krakkar á þessum aldri eru svo móttækileg og fús til að stíga fyrstu sporin, lúta aga við- fangsefnisins og njóta um leið þess frelsis er tónlistin veitir. Þau eru líka tilbúin að takast á við flókin verkefni, ef það er unnið með þeim samkvæmt þroska þeirra og getu. í starfshóp um hljóðfærakenn- ara, sem Sigríður Sveinsdóttir stjórnaði, var rætt um prófakerfi, heppilegt próffyrirkomulag og próf- dómarakerfið. En það sem vekur kannski mesta forvitni þeirra, sem eiga böm í tónlistarskólum voru umræður um æskilega og óæski- lega skólastefnu í þessum skólum. Aðsókn að tónlistarskólum ótrúlega mikil í umræðum um skólastefnu tón- listarskólana var meðal annars varpað fram spumingum um mark- mið þessara skóla, um það hvort fyrstu stig hljóðfæranáms gætu kannski flust inn í grunnskóla og þá til að gefa sem flestum kost á tónlistamámi, því eins og Njáll Sig- urðsson benti óyggjandi á í fyrir- lestri sínum, þá er aðsóknin svo mikil að skólunum, einmitt á því aldurstigi. Einnig var rætt hvort einkakennsluformið væri lýðræðis- legt í þeim skilningi að það útiloki ekki nemendur af fjárhagslegum ástæðum. Hópurinn var eindregið á því að forvitnilegt væri að freista sam- starfs við grunnskóla í tilrauna- skyni, eins og kom fram í ályktun- um þingsjns, sem verða raktar. á eftjc. Það er yíst enginn vafj k þyí„ að foreldrar myndu fagna því að böm þeirra gætu sótt tónlistamám sitt í grunnskólann, sem er oftast í námunda við heimili þeirra, í stað þess að þurfa að leggja á sig ferðir oft í viku um borgina þvera og endilanga. Og ekki síður ætti tón- list að vera ríkur þáttur í námi al- menna skólans, eða hvaða rök eru fyrir því að eiga kost á leikfimitím- um tvisvar í viku, en kannski engri tónmenntakennslu? Enginn að tala um annaðhvort eða . . . Hvort tveggja væri fyrirtak. Hópurinn var á einu máli um gagnsemi þess að foreldrar litu á stundum við í tímum hjá bömunum, gott fyrir alla . . . Einnig að nemendur.væru hvattir til að sækja tónleika. í hópi kennara er mikill áhugi á samstarfi allra tónlistarskólanna. Það er líka nemendum í hag, nauð- synlegt að námið milli skólanna sé samræmt, svo nemendur geti flust milli skóla án nokkurra erfiðleika og þeir séu gjaldgengir í hvaða skóla sem er. Og meira af samræm- ingu, það bráðliggur á námsskrám, því þær em aðeins til fyrir suma hljóðfærahópa og aðra ekki. Auk þess vantar námskeið til að þjálfa prófdómara. Hvers vegna ná fæstir tónlistarkennarar starfsheitinu kennari? Undir stjóm Halldórs Haralds- sonar var rætt um kennaramennt- un. Tónlistarkennarar eins og aðrar stéttir em uppteknir af hugmyndum um endur- og símenntun. Það efni var rætt og þótti vænlegt að kanna þörf á henni og að slík menntun ætti vel heim í væntanlegum Tón- listarháskóla íslands. En það var þó annað mál, sem brann ekki síður á þátttakendum, . sunosó.. .vaugáyeltur,. .um,. .bvoet kennsla væri sérfag, þannig að hljóðfærakennarar þyrftu viðamikið nám í uppeldis- og kennslufræði, til að koma þekkingu sinni áleiðis til nemenda. Hér hangir ýmislegt á spýtunni. Gmnnskóla- og fram- haldsskólakennarar hafa fengið starfsheitið kennari lögvemdað. Eitt af skilyrðum þess að öðlast það starfsheiti er dijúgmikið nám í upp- eldis- og kennslufræði. Aðrir sem fást við kennslu án tilskilinna rétt- inda verða að láta sér lynda titilinn leiðbeinandi og þann flokk fylla flestir hljóðfærakennarar, vegna þess að þeir hafa ekki setið nægi- lega lengi á skólabekk við nám í uppeldis- og kennslufræði. Þeir fínna kannski einkum fyrir þessum réttindaskorti í buddunni, því við þetta hafa þeir dregist aftur úr sérmenntuðum kennumm í launum. Finna vísast síður fyrir þekkingar- skorti sínum í kennslunni, því það er nú einu sinni svo að í hljóð- færanáminu sjálfu hafa þeir innbyrt töluvert af því, sem felst í uppeldis- og kennslufræði. Líka þess vegna gremjulegt, að þeir skuli ekki mega nota starfsheitið kennari. En það er fleira kyndugt í þessu máli. Nemendur, sem fara utan í sémám í hljóðfærakennslu við við- urkenndar menntastofnanir, koma í flestum tilfellum heim réttinda- lausir, þvi á þessum stöðum þykir nánast hvergi ástæða til að eyða jafnmiklum tíma í títtnefnd fræði og em gerðar kröfur um hér. Og ekki nóg með það, því samkvæmt þessu em prófessorar við þessa skóla ekki fullgildir kennarar við tónlistarskóla hér, yrðu að láta sér nægja starfstitilinn leiðbeinandi. Enginn dregur í efa gildi þess að afla sér einhverrar þekkingar í áðumefndum fræðum, en spuming hvort jekki só vænlegra að sniða þetta nám t cbetur' að hljóðfteéfa- kennslunáminu, heldur en er gert nú. Eins og er fá nemendur í tón- menntakennaradeildunum nám- skeið í Kennaraháskóla íslands, námskeið, sem er miðað við nem- endur þar. En þetta gríðarlega vægi uppeldis- og kennslufræða er ekki aðeins forkostulegt í menntun hljóðfærakennara, heldur er kannski hluti af meiriháttar mgli, sem hefur sitrað út í skólakerfíð, þegar uppeldisfræðinámið er farið að hossa hátt í að vera jafn mikið og sémám í því, sem á að kenna. Nóg um það . . . í þessum hópi var ályktað um að títtnefnda grein mætti sníða betur að hljóðfæra- kennaranámi og í því sambandi væri forvitnilegt að kanna hvemig aðrar þjóðir fæm að í þessum efn- um. í hópi, sem Sigursveinn Magnús- son stýrði, var rætt um tónfræði- greinar, en það em greinar til hlið- ar við aðalgreinina, nám í hljóð- færaleik. Þar vantar einna helst samræmingu og í þessum hópi var reynt að útbúa veganesti handa undirbúningsnefnd um þau mál. Svo vantar sárlega bækur á íslensku um tónfræði, eins og fleiri greinar innan tónlistamámsins, auk þess sem vantar námsbraut fyrir tónfræðikennara. Þetta var það helsta, sem var rætt í hópunum. En eins og lög gera ráð fyrir ályktaði þingheimur um þau mál, sem helst þóttu þurfa að komast út fyrir þingveggina. Það háir starfi tónlistarskólanna og letur tónlistarkennslu í almenn- um skólum, að það er einungis námsstjóri í hálfu starfí, sem á að hafa umsjón með námi þeirra átta þúsund nemdanda, sem stunda nám í tónlistarskólunum sextíu undir umsjón kennaranna sexhundruð. Fyrsta ályktunin er því um að ráð- inn verði námsstjóri í fullt starf, til að sinna tónlistarskólunum. Hvernig væri að tón- listar- og grunnskólarnir ynnu saman? I framhaldi af því, sem áður sagði úr umræðuhóp um forskólanám, þá er stungið upp á að gerð verði til- raun um samstarf nokkurra tónlist- arskóla og grunnskóla á Reykjavík- ursvæðinu til að reyna breytt fyrir- komulag tónlistarfræðslu, svo fleiri nemendur fái tækifæri til tónlist- amáms. Þama er miðað við fyrstu bekki grunnskóla, að nemendum þar verði boðið upp á almenna tón- listarkennslu og hópkennslu á hljóð- færi. Staðreyndin er nefnilega sú, að það eru biðlistar við alla tónlistar- skólana og væru örugglega lengri, ef námið væri ódýrara. Það er því vægt til orða tekið, að áhugi á tón- listamámi er gífurlegur. Tónlist- arnám innan grunnskólans gefur fleiri nemendum kost á að kynnast tónlist og annarri tónlist, en helst er haldið að hlustum landsmanna. Tónlist ætti nefnilega að vera hluti af almennri menntun. En hvenær skyldum við annars eignast skóla þar sem krakkar, er sýnast hafa sérstaka náttúru til tónlistar, geta stundað jöfnum höndum tónlist- amám og almennt nám? Hvenær skyldum við geta valið um hluti, sem skipta máli, eins og mismun- andi skóla, en ekki bara misjafnlega þraut- eða vanhugsaðar sjónvarps- og útvarpsdagskrár? Ein ályktunin var um að vinna að því að nemendur tónlistarskól- anna væm hvattir til að sækja tón- leika frekar en er. Það virðist nefni- lega vera, að þrátt fyrir marga tón- listarskóla úti á landi, þá er aðsókn á tónleika þar oft undarlega lítil. Ef til vill væri hægt að ýta undir aðsókn með því að kynna kennurum betur, þegar Sinfóníuhljómsveitin og aðrir heimsækja landsbyggðina. Og í Reykjavík vantar sárlega skólatónleika. Með það í huga, hve margir krakkar stunda tónlist- amám, þá fer undra lítið fyrir efni, sem þau vinna eða er fyrir þau í fjölmiðlum og eins mætti reyna að koma á betra sambandi tónlistar- skólanna og almennu skólanna, þannig að þau ættu sér vettvang ■ippaPiskólans.sínsj ekki baraí tónr li^ídíálynútt..no9tíi|;&ðririóniQöí-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.