Morgunblaðið - 26.04.1988, Side 51

Morgunblaðið - 26.04.1988, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1988 51 miðlar vita líklega að böm og ungl- ingar eru ekki bara poppóðir kján- ar, heldur harðhugsandi fólk og margir þeirra á kafí í tónlistar- námi, sér til yndis og ánægju. Tónlistarskólarnir hluti f ræðslukerf isins Að lokum ályktun til að minna á að það skall hurð nærri hælum, þegar uppi voru hugmyndir og áætlanir um að rekstur tónlistar- skólanna yrði tekinn af ríkinu og þeir færðir á framfæri sveitarfélag- anna. Ályktunin er um að áfram- haldandi aðild ríkisins að rekstri tónlistarskólanna verði tryggð, eins og nú er, varað við hugmyndum um breytingar á rekstrarformi tón- listarskólanna, eins og þeim, sem komu fram á síðastliðnu ári í tengsl- um við áform um breytt verka- skipti ríkis og sveitarfélaga. Tón- listarmenn líta svo á að tónlistar- skólamir séu hluti af fræðslukerf- inu og eðlilegt að tónlistarkennarar þiggi laun sín af ríkinu, rétt eins og aðrir kennarar. Eins og sjá má í þessari stuttu rakningu af þingi Félags tónlistar- skólakennara bar margt forvitnilegt á góma þingheims, forvitnilegt þeim, sem á stundum hugleiða tón- listarmál hér og þeir em ekki svo fáir, ef glöggt er að gáð. Ályktanir ráðstefnu Félags tónlistarkennara 1. Nú þegar verði að nýju ráðinn námsstjóri tónlistarskóla í fullt starf til að sinna þeim fjölmörgu verkefnum á sviði tónlistar- fræðslu sem nú bíða úrlausnar. 2. Gerð verði tilraun með samstarf nokkurra tónlistarskóla og gnmnskóla á Reykjavíkursvæðinu, til að reyna breytt fyrirkomulag tónlistarfræðslu, í þeim tilgangi að fleiri nemendur fái tækifæri til tónlistamáms. Tilraunin miðist einkum við nemendur á forskóla- aldri og í fyrstu bekkjum gmnnskóla og nái til almennrar tónlistar- kennslu og hópkennslu á hljóðfæri. 3. Lokið verði hið fyrsta við námsskrárgerð í öllum hljóðfæra- greinum og í tónfræðagreinum. Jafnframt verði hafin endurskoðun dg endurútgáfa á þeim námsskrám, sem þegar hafa verið gefnar út. 4. Vemlegt átak verði gert á sviði grunnmenntunar, endurmennt- unar og framhaldsmennunar fyrir tónlistarkennara, einkum í tengsl- um við væntanlegan Tónlistarháskóla íslands. 5. Aukið verði tónleikahald starfandi listamanna í tónlistarskólum og unnið að því að nemendur tónlistarskóla taki meiri þátt í al- mennu tónleikahaldi, ekki eingöngu sem flytjendur, heldur einnig sem hlustendur. 6. Tryggð verði áframhaldandi aðild ríkisins að rekstri tónlistar- skólanna, eins og nú et. Tónlistarskólar em hluti fræðslukerfísins og eiga því að starfa undir yfíramsjón menntamálaráðuneytisins. Varað er alvarlega við hugmyndum um breytingar á rekstrarformi tónlistarskólanna eins og þeim, sem komu fram á síðastliðnu ári í tengslum við áform um breytt verkaskipti ríkis og sveitarfélaga. Umferðarkönmin Neytendasamtakanna: Meirihlutinn andvígur því að Austurstræti verði opnað bílaumferð Áfram verði leyfð bílaumferð niður Laugaveg Yfirgnæfandi meirihluti íbúa á höfuðborgarsvæðinu er mót- fallinn því að Austurstræti verði opnað fyrir bílaumferð en aðeins vilja rúm 40% að Laugavegur verði lokaður fyrir bilaumferð neðan Snorrabrautar. Þá telja aðeins rúm 20% rétt að leggja hraðbraut um Fossvogsdalinn. Þessar upplýsingar er að finna í könnun sem Neytendasamtökin stóðu fyrir í nóvember siðastliðn- um og var birt í siðasta tölublaði Neytendablaðsins. Álls urðu 1005 manns fyrir svör- um, 59% konur og 41% karlar. 72,2% aðspurðra vom búsettir í Vortónleíkar í Mosfellsbæ Karlakórinn Stefnir í Mosfells- bæ heldur sína árlegu vortón- leika á næstunni. Einnig er fyrir- huguð söngför kórsins um Áust- urland. Vortónleikamir verða haldnir miðvikudaginn 27. apríl kl. 21 í Hlégarði, föstudaginn 29. apríl kl. 21 í Fólkvangi á Kjalamesi og laug- ardaginn 30. apríl kl. 17 í Hlégarði. Ráðgert er að kórinn fari söngför um Austurland og syngi á Neskaup- stað föstudaginn 6. maí kl. 20:30 og á Egilsstöðum laugardaginn 7. maí kl. 17. 56 söngmenn syngja í karlakóm-' um Stefni. Stjómandi kórsins er Láras Sveinsson og undirleikari er Jónína Gísladóttir. Formaður Stefnis er Bjöm Ó. Björgvinsson. Reykjavík og Seltjamamesi, aðrir, 27%, í Kópavogi, Hafnarfirði, Garðábæ og Mosfellsbæ. Spurt var hvort ætti að loka Laugaveginum neðan Snorrabraut- ar fyrir bflaumferð og sögðu 41,3% já en 46,7% nei og vom konur hlynntari lokuninni en karlar. Langflestir aðspurðra töldu að ekki ætti að opna Áusturstræti fyr- ir bflaumferð eða 84,1% en aðeins vom um 21,1% fylgjandi því. Ein- ungis 3,8% aðspurðra tóku ekki afstöðu. Mikill meirihluti, eða 78,4%, telja að hraðahindranir fækki slysum en mun færri vilja flölga þeim, eða 53,9%. Mun fleiri konur, eða 87,6%, telja að hraðahindranir fækki slys- um en 71% karla telja að svo sé. Eykst munurinn lítillega milli kynja er spurt er hvort fjölga eigi hraða- hindmnum. 42,7% vilja að fleiri götum fyrir gegnumumferð sé lokað en 36,1% em andvígir. Þá telja um 70,3% að mengun af völdum umferðar sé skaðleg, um 75% kvenna og 65% karla. 23,2% telja rétt að leggja hraðbraut um Fossvogsdalinn en 57% em því andvígir. Að síðustu var kannað hvort við- mælendur ferðuðust með strætis- vögnum og hvað þeim fyndist um þá þjónustu sem þeir veita. 19,7% svömðu ekki fyrri spumingunni en 45,3% segjast aldrei ferðast með strætisvögnum og 35,8% stundum. Aðeins 18,9% nota þá reglulega. 70,8% karla utan Reykjavíkur ferð- ast aldrei með vögnunum en 26,5% kvenna nota þá reglubundið. Þá telja tæp 60% aðspurðra þjónustuna góða en tæp 10% slæma. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir WILLIAM SCOBIE Páfinn vill fara til Sovétríkjanna TALIÐ er nú fullvist að Jóhannes Páll páfi II muni síðar á þessu ári - hugsanlega í júní - krjúpa til að kyssa sovézka grund í tilefni þess að liðin eru 1000 ár frá kristnitöku i Rússlandi. Til skamms tima var það tabð nálgast trúvillu þjá páfa að vilja fara i vináttuheim- sókn til höfuðbyggðar óguðleika trúleysisins. En nú hefur breytt stefna Mikhails Gorbatsjovs Sovétleiðtoga leitt til þess að heimsókn- in þykir fyllilega viðeigandi, og ekkert skortir á að úr henni geti orðið annað en að þessir tveir menn eigi fund um málið i Vatíkaninu. UUr þeim fundi gæti orðið fljót- lega nú eftir myndun nýrrar ríkisstjómar á Ítalíu þegar Gor- batsjov gefst loks tækifæri til að fara í opinbera heimsókn til Róm- ar, sem lengi hefur staðið til. Ljóst er að báðir leiðtogamir taka vem- lega áhættu með heimsókninni, og að hún veldur samstarfsmönnum Gorbatsjovs ekki síður áhyggjum en ýmsum nánum ráðgjöfum páfa. Hver verða viðbrögðin hjá millj- ónum undirokaðra kristinna manna í_ Sovétríkjunum við komu páfa? Árið 1945 fyrirskipaði Stalín út- fymingu kaþólsku kirkjunnar f Ukraínu. Fimm milljónum fylgj- enda hennar vom gefnir þrír kost- ir lýsið yfír trúleysi, gangið f söfn- uð keppinautanna, ríkisreknu rétt- trúnaðar-kirlqunnar, eða horfízt f augu við vist f Gúlaginu. Yfírmaður kirkjunnar, Slipyi erkibiskup af Lvov, var fangelsað- ur, pyndaður og sveltur. Það var ekki fyrr en árið 1963, þegar Khrústsjov vildi koma á sínum eig- in „glasnost"-tengslum við Jóhann- es páfa XXIII að erkibiskupinn var sendur í útlegð til Rómar þar sem hann andaðist 1984. Arftaki hans í Róm, Luvatsjivskíj kardináli, full- trúi „óopinbem" kaþólsku kirkj- unnar, er eindregið á móti þvi að páfi heimsæki Sovétríkin f ár. Betra að bíða innar", sek um að arðræna fátæk- ar þjóðir Þriðja heimsins. Þar er enginn greinarmunur gerður á skoðanafrelsinu í vestri og áfram- haldandi kúgun um 100 milljóna kristinna í Sovétríkjunum. Páfi og „perestrojka“ Gagnrýnendur páfa halda því reyndar fram að til að koma sér í mjúkinn hjá yfírvöldum í Moskvu bergmáli hann setningar úr nýút- kominni bók Gorbatsjovs, „Per- tryggði honum frægðarsess í sögu Rússa. Örlagadagurinn 13. maí Auk þess sem páfí fínnur hjá sér þörf fyrir að bæta ástandið í austri, liggja aðrar og duldari ástæður að baki áhuga hans á skjótri. lausn. Hann helgaði yfí- standandi ár minningu Maríu meyjar um allan heim, og hami er mjög handgenginn boðskap hennar. Oftar en einu sinni hefur hann vitnað til þess þegar Maria mey birtist í Fatima, þorpinu helga f Portúgal, þar sem hún varaði við því - á ári rússnesku byltingarinnar - að ef nýju ráða- mennimir í Sovétríkjunum gengju kristninni ekki á hönd hlytj heim- urinn að farast. Þetta gerðist 13. Þessi mynd er tekin í Vatikaninu i júnimánuði í fyrra, er Jóhann- es Páll páfi n tók á móti hópi stúlkna frá Litháen í tilefni af því, að 600 ár voru þá liðin frá kristnitöku í landi þeirra. „Vissulega yrði þjóð okkar yfir sig ánægð," sagði hann. „En yrði það til bóta - eða mundu yfirvöld notfæra sér heimsóknina í eigin tilgangi? Mun betra er að bfða þar til kristnum mönnum allsstaðar í Sovétríkjunum hefur verið tryggt trúfrelsi." En Jóhannes Páll - sem átt hefur f útistöðum við kommún- ista allt frá því hann var vígður til prests í Póllandi árið 1946 - er alls ekki á því að bíða, og Rússar virðast hafa komið til móts við óskir hans, því að patrí- arki rússnesku rétttrúnaðarkirkj- unnar bauð sendinefnd frá Róm að koma og vera viðstödd hátf- ðahöld í Moskvu og Kíev f fyrra mánuði í tilefni þúsund ára af- mælisins. Boðið barst um svipað leyti og páfí birti áskoran um „nýjar að- gerðir er miði að fullri samein- ingu“ við rússnesku rétttrúnað- ar-kirkjuna og gætu læknað sár liðinna tíma. „Eg ber hlýhug til Rússa,“ sagði hann við Lu- vatsjivkíj kardfnála. „Dettur þér í hug að ég geti nokkumtíma snúið baki við austrænum bræð- mm okkar?" Það má að sjálfsögðu líta tvennum augum skoðanir þessa berorða en jafnframt dula páfa. Hann sendi nýlega frá sér 20.000 orða handskrifað umburð- arbréf, sem augljóslega var ætlað að greiða honum leiðina til Moskvu. Það vakti ánægju í Kreml en reiði í Hvíta húsinu. Undir fyrirsögninni „Þjóðfé- lagsleg verkefni kirkjunnar" er 600 milljónum kaþólikka í heimin- um sagt að ríkjasambönd austurs og vesturs séu bæði „hús syndar- estrojka". Til dæmis segir Gor- batsjov á einum stað: „Fái ekki allir notið öryggis, er það ekkert öryggi." Og páfí staðhæfir: „Frið- ur er órofa heild. Annaðhvort er hann fyrir alla, eða hann er ekki fyrir neinn." Hvorki í áskomn páfa um sameiningu kirkjunnar í Sovétríkjunum né í umburðarbréf- inu umdeilda minnist Jóhannes Páll II einu orði á grimmilega kúgun kristninnar á 70 ára vald- atíma kommúnismans. Leiðtogar úkraínskra og baltn- eskra kaþólikka í Róm andmæla harðlega mati páfa á þessu við- kvæma máli. „Við getum ekki horft framhjá áframhaldandi píslarvætti kirkjunnar í Sovétríkj- unurn," segir einn aðstoðarmanna Luvatsjivskíjs kardínála, sem setið hefur í mörg ár í ýmsum fangels- um og vinnubúðum. „Tugir þús- unda kirkna em enn lokaðar, ák- aft er unnið gegn skím, og það er saknæmt afbrot að kenna trú- fræði. Biblíum verður að smygla inn til landsins, og því fylgir mik- il áhætta. Sá sem uppvís verður að því að vera kristinn, hvað þá kaþólskur, er samstundis látinn gjalda þess.“ ' í áskomnarbréfí sínu fer Jó- hannes Páll páfi þó mörgum lofs- orðum um Vladimir mikla prins, sem seint á tíundu öld stofnaði fyrsta slavneska stórveldið í Aust- ur Evrópu. Þegar hann tók kristna trú bauð hann yfírbiskupnum í Konstantínópel (síðar Istanbul) að koma og stofna biskupsdæmi ( landinu. Þar með hófst þar gull- öld býsanskrar menningar sem maí 1917. 13. maí 1981 særði tyrkneskur launmorðingi páfa skotsári á PéturstoYginu, og sama dag réttu ári síðar tókst að koma í veg fyrir aðra tilraun til að ráða hann af dögum. í maí í fyrra - enn einu sinni á 13. degi mánaðar- ins - birtist María mey svo við kapellu, sem ekki er lengur not- uð, við Gmshev í Úkraínu, vöggu kristninnar í Rússlandi, þar sem áætlað er að fjórar milljónir íbú- anna tilheyri ólöglegum söfnuði kirkjunnar. Að sögn Pravda heimsækja 80.000 pflagrímar staðinn dag- lega þrátt fyrir aðvaranir yfir- valda og háðsglósur. Getur Jó- hannes Páll II, sem verður 68 ára 18. maí, virt þessa köllun sína að vettugi? Og hvað gerist ef hann fer? Gorbatsjov er það mjög í mun að auka vinsældir sínar á Vestur- löndum og áhrif sln í heimshlutum eins og Mið- og Suður Ameríku með því að koma á friði í einu stofnuninni sem enn berst fyrir sjálfstæði sínu. Síðustu hindran- imar í veginum em að sögn gagn- rýnendumir í Kreml, sem óttast að upp úr ’sjóði ef páfí kemur til Úkraínu - hvað svo sem gerist í Lettlandi og Litháen, hinum höf- uðvígjum kaþólskunnar, þar sem söfnuðurinn telur þijár milljónir manna, sem StaKn innlimaði ( Sovétríkin árið 1939. En Páfarík- ið hefur aldrei viðurkennt þá innli- mun. Höfundur er blaðamaður þjá brezka blaðinu The Qbaerver.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.