Morgunblaðið - 26.04.1988, Page 54

Morgunblaðið - 26.04.1988, Page 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1988 t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, REYNIR GUÐMUNDSSON vélstjóri, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði fimmtudaginn 28. apríl kl. 13.30. Blóm vinsamlega afþökkuð en þeim sem vilja minnast hins látna er bent á líknarfélög. Ingibjörg Böðvarsdóttir, Svanhvít Reynisdóttir, Andrés Pétursson, Guðrún Reynisdóttir, Halldór Júlíusson og barnabörn. t Ástkær faðir minn, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR Ó. JÓNSSON bakarameistari, Auðarstræti 11, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 26. apríl kl. 15.00. Sæmundur Sigurðsson, Snæfriður Jensdóttir, Stella Sæmundsdóttir, Marsibil Jóna Sæmundsdóttir, Sigurður Jens Sæmundsson. t Maðurinn minn, faðir okkar og fósturfaðir, JENS GUÐBRANDSSON frá Höskuldsstöðum, Helgubraut 31, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 27. apríl kl. 13.30. Ásta Ólafsdóttir, Brynjólfur Bjarki Jensson, Ingibjörg Jensdóttir, Olafur Brynjólfsson, Guðný Gunnarsdóttir, Danfríður Brynjólfsdóttir, Guðmundur Ármannsson. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, BJÖRN FINNBOGASON frá Hítardal, Álfheimum 58, Reykjavik, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 26. apríl kl. 15.00. Pétur Björnsson, Sigrún Jónsdóttir, Guðbrandur Gunnar Björnsson, Álfheiður Erla Sigurðardóttir og barnabörn. t Faðir okkar og tengdafaðir, JÓHANN KRISTINN ÞORSTEINSSON, er lést í St. Jósefsspítala í Hafnarfirði 20. apríl, verður jarðsung- inn frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 28. apríl kl. 10.30. Elva Jóhannsdóttir, Hrafn Jóhannsson, Arndís Finnsson, Gislunn Jóhannsdóttir, Óttar Guðmundsson, Þórunn Margrét Jóhannsdóttir. t Útför GUNNARS INGÓLFSSONAR, Hámundarstöðum I, Vopnafirði, fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 27. apríl kl. 1 5.00. Blóm og kransar vinsaml.ega afþakkaðir. Þeim, sem vildu minn- ast hans, er bent á líknarstofnanir. Vandamenn. Þökkum innilega okkar, t samúö og vinarhug við andlát og útför bróður ÁSGRÍMS SIGURÐSSONAR, Siglufirði. Ester Sigurðardóttir, Hrefna Sigurðardóttir, t Þökkum þeim sem sýndu okkur samúð og vottuöu minningu JÓNS ÁRNASONAR frá Vatnsdal, Njálsgötu 84, virðingu við fráfall hans og útför. Synir, tengdadætur, barnabörn og barnabarnabörn. Krístján Guðmunds- son á Brekku Fæddur 27. september 1918 Dáinn 28. mars 1988 „Hvar áin Huld líður hjá sem í draumi þar hvílist þú i garði þínum því þú varst orðinn mjög þreyttur. Moldin sem þú unnir og greri við miida snertingu handa þinna hún lykur nú um þig í kyrrðinni eins og móðir - eins og brún hjúfrandi móðir. Þú varst langt að kominn með arfinn í höndum þínum og tungu - arfinn sem gerir mannsbamið að manni - og blómið sem þú sáðir til og viðurinn sem þú hlúðir að og fuglinn sem þú gafst kom í nef - allt heldur nú vörð yfir lífi þinu - og blessar það í krónum sínum og söng.“ (Jóhannes úr Kötlum) I sjóði minninga minna er ein perla sem mér er mjög kær en það er minningin um elsku afa minn, Kristján Guðmundsson frá Brekku, Ingjaldssandi. Hjá afa og ömmu „í sveitinni" dvaldist ég oft og í endurminning- unni virðist sem alltaf hafi túnin venð græn og sól hafi skinið í heiði. I kringum afa virtist einhvem veginn alltaf vera sól, hann hafði þann mann að geyma að hver sem kynntist honum varð ríkari af þeim kynnum. Aldrei varð ég vör við hið svokall- aða kynslóðabil í samskiptum mínum við afa, mætti alltaf skiln- ingi og hlýju. Þær eru margar sögumar sem afi sagði mér af atburðum og mönn- um og ekki er laust við að sögu- kennslan fölni í samanburði við þær sögur sem afi sagði mér. Þykist ég vera ofurlítið hæfari við að sjá nú- tímann í réttu samhengi eftir að hafa hlustað á afa. Eitt er það sem einkenndi afa öðm fremur en það var ást hans á náttúmnni, á fallegum sumamótt- um svaf hann ekki eins og aðrir heldur mátti finna hann einhvers staðar í grænni laut þar sem dögg- in laugaði fætur hans og sólarlagið söng honum óð. Best leið honum þegar fjölskyld- an kom saman og sungið var og hlegið langt fram á morgun, söng hann þá manna hæst. Gildi þeirra stunda er ekki hægt að lýsa í orð- um. Ég mun alltaf geyma þær með mér og ylja mér við þær á köldum stundum. Ég veit að „allt heldur nú vörð yfir lífí hans", minning mín er minn- ing um hijúfa hönd sem strauk tár af bamskinn og varir sem kysstu burt „meiddið", ég þakka lífinu fýr- ir að hafa kynnst afa mínum og þó ég hafí misst mikið þá gaf hann mér svo margt sem ég mun geyma. Arelía Eydís Guðmundsdóttir Mánudaginn 28. marz sl. lést á Landspítalanum föðurbróðir minn, Kristján Guðmundsson, bóndi á Brekku á Ingjaldssandi, eftir erfíð veikindi. Hann var fæddur 27. september 1918 og hefði því orðið sjötugur á árinu hefði hann lifað. Mér fínnst Kitti frændi hafa far- ið frá okkur allt of snemma, því hann var ungur í mínum augum og átti svo mikið til að gefa og miðla öðrum. Kitti var kvæntur móðursystur minni, Árelíu Jóhannesdóttur. Það gefur því augaleið að tengsl og samgangur milli heimilanna var mikill. Ekki svo að skilja að skropp- ið hafi verið í sunnudagsbíltúr út á Sand. Nei, hvorugt heimilið hafði bíl til umráða á þeim tíma. En af- skaplega man ég vel eftir þeim ferð- um sem famar voru í heimsókn út á Sand. Þær jöfnuðust á við heims- reisu nú til dags. Það var í einni slíkri ferð sem ég reyndi fyrst hversu traustur og ljúfur hann var. Ég veit ekki hve gömul ég var, varla meira en þriggja til fjögurra ára. Ég vaknaði upp um nóttina og auðvitað skinu engin götuljós inn um gluggana eins og heima, því ekkert rafmagn var þar. Ég rak upp einhver óhljóð og um leið var Kitti kominn og tók mig upp. Ég heimtaði pabba og mömmu, en hann sagði að við skyldum bara lofa þeim að sofa. Ég var nú ekki á því, en ég man enn þann dag í dag, þegar hann gekk með mig um gólf og róaði mig. Sjálfsagt hef ég sofnað í fanginu á honum. Já, ,ég á margar ljúfar og góðar minningar um hann. Ekki voru þær síðri stundimar, þegar ég fór út á Sand í fyrsta sumarfríinu mínu, þá átján ára. Það var í júnílok. Á kvöld- in fórum við í fjallgöngur og alls- konar gönguferðir. Kitti var mikill náttúruunnandi og fagurkeri, að ég tali nú ekki um tækifærisræðumar sem hann flutti, þær vom frábær- ar. Eitt sinn þegar við vomm kom- Minning: Björn Finnboga- son frá Hítardal Fæddur 13. október 1916 Dáinn 15. apríl 1988 I dag verður til moldar borinn vinur minn og veiðifélagi Bjöm Finnbogason. Andlát Bjöms bar ekki óvænt að, því lífsljósið hafði verið að slokkna um dálítið langan tíma. Ég átti því láni að fagna að kynnast Bimi gegnum ættartengsl. Við Bjöm urðum strax góðir vinir og fjölskyldutengsl okkar mikil. Við Björn áttum margar skemmtilegar veiðiferðir saman og þægilegri og skemmtilegri veiðifé- laga var varla hægt að hugsa sér, sérstaklega þegar komið var í hús eftir velheppnaðan veiðidag. Það er gott að minnast slíkra manna sem Björns nú á tímum, þegar allt er vegið á mælistiku markaðarins, en rétt hillir undir manngildið við ystu sjónarrönd. Slíkt var víðsfjarri hugsunarhætti Björns Finnboga- sonar. Ég samhryggist sonum Bjöms, Gunnari og Pétri og þeirra fjöl- skýldum, og öllum þeim sem saknai > vinarins. Allt er í heiminum hverf- ult og ekki verða fleiri ferðir famar vestur í Múlá eða aðrar útivistar- ferðir. Við emm öll á heimleið, og það verður ekki langt þangað til ég kem í túnfótinn hjá Bimi, þá verður hann ábyggilega búinn að setja ■ saman stöngina. ; 11 m > i rj í j I ; • Garðar Sigurðsson in hátt upp í fjallið fyrir ofan Brekkubæinn lagðist þoka yfir allan dalinn. Miðnætursólin skein ofar skýjum. Kyrrðin og friðurinn minntu a einhvem æðri stað. Aðeins fuglakvakið heyrðist. Við sátum lengi og nutum þessarar stundar. Nú gæti einhver haldið að ég hafí ein setið að Kitta frænda. Ekki aldeilis. Þau hjón eignuðust tólf böm. Tvö misstu þau ung. Bömin þeirra eru: Eygló, f. 1946, Guðrún Jóna, f. 1949, Elísabet Alda, f. 1951, Guðný, f. 1952, Guðmundur, f. 1954, Jóhannes, f. 1955, Kristján Sigurður, f. 1957, Finnbogi, f. 1958, Helga Dóra, f. 1960 og Halla Signý, f. 1964. Kitti var bömunum sínum góður faðir, það sýndi sig á margan hátt, enda sóttu bömin heim í öllum fríum sínum. Engan félagsskap kusu þau frekar en foreldra sína. Það er heldur ekkert skrýtið. Þama var spilað, sungið, dansað og farið í útileiki á nóttunni að gömlum sið þegar bjart var. Bæði hjónin sungu vel og Adda frænka jafnvel efni í óperusöngkonu. Og auðvitað kunnu þau kynstrin öll af textum, gömlum og góðum, sem þau kenndu bömunum sínum. Einu sinni sýndi Kitti ásamt Elísabet dóttur sinni og fleimm vikivaka- dansa á árshátíð Ingjaldssandsfé- lagsins. Þau eiga dýrmætan fjársjóð minninga um pabba sinn, Brekku- börnin. Þau launuðu hann líka vel, bömin, þegar á reyndi. í þijá mánuði stóðu þau við sjúkrabeð hans með mömmu sinni, sem ekki lét sig vanta einn einasta dag á sjúkrahúsið. Tvisvar sinnum fóm þau öll upp á sjúkrahús með gítar og sátu hjá honum og spiluðu og sungu. í seinna skiptið aðeins nokkmm dög- um fyrir andlát hans. Kitti var jarðaður á Ingjaldssandi 5. apríl. Við jarðarförina sáu börnin hans um sönginn ásamt móður sinni, og ein dóttirin, Elísabet, spil- aði á gítar. Ég er viss um að slíkt er einsdæmi. Þau sungu fallegu ljóðin sem þau höfðu svo oft sungið sérstaklega fyrir hann, af því að honum þóttu þau svo falleg. Þau sungu „Heimþrá“ Jóhannesar úr Kötlum og „Þú gafst mér vængi“ eftir æskuvin Kitta, Jón I. Bjama- son. Kristján sonur hans söng ein- söng, sálminn „Fyrirbæn". Þetta var falleg kveðjustund. Ég sendi frænku minni, bömum og öllu skylduliði innilegar samúð- arkveðjur. Kitta frænda kveð ég með sökn- uði. Blessuð sé minning hans. Guðrún Helga Jónsdóttir Allur undirtónn lífsins er, að við tilbiðjum það. Þeir bræður séra Sigtryggur og Kristinn Guðlaugssynir komu til Dýrafjarðar á fyrstu ámm aldarinn- ar og Kristinn þó fyrr. Meðal ann- arra mætra verka stofnsettu þeir Núpsskóla, þeir vom menn sem féllu fram og veittu lífínu lotningu, þeir lögðu stolt sitt að veði og höfðu sigur. Fyrir 50 ámm vom það ennþá forréttindi að setjast í héraðsskóla, líkt eins og uppúr aldamótunum. Vera í skólanum á Núpi, í heima- vist eiginlega alveg uppá eigin spýt- i >ur hvað aðhlynningu varðaði, í heila tvo vetur á þessutn tíma, gerði vem-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.