Morgunblaðið - 26.04.1988, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 26.04.1988, Qupperneq 64
64 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1988 Taka þarf af festu og ábyrgð á vandamálunum Greinargerð ráðherra Alþýðuflokksins, lögð fram á efnahagsmálaráðstefnu fulltrúaráðs Alþýðuflokksfélaganna í Reykjavík 24. apríl 1988 1. "jn Framundan eru erfið viðfangsefni á sviði efnahagsmála. Horfur eru á að halli á viðskiptum við útlönd á þessu ári verði að óbreyttu um tíu milljarðar króna. Ljóst er að mörg fyrirtæki í útflutnings- og sam- keppnisgreinum eiga við mikla rekstrarerfíðleika að etja vegna meiri verðlags- og kostnaðarhækk- ana hér á landi en í viðskiptalöndum. Verkfall verslunarfólks veldur því að veruleg óvissa ríkir um þróun kjaramála á næstu misserum. Það á ekki eingöngu við um verslunarfólk þar sem í nýgerðum kjarasamning- um verkafólks eru ákvæði um endur- skoðun launaliða, fái aðrir hópar iaunafólks launahækkanir umfram þær sem þar er kveðið á um.*Uppi eru háværar kröfur um stórfellda gengisfellingu krónunnar og verð- bólguholskefla vofír yfir síðar á ár- inu, ef látið verður undan þeim kröf- um. Á öllum þessum vandamálum þarf að taka af festu og ábyrgð. 2. Við mótun efnahagsstefnu dugir ekki að horfa aðeins fáa mánuði fram í tímann. Skyndilausnir á skammtímavandamálum mega ekki spilla fyrir varanlegum efnahags- framförum. Gengisfelling ein og sér leysir í raun engan vanda heldur veltir honum aðeins fram í tímann. Gengisfelling er þaðan af síður alls- heijarlausn á erfíðleikum lands- byggðarinnar. Til þess að gengis- felling breyti nokkru um viðskipta- halla og afkomu útflutningsgreina verður að fylgja henni samdráttur í núverandi aðstæður gerist það ekki nema stjómvöld grípi inn í kjara- samninga á vinnumarkaði og lög- bjóði takmarkanir á launahækkun- um. Með því kæmi ríkisstjómin harkalega aftan að þeim samtökum launafólks sem gert hafa hófsama kjarasamninga undanfarna mánuði í trausti þess að ríkisstjórnin fylgdi á eftir með ráðstöfunum til að stuðla að hjöðnun verðbólgu. Aðgerðir af þessu tagi koma harðast niður á venjulegu launafólki — og þá ekki síður launafólki á landsbyggðinni. Þess vegna er nauðsynlegt að fara nýjar leiðir við stjóm efnahagsmála hér á landi í stað þess að hjakka sífellt í sama farinu. Við verðum að vinna okkur út úr vandanum með þrautseigju og skipulagsumbótum bæði í opinbemm rekstri og einka- rekstri. Veilur leynast víða í skipulagi íslensks efnahagslífs. Þetta á jafnt við um undirstöðuatvinnuvegi sem þjónustugreinar, jafnt sjávarútveg sem ijármagnsmarkað og banka- kerfi, landbúnað sem verslun. For- senda þess að fyárhagsgrundvöllur velferðarríkis á Islandi verði treystur er að hafíst verði handa um róttæka endurskipulagningu á íslensku at- vinnulífí. • Bæta verður nýtingu fram- leiðslutækja í sjávarútvegi þann- ig að hann skili þjóðarbúinu meiri tekjum og geti borgað físk- vinnslufólki hærri laun. • Stórauka verður hagkvæmni í landbúnaðarframleiðslu ekki síst vinnslu og dreifíngu búvöm hér á landi svo að unnt verði að draga úr ríkisútgjöldum vegná niðurgreiðslna, útflutningsupp- bóta og birgðahalds vegna of- framleiðslu en þess í stað verði framlög til velferðarmála fólks aukin. • Stuðla verður að sammna og stækkun banka þannig að þeir geti veitt betri þjónustu með ódýrari hætti en nú er. Bæta þarf eftirlits- og öryggisákvæði bankalaga. • Setja þarf almennar, sanngjam- ar leikreglur um starfsemi á fjár- magnsmarkaði utan banka og sparisjóða, þannig að sömu regl- ur gildi um sambærilega starf- semi. Endurskoða þarf gildandi fyrirkomulag verðtryggingar á fjárskuldbindingum og þar með lánskjaravísitölu. 9 Koma verður í veg fyrir ótæpi- lega fjárfestingu í verslunar- húsnæði og margvíslegri þjón- ustustarfsemi. • Brýnt er að endurskoða fyrir- komulag launa- og kjarasamn- inga meðal annars til þess að stuðla að auknum tekjum fyrir skemmri vinnutima og meiri sveigjanleika í atvinnulífinu. At- huga þarf kosti og galla hluta- skipta. Þessi atriðaskrá er langt frá því að vera tæmandi. Umgjörð efnahagslífs á íslandi verður að vera með þeim hætti að hún stuðli að endurskipulagningu hefðbundinna atvinnuvega og uppbyggingu nýrra atvinnu- greina sem geti staðist undir batnandi ’ífskjörum í framtíð- inni. Stjó. völdum ber nú fyrst og fremst að beita sér fyrir al- mennum stöðugleika í efnahags- YR skorar á YSl að draga bréf til baka Verslunarmannafélag Reykjavíl til baka bréf um það hveijir megi Segir í fréttatilkynningu frá VR allri verkalýðssögunni og að ekki að því að brjóta VR niður. í bréfí VSÍ, sem birtist sem aug- lýsing í blöðum, segir að vinnu- stöðvun nái eingöngu til félags- manna þess félags sem standi að verkfallsboðuninni, en þeim starfs- mönnum sem ekki séu í verkfalli sé heimilt að vinna sín venjulegu •störf. Þá segir þar að eigendum fyrirtækja og nánustu ættingjum þeirra sé heimilt að vinna við fyrir- tæki sín, hvort sem þeir hafí unnið þar að staðaldri eða ekki, og að verkfallið nái ekki til stjórnenda fyrirtækja og sé yfírmönnum heim- ilt að ganga í störf aðstoðarmanna sinpa. í fréttatilkynningu VR segir að vinnuveitendur hafí ekki úrskurðar- vald um það hveijir af félagsmönn- um séu undanþegnir verkföllum, slíkt vald sé í höndum einstakra verkalýðsfélaga. Þá sé öllum félög- ~um í ASÍ óheimilt að ganga í þau störf sem lögð hafí verið niður. Fréttatilkynning VR fer hér á eftir: í óundirrituðu plaggi, sem dreift hefur verið á bréfsefni með haus Vinnuveitendasambands ís- lands, eru settar fram staðhæfingar um hveijir mega vinna í verkföllum. { því sambandi óskar Verzlunar- mannafélag Reykjavíkur að koma eftirfarandi á framfæri: í lögum nr. 80 1938, um stéttar- air hefur skorað á VSÍ að draga vinna í verkfalli verslunarmanna. að bréf VSÍ sé algert einsdæmi í verði annað séð en að VSÍ stefni félög og vinnudeilur, er verkalýðs- félögum tryggður sá réttur að gera verkfall í þeim tilgangi að vinna að framgangi krafna sinna. Þá segir jafnframt, í 18. gr. sömu laga. að „þegar vinnustöðvun hefur verið löglega hafín, er þeim sem hún að einhveiju leyti beinist gegn, óheimilt að stuðla að því að afstýra henni með aðstoð einstakra með- lima þeirra félaga eða sambanda sem að vinnustöðvuninni standa“. Meginreglan er því sú að þegar verkfall er hafið er ekki eingöngu félagsmönnum þess verkalýðsfé- lags, sem til verkfallsins hefur boð- að, skylt að leggja niður vinnu, heldur er félagsmönnum sambanda, sem að vinnustöðvuninni standa, óheimilt að ganga í þau störf sem lögð hafa verið niður. Þetta nær svo langt, að félags- mönnum einstakra félaga innan ASÍ, en LÍV er innan þess sam- bands, er óheimilt að taka upp eða ganga í þau störf sem löglega hafa verið lögð niður með verkfalli. Kem- ur þetta skýrt fram í Fd. I bls. 130, þar sem ASÍ var talið heimilt að banna félögum einstakra verka- lýðsfélaga að ganga í störf sem lögð höfðu verið niður með verkfalli. Það er jafnframt meginregla að það er í höndum einstakra verka- lýðsfélaga að ákveða hveijir af fé- lagsmönnum þess séu undanþegnir verkföllum. Einstakir vinnuveitend- ur eða samtök vinnuveitenda hafa hér ekkert úrskurðar- eða ákvörð- unarvald. Samkvæmt samningum verslun- armanna er öllu starfandi verslun- ar- og skrifstofufólki skylt að vera félagar í stéttarfélögum verslunar- manna, að engum undanskildum. Verslunarmenn hafa þó litið þannig á, að þeir starfsmenn atvinnurek- enda, sem starfs síns vegna geta talist vinnuveitendur, standi utan við stéttarfélagið. Sú takmörkun nær eingöngu til framkvæmda- stjóra, sem ber heildarábyrgð á fyr- irtæki, og starfsmannastjóra, sem eðli málsins samkvæmt teljast full- trúar atvinnurekenda. Ollum öðrum starfsmönnum er bæði rétt og skylt að vera félagar í viðkomandi versl- unarmannafélagi og hlíta lögmæt- um samþykktum félagsins. Fyrrgreint bréf vinnuveitenda er algert einsdæmi í allri verkalýðs- sögunni og ber ljósan vott þeirri harðneskju sem Vinnuveitendasam- band íslands hyggst beita í yfir- standandi kjarabará.ttu, sérstaklega gagnvart félagsmönnum Verzlun- armannafélags Reykjavíkur, í þeim tilgangi einum, að því er séð verð- ur, að bijóta niður félagið. Allir verslunarmenn og launafólk í landinu öllu hljóta að fordæma svona vinnubrögð og skora á VSÍ að draga þetta bréf til baka. málum og jöfnum starfsskilyrð- um atvinnugreina. 3. Þegar fyrir þingkosningamar í fyrra bentu frambjóðendur Alþýðu- flokksins á að veruleg hætta væri á því að framvinda efnahagsmála hér á landi færi úr böndunum með vax: andi verðbólgu og viðskiptahalla. I ríkisstjóm hafa ráðherrar Alþýðu- flokksins ítrekað beitt sér fyrir ráð- stöfunum til að stemma stigu við þessari þróun: í stjómarmyndunar- viðræðunum í fyrrasumar, í þing- byijun, við afgreiðslu fjárlaga og lánsfjárlaga fyrir yfirstandandi ár um síðustu áramót og nú síðast í lok febrúar síðastliðins. Með öðmm orð- um á fyrstu níu starfsmánuðum ríkisstjómarinnar hefur fjórum sinn- um verið gripið til meiriháttar efna- hagsaðgerða til þess að bregðast við breyttum aðstæðum. Ríkisstjórnin verður ekki sökuð um aðgerðarleysi í almennum efna- hagsmálum. Ráðherrar Alþýðu-. flokksins hafa borið hitann og þung- ann af því að framfylgja aðhalds- stefnu ríkisstjómarinnar í efnahags- málum. Núverandi ástand í efna- hagsmálum má hins vegar rekja til aðgerða og aðgerðarleysis síðustu ríkisstjómar á árinu 1986 og fyrri hluta árs 1987 og grundvallarveilu í skipulagi atvinnuvega. Ráðstafanir síðustu ríkisstjómar í tengslum við febrúarsamningana 1986 og að- haldsleysi hennar í aðdraganda kosninganna á síðasta ári kynntu undir þenslunni sem fylgdi miklum tekjuauka í sjávarútvegi vegna vax- andi afla, hækkandi fískverðs og lækkandi verðs á olíu. Síðasta ríkis- stjóm — en að henni stóðu núver- andi samstarfsflokkar Alþýðuflokks- ins í ríkisstjóm — lét undir höfuð leggjast að sporna í tæka tíð við fyrirsjáanlegrí ofþenslu í þjóðarbú- skapnum. 4. Aðhaldsstefna ríkisstjómarinnar hefur verið tvinnuð saman úr að- haldi í ríkisfjármálum og peninga- málum og takmörkunum á erlendum lántökum. Jafnframt hefur verið leit- ast við að halda gengi krónunnar stöðugu til að halda aftur af verð- bólgu, stuðla að hófsömum kjara- samningum og veija kaupmátt launa. Þingmenn og ráðherrar Al- þýðuflokksins hafa lagt sitt af mörk- um til að þessi stefna skilaði tilæt- luðum árangri. Þeir hafa sætt sig við ýmsar málamiðlanir sem hafa reynst nauðsynlegar, þótt það hafi kostað að fresta þyrfti að hrinda í framkvæmd ýmsum baráttumálum flokksins. Því er hins vegar ekki að neita að við ramman reip hefur ver- ið að draga. Þannig hafa innan ríkis- stjórnarinnar stöðugt verið gerðar kröfur um síaukin útgjöld til land- búnaðarmála og þess krafíst að vext- ir yrðu lækkaðir með valdboði, sem hefði óhjákvæmilega i för með sér aukna ásókn í lánsfé. Þá hafa einn- ig sífellt komið fram kröfur um auk- in framlög til samgöngufram- kvæmda, sem eflaust ætti að fresta að minnsta kosti að hluta við ríkjandi aðstæður. Á sama tíma hefur kaup- leigufrumvarpið mætt andstöðu inn- an stjórnarliðsins og fæti hefur ver- ið brugðið fyrir vandlega undirbúin áform um breytta verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. 5. Það er alls ekki tímabært að víkja frá þeirri meginstefnu í efnahags- málum sem mörkuð var í stjómar- sáttmálanum á miðju síðasta ári og ríkisstjórnin hefur fylgt síðan. Of snemmt er að kveða upp dóm um það hversu mikil áhrif aðhaldsað- gerðir hennar hafa haft til þessa og koma til með að hafa á næstunni. I raun liggja afar takmarkaðar upp- lýsingar fyrir um þróun efnahags- mála það sem af er árinu. Þær breyt- ingar sem orðið hafa á ytri skilyrðum þjóðarbúsins frá því í febrúarmánuði réttlæta ekki kúvendingu í stjóm efnahagsmála. Það á ekki að líta á stjóm efnahagsmála sem dægurmál. Það tekur tíma fyrir markvissar efnahagsaðgerðir að hafa áhrif og það tekur ekki síður tíma að koma á umbótum sem horfa til langs tíma. Brýnt er að nota næstu vikur og mánuði til þess að meta árangur efnahagsstefnunnar til þess og end- urskoða áherslur í henni í ljósi breyt- inga á ytri skilyrðum. Þá er ekki síður mikilvægt að nota tímann framundan til að huga að gerð fjár- laga og lánsfjárlaga fyrir næsta ár. í því sambandi verður athyglin að beinast að útgjaldahlið fjárlaganna og hvemig komið verður í veg fyrir að útgjöld til einstakra málaflokka vaxi meira og minna stjómlaust án þess að ríkissjóði séu tryggðar tekjur á móti. 6. Því fer fjarri að ríkisstjómin hafí setið auðum höndum undanfarin misseri. Varðandi framhaldið vilja ráðherrar Alþýðuflokksins: • Vara við áróðri um gengisfell- ingu sem allsheijarlausn á aðsteðj- andi vanda í efnahagsmálum og benda á að gengislækkun ein sér er ávísun á verðbólgu, kaupmáttar- skerðingu og þyngri greiðslubyrði af lánum. 9 Vara við hugmyndum um höft í utanríkisviðskiptum, hvort sem þeim er beint gegn frelsi í innflutningi eða útflutningi og minna á þörfina fyrir aukið útflutningsfrelsi og raunhæfa löggjöf gegn hringamyndun í atvinn- ulífínu. 9 Leggja ríka áherslu á að frum- vörp um: a) kaupleiguíbúðir b) virðisaukaskatt c) banka og sparisjóði d) bifreiðaeftirlit verði samþykkt sem lög frá Alþingi fyrir þinglok í vor. 9 Leggja ríka áherslu á að hraðað verði endurskipulagningu banka- og sjóðakerfís til þess að minnka kostn- að af banka- og fjármálastarfsemi og draga úr þeim mun sem er á milli innláns- og útlánsvaxta. 9 Leggja ríka áherslu á að frum- varp um fullan aðskilnað dómsvalds og framkvæmdavalds verði sam- þykkt sem lög frá Alþingi á þessu ári. 9 Leggja ríka áherslu á að halda áfram samanburðarathugunum á verði vöru og þjónustu og rækilegri kynningu á niðurstöðum þeirra til þess að styrkja markaðsstöðu heim- ilanna og drýgja kjör þeirra. 9 Leggja ríka áherslu á að áfram verði ötullega unnið að umbótum á skattakerfí og upprætingu skatt- svika. 9 Leggja ríka áherslu á að nefnd sem skipuð hefur verið til þess að endurskoða fyrirkomulag verðtrygg- ingar fjárskuldbindinga og þar með lánskjaravísitölu skili áliti sem fyrst. 9 ítreka stefnumörkun ríkisstjóm- arinnar í landbúnaðarmálum og munu fylgja því fast eftir að mörkuð stefna um einföldun milliliða- og sjóðakerfís landbúnaðarins verði framkvæmd án tafar. 9 Leggja ríka áherslu á að lands- byggðina eigi meðal annars að efla með framkvæmd tillagna um breytta verkaskiptingu ríkis og sveitarfé- laga, með bættri fjármagnsþjónustu á landsbyggðinni, með byggingu kaupleiguíbúða út um land og með flutningi afurðastöðva landbúnaðar- ins og ákveðinna ríkisstofnana út á land. 9 ítreka stefnumörkun ríkisstjórn- arinnar í jafnréttis- og fjölskyldu- málum og benda á, að endurskipu- lagning og raunhæfar umbætur í húsnæðiskerfínu eru undirstaða far- sællar fjölskyldustefnu. 9 Leggja ríka áherslu á að jafna verður aðstöðu fólks í landinu. Það má aldrei verða að íslending- ar skiptist í tvær þjóðir — eina sem býr við mikla velsæld og aðra sem býr við kröpp kjör. Hér á að búa ein þjóð um ókomna tíð- og það hlýtur ríkisstjórn með þátttöku Alþýðu- flokksins ævinlega að hafa að leiðar- ljósi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.