Morgunblaðið - 07.05.1988, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.05.1988, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1988 FÁGUN OG KRAFTUR Myndllst Bragi Ásgeirsson í eystri sal Kjarvalsstaða sýna um þessar mundir flórir skólafélag- ar, er útskrifuðust úr málunardeild MHÍ vorið 1985. Sýningin er nokk- uð dæmigerð fyrir þróunina á und- Guðbjörg Lind Svanborg Matthlasdóttir anfomum árum fyrir það að um er að ræða þijár konur og einn karlmann, sem láta má nærri að sum árin sé hlutfall kynjanna í myndlistardeildum skólans. Ekki er nema gott um þessa sókn kvenna inn á svið íslenzkrar myndlistar að segja, svo fremi sem þær hafi erindi sem erfiði, en um það er erfitt að spá. Hins vegar eru slíkar tímabundnar sveiflur tvimælalaust af hinu góða. Fjórmenningamir hafa sýnt saman áður eða í Gallerí íslenzk list árið 1986 og vakti sú sýning nokkra athygli fyrir hressileg og sérstæð vinnubrögð í málveri. Ekki hefur verið setið auðum höndum á þessum tveimur ámm um þátttöku í sýningum né áfram- haldandi skólun heima og erlendis, enda virðist fólkið fastákveðið að hasla sér völl á opinberum vett- vangi, eins og títt er um unga og stórhuga listspírur. Sennilega er eftirtektarverðast við þessa sýningu, að fólkið er ekki háð einni ákveðinni listastefnu, heldur er sem óðast að marka sér sérstök persónueinkenni, þótt eðli- lega megi kenna áhrif víða að. Þannig er Guðbjörg Lind Jóns- dóttir fíngerður og þýður „kóior- isti“, sem nær einkar skemmtileg- um áhrifum úr einföldu myndefni, sem hún meðhöndlar á mjög listi- iegan og tilfinningaríkan hátt sbr. myndimar „Skyr og bláber" (30) og „Borð“ (31). Svanborg Matth- íasdóttir hefur og einnig þessa til- finningu fyrir einföldum formum, en í myndum hennar er meiri hraði auk þess sem Iitaspjaldið er djarf- ara og skapgerðin óhamdari. Vísa ég hér til mynda svo sem „Gull- auga“ (18), „Svartur sauður" (23) og „Taumlaus" (25). Sara Vilbergsdóttir er nokkuð hijúfari en stöllur hennar, þótt Sara Vilbergsdóttir Leifur Vilhjálmsson myndir hennar einkenni um sumt svipuð myndhugsun um einfalda uppsetningu burðargrindar. Hún er misjöfn í myndum sínum, en einnig skapmest, svo sem fram kemur f myndunum „Uppstilling" (9) og „Fleygur" (12). Leifur Villyálmsson er gjölólík- ur kvenfólkinu og sækir innblástur í kobra-istana i þeirra óhömdustu mjmd. Myndmál hans er ástríðu- fullt og ofsafengið, jafnframt því að vera í hæsta máta karlmann- Iegt. En það er þó heilmikið af honum sjálfum í þessum myndum, svo sem fram kemur í myndunum „Flýgur fiskisaga" (40) og „Dep- urð“ (45). Dregið saman í hnot- skum þá er þetta hin menningar- legasta sýning, sem flórmenning- arnir hafa dijúgan sóma af. Kanarífuglinn lifnar við Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Jón Gnarr: BÖRN ÆVINTÝR- ANNA. Útg. Vænibijál sf. 1988. Jón Gnarr sækir yrkisefni sín í heim ævintýra og sagna og lætur hugarflugið ráða í ljóðum sem geta verið í senn ófyrirleitin og bamsleg. Myndir Jóns em óvæntar, en ljóðmál- ið kliðmjúkt. Hann hefur gengið í skóla hjá súrrealistum, yrkir um meistara á borð við Dali og Magritte. Tvö dæmi um súrrealisma ljóð- anna og rómantíska afstöðu skáíds- ins geta litið svona út: þá kyssi ég andvana kanarífuglinn og hann lifiiar við ég sest á bak honum og við fljúgum útum gluggann og í átt til sólar Pierrot grætur um nóttina fæði ég fjórar andvana uglur og jarða þær í hægra auganu (Úr Pierrot í speglasalnum) og: blindur er sjónlaus maður og ekki er allt gull Börn ævintýr- anna er (jóða- bók eftir nýjan höfund: Jón Gnarr. Hann yrkir m.a. nm uglur. sem frá nóttinni er komið nema hún sé sofnuð og páfugiar gefi ungum sínum hjarta hennar (Málsháttur þess sem hefur fjóra gullskó á óðrum fæti) Ljóð Jóns Gnarr em ýmist stutt eða löng. Honum lætur vel að vera margorður og láta hugmyndimar fæðast hveija af annarri. Gömul yrk- isefni súrrealista: taumlaus ást, óhugnaður, undarlegir fiskar og að- gangsharðir fuglar era síendurtekin- Jón Gnarr er að vissu marki fmmleg' ur, en kemur ekki alltaf á óvart. Það er ein hætta súrrealismans að fest- ast í vissum táknum, ákveðnum myndum. Böm ævintýranna er að mínu viti skemmtileg fmmraun og hér er á ferð höfundur sem er samkvæmui1 sjálfum sér. Súrrealískt myndmál á sem löng' um áður vel við í ljóðum ungm skálda. Það er ýmislegt í súrrealism- anum sem höfðar beint til æsku- manna og getur borið ávexti í ljóðum eldri skálda sem varðveita æskuna- í ljóðum yngri skálda verður ró- mantik enn meira áberandi eftir þ^ sem fleiri kveðja sér hljóðs. Jón Gnarr verður að teljast í þeim hópi. ------- .. í «*/* og Á MORGUN, KL. 13.00 ■ 17.00 í HEKLUBÍLASOLUNUM J D subish1,seat, rover, min. og metro. SÝNUM ALLT ÞAÐ BESTA FRA VW, AU __________________1 1 num --- ------------------------- ---------- Nýi Panasonic farsíminn á sérstöku kynningarverði. ALLIR EIGA LEIÐ UM LAUGAVEGINN BÍLL FRÁ HEKLU BORGAR SIG HEKIA HF Laugavegi 170-172 Sími 695500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.