Morgunblaðið - 07.05.1988, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 07.05.1988, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1988 Stykkishólmur: Barna- og unglingastarf SEINASTI fundur í bamastúk- inni Björk nr. 94 á þessu starfs- ári var haldinn laugardaginn 23. aprO sl. og mættu yfir 100 félag- ar á fundinum sem var mjög áhrifaríkur. Fréttaritari hefir verið gæslu- maður þessa ágæta félagsskapar tæp 40 ár og er það eitt af hans störfum sem honum þykir einna vænst um. Grunnskólinn hefir stað- ið með þessu starfí af lífí og sál og þennan fund annaðist 1. bekkur undir stjóm yfírkennara, Gunnars Svanlaugssonar. Gæslumaður þakkaði veturinn, hvatti til dáða og óskaði gleðilegs sumars. Bað starf- inu blessunar í framtíð. Lúðvíg Halldórsson skólastjóri flutti þakkir skólans og gleði sína yfír framgangi þessa góða starfs. Lárus Kristinn Jónsson, sem hefír um Qölda ára verið umsjónarmaður skólans og hjálparhella bamastúk- unnar, átti um þetta leyti 75 ára afmæli og var þess minnst og flutti Lúðvíg honum kveðjur og þakkir frá bömum, unglingum og starfsliði skólans og afhenti honum ávarp og veglega gjöf sem Láms þakkaði með því að rifja upp kærar minning- ar í sambandi við skólann. En Lár- us hefír alla sína ævi verið búsettur í Hólminum. Þá fóm fram mörg og góð hag- nefndaratriði 1. bekkjar og Haf- steinn Sigurðsson tónlistarkennari lauk svo dagskrá með undirleik undir blokkflaututónlist sem þær Björg Elvarsdóttir og Ragnheiður Vignisdóttir léku en Hafsteinn lék á harmoniku. Var þetta athyglis- vert atriði sem innilega var fagnað. Þannig lauk þessu starfsári, en hugað er að því að fara í stúkuferð- ina um Dalasýslu í lok maímánaðar og koma við í Mjólkurstöðinni þar. Og var þeirri hugmynd fagnað. Og þar með lauk 61. starfsári þessa ágæta félagsskapar bama í Stykkishólmi. - Arni Morgunblaðið/Ámi Helgason Frá fundi bamastúkunnar Bjarkar i Stykkishólmi. fofcíÉí W W W* Ur' slM<f f»»iB KOMA ^0! Spænsk hönnun og spænsk smíði hafa sjaldan átt eins mikilli velgengni að fagna og núna. í Gráfeldi við Borgartún gefst þér tækifæri til að kynnast spænskum straumum í húsgagnasmíði. Borð, stólar, sófar, rúm, Ijós, hillur. Allt gæðahönnun sem sómir sér vel hvar sem er. GRÁFELDUR Borgartúni 28 sími 623222 Það gengur á ýmsu hjá hjónakomunum Goldie Hawn og Kurt Russell í Fyrir borð. Skassið tamið Kvikmyndlr Sæbjörn Valdimarsson BÍÓHÖLLIN: FYRIR BORÐ - „OVERBOARD“ Leikstjóri Garry Marshall. Hand- rit Leslie Dixon. Tónlist Alan Siivestri. Kvikmyndatökustjórn John A. Alonzo. Framleiðendur Alexandra Rose og Anthea Syl- bert. Aðalleikendur Goldie Hawn, Kurt Russell, Edward Herrmann, Katherine Helmond, Michael Hagerty, Roddy McDow- ail. Bandarísk. MGM 1987. í upphafí sjáum við Goldie Hawn sem gjörsamlega óþolandi, forríkt skass sem siglir í vellystingum um sólbakað Kyrrahafið á snekkju sinni. Sökum vélarbilunar verður gnoðin að leita inná krummaskuð nokkurt í Oregon til viðgerðar. Hyggst kvensniftinn þá nota tímann til að koma reglu á í skó- geymslum sfnum og ræður til þess smið úr landi (Russell). Verða með þeim fáleikar nokkrir, ekki síst þar sem hún neitar að greiða smiðslaun- in. Er nú skemmst frá að segja að á útstíminu fellur pilsvargurinn fýr- ir borð og fréttist næst af henni á héraðssjúkrahúsinu. Er hún þar talin bæði óalandi og illfeijandi. Að auki hefur hún misst minnið. Við þessar fréttir sjá tveir herra- menn sér leik á borði; eiginmaður hennar vill ekkert við hana kannast en verður frelsinu feginn og upphef- ur gjálífi mikið, hinn er smiðsblókin sem hefnir sín nú grimmilega. Fer á spítalann og fullvissar sjúkrahús- yfirvöld að hann sé eiginmaður þeirrar minnislausu. Hún heldur því heim með „bónda" sínum og tekur nú við sannkölluð martröð. „Heimil- ið“ er hjallur sem tæpast heldur vatni né vindi, að auki á snikkarinn fjóra strákorma, hvern öðrum óprúttnari. Og þeir kalla hana nátt- úrlega mömmu! Það verður ekki af Hawn skafíð að hún er með albestu gamanleik- konum vestan hafs þegar hún hefur úr góðu efni að moða. Látæðið og sérstaklega tímasetningin er henn- ar aðal. En því miður vill sá bögg- ull fylgja skammrifi að blessuð stúlkan fínnur oftast hjá sér knýj- andi þörf til að prédika yfír múgn- um. Fyrir borð fer ekki varhluta af þessum madonnukomplexum stjömunnar sem uppgötvar hér að ekki er allt fengið með ríkidæminu og ýmislegt það sem teljast má eft- irsóknarverðast á jörðu hér er ekki falt fyrir fé. Það stendur hvorki Claude Montana né Armani á ham- ingjunni. Þrátt fyrir stöku spretti þá fer þessi nýjasta gamanmynd leikkon- unnar (og manns hennar) aldrei virkilega í gang. Hún er létt og brosleg, einkum atriðin í kringum sjónvarpsfréttamennskuna á krummaskuðinu. Fagmannlega að öllu staðið, vandamálið er einfald- lega ekki nógu fyndið handrit. Þeg- ar stórstjama á borð við Hawn á f hlut vill maður eiga í vændum hlát- urrokur annað slagið, afþreyingu af fyrstu stærðargráðu. Ævintýrið verður ádeilunni yfírsterkara. Brids Amór Ragnarsson Bridsdeild Hún- vetningafélagsins Tvær umferðir eru búnar af fímm í barómeterkeppninni og stefnir í hörkukeppni efstu para. Staðan: Gunnar Bergsson — Jóngeir Hlinarson 114 Cyrus Hjartarson — Hjörtur Cyrusson 112 Sæmundur Bjömsson — Hrefna Eyjólfsdóttir 102 Rafn Kristjánsson — Þorsteinn Kristjánsson 101 Tryggvi Gíslason — Gísli Tryggvason 101 Erla Ellertsdóttir — Kristfn Jónsdóttir 99 Þriðja umferð verður spiluð nk. miðvikudag kl. 19.30 í Skeifunni 17, þriðju hæð. Keppnisstjóri er Jóhann Lúthersson. Enn er einum leik ólokið í sveita- keppninni en hann verður væntan- lega spilaður nk. sunnudag. Bridsfélag’ Breiðholts Sl. þriðjudag var spilaður eins kvölds tvímenningur. Röð efstu para var þessi: A-riðill, 14 para Lárus Hermannsson — Gunnar Þorkelsson 195 María Ásmundsdóttir — Steindór Ingimundarson 184 Jón Hersir Elíasson 184 Guðmundur Aronsson — Jóhann Jóelsson 182 Stefán R. Jónsson — Guðmundur Grétarsson 173 B-riðiU, 12 para Baldur Bjartmarsson — Helgi Skúlason 138 Guðjón L. Sigurðsson — Ólafur Tryggvason 131 Jón Ingi Ragnarsson — Burkni Dómaldsson 128 Næsta þriðjudag verður spiluð firmakeppi. Spilaður verður venju- legur eins kvölds tvímenningur og er öllum heimil þátttaka meðan riðlaskipan leyfir. Spilað er í Gerðu- bergi kl. 19.30 stundvíslega. Bridssamband Vesturlands Vesturiandsmót í tvímenningi var haldið í Stykkishólmi dagana 29. og 30. aprfl sl. Spilaður var barómeter tvímenningur með þátt- töku 16 para. Vesturlandsmeistarar urðu Hreinn Bjömsson og Jón Valdimar Bjömsson frá Akranesi. Staða eftu para: Hreinn Bjömsson — Jón V. Bjömsson Þór Qeirsson — 64 Erlar Kristjánsson Níels Guðmundsson — 58 Jón Þ. Bjömsson Halldór Hallgrímsson — 50 Karl Ó. Alfreðsson Ellert Kristinsson — 50 Kristinn Friðriksson Alfreð Viktorsson — 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.