Morgunblaðið - 07.05.1988, Side 48

Morgunblaðið - 07.05.1988, Side 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1988 + Norrænir óperu- og ballettst jórar á íundi í Reykjavík íslenski dansflokkurinn í fyrsta skipti með fulltrúa Dagana 23. og 24. aprfl siðast liðinn var haldinn hér fundur nor- rænna óperu- og ballettstjóra. Hingað komu 23 Norðurlandabúar, full- trúar ellefu óperu- og ballettflokka. Þessir fundir hafa verið haldnir í nítj&n ár, en þetta er i annað skipti, sem íslenska óperan á fulltrúa á fundinum og í fyrsta skipti, sem fulltrúar íslenska dansflokksins sátu fundinn. Garðar Cortes sat fundinn fyrir hönd óperunnar og var reyndar gestgjafi fundarins. Frá dansflokknum mættu þau Hlíf Svav- arsdóttir ballettmeistari og örn Guðmundsson. Auk þess sat Þorsteinn Blöndal fundinn á vegum Styrktarfélags íslensku óperunnar, en mynd- arlegur stuðningur félagsins og dugmikil starfsemi vakti óskipta at- hygli erlendu gestanna. Starfsemi sem þessi er reyndar vel kunn víða um lönd, en er kannski óvíða jafn Garðar Cortes bauð gesti vel- komna, en fundunum stýrði Gunnar Brunvoll, sem stýrði norsku óperunni í 27 ár. í einu matarhléinu barst talið meðal annars að því hvort ekki væri heppilegt, eins og nú tíðkast víðast, að menn sitji aðeins í slíkum stöðum i takmarkaðan tima, ekki meira en tíu ár eða svo. Fundarstjór- inn svaraði að bragði að það væri hann ekki viss um, honum hefði fund- ist hann miklu vitrari og spakari þegar hann hætti, heldur en þegar hann byrjaði. Gegn þessari röksemd kröftug og hér. og glettnisglampa i augunum átti enginn svar. Það var reyndar Brun- voll, sem kom þessum fundum á á sfnum tíma og hefur stýrt þeim öll árin af einstakri röggsemi oglipurð. Vlðfeðm umræðuefni Og um hvað ræða svo óperu- og bailettstjórar? Það er sagt að þessar listgreinar, óperur og ballett, spanni öll svið mannlegs lffs, svo fulltrúar þeirra láta sér eðlilega fátt mannlegt óviðkomandi. Greiðslur til söngvara og dansara bar á góma, einkum f þeim tilfellum, þegar fólk er kallað inn með stuttum fyrirvara. Það kom reyndar glöggt í ljós að söngvarar eru betur settir en dansarar, bæði vegna þess að þeir fá yfirleitt betur greitt fyrir sína vinnu, en líka vegna þess að það er tiltölulega auðvelt fyrir söngvara að nota sér tækifær- ið, þegar þeim býðst að hoppa inn í sýningu með litlum fyrirvara. Óperu- efnisskrár eru svo hefðbundnar, að allar lfkur eru á að söngvara bjóðist hlutverk, sem hann hefur þegar á takteinunum. Dansefnisskrár eru ekki næstum eins hefðbundnar, og tækifærin því færri, þegar um íhlaup er að ræða. Annars er ómögulegt að samræma atriði eins og greiðslur, þar sem flestir söngvarar setja upp ákveðið verð og þar ráða lögmál eft- irspumarinnar. Samkeppni danshöfunda, heílbrigðismál Um miðjan maí verður haldin nor- Gunnar Brunvoll fyrrverandi óperustjóri í Ósló og fundarstjóri á fundum óperu- og ballettstjóra er hér fremst á myndinni og við hlið hans Garðar Cortes frá islensku óperunni, Poul Jörgensen óperu- stjóri í Kaupmannahöfn, Lars af Malmborg frá sænsku óperunni og Dag Simonsen frá ballettinum í Stokkhólmi. ræn danshöfundasamkeppni f Osló í fyrsta skiptið. Anna Borg, sem lætur nú af starfi ballettmeistara við norsku óperuna, hefur átt veg og vanda af undirbúningnum og kynnti keppnina. Þátttakendur koma af öll- um Norðurlöndum, líka frá íslandi. Hlíf Svavarsdóttir tekur þátt í keppn- inni og dansarar úr íslenska dans- flokknum dansa hennar dans. Dans Hlffar er saminn við tónlist eftir Þorkel Sigurbjömsson sem hann samdi sérstaklega fyrir þetta tæki- færi. í blaðinu um daginn sagði Garðar Cortes undan og ofan af fundinum og nefndi meðal annars að þama hefði verið rætt um eyðni. Þessi stað- reynd var tekin upp í klausu eins dagblaðs líkt og brandari. Kannski sýnir þessi klausa ekkert annað en skilningsskort þess, sem setti klaus- una saman, en stjómendur fyrir- tækja og annarra stofnana víða um heim huga að þessu máli eins og öðrum, sem snertir starfsfólk þeirra. Umræðan á fundinum hér stafar auðvitað ekki af því að starfsfólk ópem- og balletthúsa sé í meiru hættu en aðrir hópar, heldur vegna þess að stjómendur húsanna vilja hugleiða bæði hvemig er hægt að Sýningin á Don Giovanni staðfesting á að hér er í alvöru metnaðarfullur óperurekstur Rætt við Francesco Cristofoli óperu- stjóra Jósku óperunnar um óperuhús hans og heimsókn hans hingað Einn af þeim ágætu mönntun, sem komu hingað á fund norrænna óperu- og baUettstjóra var stjómandi Jósku óperunnar. Sá heitir Fran- cesco CristofoU, er alitalskur eins og nafnið gefur til kynna, en fædd- ur og uppalinn f Danmörku. Cristofoli er hjjómsveitarstjóri og hefur lengi verið viðloðandi Jósku óperuna. Óperan átti nýlega fjörutfu ára afmæli og hélt upp á það með glæsilegum hætti, flutti Niflungahring Wagners. óperan hefur aðsetur í Árósum og hveijum hefði dottið í hug, að þar kæmist Niflungahringurinn á svið, svo eftir yrði tekið. Sýningin vakti nefnilega athygli langt út fyrir landa- mæri Danaveldis og þótti takast með afburðum vel. Skrautflöður í hatt óperunnar, en Wagner-uppfærslur hafa verið fáar í Danmörku. Athugun leiddi í ljós að áhorfendur voru að helmingi Danir og að helmingi út- lendingar. Gagnrýni um sýninguna birtist enda víða og var eindæma lofleg. Það var Cristofoli, sem átti þessa dirfskufullu hugmynd, að setja Hringinn á svið í Arósum. Hugmynd- in vaknaði þegar hann stóð í fyrsta sinn innan veggja í upprennandi tón- listarhúsinu { Arósum 1981, sá hvað húsið teiknaði til að verða myndar- legt og að lfklega rúmaði gryflan heila Wagner-hljómsveit. Fannst húsið líka minna sig á Bayreuth. Sýningamar á flórleiknum, Valkyij- v unni, Rínargullinu, Siegfried og Ragnarökum voru settar upp f þess- ari röð á árunum 1983-1986 og 1987 var öllum flórum sýningunum rennt upp þrisvar sinnum yfir veturinn. Hefur ekki gerst áður f sögu Hrings- ins að hægt væri að sjá allar sýning- amar flórar á aðeins þremur vikum. Og ein af þeim, sem ekki lét sig vanta við þetta tækifæri var Margrét drottning. Sjálft fertugsafmæli óper- unnar var einmitt þetta ár, 1987. Danskur léttleiki með ítölskum innblæstri Cristofoli stjómaði Hringnum sjálfur og í gagnrýni var þess yfir- leitt getið að þama væri kominn til sögunnar nýr Wagner-stjómandi, eins og þeir gerðust bestir. Nú þykir hæfa að flytja Wagner undir suðræn- um áhrifum, ofgera ekki dramatíkina og þunga tónlistarinnar, koma henni skýrlega til skila og Cristofoli þótti standa einkar vel við það. Danskur léttleiki með ítölskum innblæstri ætti líka að vera gott veganesti þar. En ástæðan til að Cristofoli var tekinn tali er ekki aðeins vel heppn- aður Wagner-hringur, heldur einnig að umfang Jósku óperunnar er ósköp lítið miðað við stóru húsin í til dæm- is Kaupmannahöfn svo ekki sé minnst á Stokkhólm. íbúar Árósa em álfka margir og íslendingar og þama er allt fremur smátt í sniðum, nær okkar skala. En hvað segir þá stjóra- andinn um ópemna sfna? „Jósku ópemnni var komið á fót vegna óska um að koma upp ópem- húsi utan Kaupmannahafnar fyrir lftinn pening, ekki sfst vegna hvatn- ingar ópemunnenda á staðnum. Francesco Cristofoli er hér fjórði frá vinstri í fremri röð ásamt samstarfsmönnum sfnum í Wagner- hringnum eins og lesa má af peysum þeirra. Framan af vom hafðar um tíu sýn- ingar á einhverri ópem í leikhúsi staðarins á vorin. Smátt og smátt hefur umfangið aukist. Fyrir tíu ámm vom sett upp ferðaleikhús, sem áttu að vera mótvægi við föstu hús- in, starfa þar sem ekki væm slfk hús. Við féllum þegar inn í þennan ramma, vomm farin að ferðast með sýningar okkar. Þá var óperan að hálfu á framfæri rfkisins en að hálfu á framfæri þeirra sveitarfélaga, sem við heimsóttum reglulega og þau vom ekki svo fá. Þetta fyrirkomulag hefur reynst ágætlega. Nú liggur fyrir fmmvarp um að rekstur stofn- unar eins og okkar fari yfir á ríkið. Því fögnum við í Jósku óperunni, því það einfaldar rekstur okkar. Sveitar- félögin, sem við áttum okkar undir era svo mörg og ekki alltaf létt verk að fá þau til að gangast inn á fyrir- ætlanir okkar." Eftir fjörutf u ára starf er rekst- ur óperunnar væntanlega kominn f fastar skorður. Hvemig er hon- um háttað? „Reksturinn flokkast að hálfu leyti undir það sem kallast árstíðaópera eða ’staggioni’-ópera upp á ftölsku. Þetta fyrirkomulag er andstæðan við ’repertoire’-ópem, hús með föstum kór, hljómsveit og söngvumm. í árs- tíðahúsunum er bara sýnd ein ópera í einu og eldri uppfærslur ekki endur- sýndar. Kosturinn er að þá em sýn- ingamar alltaf ferskar með vel æfð- um söngvuram, sem hafa verið með frá byijun, en ekki endursýningar, með söngvumm, sem hoppa kannski inn í, án nægilegs æfingatíma." Aðeins fámennt starfslið fastráðið, aðrir lausráðnir „Hús eins og Covent Garden er að hálfu leyti árstfðaópera, eldri upp- færslur teknar upp, en sýningum ekki dreift yfir veturinn heldur sýnd- ar f ákveðinn tfma. Árstíðaópemr em algengar á ítalfu og f Bandaríkjun- um. I húsi eins og La Scala em sjaldnast sýningar nema á einni ópem í einu. í Vín er aftur á móti hægt að sjá sjö ólfkar sýningar á einni viku. í Jósku ópemnni var fyrirkomulag

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.