Morgunblaðið - 07.05.1988, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.05.1988, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1988 13 Jóhann leiðir jafn- an hóp í Miinchen Skýk Margeir Pótursson Að loknum fjórum umferð- um á alþjóðlega skákmótinu í Milnchen í V-Þýzkalandi er Jó- hann Hjartarson efstur með þijá vinninga, en í öðru sœti eru fjórir skákmenn, hinir kunnu stórmeistarar Jusupov, HUbner og Smejkal, auk al- þjóðlega meistarans Bischoff frá V-Þýzkalandi. í fyrstu tveimur umferðunum gerði Jó- hann jafntefli við V-Þjóðveijana Kindermann og Bischoff, en vann síðan Hol- lendinginn Van der Sterren og v-þýzka stórmeistarann Hans Joachim Hecht. Sigurstrang- legastur á mótinu, sem er í 12. styrkleikaflokki FIDE, er tal- inn sovézki stórmeistarinn Art- ur Jusupov, en þeir Jóhann, HUbner og Ribli ættu einnig að eiga góða möguleika. Mótið hefur farið fremur rólega af stað jafntefli hafa verið mörg, miðað við töluverðan styrkleika- mun á milli keppenda. Má því búast við afar spennandi keppni. í fimmtu umferðinni átti Jóhann að hafa hvítt gegn Jusupov. Heildarstaðan á mótinu eftir §órar umferðir er þessi: 1. Jóhann Hjartarson 3 v. 2. -5. Jusupov (Sovétríkjunum), Hubner (V-Þýzkalandi), Bischoff (V-Þýzkalandi) og Smejkal (Tékkóslóvakíu) 2V2 v. 6-9. Ribli (Ungveijalandi), Kind- Jóhann Hjartarson ermann, Hecht og Lau (allir V-Þýzkalandi) 2 v. 10. Hertneck (V-Þýzkalandi) IV2 v. 11. Hickl (V-Þýzkalandi) 1 v. 12. Van der Sterren (Hollandi) V2V. Jóhann hefur byijað vel en á alla hættulegustu mótheijana eft- ir. Hann byijaði rólega, en í þriðju umferð náði hann að vinna Van der Sterren í 53 leikjum. Hollend- ingurinn beitti Caro-Kann vöm og fékk Jóhann heldur þægilegri stöðu eftir byijunina. Þá fór hann fullgeyst í sakimar og Van der Sterren hefði getað skipt upp í þægilegt endatafl. Hann lét sér það ekki vel líka, tók óþarfa áhættu og Jóhann fékk tækifæri sem hann nýtti til sigurs. Í fjórðu umferðinni á fímmtu- daginn vann Jóhann síðan mjög sannfærandi sigur á v-þýzka stór- meistaranum Hecht, sem ekki hefur teflt mikið síðustu ár. Ein- hveijir muna e.t.v. eftir honum frá Reykjavíkurskákmótinu 1970 þar sem hann tók þátt. Hann varð stórmeistari árið 1973. Hvitt: Hecht (V-Þýzkalandi) Svart: Jóhann Hjartarson SikUeyjarvörn 1. e4 - c5 2. Rf3 - d6 3. Bb5+ — Bd7 4. c4 Þetta afbrigði er nú mjög fá- séð, það var einkum teflt um og eftir 1970, þegar Hecht var upp á sitt bezta. Jóhann svarar þessu á athyglisverðan hátt. 4. - Rc6 5. Rc3 - Re5!? 6. Rxe5 — dxe5 Svartur hefur tekið á sig tvípeð, en það er fyllilega réttlætanleg ákvörðun þar sem hvíta d-peðið er dæmt til að vera bakstætt um aldur og ævi. Þar að auki ræður svartur nú yfir reitnum d4, en á sjálfur auðvelt með að valda d5 og d6. 7. d3 - e6 8. Be3 - Rf6 9. 0-0 - Be7 10. a3 - 0-0 11. Hbl - Hc8 12. Bxd7+ - Dxd7 13. Da4?! Hvíta drottningin reynist ekki eiga mikið erindi út á drottningar- vænginn. Til greina kom 13. De2 og síðan verður hvítur að ná mót- spili með annaðhvort b2-b4 eða f2-f4. 13. - Hc6! 14. h3 Það er óvenjulegt að drottning- um beggja standi til boða banei- truð peð í sama leiknum. Ef hvítur hefði leikið 14. Dxa7?? er drottn- ing hans fönguð með 14. — Ha6 og sömu örlög biðu þeirrar svörtu ef Jóhann freistaðist nú til að leika 14. - Dxd3?? 15. Hfdl. 14. - a6 15. Hfdl - Hd8 16. Hd2 - h6 17. Dc2 - Rh5! Þar sem hvítur hefur teflt ómarkvisst fer svartur að und- irbúa sóknaraðgerðir á kóngs- væng. 18. Ddl - Rf4 19. Dg4? Eftir þessi mistök fær svarta sóknin vind í seglin. Mun skárra var fyret 19. Bxf4 — exf4 og síðan 20. Dg4. 19. - f5 20. Df3 - Rg6! 21. exf5 - exf5 22. Hddl - Kh7 23. Rd5 - Rh4 24. De2 Svarta staðan hefur breyst úr traustri stöðu í beitta sóknarstöðu í fáum leikjum. Jóhann er tilbúinn með hrók í sóknina og hvítur ræður ekki við neitt eftir það. 24. - Hg6 25. g3 - f4 26. Bxf4 - Dxh3 27. De4 - Hxd5! og hvítur gafst upp, því 28. exd5 er auðvitað svarað með 28. — exf4. Enskilda- skýrslan kynnt á árs- fundi Iðn- þróunarsjóðs ENSKILDA-skýrslan um þróun og uppbyggingu hiutabréfa- markaðar álslandi verður sér- staklega kynnt á ársfundi Iðn- þróunarsjóðs mánudaginn 9. mai nk. kl. 14.00 á Hótel Sögu. Roger Gifford, framkvæmda- stjóri Enskilda Securities, sem ann- aðist gerð skýrslunnar, flytur er- indi sem nefiiist á ensku „The Development of an Equity Market in Iceland". Á fundinum flytur Ragnar Ön- undarson, formaður framkvæmda- stjómar Iðnþróunarsjóðs, erindi um fjárfestingafélagið Draupni hf. Auk þess tala á ársfundinum Frið- rik Sophusson iðnaðarráðherra, dr. Jóhannes Nordal stjómarformaður sjóðsins og Þorvarður Alfonsson framkvæmdastjóri. Enskilda-skýrslan um hluta- bréfaviðskipti á íslandi var gerð að tilstuðlan Iðnþróunarsjóðs og Seðlabanka íslands af Enskilda Securities Ltd. í London. Skýrslan, sem m.a. fjallar um það með hvaða hætti er hægt að örva viðskipti með hlutabréf á íslandi, hefur þeg- ar vakið mikla athygli hérlendis. (Fréttatilkynning) RITVÉLAR REIKNIVÉLAR PRENTARAR TÖLVUHÚSGÖGN ATH! KYNNTU ÞÍR HÁTÍDARVERÐ Á SÝNINGUNNI. SUMARHATIÐ IVOLVOSALNUM Zz8fpJAI 1988 KOMDU MEÐ FJÖLSKYLDUNA í VOLVO- SALINN í SKEIFUNNI. ÞÚ FÆRÐ KAFFI, KRAKKARNIR ÍS. VOLVO-AUKAHLUTIR VERÐA EINNIG Á SUMARVERÐI UM HELGINA. SÝNINGIN VERÐUR OPIN: FRÁ 10-17 LAUGARDAG OG 13 — 17 SUNNUDAG. NÝI F16 VÖRUBÍLLINN VERÐUR TIL SÝNIS ÁSAMT FLEIRI VÖRUBÍLUM. C^feltir SKEIFUNNI 15, SfMI: 691610
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.