Morgunblaðið - 07.05.1988, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1988
13
Jóhann leiðir jafn-
an hóp í Miinchen
Skýk
Margeir Pótursson
Að loknum fjórum umferð-
um á alþjóðlega skákmótinu í
Milnchen í V-Þýzkalandi er Jó-
hann Hjartarson efstur með
þijá vinninga, en í öðru sœti
eru fjórir skákmenn, hinir
kunnu stórmeistarar Jusupov,
HUbner og Smejkal, auk al-
þjóðlega meistarans Bischoff
frá V-Þýzkalandi. í fyrstu
tveimur umferðunum gerði Jó-
hann jafntefli við
V-Þjóðveijana Kindermann og
Bischoff, en vann síðan Hol-
lendinginn Van der Sterren og
v-þýzka stórmeistarann Hans
Joachim Hecht. Sigurstrang-
legastur á mótinu, sem er í 12.
styrkleikaflokki FIDE, er tal-
inn sovézki stórmeistarinn Art-
ur Jusupov, en þeir Jóhann,
HUbner og Ribli ættu einnig að
eiga góða möguleika.
Mótið hefur farið fremur rólega
af stað jafntefli hafa verið mörg,
miðað við töluverðan styrkleika-
mun á milli keppenda. Má því
búast við afar spennandi keppni.
í fimmtu umferðinni átti Jóhann
að hafa hvítt gegn Jusupov.
Heildarstaðan á mótinu eftir
§órar umferðir er þessi:
1. Jóhann Hjartarson 3 v.
2. -5. Jusupov (Sovétríkjunum),
Hubner (V-Þýzkalandi), Bischoff
(V-Þýzkalandi) og Smejkal
(Tékkóslóvakíu) 2V2 v.
6-9. Ribli (Ungveijalandi), Kind-
Jóhann Hjartarson
ermann, Hecht og Lau (allir
V-Þýzkalandi) 2 v.
10. Hertneck (V-Þýzkalandi) IV2
v.
11. Hickl (V-Þýzkalandi) 1 v.
12. Van der Sterren (Hollandi)
V2V.
Jóhann hefur byijað vel en á
alla hættulegustu mótheijana eft-
ir. Hann byijaði rólega, en í þriðju
umferð náði hann að vinna Van
der Sterren í 53 leikjum. Hollend-
ingurinn beitti Caro-Kann vöm
og fékk Jóhann heldur þægilegri
stöðu eftir byijunina. Þá fór hann
fullgeyst í sakimar og Van der
Sterren hefði getað skipt upp í
þægilegt endatafl. Hann lét sér
það ekki vel líka, tók óþarfa
áhættu og Jóhann fékk tækifæri
sem hann nýtti til sigurs.
Í fjórðu umferðinni á fímmtu-
daginn vann Jóhann síðan mjög
sannfærandi sigur á v-þýzka stór-
meistaranum Hecht, sem ekki
hefur teflt mikið síðustu ár. Ein-
hveijir muna e.t.v. eftir honum
frá Reykjavíkurskákmótinu 1970
þar sem hann tók þátt. Hann varð
stórmeistari árið 1973.
Hvitt: Hecht (V-Þýzkalandi)
Svart: Jóhann Hjartarson
SikUeyjarvörn
1. e4 - c5 2. Rf3 - d6 3. Bb5+
— Bd7 4. c4
Þetta afbrigði er nú mjög fá-
séð, það var einkum teflt um og
eftir 1970, þegar Hecht var upp
á sitt bezta. Jóhann svarar þessu
á athyglisverðan hátt.
4. - Rc6 5. Rc3 - Re5!? 6.
Rxe5 — dxe5
Svartur hefur tekið á sig tvípeð,
en það er fyllilega réttlætanleg
ákvörðun þar sem hvíta d-peðið
er dæmt til að vera bakstætt um
aldur og ævi. Þar að auki ræður
svartur nú yfir reitnum d4, en á
sjálfur auðvelt með að valda d5
og d6.
7. d3 - e6 8. Be3 - Rf6 9. 0-0
- Be7 10. a3 - 0-0 11. Hbl -
Hc8 12. Bxd7+ - Dxd7 13.
Da4?!
Hvíta drottningin reynist ekki
eiga mikið erindi út á drottningar-
vænginn. Til greina kom 13. De2
og síðan verður hvítur að ná mót-
spili með annaðhvort b2-b4 eða
f2-f4.
13. - Hc6! 14. h3
Það er óvenjulegt að drottning-
um beggja standi til boða banei-
truð peð í sama leiknum. Ef hvítur
hefði leikið 14. Dxa7?? er drottn-
ing hans fönguð með 14. — Ha6
og sömu örlög biðu þeirrar svörtu
ef Jóhann freistaðist nú til að leika
14. - Dxd3?? 15. Hfdl.
14. - a6 15. Hfdl - Hd8 16.
Hd2 - h6 17. Dc2 - Rh5!
Þar sem hvítur hefur teflt
ómarkvisst fer svartur að und-
irbúa sóknaraðgerðir á kóngs-
væng.
18. Ddl - Rf4 19. Dg4?
Eftir þessi mistök fær svarta
sóknin vind í seglin. Mun skárra
var fyret 19. Bxf4 — exf4 og
síðan 20. Dg4.
19. - f5 20. Df3 - Rg6! 21.
exf5 - exf5 22. Hddl - Kh7
23. Rd5 - Rh4 24. De2
Svarta staðan hefur breyst úr
traustri stöðu í beitta sóknarstöðu
í fáum leikjum. Jóhann er tilbúinn
með hrók í sóknina og hvítur
ræður ekki við neitt eftir það.
24. - Hg6 25. g3 - f4 26. Bxf4
- Dxh3 27. De4 - Hxd5! og
hvítur gafst upp, því 28. exd5 er
auðvitað svarað með 28. — exf4.
Enskilda-
skýrslan
kynnt á árs-
fundi Iðn-
þróunarsjóðs
ENSKILDA-skýrslan um þróun
og uppbyggingu hiutabréfa-
markaðar álslandi verður sér-
staklega kynnt á ársfundi Iðn-
þróunarsjóðs mánudaginn 9.
mai nk. kl. 14.00 á Hótel Sögu.
Roger Gifford, framkvæmda-
stjóri Enskilda Securities, sem ann-
aðist gerð skýrslunnar, flytur er-
indi sem nefiiist á ensku „The
Development of an Equity Market
in Iceland".
Á fundinum flytur Ragnar Ön-
undarson, formaður framkvæmda-
stjómar Iðnþróunarsjóðs, erindi
um fjárfestingafélagið Draupni hf.
Auk þess tala á ársfundinum Frið-
rik Sophusson iðnaðarráðherra, dr.
Jóhannes Nordal stjómarformaður
sjóðsins og Þorvarður Alfonsson
framkvæmdastjóri.
Enskilda-skýrslan um hluta-
bréfaviðskipti á íslandi var gerð
að tilstuðlan Iðnþróunarsjóðs og
Seðlabanka íslands af Enskilda
Securities Ltd. í London. Skýrslan,
sem m.a. fjallar um það með hvaða
hætti er hægt að örva viðskipti
með hlutabréf á íslandi, hefur þeg-
ar vakið mikla athygli hérlendis.
(Fréttatilkynning)
RITVÉLAR
REIKNIVÉLAR
PRENTARAR
TÖLVUHÚSGÖGN
ATH! KYNNTU ÞÍR
HÁTÍDARVERÐ Á
SÝNINGUNNI.
SUMARHATIÐ
IVOLVOSALNUM
Zz8fpJAI 1988
KOMDU MEÐ FJÖLSKYLDUNA í VOLVO-
SALINN í SKEIFUNNI.
ÞÚ FÆRÐ KAFFI, KRAKKARNIR ÍS.
VOLVO-AUKAHLUTIR
VERÐA
EINNIG Á SUMARVERÐI
UM HELGINA.
SÝNINGIN VERÐUR OPIN:
FRÁ 10-17 LAUGARDAG
OG 13 — 17 SUNNUDAG.
NÝI F16 VÖRUBÍLLINN
VERÐUR TIL SÝNIS
ÁSAMT FLEIRI VÖRUBÍLUM.
C^feltir
SKEIFUNNI 15, SfMI: 691610