Morgunblaðið - 07.05.1988, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.05.1988, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1988 1 Kryddjurtir - SEINNIHLUTI - Sítrónumelissa (Melissa officina- lis), Lemon Balm Minta (Mentha x piperita) Salvía (Salvía officinalis) Sage Estragon (Artemisia dracunculus var. inodora) Tarragon Sítrónu Melissa laðar að sér býflugur, en það er sú kryddjurt, sem ég met einna mest. Hún vex vel hér á landi, er §ölær og lifir af mildan vetur. Ekki hefur þó bólað á henni í garðinum hjá mér nú í vor, enda varla von, veturinn hefur verið svo kaldur. Undan- fama þijá vetur hefur hún öðru hveiju stungið upp blöðunum, enda hafa þeir vetur verið óvenju hlýir. Blöðin eru mjög falleg með ljúft sítrónubragð. Þessi blöð henta vel söxuð í salöt, heil fljót- andi ofan á drykkjum og sem skraut á ábætisrétti, osta og kök- ur. Eins og fyrr sagði er oft hægt að tína þessi blöð að vetrinum, en ég geymi þau annars þannig að ég pensla blöðin báðum megin með eggjahvítu (ekki þeyttri), strái síðan strásykri yflr báðar hliðar og læt blöðin þoma á bakka. Gæti þess þó að losa þau af, áður en. þau eru fullþomuð, annars brotna þau. Þessi blöð geymast sfðan mánuðum saman í lokaðri dós. Það stimir á sykur- inn og blöðin eru mjög falleg. Minta. Þessi tegund mintu er mjög auðræktanleg hér á landi. Stöngullinn og blöð em dökkrauð- græn. í blöðum plöntunnar og reyndar allra mintutegunda er menhololía. Talið er að gott sé BLÓM VIKUNNAR 91 Umsjón: Ágústa Bjömsdóttir að tyggja blöðin við tannpínu. Annars er minta mest notuð í te, og er það te talið gott fyrir melt- ingu, við kvefi og flensu. Þó er ekki ráðlegt að drekka þetta te fyrir svefh. Planta þessi er fjölær, og hún hefur breitt svo mikið úr sér í garðinum mínum, að ég varð að flytja hana á sumarbústaðal- andið þar sem hún getur breitt úr sér að vild. Minta er mjög gott krydd á lambakjöt. Árlega hefl ég búið til mintuhlaup — gelé — úr blöðunum, en seija þarf hleypi- efni út í. Þetta hlaup er mjög gott með brie og camembertosti og einnig með lambakjöti. Salvfu hefí ég mikið yndi af að rækta. Þessi jurt er nokkuð stórvaxin með löng grá, loðin og mjúk blöð. Hún þrífst nokkuð vel úti, en þó hafa alltaf orðið nokkur afföll af henni hjá mér. Salvía er fjölær, en ekki hefur mér tekist að fá hana til að lifa af veturinn. Þetta er mjög bragðsterk jurt, og þarf að nota hana með gát. Hún hentar mjög vel með feitu lqoti, einkum svínakjöti, feitum flski og svo er hún líka góð í íslenska kindakæfu, og sumum flnnst hún ómissandi með hvalkjöti. Salvía geymist mjög vel í frysti. Estragon þýðir litli dreki, og hlaut það nafn vegna þess að jurt- in var sögð lækna stungubit eitr- aðra dýra. Jurt þessi þrífst vel hérlendis og mun það vera rúss- neska afbrigðið sem við fáum fræ af hér, enda er það auðræktan- legra. Þ6 mun franska afbrigðið vera ljúffengara. Ég hefl ræktað þessa jurt með góðum árangri og hefur hún lifað af undanfama tvo vetur, en ekkert sést til hennar núna. Þetta er ein mestræktaða kryddjurt og mun þekktust notk- un hennar í bémaissósu. Þessi jurt er mjög góð í eggja- og tómat- rétti, einnig alls konar fiskrétti. Hún er bragðsterk og þarf mjög lítið af henni. Ég hefí reynt að þurrka hana, en þá fær hún eins konar heybragð. Betra er að frysta hana eða geyma í mata- rolfu f kæliskáp. Estragonedik þekkja margir, en við getum búið það til sjálf með þvf að setja blöð- in út í venjulegt edik. Þetta edik þarf þá að standa f tvo mánuði áður en það verður gott. Allra þessara jurta þarf að sá til inni, og síðan færa út í vermi- reit. Fer að verða tímabært að sá til þeirra, en sumar em lengi að spíra. Með svolítilli umhyggju þrífast allar jurtimar vel. Mjög skemmtilegt og gott er að rækta sfnar kiyddjurtir sjálfur, en rækt- un kiyddjurta er sú ræktun sem mér flnnst einna skemmtilegust. Kristfn Gestsdóttir Sitronumelissa Salvia ClfeJtír KOMDU OG SJADU VQLVOFIDTANNIHOFN A UMARHATIÐINNI ' UM HEIGINA FSÚ/SÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.