Morgunblaðið - 07.05.1988, Blaðsíða 44
i-
44
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1988
Minning:
Ragnar Sigurðsson
sparisjóðsstjóri
Fæddur 27. janúar 1930
Dáinn 29. apríl 1988
merki Ragnars og minningunni um
hann á lofti.
Hjörleifur Guttormsson
Vinur minn Ragnar Sigurðsson
í Neskaupstað er látinn.A örfáum
mánuðum tók dauðinn hann í greip-
ar sínar aðeins 58 ára gamlan.
Hann er horfinn burt frá Stínu sinni
og uppkomunum bömum og bama-
bömum þeirra, svo og öldnum for-
eldmm. Samfélagið í Neskaupstað
stendur fátækara eftir og hefur
misst einn sinna bestu liðsmanna.
Ábyrgðarstörf Ragnars voru
mörg í byggðarlaginu eftir að hann
hætti sem loftskeytamaður á norð-
firskum togurum. Hæst ber þar
störf hans sem hafnarstjóra 1958—
1979 og síðan sparisjóðsstjóra við
Sparisjóð Norðfjarðar. Sem hafnar-
stjóri vann hann oft við erfiðar að-
stæður, flárhagur hafnarinnar
þröngur en framkvæmdaþörfin
mikil. I þessu starfí stjómaði hann
hins vegar stórvikjum á okkar
mælikvarða: Byggingu nýrrar
dráttarbrautar, bæjarbryggju og
sfðast nýju hafnarinnar við ijarðar-
botninn.
Öll framfaramál í bænum áttu
hug Ragnars og vísan stuðning.
Hann var hugmyndaríkur og djarf-
ur til ákvarðana og oft langt á
undan öðmm að koma auga á góð-
ar lausnir. Auðvitað var hann
stundum orðaður við skýjaborgir
eins og allir sem lyfta sér upp úr
hversdeginum. Ein af þessum
„skýjaborgum" var höfn á þurru
landi við Vindheim, verkfræðilegt
stórvirki og ég hygg nýung í hafn-
argerð hér á landi. i dag er hún
ekki aðeins lífhöfn byggðarinnar,
stórra báta og smárra, heldur einn-
ig stolt Norðfirðinga, vitni um það
hvað hægt er að gera við érfiðar
aðstæður.
Sem sparisjóðsstjóri reyndist
Ragnar líka einkar farsæll, stýrði
þessum heimabanka okkar af raun-
sæi og festu og tókst að láta hann
þjóna byggðarlaginu eins og mark-
miðið hefur verið frá upphafi.
Ragnar átti sæti í stjóm Kaup-
félagsins Fram í mörg ár, nú síðast
sem stjómarformaður. Þar eins og
víða í verslun á landsbyggðinni hef-
ur verið á brattann að sækja. Ragn- .
ar lagði sig fram um að fínna leið-
ir út úr þeim erfíðleikum, m.a. með
það í huga að yfirráð yfir þessari
samvinnuverslun flyttust ekki úr
byggðarlaginu.
Þannig var hann með fangið fullt
af verkefiium og hugann við efnið
alla tíð til hinstu stundar. Þegar
ég leit til hans á Landspítalann nú
fyrir pákana var áhyggjuefnið staða
landsbyggðarinnar, fyrirtækjanna
og fólksins. Um sjúkdóminn sem
hafði heltekið hann var ekki rætt.
Af honum vildi hann sem minnst
vita.
Ragnar var sósíalisti alla tíð og
einn af burðarásum Alþýðubanda-
lagsins í Neskaupstað. Hann ólst
upp við hugsjónir samhjálpar og
félagshyggju hjá foreldrum sínum
á Tröllanesi, þeim Kristrúnu Helga-
dóttur og Sigurði Hinrikssyni.
Lífsfömnautur Ragnars, Kristín
Lundberg talsímavörður, kom með
sömu lífssýn sem heimamund í
hjónabandið. Það var þvi ekki að
undra þótt róttækur og fijálslyndur
blær einkenndi heimili þeirra. Þar
hefur verið mikið um glaðværð og
mannlega hlýju, sem margir hafa
leitað f til að oma sér seint og
snemma. Þangað rötuðum við
Kristín fljótlega eftir að við komum
til Norðfjarðar og höfum því fyrir
margar stundir að þakka.
Nu þegar Ragnar er ailur hljóðn-
ar yfir gestaboðinu hjá Stfnu um
sinn meðan heimilisfaðirinn er
kvaddur. Það væri hins vegar ekki
honum að skapi að menn sætu lengi
í sorg og sút. Sjálfur var hann ein-
bimi, en upp úr garði þeirra Stínu
hafa sprottið fjögur mannvænleg
böm, sem með móðurinni halda
Ragnar Á. Sigurðsson er látinn.
Á þeim stutta tíma sem ég átti
samstarf við hann kynntist ég
manni sem bjó yfir mörgum góðum
eiginleikum. Meðal þeirra var já-
kvætt hugarfar og bjartsýni. Ragn-
ar var formaður stjómar kaupfé-
lagsins Fram og þar komu þessir
eiginleikar hans vel í ljós. Mér er
minnisstæður atburður frá liðnu
hausti. Þá fór Ragnar fyrir lítilli
nefnd suður til Reylqavíkur á vegur
félagsins. Um sama leyti gerðist sá
hörmulegi atburður að bamabam
Ragnars lést í slysi. Við félagar
hans í ferðinni vissum þetta ekki
og bar Ragnar þann harm án þess
að við yrðum þess varir.
Hann leiddi hópinn og var allt f
öllu. Seinna er ég frétti af þessu
slysi undraðist ég þann styrk og
það æðruleysi sem Ragnar hafði
sýnt. Ragnar vann um árabil mikið
og óeigingjamt starf í þágu félags-
ins. Fyrir það og þann hlýhug og
stuðning sem Ragnar og Kristín
sýndu mér sem aðfluttum starfs-
manni kaupfélagsins vil ég þakka
um leið og ég flyt ástvinum hans
samúðarkveðjur
Ingi Már Aðalsteinsson
Ragnar Sigurðsson, sparisjóðs-
stjóri f Neskaupstað lést 29. aprfl
sl. aðeins 58 ára gamall.
Ragnar fæddist í Neskaupstað og
bjó þar alla tíð. Foreldrar hans vom
Kristrún Helgadóttir og Sigurður
Hinriksson. Var hann einkasonur
þeirra, en auk þess tóku þau kjörson
Hinrik.
Kristrún var ættuð frá Húsavík
og kom 16 ára gömul til Norðfjarðar
og þar giftist hún Sigurði fyrir tæp-
um 60 árum. Sigurður var Norð-
firðingur og stundaði sjó og rak út-
gerð um langt skeið. Var hann mik-
ill félagsmálamaður, stoð og stytta
Kaupfélagsins Fram á þrenging-
artímum þess á kreppuárunum og
mjög Iengi stjómarmaður. Þá var
Sigurður einn af frumkvöðlum stofn-
unar Samvinnufélags útgerðar-
manna og einn þriggja í fyrstu stjóm
þess 1932. Sigurður fylgir öldinni
og einn þeirra örfáu Norðfírðinga,
sem á lífi eru, en þessi kynslóð setti
mikinn svip á vöxt og viðgang Norð-
fjarðar á sfnum tfma.
Þegar Kristrún móðir Ragnars tók
við búsforráðum að Tröllanesi, sem
alltaf var þá kallað Hinrikshús, var
hún aðeins 18 ára. Gerði Sigurður
út bátinn Harciliu og voru þá um
sumarið allir sem störfuðu við út-
gerðina bæði landmenn og sjómenn
eða 12 manns alls á heimilinu. Var
dugnaði ungu húsmóðurinnar við-
brugðið, sem raunar alla tíð. Krist-
rún var eins og maður hennar, mik-
ið f félagsmálum. Hún var lengi
formaður kvenfélagsins Nönnu,
gæslumaður Bamastúkunnar Vor-
perlu og í mörgu fleiru. Ragnar Sig-
urðsson ólst upp á þessu myndar-
heimili, þar sem félagshyggja, frjáls-
lyndi og róttækni sat í fyrirrúmi.
Höfðu hugsjónir foreldranna varan-
leg áhrif á einkasoninn, sem var
ágætlega gefinn og hugmyndaríkur.
Enda var það svo, að Ragnar varð
snemma róttækur f skoðunum og
félagshyggjan honum í bijóst borin.
Hann var einlægur sósíalisti og slóst
ungur í för með forystu og þeim
fjölda, sem vann að vexti og við-
gangi heimabyggðarinnar um ára-'
tugaskeið.
Ragnar tök landspróf í Gagn-
fræðaskólanum í Vestmannaeyjum.
Þá fór hann f Loftskeytaskólann í
Reykjavík og lauk sfðan burtfarar-
prófi frá Samvinnuskólanum. Ragn-
ar var loftskeytamaður á nýsköpun-
artogaranum Goðanesi, en faöir
hans var einn af eigendunum. Einn-
ig var hann á bv. Gerpi. Árið 1958
tók Ragnar við starfi hafnarstjóra f
Neskaupstað og gegndi því f rúma
tvo áratugi eða þar til hann. varð
forstöðumaður Sparisjóðs Norðfjarð-
ar 1979. Var hann sparisjóðsstjóri
til daúðadags. Starf hafnarstjóra var
erilsamt og erfitt, einkum á síldarár-
unum, þegar umsvif voru ótrúlega
mikil og skipakomur dag og nótt
yfir síldartímanum. Reyndi oft á
lagni, þolinmæði og góða málakunn-
áttu Ragnars. Ekki reyndi síður á
starf hafnarstjóra þegar uppbygging
hafnarmannvirkja hófst. Fyrst við
gerð uppfyllingar og bryggjugerð f
miðbænum. Sfðan með byggingu
nýrrar hafnar fyrir botni fjarðarins,
eftir snjóflóðin i árslok 1974.
eiginleikar Ragnars Sigurðssonar
nutu sín einkar vel í þessum stór-
framkvæmdum. Hann var hugmynd-
aríkur, stórhuga og stjómsamur.
Hann átti hugmyndina við að grafa
höfnina inn í landið, þannig að moka
efninu á bfla á þurru, með því að
dæla sjónum úr lokuðum gryfjum.
Varð þetta miklu ódýrari aðferð en
sanddæling, sem víðast var viðhöfð.
Átti Ragnar sinn mikla þátt í að
gera höfnina í Neskaupstað, að
sannkallaðri lífhöfn.
Ragnar var sífellt með hugann
við sjóinn og formaður Sjómanna-
dagsráðs alla tíð og ritnefnd Sjó-
mannadagsblaðsins. Stjómaði hann
hann sagði vel frá og hafði þægilegt
skopskyn. Vinátta hans var einlæg
og mat ég hana mikils. Það sakna
margir Ragnars Sigurðssonar, og
þá er mestur missirinn fyrir Stínu,
hans ágætu eiginkonu, bömin og
afabömin. Þá er fráfall sonar Krist-
rúnar og Sigurðar, sem er aldur-
hniginn maður mikill harmur.
Vottum við Soffía öllum þessum
vinum okkar dýpstu samúð.
Jóhannes Stefánsson
af mikilli röggsemi hátíðahöldunum
á Sjómannadag allt frá upphafí. í
bæjarstjóm sat Ragnar marga fundi
sem varamaður Alþýðubandalagsins
og var í mörgum nefndum.
Eitt þótti ómissandi að Ragnar
gegndi formennsku í kjörstjóm og
stýrði bæjarstjóma- og þingkosning-
um af réttlæti og festu.
Hin síðari ár var Ragnar í stjóm
Kaupfélagsins Fram og - sfðast
stjómarformaður enda var hann þar
vel liðtækur, sem einlægur sam-
vinnumaður. Ifyrir tæpum áratug
varð Ragnar sparisjóðsstjóri í Spari-
sjóði Norðfjarðar, en hann er eini
starfandi sparisjóður frá Þórshöfn
til Vestmannaeyja. Allir aðrir spari-
sjóðir á þessu svæði höfðu verið lagð-
ar undir stóm bankana. Það þurfti
því nokkuð til, að halda hlut sínum
gagnvart aðalbanka landsins, sem
nýlega hafði sett upp útibú á Nes-
kaupstað. Ragnar Sigurðsson
gegndi starfi sínu af lífi og sál. hann
var mjög talnaglöggur og hafði
næman skilning á gangi atvinnu —
og viðskiptalífs. Var hann fljótur að
taka í notkun hina nýju tækni í tölvu-
væðingu bankastarfseminnar, einn
sá fyrsti úti á landi. Tókst Ragnari
með góðu samstarfi við sparisjóðs-
stjóm að halda hlut Sparisjóðsins.
Ragnar Sigurðsson kvæntist 30.
des. 1954 Kristínu Lundberg. Var
það mikið gæfuspor þar sem Kristfn
er úrvalskona og var hjónaband
þeirra hið ástúðlegasta. Þau vom
bæði mjög gestrisin og vinamörg svo
af bar. í návist þeirra var notalegt
að vera vegna skemmtilegs og hlý-
legs viðmóts.
Böm Kristínar og Ragnars em
öll uppkomin. Þau em Sigurður og
Kristrún búsett fyrir sunnan, Sigur-
borg og Jóhanna Kristín sem búsett-
ar em í Neskaupstað.
Með Ragnari Sigurðssyni er fall-
inn frá um aldur fram einn þeirra
einlægu Norðfirðinga, sem settu svip
sinn á bæjarlífið og stóðu að fram-
gangi bæjarfélagsins. Er mikill miss-
ir að slíkum mönnum, með óskert
starfsþrek. Þrátt fyrir talsverðan
aldursmun störfuðum við Ragnar
mikið saman bæði í pólitfkinni og
hin síðari ár í Sparisjóðnum. Var
alltaf gaman að ræða við Ragnar,
Löngu fyrir aldur fram er nú fall-
inn frá frændi minn og vinur, Ragn-
ar Ágúst Sigurðsson, sparisjóðsstjóri
á Norðfirði, eftir stutta, en vonlausa
baráttu við hinn slynga sláttumann.
Eftir að Ragnar gekkst undir upp-
skurð í febrúarmánuði sl. varð það
strax ljóst að hveiju stefndi, en hins-
vegar vonuðust allir til þess að sam-
verustundimar yrðu fleiri. Sjálfum
var Ragnari þetta vel ljóst, en hann
mætti örlögum sínum af slíkri still-
ingu og karlmennsku að það mun
seint gleymast þeim sem nutu sam-
vista við hann.
Meðan Ragnar var hér syðra heim-
sótti ég hann iðulega á Landspítalann
og fór þá oftast'svo að hugur okkar
og samræðúr hvörfluðu ósjálfrátt
austur á NorðQörð þar sem rætur
ókkar liggja. Þá rifjaðist upp ýmis-
legt sem fallið var í gleymsku og því
er mér nú efst í huga þegar Ragnar
er allur myndin af honum þegar við
vorum strákar og lífið blasti við svo
bjart og fagurt, að ótrúlegt var að
það myndi nokkum tíma taka enda.
Ragnar var bráðger og strax er
hann fór a-3 ganga í skóla komu
óvenju góðir námshæfileikar hans í
ljós, en hann var jafnan efstur í
sfnum bekk, auk þess var hann
gæddur næmri listhneigð og em til
eftir hann nokkrar mjög fallegar
myndir frá yngri ámm. Er ég þess
fullviss að Ragnar hefði náð langt á
listabrautinni, ef hann hefði lagt það
fyrir sig.
Það sem þó einkenndi Ragnar frá
fyrstu tíð og einkenndi hann til
hinstu stundar var hin trausta skap-
gerð hans, tiyggð og hreinlyndi.
Vegna þessara eiginleika Ragnars
samfara góðum gáfum varð hann
vinmargur og naut óskoraðs trausts
vina sinna og ættingja.
Eftir að Ragnar lauk prófi frá
Gagnfræðaskóla Neskaupstaðar fór
hann til Vestmannaeyja og lauk það-
an landsprófi, og að því loknu loft-
skeytamannsprófi, hvomtveggja með
frábæmm árangri.
Á þessum ámm var framhalds-
skólanám ekki eins sjálfsagt'og það
er nú og satt best að segja var það
meiriháttar mál að fara í framhalds-
nám frá útkjálkaþorpi. Það æxlaðist
því svo að Ragnar fór ekki í lang-
skólanám þó hann hafi verið betri
hæfileikum búinn til þess, en margur
sem gekk þá leið.
Eftir nám sitt í Loftskeytaskólan-
um varð Ragnar loftskeytamaður á
togurum, mest á Norðflarðartogur-
unum Agli rauða og Goðanesinu.
Árið 1958 hætti hann sjómennsku
og gerðist hafnarstjóri við Norðflarð-
arhöfn. Mæddi mikið á honum upp-
bygging hafnarinnar en þar var oft
við ramman reip að draga, fjárveit-
ingar til hafnargerða em jafnan af
skornum skammti.
Árið 1979 var Ragnar ráðinn
sparisjóðsstjóri við Sparisjóð Norð-
ijarðar og gegndi því starfi til dauða-
dags. í sparisjóðsstjórastarfinu naut
Ragnar virðingar og trausts, enda
nutu hæfileikar hans sín þar einkar
vel.
Auk þessa sat Ragnar mörg ár J.
bæjarstjóm Neskaupstaðar og átti
sæti í fjölda nefnda sem ég hirði
ekki upp að telja. Öllum þessum
störfum gegndi Ragnar af stakri alúð
og samviskusemi.
Ragnar var mikill hugsjónamaður
og átti hann sér fagrar framtíðar-
lendur. Flestir sem þekktu hann hafa
átt með honum ánægjulegar göngu-
ferðir um þau lönd. Má segja að
ávallt þegar Ragnar heyrði getið um
góða hugmynd hafi hann komið
henni fyrir í framtíðarlandinu af
mikilli nærfæmi og útsjónarsemi og
ávallt þannig að hún nýttist fyrir
alla, jafnt stóra sem smáa.
Ragnar var fæddur og alinn upp
á Tröilanesi ásamt Hinriki bróður
sínum og meðal vina var hann jafnan
kenndur við Tröllanes.
Foreldrar hans era Sigurður Hin-
riksson, útgerðarmaður i Neskaup-
stað, og Kristrún Helgadóttir, Sig-
urður af rótgrónum austfirskum ætt-
um annarsvegar en húnverskum og
skagfirskum hinsvegar, en Kristrún
af þingeyskum ættum. Þau eiga nú
um sárt að binda þegar frá er fallinn
eldri sonurinn.
Á Tröllanesi var myndarheimili og
er þaðan margs að minnast, sem
ekki verður rakið hér.
Árið 1954 giftist Ragnar Kristínu
Lundberg, jafnöldra sinni frá Norð-
firði, hefur hjónaband þeirra verið
mjög farsælt og svo samiýnd vora
þau að þeirra er jafnan beggja getið.
Þau Ragnar og Stína eiga fiögur
uppkomin böm.
Sigurð Rúnar, hann er giftur
Ragnheiði Hall og eiga þau tvö böm.
Sigurborgu, hún er gift Hólmgrími
Heiðrekssyni og eiga þau tvö böm.
Kristrúnu, sambýlismaður hennar
er Snorri Styrkárson. ‘
Jóhönnu Kristínu, hún -er gift
Hjálmari Kristinssyni og eiga þau
eitt bam.a
Það er sárt að sjá á bak góðum
vini ‘svo skyndilega og óvænt, en
huggun er það harmi gegn að eiga
í huga sér minninguna um góðan
dreng.
Fjölskyldu Ragnars allri sendum
við Þórdís okkar dýpstu samúðar-
kveðjur.
Jóhann Hinrik Níelsson
Vinur minn og tengdafaðir, Ragn-
ar Á. Sigurðsson, verður til moldar
borinn f dag. Baráttan við sjúk-
dóminn vannst ekki. Barátta sem
hann svo sannanlega háði, vildi há
og tókst á við af alefli. Hann átti
svo margt eftir ógert — viljinn var
óbugaður, hugrekkið svo mikið,
lífsandinn sterkur — óbilandi fannst
manni. Hann var aðeins 58 ára að
aldri. Allt lífið framundan.
Þetta er sárt, svo óendanlega sárt.
Stórt stórra högga á milli. Ifyrir að-
eins rúmum fimm mánuðum gekk
sonur minn Styrkár, aðeins 6 ára
gamall, á braut — nú Ragnar. Maður
er orðlaus, svo magnvana.
Ég hitti Ragnar og Stínu fyrst
fyrir tæpum fjóram áram er ég og
Styrkár minn komum í heimsókn til
þeirra. Strax varð maður var við þá
eiginleika er Ragnar hafði til að bera
í svo ríkum mæli. Hann var ekki
margmáll. Hann var fyrst og fremst
traustur — traustur og úrrasðagóður.
Klettur í hafinu, er stóð ólguna og
ágjöfina af sér. Vísaði veginn —
hafði lausnir til reiðu. Við höfum
ekki þekkst lengi en samt er Ragnar
höfundurinn — arkitektinn, ef svo
má að orði komast, að mörgu af því
sem ég hef gert og mun gera. Þeir
sem þekktu hann er þessi eiginleiki
hans ljós, enda hefur hann verið
valinn til trúnaðarstarfa vlða. Hann
sóttist ekki eftir vegtyllum, hann
vildi vinna sín störf í kyrrþey. Vildi
koma málum áleiðis — framávið.
Ekki vegna ljómans - heldur verk-
anna vegna.
Styrkár minn spurði oft, „hvers
vegna pabbi" og er svar var fengið
kom, já en pabbi“ — ég man það.
Ragnar hafði þann sið að kippa til
öxlinni. Það er nokkuð síðan ég stóð
sjálfan mig að þvf að gera eins —
ég man það.
Hvar stöndum við og hvert föram
við? Þegar stórt er spurt er fátt um
svör. Frammi fyrir þeim atburðum
er nú hafa gerst er erfitt að standa.
Lftil huggun felst í orðagjálfri og
hamagangi nútfmans. Veraldlegir
hlutir era hjómið eitt. Vinátta manna
— tengsl þeirra og tryggðabönd er
það sem uppúr stendur. Við göngum
hnfpin fram veginn. En við verðum
að halda áfrám og standa saman,
bera virðingu fyrir hvert öðra —
skoðunum og væntingum. Veita
styrk þeim er minna mega sfn, skapa
réttlátara samfélag byggt einmitt á
þeim manngildum sem ég veit að
Ragnar bar með sér, starfaði eftir
og vildi að norðfirskt samfélag —
íslenskt samfélag — gæfi betri og
meiri gaum að. Að því skulum við
vinna einmitt í minningu hans — og
margra annarra dáindismann.
Að endingu langar mig til að senda
Ragnari kveðju mína með ljóðlínu
er sungin var við jarðarför Styrkárs
míns; „ .. .eilíft honum fylgja frá
mér friðarkveðjur brottu geingnum."
Megi allur sá kraftur er fyrir finnst
hjálpa Kristínu, Kristrúnu og Sigurði
og okkur öllum er þekktum Ragnar
til að komast yfir erfiðasta hjallann f
og gera minningu hans að Ijósi —
ljósi er lýsir. j
Snorri Styrkársson -j