Morgunblaðið - 07.05.1988, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 07.05.1988, Blaðsíða 66
I MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1988 KNATTSPYRNA / REYKJAVIKURMOTIÐ „Þekkjum ekki ann- að en vera í úrslitum á gervigrasinu" - segirÁsgeirElíasson, þjálfari Fram. Úrslitaleikur Fram og KR á morgun. „ÉG Irt fyrst og fremst á Reykjavíkurmótiö sem œf- ingamót, en aö sjálfsögöu stefnum viö ávallt að sigri. Þetta er fjóröa Reykjavíkur- mótiö á gervigrasvellinum og ífjóröa sinn, sem viö leikum til úrslita. Við þekkjum ekki annað en vera í úrslitum á gervigrasinu og því er óg án- œgður með mótið,“ sagöi Ásgeir Elíasson, þjálfari Fram, aðspuröur um úrslita- leik Fram og KR, sem verður annað kvöld og hefst klukkan 20.30. Ian Ross, þjálfari KR, er heldur ekki ókunnur úrslitaleikjum á gervigrasinu, stýrði Valsmönnum til sigurs í fyrra og liðið lék til úrslita undir hans stjóm gegn Pram 1985. „Öll mót skipta máli og þeir sem taka þátt hljóta að stefna að sigri. Þeir sem gera það ekki eiga einfaldlega ekki að vera með. í þessu móti fá lið, sem leika í neðri deildum, gott tækifæri til að etja kappi við lið í fyrstu deild, en fyrirkomulagið gerir það að verkum að betri liðin fá fleiri leiki og um leið góða leikæfingu fyrir íslandsmótið," sagði Ross. Fram sigraði f riðlinum Reykjavíkurmótið er leikið í tveimur riðlum og fara tvö efstu. liðin í hvorum riðli í undanúrslit. Fram og KR voru í sama riðli og vann Fram 2:0 í leik liðanna í riðl- inum, sem fram fór við verstu hugsanlegu veðurskilyrði. „Þeir voru betri á öllum sviðum og óveð- rið afsakar ekki tap okkar. Hins vegar höfum við vonandi lært af mistökunum og ef svo er kvíði ég ekki úrslitunum," bætti Ross við. Ásgeir sagði að í umræddum leik Ásgslr Elfasson. hefðu Framarar haft undirtökin og ráðið betur við veðrið, „en á morgun verður leikið við aðrar og betri aðstæður. Bæði liðin eru í lan Ross. betri leikæfíngu, en ég held að það lið sigri, sem vinnur betur án boltans." Marglr landsllösmenn Fram og KR stilla upp sínu sterk- asta liði á morgun nema hvað Framarinn _ Kristinn Jónsson er meiddur. í byijunarliði Fram verða sjö landsliðsmenn, sem voru í landsleikjaferðinni á dögunum, en KR-ingamir voru þrír í sömu för. Þjálfaramir vom sammála um að ferðin og úrslit leikjanna gætu setið í þessum mönnum en eins gætu þeir tvíeflst við töpin, því titill væri í veði. Fram vann Víking 5:3 eftir fram- lengingu og vítaspymukeppni í undanúrslitum og KR vann Val 1:0. Víkingur og Valur leika um þriðja sætið í dag og hefst viður- eignin klukkan 15. KNATTSPYRNA „Hef ekki gefið kost á mér í neinn ákveðinn landsleik" - segir Ásgeir Sigurvinsson, fyrirliði Stuttgart „ÞAÐ er svekkjandi aö fá ekki tœkifœri til aö leika, nú þegar vellirnir hór eru orðnir góðir og tœkifœri gefst til að leika góða knattspyrnu," sagði Ás- geir Slgurvinsson, sem er enn ekki orðinn góður eftir meiösli í nára, í samtali við Morgun- blaðið í gær. Eg hef enn ekki gert upp hug minn hvort að ég hætti að leika með landsliðinu. Ég ætla að fá mig fullkomlega góðan og síðan mun það koma í ljós hvað ég geri. Sigi Held, landsliðsþjálfari íslands, hef- ur rætt við mig, en ég sagði honum að ég myndi ekki spá í spilin fyrr en eftir þetta keppnistímabil. Nei, ég hef ekki gefíð kost á mér í neinn ákveðinn landsleik, sem er fram- undan," sagði Ásgeir, sem sagðist ætla að taka sér gott sumarfrí, til að fá sig góðan fyrir næsta keppn- istímabil. GETRAUNIR Á fimmtu milljón í fyrsta vinning? ikil sala hefur verið í get- raunaseðlum í vikunni enda óvenju hár pottur í boði. Fyrsti vinningur hefur ekki gengið út undanfamar þijár vikur og þvf bætast rúmlega tvær milljónir í pottinn, en gert er ráð fyrir að á fímmtu milljón verði í fyrsta vinn- ing í dag. Þá lýkur starfsári ís- lenskra getrauna og verður pott- urinn greiddur út til þeirra sem hafa flesta leiki rétta og þarf ekki tólf rétta eins og áður í vetur. „Salan hefur tekið mikinn kipp og í gær þurfti að prenta fleiri miða til að anna eftirspum. Ef heldur sem horfir verða á fímmtu milljón í fyrsta vinning," sagði Anna Guðmundsdóttir hjá Get- raunum. SPÁÐU í LiÐÍN SPJLADU MED Hægt er að spá í leikina símleiðis og greiða fyrirmeð kreditkorti. Þessi þjónusta er veittalla föstudaga frá kl. 9:00 til 17:00 og laugardaga frá kl. 9:00 til 13:30. Síminn er 688 322 f\ö rfa|dur & ISLENSKAR GETRAUNIR - eirti lukkupotturinn þar sem þekking margfaldar vinningslíkur. Leikir 7. maf 19SS K 1 X 2 1 Chelsea - Charlton 2 Coventry - Q.P.R. 3 Everton - Arsfenal :.‘j 4 Man. United - PortsmoUth 5 Newcastle - West Ham 6 Norwich - Wimbledon 7 Nottingham Forest - Oxford 8 Sheffield Wed. - Liverpool 9 Southampton - Luton 10 Middlesbro - Lelcester 11 Millwall - Blackburn 12 Swindon - Aston Vllla . n • ; i. TTT tt—: r:r:—r l •,:411 i i i I r 111 * 1 TTTTT- KORFUBOLTI Kolbolnn Pálsson. Kolbeinn Pálsson gefur kost <H}.rjnul!3lJtt |t»i: - til formennsku KOLBEINN Pálsson, fyrrum landsliðsmaður f körfuknattleik úr KR, hefur ákveöiö aö gefa kost á sór sem formaður Körfu- knattleikssambands íslands. Ársþing sambandsins hefst í dag á ÍSÍ-hótelinu í Reykjavfk. Þetta framboð kom mjög snöggt upp. Það er margt að gerast í körfuknattleiknum. Mörg skemmtileg verkefni, sem vert er að vinna að. Nýr ungverskur lands- liðsþjálfari er væntanlegur og þá verður Norðurlandamótið hér á landi í vor. Framtíðin er björt hjá körfuknattleiknum á íslandi. Það væri gaman að koma aftur til starfa fyrir körfuknattleiksíþróttina," sagði Kolbeinn í samtali við Morg- unblaðið í gær. Eins og hefur komið fram þá gefur Bjöm Björgvinsson, formaður KKÍ, ekki kost á sér til endurkjörs. Hins vegar eru allar líkur á að Kristinn Albertsson, gjaldkeri KKÍ, gefi kost á sér til formennsku sambandsins á þinginu um helgina. . .<>!<<• (t I i 11) l i< r:i r £ v nllfsf tlif „...I .nriii (V tLi n ÍPfémR FOLK ■ WILLIAM Ayache, sem lengi gerði garðinn frægan með franska knattspymuliðinu Nantes er kom- inn „heirn" á ný. Ayache var seldur til Parfs SG og þaðan til Marseille en er nú kominn aftur til Nantes, þar sem hann skrifaði undir fimm ára samning. ■ MEIRA frá Frakklandi: talið er lfklegt að Vestur-Þjóðveijinn Karlheinz Förster fari frá Mar- seille í vor. Lið í Sviss og á ítaliu em á höttunum á eftir honum og er reiknað að Neuchatel Xamax f Sviss hreppi hnossið. Eftirmaður Försters hjá Marseille er talinn verða Brasiliumaðurinn Julio Cesar sem nú leikur með Mont- pellier. ■ DOMINIQ UE Byotat, mið- vallarleikmaður hjá Bordeaux, kann ekki við sig f vínræktarhérað- inu kunna. Hann lék áður með Mónakó og vill helst komast aftur til furstadæmisins. Líkur em á að félögin komist að samkomulagi, Ieikmaðurinn fari niður að Miðjarð- arhafinu á ný og Bordeaux fái framheijann Dib í staðinn, og pen- ingagreiðslu að auki. ■ ERIC Cantona heitir nýjasta stjaman sem alinn er upp hjá Aux- erre, en félagið hefur alið upp margan snjallan knattspymumann- inn. Hann er framheiji og aðalmað- ur U-21 árs landsliðs Frakka, sem sló Englendinga út úr Evrópu- keppninni á dögunum. Samningur Cantona við Auxerre rennur ekki út fyrr en 1994. Stóm félögin em þegar farin að renna hým auga til leikmannsins, og em Matra Racing og Marseille helst nefnd í því sam- bandi. Auxerre er tilbúið að láta leikmanninn fara hvert sem, þrátt fyrir að langt sé þar til samningur hans rennur út, en fyrir rétta fjár- hæð. Cantona er sem sagt til sölu; fyrir 22 milljónir franskra franka. Það jafngildir tæplega 151 milljón- um íslenskra króna. ■ FJÖLNIR, hið nýstofnaða Ungmennafélag Grafarvogs, hélt fjölskylduhlaup 1. maí í samvinnu við Olís. Vel á þriðja hundrað manns mættu á þennan fyrsta íþróttaviðburð í hverfínu og var al- gengt að sjá alla fjölskylduna hlaupa saman. Yngstu þátttakend- umir muna hafa verið þriggja ára í þessu 2,5 km langa hlaupi. Sigur- vegari varð Jón Gíslason á 10,34 mín. í öðm sæti varð ólafur Þor- steinn Blomberg, 13 ára, á 10,48 mfn. Guðmundur Kristjánsson varð f þriðja sæti á tímanum 11,16. Næstir komu Gunnar Sverrir Harðarson, 10 ára, með tímann 11,36, Birgir Hilmarsson, 10 ára, á 11,41 og Stefán Ari Stefánsson, 12 ára, á 11,51 mín. í tilkynningu frá UMFÍ segir að íþróttaaðstaðan sé heldur fátækleg á svæðinu enn sem komið er, en í sumar sé fyrir- hugað að stunda æfingar í knatt- spymu og fijálsum íþróttum fyrir yngstu flokkana í Grafarvogi. I BOBBY Robson, landsliðs- þjálfari Englands, heldur tryggð við Peter Shilton, markvörð Derby. Margir hafa talið að Shilton, sem ’v verður 38 ára í sumar og hefur leik- ið 95 landsleiki, eigi að víkja fyrir Chris Woods. „Að mínu mati er Shilton bestur. Hann er í mjög góðri æfíngu. Woods verður að sýna að hann sé betri til að yfírtaka markvarðarstöðuna," segir Rob- ■ GRAHAM Roberts hefur líklega leikið sinn síðasta leik fyrir Glasgow Rangers. Hann lenti í miklu rifrildi við Graeme Souness, framkvæmdastjóra Rangers, eftir að liðið tapaði fyrir Aberdeen um sfðustu helgi. f kjölfar þess lýsti Souness því yfir að um leið og hann fengi viðunandi tilboð í Ro- berts myndi hann selja kappann. Þess má geta að fyrir nokkrum vik- um framlengdi Roberts samning sinn við Rangers. Uniiil jg3I 'JEE3>( jjku: 36 t 51<i JlfJw’ 1' Í31!!',l SJ tr.vl J I » ll
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.