Morgunblaðið - 07.05.1988, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1988
55
Búnaðarsambands N-Þingeyinga
um 20 ára skeið, átti sœti á Fiski-
þingi svipað lengi og var fulltrúi á
aðalfundum SÍS um margra ára
skeið.
Þannig mætti lengi telja en mað-
urinn sjálfur er það sem mestu varð-
ar og þar fór einstakur maður og
okkur öllum óumræðilega kær. I
návistum við afa fannst manni sem
maður væri kominn afar nálægt
hinum innstu rökum, a.m.k. eins
og þau höfðu verið fléttuð um langa
hríð áður en svo margt tók á rás
út og suður. Sennilega var hann
mikill og góður fulltrúi þeirrar
n-þingeysku sveitamenningar sem
blómstraði á sfðustu öld og fram á
þessa og ól af sér séríslenska rót-
tækni og manngildishugsjón.
Þótt mildi, gleði og umburðar-
lyndi væri ríkur þáttur í þeim eðlis-
eiginleikum sem við bamabömin
kynntumst hjá honum þá þekktum
við einnig og tókum mark á skoðun-
um hans og áhyggjum af þróun
þjóðmála. Við vissum að það hafði
blásið um hann og hugsjónir hans
og hann hafði ekki alltaf setið á
fríðarstóli. Við sáum glimta í bar-
áttumanninn í verkalýðsfélaginu
sem ekki fékk að starfa fyrir Al-
þýðuflokknum af því að þar fór
framsóknarmaður fiemstur í flokki.
Og við þekktum athafna- og elju-
manninn sem vegna skoðanna sinna
var einatt settur til hliðar af þeim
forkólfum atvinnulífsins sem lögðu
traust sitt og trú á rétt hins sterka
til að hyggja eingöngu að sjálfs sín
hag.
I lifanda lífi var hann orðinn þjóð-
sagnapersóna á sínum heimaslóðum
og þótt vfðar væri leitað. Af honum
fóru margar sögur og þær jafnvel
sagðar af miq'öfnum hvötum. Allar
áttu þær þó það sameiginlegt, að
það voru gamansögur reistar á
áberandi persónuleika og f flestum
leyndist virðingin fyrir eljusemi,
æðruleysi og stefnufestu einnar
mannssálar. Svo er um söguna þeg-
ar hann átti að hafa fallið útbyrðis
þegar hann reri einn á kænu og
þurfti að sinna kalli náttúrunnar.
Hann á þá að hafa tautað f barm
sén „Ooh, hann kemur aftur!“ —
Sem og varð, þvf báturínn fór í stór-
um sveig og kom aftur til mannsins
sem svamlaði f sjónum og lagði
traust sitt á hin æðri rök.
Eins var það lengi orðatiltæki á
þessum slóðum, ef einhver bar sig
illa undan ólagi á vélum, „hvort
hann ætti ekki spotta". Var þar
vfsað til annarrar sögu af afa, sem
sönn mun vera. Hann hafði einu
sinni í formennskutíð sinni lent í
vélarbilun í ofsaveðri úti á sjó. Báts-
veijar bjuggust við dauða sfnum
þar sem bilunin var alvarleg og
engir varahlutir um borð. Afí var
ekki sama sinnis heldur dundaði
lengi við vélina og kom henni að
lokum aftur í gang. Þegar hann
hafði skilað báti og áhöfn heilum f
höfíi kom í ljós, er kíkt var ofan í
vélarhúsið, að þar var allt bundið
saman með spottum.
Sjálfsbjargarviðleitnin var kyn-
slóð hans f blóð borín og eflaust
hefur hörð lífsbaráttan fyrr á öldum
kennt honum sem fleiri þá nægju-
semi og aðhaldssemi sem vekur
eftirtekt okkar sem vaxið höfum
úr grasi á tfmum meiri velmegun-
ar. Það vekur sömu undrun hjá
okkur, að sjá gamlan mann beygja
sig með erfiðismunum eftir spotta
sem verður á vegi hans og honum
blöskraði sóunin og innihaldsleysi
þess efnislega lffsgæðakapphlaups
sem við nútfmafólkið gerum okkur
öll sek um.
Nú þegar við kveðjum öldunginn
góða er þakklætið förunautur sorg-
arinnar og óskin um að okkur auðn-
ist áð varðveita hann í hjörtum
okkar. Svo mikið er víst að það
voru mikil forréttindi samvistimar
við hann, að þiggja á hlýju og gest-
kvæmu heimili ömmu og afa upp-
eldi og uppfræðslu um margra ára
skeið. Það er gott að búa að því
veganesti að hafa lært að lesa á
fomaldarsögur Norðurlanda á
hnjám fræðarans og hafa hlotið lif-
andi forsögn í andlegri og líkam-
legri eljusemi og manngildishug-
sjón.
Hafí afi þökk og megi hann hvíla
f friði.
Kjartan Jónasson
Minning:
Jóhann Sverrir
Kristinsson
Fæddur 17. desember 1910
Dáinn 25. apríl 1988
Jóhann Sverrir var hálfum þriðja
mánuði yngri en ég, það munaði
svo sem engu, við vorum jafnaldra.
Og það sem meira van Við vorum
mágar, hann giftist Valgerði systur
minni 10. febrúar árið 1934, og það
sem mest var hann var allra manna
geðfelldastur og drengur svo góður,
að aldrei á okkar löngu ævi mislík-
aði mér nokkurt orð hans eða at-
höfn, og umgengumst við þó mikið
alla tíð. Hjónband hans og systur
minnar var einnig svo ljúflegt og
laust við áföll, svo samstillt og
hnökralaust, að ekki verður á betra
kosið. Ég er að segja satt. Þetta
er ekkert eftirmælaskrum, ég vona
að enginn rengi mig. Sá sem þekkti
þessi hjón, hann hlýtur að vera mér
sammála.
En ég á dálítið erfítt með að
kalla hann Jóhann Sverri. Meðan
hann lifði nefndi ég hann ævinlega
Jóa, og hann nefndi mig Gumma.
Þetta var það eðlilega, annað hefði
verið tilgerð eða gamansemi, við
bárum enga virðingu hvor fyrir
öðrum, þaðan af síður var til að
dreifa virðingarleysi, en vinir vorum
við inn í merg, einhvem veginn al-
veg óháðir vinir, hvorugur gerði
kröfur til hins. Er hægt að hugsa
sér eðlilegri vináttu en þá, sem ber
daufan ilm og skín án ofbirtu?
Jói fæddist í Hafnarfírði. Foreldr-
ar hans voru Kristinn Kristjánsson
bóndi á Bakka í Garðahverfí og
Helga Jónsdóttir. Hann fluttist með
foreldrum sfnum að Gíslholti í
Holtahreppi 17 ára gamall 1928.
Hann átti einn yngri albróður og
þijár eldri hálfsystur.
Jói vann foreldrum sínum.
Óvenju ungur að árum gerðist hann
sjómaður á togaranum Rán úr
Hafnarfírði. Ekki var nú alveg laust
við, að ég öfundaði hann af því,
þegar við kynntumst fyrst, að hann
skyldi margoft vera búinn að koma
til Englands, fara á knæpur í Hull
og Grímsby og eiga klofhá gúmmí-
stígvél.
En nú var hann kominn austur
í Holt, forkunnarfríður og vel vax-
inn, saman héldum við á dansleiki
í Þjórsártúni og víðar og skemmtum
okkur. Stúlkumar gáfu honum hýrt
auga, en hann kaus sér Völu og
Vala kaus sér hann. Hvaða ósköp
lá þeim á. Jæja verði þeirra vilji,
og verði guðs vilji, svo á jörðu sem
á himni, hugsaði ég líklega. Það
er langt síðan þetta var, blámóða
sveipar grænar hæðir æskuáranna.
Ungu hjónin bjuggu fyrstu bú-
skaparárin í Gíslholti í félagi við
foreldra hans, en fluttust að Ketils-
stöðum f sömu sveit vorið 1937.
Gíslholt var stór jörð, en Ketils-
staðir voru kotbýli, beint í vestri
séð frá Guttormshaga, og stutt á
milli, og sást glöggt milli bæjanna,
Ketilsstaðir austan í hæðunum í
vestri, Guttormshagi, áður prestset-
ur, uppi á hæðunum í austri, séð
frá Ketilsstöðum.
En Ketilsstaðir hættu fljótlega
að vera fátækt kot eftir að Jói og
Vala settust þar að. Á fáum ámm
varð allt helmingi stærra og betra
en það hafði áður verið, túnið, íbúð-
arhúsið, gripahús, hlöður. Slíkur
ógnardugnaður, sem þessi ungu
hjón reyndust gædd, hann er frem-
ur sjaldgæfur. Sjálfur var ég löngu
farinn að heiman, en ég heimsótti
bemskustöðvamar oft að sumrinu
og undraðist framfarimar á Ketils-
stöðum. Þjóðvegurinn lá þar með-
fram túninu. Þar var um hveija
helgi afar gestkvæmt, þar var gleði
og gaman, þar var masað og hleg-
ið, og rausnarlega vom veitingamar
og þar var stórt veiðivatn og djúpur
urriðalækur. Þökk veri Völu og
Jóa, hvergi var ánægjulegra að
koma en í saklausan sollinn til
þeirra.
Jóhann Sverrir og Valgerður
Daníelsdóttir eignuðust fímm böm.
En elsti sonur þeirra, Rúnar að
nafni, dó rúmlega fímm ára að
aldri. Þau vom þá komin að Ketils-
stöðum. Hann fékk langvinnan
sjúkdóm, sem læknar virtust ekki
þekkja. Undarlegt var, að hann
gerði sér grein fyrir því, að hann
væri að deyja. Hann hugsaði til
dauðans með nokkmm kvíða, en
ekki vemlegum ótta, spurði hvort
hann mundi ekki fá að vera hjá afa
og hvort hann mundi ekki fá vængi.
Fjögur böm þeirra Jóa og Völu
lifa við lán og góða heilsu: Haukur
vélvirki á Hellu, kvæntur Stellu
Björk Georgsdóttur, Dagrún, gift
Jóni Karlssyni málara í Reykjavík,
Sigrún gift Heiðari Alexanderssyni,
rafvirkja á Selfossi, Garðar húsa-
smiður á Hellu, giftur Erlu Haf-
steinsdóttur. Bamaböm þeirra Jó-
hanns og Valgerðar em 13, en
bamabamabömin em 8. Þó að
þetta séu orðnar margar fjölskyld-
ur, er flölskyldan þó í rauninni ein
og óskipt, svo samhent og samrýnt
er þetta fólk og sundrast hvorki í
gleði né sorg.
Því miður nutu hjónin ekki nógu
lengi sinnar uppmnalegu góðu
heilsu. Valgerður veiktist af berkl-
um 1968 og heilsa Jóhanns var þá
ekki lengur svo sterk sem æskilegt
hefði verið. Þetta varð til þess, að
þau bragðu búi á Ketilsstöðum og
. fluttu til Reykjavíkur, þar sem þau
keyptu sér íbúðarhús á Maríubakka
6 og bjuggu þar í 12 ár. í Reykjavfk
vann Jóhann í Ölgerðinni Agli
Skallagrímssyni, þar til hann komst
á eftirlaunaaldur. Heilsa þeirra
beggja öll Reykjavíkurárin var
fremur tæp. Hugur þeirra leitaði
líka sífelldlega austur til átthag-
anna í Rangárvallasýslu. Fyrir 6.
ámm létu þau reisa sér lítið, snot-
urt og þægilegt hús á eystri bakka
Ytri-Rangár og komust þar með í
þjónustutengsl við Dvalarheimilið
að Lundi.
Jóhann gegndi nokkram trúnað-
arstörfum fyrir samfélagið meðan
hann var bóndi á Ketilsstöðum.
Hann var sáttanefndarmaður og
hann var meðhjálpari mörg ár í
Hagakirkju, en hann hafnaði alger-
lega þeirri ósk sýslumannsins að
gerast hreppstjóri sveitarinnar.
Meðbróðir allra vildi hann vera, en
ekkert yfírvald.
Ég sakna vinar míns, Jóa frá
Ketilsstöðum, en öðmm þræði sam-
gleðst ég honum: að hafa svo
vammlaust getað kvatt okkur öll
og horfíð síðan burt hljóðlega, með
hlýlegt bros á vör.
Guðmundur Daníelsson
í dag verður til moldar borinn
Jói afí, eins og við kölluðum hann
alltaf. Við emm varla farin að trúa
því ennþá að við eigum aldrei eftir
að sjá hann aftur, því aðeins tveim-
ur dögum áður en hann lést hittum
við hann hressan og kátan eins og
hann var alltaf þegar heilsa hans
var í lagi.
Fyrir u.þ.b. 6 ámm fluttu Jói afí
og Vala amma hingað að Hellu í
lítið snoturt hús sem er í tengslum |
við dvalarheimilið Lund. Húsið var
strax kallað „Bakki“ og hefur það
haldist síðan innan fjölskyldunnar.
Þær em orðnar margar ferðimar
sem við höfum farið niður á Bakka <-
og alltaf hefur verið tekið jafnvel á
móti okkur.
Við vitum að áfram verður gott
að koma þangað en hætt er við að
það verði eitthvað tómiegra þegar
hann er ekki lengur með okkur.
Við þökkum afa fyrir allar yndis-
legu samverastundimar.
Elsku amma og aðrir aðstand-
endur, við sendum ykkur innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt
(V. Briem)
Hafdís, Hanna Valdís,
Sigrún Eydfs og Garðar Már ^
Ég kom að Ketilsstöðum aðeins
17 ára gömul. Tilvonandi tengda-
dóttir — kvíðin og smeyk. Vissi
ekki þá, að engu var að kvíða. Mér
var strax tekið opnum örmum af
yndislegum hjónum, sem urðu mér
sem bestu foreldrar.
Tengdafaðir minn, Jóhann Sverr-
ir, var ljúfur og traustvekjandi
maður, en í eðli sínu varkár í vali
vina; vina sem hægt væri að tala
við, og opna hug sin fyrir. Ég er \
þakklát fyrir að mér hlotnaðist
slíkur sess, og fékk þar með að
kynnast því hvað hann elskaði lífíð
og fegurð þess. Hvers hann mat
landið okkar, sem hann naut svo
vel að ferðast og fræðast um. Hve
innilega vænt honum þótti um böm-
in sín, tengdabömin og afkomend-
uma alla, stóra sem smáa. En fram-
ar öllu elskaði hann konuna sína.
Hún var honum allt, og honum
fannst hann aldrei geta tjáð henni
ást sína sem skyldi.
Guð styrki þig elsku Vala mín.
Við vitum að góð minning er gulli
betri.
Þín tengdadóttir
Stella Björk V
Minning:
Jón H. Jakobs-
son Húsavík
Fæddur 17. nóvember 1914
Dáinn 29. aprfl 1988
Nú legg ég augun aftur
ó, Guð þinn náðar kraftur
mín veri vöm í nótt.
Æ, virzt mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofí rótt.
(Sveinbjöm Egilsson)
í dag verður til moldar borinn
elskulegur tengdafaðir minn, Jón
Helgi Jakobsson, vélvirki á
Húsavík.
Hann var eftirminnilegur vegna
mannkosta, sem sjónarsviptir er að.
Persónuleiki hans og atgervi var
rólegt, yfirvegað og elskulegt.
Jón var borinn og bamfæddur í
Haga ( Aðaldal, þar sem hann sleit
bamsskónum við Laxá. Sú á var
honum afar hjartfólgin, allt til hins
sfðasta.
Ungur maður fór hann til Vest-
mannaeyja og stundaði sjóinn, en
flytur síðan til Flateyjar á Skjálf-
anda, þar sem bann kynntist eftir-
lifandi eiginkonu sinni Fanneyju
Danielsdóttur frá Sellandi í
Fnjóskadal. Þau byggðu sér heimili
á Húsavík. Jón stundaði fyrst sjóinn
á Húsavík, en lærði síðan vélvirlq-
un, sem hann vann við, þar til veik-
indi heijuðu að, snemma á síðasta
ári.
Þau hjónin eignuðust 5 böm.
Rannveigu Aðalbjörgu, Daniel Að-
alstein, Bergljótu, Jakob og Öm
Ármann. Þau hafa öll stofnað heim-
ili og þijú þeirra á Húsavík.
Ég kynntist Jóni fyrst fyrir 15
ámm. Þá starfaði hann á vélaverk-
stæðinu Foss. Mér varð fljótlega
ljóst, hve mikla virðingu hann naut,
bæði meðal starfsfélaga sinna og
einnig meðal flölda sjómanna,
bænda og Húsvíkinga, sem leituðu
málmsmíða og viðgerða á vélum
hjá honum. Ástæðan var sú, hversu
hagleikinn hann var, vandvirkur,
natinn og ljúfur ( framkomu.
Unaðsreitur Jóns var Laxá í
Aðaldal, og þar eyddi hann frístund-
um sínum á hveiju sumri, við lax-
veiðar. Sérstakar mætur hafði hann
á veiðisvæði Hólmavaðs neðra, og
þó sérstaklega Grástraumi, þótt það
væri kannski ekki gjöfuiasta veiði-
svæðið. Þar vom óteljandi sögumar
sem hann gat sagt, af viðureign
sinni við stórlaxa í Grástraumi.
Kærasta minningin sem ég á, um
tengdaföður minn, er sú stund er
hann sýndi mér Laxána í fyrsta
sinn og Ijómann sem færðist yfír
andlitið og blikið sem kom í augun
þegar hann leit á „ána sína““. Þeg-
ar sumri tók að halla, fóm hjónin
saman í veiðiferðina. Jón til að veiða
en Fanney til að tína ber. Þá var
metist um, hvort hafði aflað betur.
Jón fékk ekki að njóta ellinnar.
Veikindi heijuðu á, og fljótlega var
ljóst, að um alvarlegan sjúkdóm var
að ræða, þótt læknavísindum tækist
ekki að greina meinsemdina, fyrr
en stuttu áður en yfír lauk.
Fyrst í stað annaðist og hjúkraði
Fanney manni slnum af alúð heima,
en varð að sjá af honum á sjúkra-
húsið á Húsavík, snemma á þessu
ári. Þar var hann umvafínn ástúð
fjölskyldu sinnar og vina, sem
glöddu hann með spjalli og nærvem
sinni, en fengu í staðinn blítt bros
og hlýtt handtak.
Við andlát Jóns H. Jakobssonar
er genginn Ijúfur og góður maður,
sem margir sakna og syrgja, sér-
staklega eiginkona, böm og aðrir
nákomnir ættingjar.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt
(Valdimar Briem)
Ég þakka tengdaföður mínum
samfylgdina og bið Guð að blessa
minningu hans.
Anna Gerður Richter