Morgunblaðið - 07.05.1988, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 07.05.1988, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1988 39 Kostnaður Seðlabankahússins: 1273 milljónir JÓN Sigurðsson svaraði i fyrir- spurnartfma Alþingis á fðstudag fyrirspurn frá Olafi Þ. Þórðarsyni (F/Vf) um kostnað við byggingu Seðlabankahússins. Svarið var stutt og laggott: 1273 miiyónir króna miðað við síðustu áramót. Eftir að ráðherrann hafði svarað fyrirspuminni kvaddi sér Ólafur Þ. hljóðs á ný. Harmaði hann að ekki væru gefnar upp nýrri tölur en frá síðustu áramótum. Einar Kr. Guðfinnsson (S/Vf) sagði að í Tímanum hefðu birst tölur um byggingarkostnað sem væru hálfum milljarði hærri en tölur ráð- herrans. í jólaönnunum hefði mikið verið rætt um byggingarkostnað Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar en þar hefði mismunurinn á upphaflegum áætlunum og endanlegum kostnaði verið einn milljarður. Niðurstaða Tfmamanna væri sú að byggingar- kostnaður á fermetra væri svipaður í báðum byggingunum. Gæti verið að álíka alvarleg mistök hefðu átt sér stað í Seðlabankanum og ij'ár- málaráðherra hefði sagt að hefðu orðið við byggingu flugstöðvarinnar? spurði Einar. Jón Sigurðsson, viðskiptaráð- herra, sagði að aðrir sem væru mál- inu nánari þyrftu að svara fyrir um það hvemig endanlegur kostnaður sneri að upphaflegri áætlun. Annað hvort gæti hann sjálfur svarað því með skriflegum hætti eða Seðlabank- inn gert grein fyrir því. Albert Guðmundsson (B/Rvk) sagði svarið ekki vera neitt svar. Hann hefði viljað fá það sundurliðað þar sem menn lægju undir ámæli um að hafa sóað fjármunum. Hann taldi ekki óeðlilegt að bygging svona húss væri dýr þar sem mörgum stöðl- um þyrfti að fylgja við byggingu banka. Ólafur Þ. Þórðarson beindi einnig fyrirspumar til viðskiptaráðherra vegna 1100 milljón króna rekstrar- halla Seðlabankans. Spurði Ólafur Þ. hvort vænta mætti þess hvort Seðlabankinn gripi til aðgerða til að auka framlegð í bankanum og bæta rekstur hans, svo sem með því að selja eignir, endurskipuleggja starfs- mannahald eða segja upp starfsfólki. Jón Sigurðsson sagði rekstarhalla Seðlabanka aðallega stafa af verð- breytingum innanlands og utan en einnig hefði byggingakostnaður haft veruleg áhrif á afkomu. Þrátt fyrir gengisáhættu hefði þó afkoman ver- ið sæmileg að jafnaði. Viðskiptaráð- herra sagði ekki ætlunina að selja eignir til þess að mæta þessu. Bank- inn hefði selt töluvert af húsnæði sínu þegar hann flutti í nýbygging- una og ráðinu því fylgt að nokkm. Ekki sá hann heldur ástæðu til upp- sagna eða breytinga á starfsmanna- haldi. Ólafur Þ. sagði að það hefði verið eðlilegt að selja leigjendum i Seðla- bankanum húsnæði þegar svona ár- aði. Einar Kr. Guðfinnsson sagði að það væri kaldhæðni að raungengis- þróunin hefði þama „komið vel á vondan". í stað orðsins „Seðlabanki" mætti allt eins setja orðið „útflutn- ingsatvinnuvegir". Við svo stóran aðila sem Seðlabankann væri ekki gott að deila, og þó framleiðslufyrir- tækin hefðu ekki stórt vægi í umræð- unni taldi Einar Kr. að ekki væri til lengdar hægt að búa Seðlabankanum svona slæm skilyrði. Seðlabankinn Forsætisráðherra: Eitt mikilvægasta verkefnið að ná niður viðskiptahalla ÞORSTEINN Pálsson, forsætis- ráðherra, svaraði á fimmtudag fyrirspum frá Albert Guðmunds- syni (B/Rvk) um það hvernig ríkisstjómin hyggðist „bregðast við spám Þjóðhagsstofnunar um viðskiptahalla við útlönd sem talið er að verði vel yfir 10 mil(jarða króna, jafnvel allt að 20 miljjörð- um króna á árinu 1988?“ Forsæt- isráðherra sagði það aldrei hafa komið fram að viðskiptahalli gæti orðið 20 miiyarðar. Þorsteinn Pálsson, forsætisráð- herra, sagði að hann teldi það vera eitt mikilvægasta verkefni ríkis- stjómarinnar að ná niður viðskipta- halla. Þjóðhagsstofnun reiknaði með að við núverandi aðstæður gæti hann orðið rúmlega 10 milljarðar en aðrir sérfræðingar, m.a. fjármálaráðu- neytisins, teldu að hann gæti orðið lægri. Aldrei hefði komið fram að hann gæti orðið 20 milljarðar. Forsætisráðherra sagði að það væra þijú atriði í almennri efnahags- málastjómun sem hefðu áhrif á við- skiptahalla. í fyrsta lagi skráning gengis, í öðra lagi stefna í ríkis- Qármálum og í þriðja lagi stefnan í peningamálum. í peningamálum hefði verið fylgt efnahagsstefnu sem hefði haldið uppi innlendum spamaði og teknar ákvarðanir sem drægju úr erlendum lántökum. Varðandi stefnuna í ríkis- fjármálum þá væri ríkissjóður nú rekinn með jöfnuði sem væri rpjög mikilvægt. Allar tillögur stjómar- andstæðinga um hallarekstur hefðu verið felldar. Þríklofin nefnd í kaupleigumálinu FRUMVARP félagsmál&ráðherra um kaupleiguíbúðir kom til ann- arrar umræðu í efri deild. Félags- málanefnd þríklofnaði í afstöðu sinni til málsins. Þeir þingmenn sem tóku til máls i umræðunum tóku frekar jákvætt i hugmyndina um kaupleiguibúðir þó að þeir töldu flestir að þær hefðu átt að Menntamálaráðherra í umræðum um frainhaldsskólafnimvarpið: Skólastarf verði opnað almenningi ÖNNUR umræða um framhaldsskólafrumvarpið fór fram í efrí deild i gær. Menntamálanefnd deildarinnar varð ekki sammála um af- greiðslu málsins heldur klofnaði i tvennt. Það voru aðallega ákvæði frumvarpsins um að fimm manna skólanefndir taki þátt i stjórnun framhaldsskóla sem voru deilumál. Birgir ísleifur Gunnarsson, menntamálaráðherra, sagði þessar stofnanir vera liður i þvi að opna skólastarfið fyrir almenning. Fátt værí til dæmis mikilvægara fyrir byggðarlög en það sem kennt værí i skólum þar. Halldór Blöndal, formaður menntamálanefndar neðrí deild- ar, mælti fyrir nefndaráliti meiri- hlutans sem leggur til að frum- varpið verði samþykkt óbreytt eins og það kom óbreytt frá neðri deild. Skólanefndir ágreiningsmál Þau Danfríður Skarphéðins- dóttir (Kvl/Vl) og Svavar Gests- son (Abl/Rvk) eru ekki sammála áliti meirihlutans. Þau skiluðu inn sér áliti og fluttu breytingartillögur við frumvarpið. Það er helst stjóm- unarþáttur frumvarpsins sem þau era ósátt við og þá sér f lagi skóla- nefndimar. Telja þau að nefndunum séu veitt of mikil völd og áhrif hvað varðar þróun skóla, innra starf, námsbrautir og rekstur. Einnig væra fagleg sjónarmið fyrir borð borin með þessu fyrirkomulagi. Þau væru þó virt f framvarpinu þegar fjallað væri um sérstaka fagmennt- un, s.s. iðnnám eða nám í sjávarút- vegsfræðum. Einnig væri að finna í frumvarpinu ákvæði um sem víðtækust samráð við atvinnulífið, en þegar að hinni almennu menntun kæmi ættu pólitfskt kjömir fulltrúar að hafa vit fyrir fagfólki, nemend- um og öðrum þeim sem störfuðu innan veggja skólans. Sagði Svavar Gestsson að þessar „makalausu skólanefndir" myndu „kássast" upp á innra starf skólanna. Breytingartillögur þeirra fólust flestar í því að draga úr valdi skóla- nefnda en fela það í staðinn skóla- ráði sem skipað væri fulltrúum nemenda og kennara. Einnig gagn- rýndu fulltrúar minnihlutans ákvæði í lögunum um sérskóla fyr- ir fatlaða og töldu að þar gæti orð- ið um mismunun að ræða. Meginatriðið að opna starfið Salome Þorkelsdóttir (S/Rn) gerði skólanefndimar að umtalsefni og sagðist aldrei hafa vör við pólitís,ka togstreitu í nefndum af þessu tagi. Þær væru kannski kosn- ar pólitískt en ynnu síðan málefna- lega eftir kosningar. Meginmálið væri að opna skólastarfíð en ekki loka því. Foreldrar og aðrir ættu að fá að taka þátt í starfinu ef þau hefðu áhuga á því. Birgir ísleifur Gunnarsson, menntamálaráðherra, sagðist vilja vekja sérstaka athygli á því að verkefni þessara skólanefnda væru mjög takmörkuð í þessu frum- varpi. Mætti skipta verksviði þeirra upp í þrennt. I fyrsta lagi að ákveða náms- starfíð með skólameistara, þ.e. að ákveða hvaða námsgreinar yrðu kenndar við skólann en ekki hvem- ig ætti að kenna þær. Ekkert væri byggðarlögunum meira hagsmuna- mál en hvaða nám væri boðið upp á í skólanum þar og hversu langt nemendur þyrftu annars að sækja það nám. Sagði hann það vera verk- efni fólksins að ákveða það. í öðra lagi ættu skólanefndimar að hafa eftirlit með fjárreiðum skóla og sagði menntamálaráðherra eðli- legt að fulltrúar almannavaldsins fylgdust þar með. I þriðja lagi ættu þær svo að hafa ákveðin afskipti af ráðningum. Engin afskipti af faglegu starfi Birgir ísleifur sagði að skóla- nefndimar ættu ekki að hafa neitt að gera með það faglega starf sem færi fram innan skólanna. Þessi umræða um hvort skólar ættu að vera lokaðar stofnanir eða hvort almenningur ætti að fá að taka þátt í þeim einangraðist ekki við þetta frumvarp. Hún færi nú fram í mörgum löndum. Einstaka hópar kennara sagði hann telja þetta koma fólki ekki við en hann væri andvígur því sjón- armiði og teldi að opna ætti skólana að vissu marki. Hann bar skólana saman við sjúkrahús og spurði hvort það ætti að vera alfarið í höndum lækna hvaða deildir væra I viðkom- andi sjúkrahúsi. Hann teldi að svo ætti ekki að vera enda hefðum við byggt upp okkar stjómkerfi á ann- an veg. Menntamálaráðherra benti einn- ig á Iðnskólann og sagði að þar hefði verið starfandi skólanefnd áratugum saman sem kosin væri Birgir ísleifur Gunnarsson af borgarstjóm. Skólastjóri þess skóla hefði sagt sér að hann vildi ekki missa þá nefnd. Sagði ráð- herrann að þeir sem hefðu haft skólanefndir vildu hafa þær áfram en þeir sem ekki þekktu þær væru hræddir við hið óþekkta og á móti þeim. Sérskólar fatlaðra Menntamálaráðherra sagði það vera ótvíræða stefnu menntamála- ráðuneytisins að allir fatlaðir, sem það gætu, stunduðu nám í almenn- um skólum. Til væra þó einstakling- ar sem nýttist betur nám í sérdeild- um og gætu ekki verið við nám almennum skólum. Neðri deild hefði því bætt inn í frumvarpið ákvæðinu um sérskóla fyrir fatlaða eftir að hafa rætt við þá sem hefðu með málefni fatlaðra að gera. Nú væru starfandi á landinu 4 sérskólar á framhaldsskólastigi fyr- ir fatlaða, sem hefðu engan laga- grundvöll, og stunduðu um 300 nemendur í þeim nám. Það væri mat sérfræðinga sem hann hefði rætt við að þessir nemendur gætu ekki stundað nám í almennum skól- um. Þetta ákvæði ætti þó ekki að þjóna þeim tilgangi að hinir al- mennu framhaldsskólar gætu ýtt út nemendum sem þar stunduðu nám. vera liður I heildarendurskoðun á húsnæðiskerfinu. Karl Steinar Guðnason, formaður félagsmálanefndar efri deildar, mælti fyrir nefiidaráliti meirihlutans sem leggur til að framvarpið verði sam- þykkt óbreytt eins og það kom frá efri deild. Svavar Gestsson (Abl/Rvk) myndaði fyrsta minnihluta félags- málanefndar. Hann sagðist styðja þetta framvarp með þeim rökum að talið væri að kaupleigukerfi gæti opnað möguleika fyrir leiguhúsnæði og kaupleiga gæti opnað nýja mögu- leika f hinu félagslega húsnæðislána- kerfi. Yrði þetta frumvarp samþykkt þyrfti að gera kröfur til þess að ríkis- stjómin stæði við þau fyrirheit sem f frumvarpinu fælust. Svavar sagði það ekki vekja mikla tiltrú á annars ágætu máli að stjóm- arliðið afgreiddi málið í „hinni mestu fylu og með hundshaus". Einu rök meirihlutans í neðri deild hefðu verið að þar sem formenn stjómarflokk- anna vildu afgreiða málið þá væri það gert. Þetta nægði ekki Svavari. Hann sagði afstöðu sfna byggjast á efnislegum forsendum. Guðrún Agnarsdóttir (Kvl/Rvk) mælti fyrir áliti annars minnihluta félasmálanefndar. Hún sagði alls staðar vanta leigufbúðir og víða um landið væri skortur á leiguhúsnæði sem væri m.a. talið standa í vegi fyrir eðlilegri þróun byggða og at- vinnulífs. Það væri því fyllilega tíma- bært að opna nýjar leiðir f húsnæðis- málum landsmanna, m.a. með því að auka framboð á leiguhúsnæði. Þingmaðurinn sagði meginhug- myndina að baki framvarpinu veræ jttvæða en hún teldi ekki tímabært að koma á nýju kerfi við hlið þess sem fyrir væri án þess að heildar- stefiia væri mótuð og án þess að fjár- magn til þess væri tryggt. Lagði hún til að málinu yrði vísað til ríkisstjóm- arinnar. Valgerður Sverrísdóttír (F/Ne) sagðist hvorki vera í fylu né með hundshaus. Hún sagði menn skiptast í nokkra hópa í afstöðu sinni gagn- vart þessu frumvarpi og tilheyrði hún þeim sem teldi þessar hugmyndir vera áhugaverðar en erfiðar í fram- kvæmd. Valgerður sagðist að sumu leyti taka undir með þeim teldu að þetta framvarp ætti að bíða þar til húsnæðislöggjöfin hefði verið tekin til endurskoðunar í heild. Guðmundur Agústsson (B/Rvk) sagði þingmenn Borgaraflokksins hafa lagt fram heilsteyptar tillögur í húsnæðismálum. Þetta framvarp væri einn angi af þeim tillögum og. í anda frumvarpsins. Honum hefði þó þótt nær að lagðar hefðu verið fyrir þingið tillögur um heildarendur- skoðun á húsnæðiskerfínu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.