Morgunblaðið - 27.05.1988, Page 48

Morgunblaðið - 27.05.1988, Page 48
48 félk í fréttum MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1988 VERSLUNARSKÓLI ÍSLANDS Færðu skólanum málverk að gjöf Nýlega færðu nokkrir gamlir nemendur Verslunarskóla íslands að gjöf málverk eftir Jó- hannes Geir. Tilefnið var að nú í vor eru 40 ár liðin frá því að þess- ir nemendur útskrifuðust frá skó- lanum, en sú hefð hefur skapast að afmælisárgangar hittast í tengslum við nemendamót Versl- unarskólans á hveiju vori. Nokkrir nemendur úr IV bekk Verslunarskóla íslands á peysufata- deginum vorið 1948. Talið frá vinstri til hægri eru: Kristján Georgs- son, Herdís Helgadóttir, Vera Ásgrímsdóttir, Jón Páll Halldórsson, Guðmundur Guðmundsson, Bogi Melsteð, Vilborg Kristjánsdóttir, Aðalsteinn Guðlaugsson, Svala Thorarensen, Ragnheiður G. Ásgeirs- , dóttir og Guðmundur H. Garðarsson. Þorvarður Elíasson skólastjóri Verslunarskóla íslands sést hér veita viðtöku málverkagjöf frá fyrrverandi nemendum skólans, sem í vor eiga 40 ára útskriftarafmæli. Viðstaddur var hluti hópsins sem að gjöfinni stóð. Morjtunblaðið/Ól.K.M. HOLLYWOOD Burt Lancaster í málaferlum Bandaríski kvikmyndaleikarinn burt Lancaster hefur krafið Columbia kvikmyndaverið um skaðabætur, þar sem hann telur að sér hafí á ólögmætan hátt verið vikið úr starfí þegar hann var látinn víkja fyrir Gregory Peck sem leik- ari í kvikmyndinni „Old Gringo". Lancaster hefur nú höfðað mál fyr- ir dómstól í Los Angeles, og heldur hann því fram að kvikmyndaverið hafí verið búið að ganga frá samn- ingum við Gregory Peck áður en hann sjálfur var látinn fjúka. Burt Lancaster, sem nú er 74 ára og fékk á sínum tíma óskars- verðlaun fyrir leik sinn í kvikmynd- inni Elmer Gantiy,segir að honum hafí aldrei verið tilkynnt um þá fyrirætlun kvikmyndaversins að reka hann á þeim forsendum að það sæi sér ekki fært að kaupa trygg- ingu fyrir hann. Heldur hann því fram að samkvæmt munnlegum samningi þá hafí átt að greiða hon- um jafnvirði 60 milljóna króna fyrir að leika í kvikmyndinni, og enn- fremur hafí Columbia fyrirtækið ætlað að tryggja hann með tilliti til andláts eða örkumlunar á meðan á kvikmyndatökunni stæði. Lan- caster hefur verið veill fyrir hjarta, en segist vera með læknisvottorð upp á að hann sé nú í góðu líkams- ástandi. Hann fer fram á fulla Bandariski kvikmyndaleikarinn Burt Lancaster illa svikinn í Hollywood greiðslu fyrir samningssvikin, en Columbia hefur sent honum ávísun sem hljóðar upp á tæpar tíu milljón- ir króna fyrir að lesa handritið að kvikmyndinni og fara á námskeið í reiðmennsku, en hann hefur end- ursent hana. ELTON JOHN Ætlar að selja minjagripina Poppsöngvarinn El- ton John situr hér innan um ýmsa minja- gripi sem hann hefur sankað að sér í gegnum tíðina, en ætlar nú að selja á uppboði hjá Sot- heby’s í London. Söngv- arinn sést hér sitja við hliðina á fótabúnaði miklum sem hann bar í kvikmyndinni „Tommy" , en skór þessir eru á meðal þeirra muna sem seldir verða á uppboðinu, sem fyrirhugað er að halda í september. Reutcr

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.