Morgunblaðið - 27.05.1988, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 27.05.1988, Blaðsíða 48
48 félk í fréttum MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1988 VERSLUNARSKÓLI ÍSLANDS Færðu skólanum málverk að gjöf Nýlega færðu nokkrir gamlir nemendur Verslunarskóla íslands að gjöf málverk eftir Jó- hannes Geir. Tilefnið var að nú í vor eru 40 ár liðin frá því að þess- ir nemendur útskrifuðust frá skó- lanum, en sú hefð hefur skapast að afmælisárgangar hittast í tengslum við nemendamót Versl- unarskólans á hveiju vori. Nokkrir nemendur úr IV bekk Verslunarskóla íslands á peysufata- deginum vorið 1948. Talið frá vinstri til hægri eru: Kristján Georgs- son, Herdís Helgadóttir, Vera Ásgrímsdóttir, Jón Páll Halldórsson, Guðmundur Guðmundsson, Bogi Melsteð, Vilborg Kristjánsdóttir, Aðalsteinn Guðlaugsson, Svala Thorarensen, Ragnheiður G. Ásgeirs- , dóttir og Guðmundur H. Garðarsson. Þorvarður Elíasson skólastjóri Verslunarskóla íslands sést hér veita viðtöku málverkagjöf frá fyrrverandi nemendum skólans, sem í vor eiga 40 ára útskriftarafmæli. Viðstaddur var hluti hópsins sem að gjöfinni stóð. Morjtunblaðið/Ól.K.M. HOLLYWOOD Burt Lancaster í málaferlum Bandaríski kvikmyndaleikarinn burt Lancaster hefur krafið Columbia kvikmyndaverið um skaðabætur, þar sem hann telur að sér hafí á ólögmætan hátt verið vikið úr starfí þegar hann var látinn víkja fyrir Gregory Peck sem leik- ari í kvikmyndinni „Old Gringo". Lancaster hefur nú höfðað mál fyr- ir dómstól í Los Angeles, og heldur hann því fram að kvikmyndaverið hafí verið búið að ganga frá samn- ingum við Gregory Peck áður en hann sjálfur var látinn fjúka. Burt Lancaster, sem nú er 74 ára og fékk á sínum tíma óskars- verðlaun fyrir leik sinn í kvikmynd- inni Elmer Gantiy,segir að honum hafí aldrei verið tilkynnt um þá fyrirætlun kvikmyndaversins að reka hann á þeim forsendum að það sæi sér ekki fært að kaupa trygg- ingu fyrir hann. Heldur hann því fram að samkvæmt munnlegum samningi þá hafí átt að greiða hon- um jafnvirði 60 milljóna króna fyrir að leika í kvikmyndinni, og enn- fremur hafí Columbia fyrirtækið ætlað að tryggja hann með tilliti til andláts eða örkumlunar á meðan á kvikmyndatökunni stæði. Lan- caster hefur verið veill fyrir hjarta, en segist vera með læknisvottorð upp á að hann sé nú í góðu líkams- ástandi. Hann fer fram á fulla Bandariski kvikmyndaleikarinn Burt Lancaster illa svikinn í Hollywood greiðslu fyrir samningssvikin, en Columbia hefur sent honum ávísun sem hljóðar upp á tæpar tíu milljón- ir króna fyrir að lesa handritið að kvikmyndinni og fara á námskeið í reiðmennsku, en hann hefur end- ursent hana. ELTON JOHN Ætlar að selja minjagripina Poppsöngvarinn El- ton John situr hér innan um ýmsa minja- gripi sem hann hefur sankað að sér í gegnum tíðina, en ætlar nú að selja á uppboði hjá Sot- heby’s í London. Söngv- arinn sést hér sitja við hliðina á fótabúnaði miklum sem hann bar í kvikmyndinni „Tommy" , en skór þessir eru á meðal þeirra muna sem seldir verða á uppboðinu, sem fyrirhugað er að halda í september. Reutcr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.