Morgunblaðið - 31.05.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.05.1988, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B/C 121. tbl. 76. árg. ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins Einstæður fundur Bandaríkjaforseta og sovéskra andófsmanna: Beagan beinskeyttur í gagn- rýni á sovéskt stjómarfar Þarfnast engra umvandana segir Gorbatsjov leiðtogi Sovétríkjanna Míkhaíl Gorbatsjov (t.v.) og Ronald Reagan, leiðtog'ar risaveldanna, við upphaf annars fundar þeirra í Kreml í gær. Lengst til hægri er George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Moskvu, frá Ásgeiri Sverrissyni, blaðamanni Morgimblaðsins. Mannréttjndamál settu mestan svip á annan dag heimsóknar Ron- alds Reagans Bandaríkjaforseta til Sovétríkjanna en þau og af- vopnunarmál eru efst á baugi í viðræðum þeirra Reagans og Mikhails Gorbatsjovs, leiðtoga Sovétríkjanna, hér i Moskvu. Um- mæli Reagans um mannréttinda- mál i Ilelsinki fyrir komuna hing- að og á fundi með sovéskum and- ófsmönnum i bandariska sendi- herrabústaðnum hér í gær, hafa sært Sovétmenn og þykir forset- inn óvenju beinskeyttur i gagnrýni sinni. Gorbatsjov sagði f ræðu i kvöldverði fyrir bandarisku gest- ina í Kreml f gær, að hann þyrfti ekki neinar umvandanir og þær væru ekki heldur nauðsynlegar til að bæta samband ríkjanna. Þá sagði Gennadíj Gerasfmov, tals- maður sovéska utanríkisráðuneyt- isins, á blaðamannafundi að fólkið sem Reagan hitti f sendiráðinu væri „ekki úrval sovét-borgara, frekar hið gagnstæða". Á blaðamannafundinum lögðu talsmenn beggja risaveldanna hins- vegar áherslu á að viðræður leið- toganna hefðu verið árangursríkar og hreinskiptar. Er orðrómur hér í Moskvu um að leiðtogamir hyggist ræða saman á ný á þessu ári. Aust- ur-evrópskur ritstjóri sem ekki vildi að nafn síns yrði getið, sagði f sam- tali við blaðamann að annar fundur hefði verið ákveðinn í Belgrad í Júgó- slavíu á þessu ári. Reagan forseti og eiginkona hans, Nancy, komu til Moskvu á sunnu- dag. Fyrsti fundur leiðtoganna hófst rúmri klukkustundu eftir komu þeirra og í gærmorgun ræddu þeir síðan aftur saman. Áformað hafði verið að þeir hittust á ný síðar í gærdag en sá fundur var felldur nið- ur. Þess í stað ræddi Reagan forseti við um 20 sovéska andófsmenn í Spaso-setri en svo nefnist bústaður sendiherra Bandaríkjanna í Moskvu. Þrír þekktir andófsmenn tóku til máls á fundinum og vonr ræður þeirra sýndar í beinni útsendingu á lokuðum rásum hér í fréttamiðstöð- inni á Mezhdúnarodnaja-hótelinu og á fleiri hótelum auk þess sem forrétt- indastéttin hér í landi gat fylgst með útsendingunni. Sovéskur almenning- ur gat hins vegar ekki fylgst með ræðum þeirra sem voru áhrifamiklar. Ronald Reagan flutti ávarp á fund- inum og lagði áherslu á að Banda- ríkjamenn myndu hér eftir sem hing- að til styðja málstað sovéskra andófs- manna og beijast fyrir freisi þeirra. Reagan vitnaði til orða rússneska skáldsins og rithöfundarins Púshkíns: „Tíminn er runninn upp vinur minn, tíminn er runninn upp,“ og hvatti þannig Gorbatsjov Sovét- leiðtoga til að beita sér fyrir frekari breytingum í átt til aukins frelsis og lýðræðis. Gennadfj Gerasímov, talsmaður sovéska utanríkisráðuneytis hefur viðurkennt á fundum hér í fréttamið- stöðinni að Sovétmenn eigi við „ákveðinn vanda að glíma" á sviði mannréttindamála. Á fyrsta fundi leiðtoganna á sunnudag sem stóð í rúmar 70 mín. ræddu þeir einkum mannréttindamál og lét Reagan for- seti Gorbatsjov f té lista með nöfnum 14 sovéskra andófsmanna, sem neit- að hefur verið um leyfi til að flytjast úr landi og sætt hafa ofsóknum vegna skoðana sinna. Vill Reagan að óskum þessara manna verði sinnt. Sjá fréttir frá Moskvufundinum á miðopnu og síðu 32. Reuter Kaþólskur andófsmaður frá Úkraínu: „íslendingar hjálpuðu mér að öðlast frelsi“ Moskvu. Frá Önnu Bjamadóttur, fréttaritara Morgunblaðains. HOZYN Mytsjajlov, kaþólskur andófsmaður frá Úkraínu, greip um hönd mína í gær og kyssti á hana þegar hann heyrði að ég væri fréttaritari frá íslandi. „ís- lendingar hjálpuðu mér,“ sagði hann. „Ég vil að þú þakkir íslensku þjóðinni fyrir mina hönd.“ Mytsjajlov talaði þvi miður bara rússnesku en túlkur sagði að hann hefði verið látinn laus úr haldi fyrir nokkrum árum meðal annars fyrir tilstilli íslendinga sem söfn- uðu undirskriftum og sendu í sov- éska sendiráðið. Hann er í Hels- að hafa orðið fyrstir til þess. Við munum halda baráttu okkar áfram þangað til 300.000 gyðingar, sem hafa sótt um brottfararleyfi, fá að fara úr landi." Gestir Reagans voru mjög ánægð- ir með fund sinn með forsetanum. „Andrúmsloftið var þrungið tilfinn- ingum,“ sagði ljósmyndarinn og listamaðurinn Sergei Petrov. „Ég sá votta fyrir tárum í augum forset- ans.“ Petrov er giftur bandarískri konu. Honum hefur verið synjað um brottfararleyfi í 7 ár. Andófsmaður- inn Lev Timofejev sagðist vera án- ægður með ræðu Reagans. „Mann- réttindamálum hefur þokað í rétta átt að undanfömu og ég er ánægður með það,“ sagði hann. „En við eigum enn langt ófarið." Pulltrúum allra helstu andófshópa Sovétríkjanna var boðið að hitta Reagan. Sumir voru stöðvaðir á leið- inni til Moskvu. Helsinki-hópamir hafa stofnað landssamtök og ætla að þinga í höfuðborginni í júní. „Við vitum hvenær fundurinn verður en ætlum ekki að greina frá því opin- berlega," sagði Mytsjajlov. „Við vilj- um að allir komist á fundinn." Norska stjórnin vill selja olíusvæði Óslá, frá Rune Timberlid, fréttaritara Morgunblaðsins i Noregi. STJÓRN Verkamannaflokksins segist tilbúin til að selja olíu- og gasvinnslusvæði rikisins i Norð- ursjó. Söluverð þeirra nemur milljarðatugum norskra króna, að sögn Arne 0ien, olíuráðherra. Hafa útlend olíufyrirtæki lýst áhuga á þvi að kaupa svæðin. Stjómin íhugar að selja hlut ríkis- ins í Norsk Hydro, öðru stærsta iðn- fyrirtæki Noregs, sem ríkið á 50% í. Breytingar standa fyrir dyrum í stáliðnaði. Stál- og koskverksmiðju í Mo i Rana og brotajámverksmiðju í Osló verður lokað. Yfirleitt hafa iðnfyrirtæki í ríkiseign verið rekin með tapi í Noregi. Ástæðan fyrir stefnubreytingu stjómarinnar er flárskortur ríkissjóðs. inki-mannréttindahópnum i Úkr- aínu og var meðal gesta sem Ron- ald Reagan bauð i kaffi i sendi- herrabústaðinn i Moskvu síðdegis í gær. Nokkuð stór hópur fólks beið í nokkurri Qarlægð frá bústaðnum meðan á kaffifundinum stóð. Þar á meðal voru sex gyðingar sem höfðu komið sérstaklega frá Bandaríkjun- um til að mótmæla á Rauða torginu örlögum gyðinga í Sovétríkjunum. „Við erum steinhissa yfir því að ganga um fijáls," sagði Avi Weiss, rabbíi frá New York. „Okkur var leyft að mótmæla mannréttinda- stefnu stjómvalda í hjarta kommún- ismans og erum mjög ánægðir yfir Borgaraflokkarnir í Sví- þjóð bæta við sig fylgi Stokkhólmi. Frá Erík Liden, fréttarítara Morgunblaðsins. Þingkosningamar, sem fram fara i Sviþjóð 18. september nk., verða líklega tvísýnni en búist hafði verið við. Skoðanakannanir gefa til kynna, að borgaraflokk- arnir þrir geti myndað stjóm að þeim loknum en þeir voru siðast við völd á ámnum 1976-82. Samkvæmt könnunum hafa borg- araflokkamir, Hægriflokkurinn, Þjóðarflokkurinn og Miðflokkurinn, vinninginn á jafnaðarmenn og kommúnista eða 47% á móti 46%. Græningjar, flokkur umhverfis- vemdarmanna, heldur þó áfram að tapa og nýtur nú fylgis 5,5% kjós- enda. Hægriflokkurinn fékk 20%, Þjóðarflokkurinn 15%, Miðflokkurinn 12%, Jafnaðarmannaflokkurinn 42% og kommúnistar 4%. Sjá „Við upphaf kosningabar- áttunnar . . .“ á bls. 28 og 29.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.