Morgunblaðið - 31.05.1988, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 31.05.1988, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1988 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1988 Jltagiiiiftliifrife Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, ÁrniJörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ÁgústlngiJónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 700 kr. á mánuði innanlands. f lausasölu 60 kr. eintakið. Misnotkun áfengis Iárslok 1985 höfðu 3,6% full- orðinna íslendinga verið lagðir inn á stofnanir til með- ferðar vegna misnotkunar áfengis. Á árabilinu 1974-1985 gengust 6.400 íslendingar undir meðferð vegna ofneyzlu áfengis — sem og annarra vímuefna. Tíundi hver karl á fimmtugs- aldri hefur einhvemtíma á ævinni hlotið meðferð vegna óhóflegrar áfengisneyzlu. Þær upplýsingar, sem hér vóru tíundaðar, eru teknar úr grein prófessors Tómasar Helgasonar, forstöðumanns Geðdeildar Landspítala, í Læknablaðinu, aprílhefti 1988. Þetta eintak Læknablaðsins fjallar að stærstum hluta um rannsóknir á neyzlu og misnotk- un áfengis. Höfundar greina um þetta efni eru Tómas Helgason, Hildigunnur Ólafsdóttir og Gylfí Ásmundsson. Heildameyzla áfengis á íbúa hér> á landi er hin minnsta í Evrópu. Engu að síður sýnir rannsókn á neyzluvenjum, sem fram fór samtímis í Finnlandi, íslandi, Noregi og Svíþjóð, að ölvunartíðni er mest hér. Há ölvunartíðni á rætur í því að hér er dmkkið meira magn áfengis á skemmri tíma en í saman- burðarlöndunum, þótt sjaldnar sé sezt að sumbli. Þá beinist áfengisneyzla íslendinga í ríkara mæli en grannþjóða að sterkum drykkjum. Fjölgun umferðarslysa helzt fremur í hendur við áfengis- neyzlu og ölvunarakstur en fjölgun bfla og vöxt umferðar. Betri bflar og betri vegir spoma gegn umferðarslysum. „Það kemur fram,“ segir Gylfi Ás- mundsson í grein sinni, Umferð og áfengi, „að tíðni umferðar- slysa tengist mest neyzlu sterkra drykkja, en minna bæði heildameyzlu áfengis og ölvun- arakstri, sem aftur hafa sterk- ust tengsl sín á milli, og minnst neyzlu léttra vína . . .“. Skráð- ur ölvunarakstur er hlutfallslega mun tíðari á íslandi en á hinum Norðurlöndunum. Samanburður á niðurstöðum rannsókna á áfengisneyzlu ís- lendinga 1974 og 1984 sýnir, svo ekki fer á milli mála, að neytendum hefur fjölgað um- talsvert, einkum meðal kvenna, og yngra fólks. Þeim, sem leita aðstoðar vegna misnotkunar áfengis, fjölgar að sama skapi. Á rúmum áratug leita sem fyrr segir 6.400 landsmenn með- ferðar vegna misnotkunar áfengis og/eða neyzlu annarra vímuefna. Það er hrikaleg tala. Og þó segir hún hvergi nærri alla söguna. Sagan um sundraða fjölskyldu og sagan um niður- brotinn einstakling verða ekki sagðar í tölum. Islendingar hafa ekki ein og sömu viðhorf til drykkjusýkinn- ar. Meirihluti aðspurðra í far- aldsfræðilegri könnun á mis- notkun áfengis (1984) „felst ekki á það, að drykkjusýki sé sjúkdómur, sem fólk ráði engu um“, segir í grein Hildigunnar Ólafsdóttur, Viðhorf almennings til drykkjusýki. Það heyrir hins- vegar til hugmyndafræði AA- samtakanna og Samtaka áhuga- fólks um áfengisvandamálið „að áfengisvandamál einstaklings séu einkenni um raunverulegan sjúkdóm, drykkjusýki, sem ein- kennist af því að fólk hefur ekki stjóm á drykkju sinni“, segir í sömu grein. Síðari skilgreiningin mótar þó viðhorf almennings í æ ríkara mæli. Og að sjálfsögðu eiga diykkjusjúkir hliðstæðan rétt og aðrir sjúklingar á hendur heil- brigðisþjónustu og samfélagi. Samhliða verður þó að leggja áherzlu á sjálfsábyrgð hvers ein- staklings á eigin vegferð; per- sónubundinni ábyrgð hans á eig- in lífsmáta. Við höfum öll ríku- leg áhrif á eigið heilbrigði, and- legt og líkamlegt, með lífsmáta okkar. Þessi áhrif varða og fjöl- skyldur okkar, vini, kunningja og samstarfsfólk. Það að viður- kenna og virða samábyrgð að þessu leyti víkur ekki burt sjálfs- ábyrgð einstaklingsins á eigin lífsmáta._ Við íslendingar búum að góðri heilsugæzlu og heilbrigðis- þjónustu. Við eigum vel mennt- aðar heilbrigðisstéttir. Og þótt margt standi enn til bóta um starfsaðstöðu þeirra miðar okk- ur áleiðis á flestum sviðum. Það á ekki sízt við um meðferð drykkjusjúkra. Okkur hefur hinsvegar gengið erfíðlegar að breyta eigin neyzluvenjum áfengis. Það verður þó að tak- ast fyrr en síðar ef við eigum að ná því marki íslenzkrar heil- brigðisstefnu að minnka heildar- neyzlu áfengis í landinu um fjórðung fyrir árið 2000. „Til þess að ná þessu markmiði þarf að nýta þá þekkingu sem þegar er til, miðla henni til lækna og leikra — og leggja áherzlu á frekari rannsóknir“, segir Tóm- as Helgason, prófessor, í tilvitn- aðri grein. Undir þau orð skal tekið. Ræður leiðtoganna við upphaf Moskvufundarins: Áhersla lögð á gjörbreytt sam- skíptí risaveldaima tveggja Reagan óskaði Gorbatsjov Guðs blessunar Moskvu, frá Ásgeiri Sverrissyni, blaðamanni Morgunblaðsins. FJÓRÐA fundalota þeirra Ronalds Reagans Bandaríkjaforseta og Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétleiðtoga hófst í Moskvu á sunnudag. Þá um morguninn lenti flugvél Bandarikjaforseta á Vnúkovo-flugveili um 30 km suður af Moskvu. Andrei Gromyko hinn aldurhnigni forseti Sov- étríkjanna tók á móti forsetahjónunum. Heimildarmenn Morgunblaðs- ins í röðum austur-evrópskra blaðamanna fullyrða að þetta verði að líkindum með síðustu embættisverkum Gromykos, þvi búast megi við þvf að hann verði leystur frá störfum vegna aldurs á ráðstefnu so- véska kommúnistaflokksins i júnimánuði. Þeir hinir sömu segja líklegt að Jegor Ligatsjov, helsti hugmyndafræðingur flokksins og annar valdamesti maður Sovétríkjanna, taki við embætti Gromykos og verði á þann hátt i raun gerður valdalaus. Forsetaembættið er virðingar- staða, en þvi fylgja Util raunveruleg völd. Eftir stutta móttökuathöfn á flug- vellinum þar sem homaflokkur lék þjóðsöngva risaveldanna og hermenn gengu gæsagang, hélt bílalest Bandarflqaforseta eftir Lenín-breið- götunni áleiðis til Kremlar þar sem Gorbatsjov og eiginkona hans Raísa tóku á móti forsetahjónunum. Moskvubúar tóku Reagan-hjónun- um fagnandi og spillti einstök veð- urblíða ekki heldur fyrir. Leiðtogam- ir fengu þó ekki notið hennar, því eftir að þeir höfðu flutt ávörp í sal heilags Georgs í Kremlarhöll hófst fyrsti fundur þeirra. Á meðan fóru eiginkonur þeirra í gönguferð innan Kremlarmúra. Bætt samskipti risaveldanna í ræðu sinni lagði Gorbatsjov áherslu á að samskipti risaveldanna hefðu breyst mjög til hins betra á undanfömum árum. Á sviði afvopn- unarviðræðna hefði einnig verið unn- ið þrekvirki við undirritun sáttmálans um upprætingu skamm- og meðal- drægra kjamorkueldflauga, sem nú hefur öðlast staðfestingu þinga beggja ríkjanna. Enn væri hins vegar mikið starf óunnið og alþýða manna víða um veröld ætlaðist til þess að unnið væri að frekari fækkun kjam- orkuvopna. START-viðræðurnar enn tengdar geimvarna- takmörkunum Gorbatsjov ftrekaði í ræðu sinni þá afstöðu Sovétstjómarinnar, að hugsanlegur samningur um fækkun langdrægra kjamorkuvopna (START) væri óhjákvæmilega tengd- ur samningum um takmarkanir geimvama og lagði sérstaka áherslu á það, að samkomulag hefði tekist með leiðtogunum á fundi þeirra í Washington í desember síðastliðnum, að ákvæði ABM-sáttmálans um tak- markanir gagneldflaugakerfa skyldu virt eins og hann hefði verið undirrit- aður árið 1972. Túlkun þessa samn- ings er einmitt eitt helsta ágreinings- efnið á sviði afvopnunarmála. Gorbatsjov nefndi einnig að mann- réttindamál yrðu rædd á fundi þeirra Reagans og kom það nokkuð á óvart eftir mjög svo harðorða ræðu um mannréttindaákvæði Helsinki-sátt- málans frá árinu 1975 og vanefndir Sovétmanna í því tilliti, sem Reagan hélt í Helsinki í Finnlandi áður en hann hélt hingað til Sovétríkjanna. Reagan forseti hefur oftlega vitn- að til rússneskra málshátta í viðræð- um sfnum við Gorbatsjov og í opin- berum ræðum. Einkum hefur honum orðið tíðrætt um málsháttinn „Treystið en sannreynið". Gorbatsjov kvaðst í ræðu sinni þekkja vel til áhuga forsetans á málsháttum og því vildi hann bæta einum í safn hans: „Betra er að sjá einu sinni en heyra hundrað sinnum" og vék þann- ig greinilega að þeirri staðrejmd að Reagan hefur aldrei fyrr komið til Sovétríkjanna en hann hefur hins vegar farið hörðum orðum um stjóm- kerfí kommúnista f ræðum sfnum og nefnt Ráðstjómarrfkin „Keisara- dæmi hins illa“. Gorbatsjov vék einnig að umbóta- stefnu sinni, sem á rússnesku nefnist „perestrojka", og sagði Sovétborgara hafa „andstyggð á þeim öflum, sem stæðu í vegi fyrir umbótum í Sov- étríkjunum". Um þetta færu einmitt fram líflegar umraeður þessa dagana meðal almennings. Farnir að uppskera svo sem sáð hefur verið Ronald Reagan sagði þau hjónin hafa lagt að baki langan veg til þess að komast til fundarins hér í Moskvu. Reagan vék að því að fyrsti fundur þeirra í Genf árið 1985 hefði farið fram í köldu andrúmslofti, en þó hefði verið enn kaldara í Reykjavík árið 1986. Nú væri hins vegar sumar í nánd og þau „fræ“, sem sáð hefði verið í Washington á síðasta ári, væru tekin að bera ávöxt og menn famir að uppskera sem þeir hefðu sáð. Reagan sagði næsta skref á vettvangi afvopnunarviðræðna vera helmingsfækkun langdrægra kjam- orkuvopna, en tiltók sérstaklega að samningamenn rísaveldanna í Genf hefðu skjalfest fíölmörg ágreinings- efni. í ræðu Reagans kom fram að risa- veldin hafa hafíð rekstur stjóm- stöðva, sem ætlað væri að draga úr líkunum á því að lqamorkustyijöld brjrtist út fyrir misskilning. Vísinda- menn á vegum risaveldanna hefðu komið fyrir tækjabúnaði til þess að mæla stærð og umfang kjamorku- sprenginga í tilraunaskjmi og væri þetta mikilvægt skref í átt til aukins trausts í samskiptum ríkjanna. Reagan forseti minntist sérstak- lega á brottflutning innrásarhers Sovétmanna frá Afganistan og þátt risaveldanna í samningaviðræðum fulltrúa stjómvalda í Pakistan og Afganistan um fyrirkomulag hans. Sagði forsetinn að samskipti Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna hefðu tek- ið stakkaskiptum á undanfömum árum. „Ég gæti nefnt ótölulegan fíölda mála og málaflokka þar sem við höfum náð miklum og mikilvæg- um árangri," sagði forsetinn. Reagan tók Gorbatsjov á orðinu og sagði það rétt vera sem komið hefði fram í ræðu Sovétleiðtogans, að hann væri áhugasamur mjög um rússneska málshætti og spakmæli. Því vildi hann bæta einum við: „Það fæddist — það varð ekki til í einni hendingu" (Rodilsíja né toropilisíja). Þetta sagði Reagan hafa einkennt samskipti risaveldanna á undanföm- um árum, því rejmslan sýndi að flas væri ekki til fagnaðar. Menn þyrftu að vera raunsæir því mikið starf væri enn óunnið. Hins vegar væri markmiðið háleitt og það vissu bæði hann sjálfur og Gorbatsjov. Verkefni þeirra væri að treysta og styrkja samskipti rflq'anna tveggja, sem væri ekki einungis í þágu íbúa þeirra held- ur og gjörvallrar heimsbyggðarinnar. Loks þakkaði Ronald Reagan Gorbatsjov fyrir heimboðið hingað til Moskvu og bað Guð að blessa hann. 29. maí-2. júní, 1988 MOSKVUFUNDURINN Reuter Reagan-hjónin fylgjast með er munkar í Danilov-klaustrinu lýsa því hvemig gamlar helgimyndir (ikonar) hafa verið lagfærðar. For- setahjónin heimsóttu klaustrið í gær og í ávarpi forsetans þar hvatti hann stjómvöld til að auka trúfrelsi í landinu. Maimréttindamál grund- völlur alþjóðasamskípta - sagði Ronald Reagan Bandaríkjaforseti í Spaso-setri Moskvu, Reuter. REAGAN forseti lagði þunga áherslu á trúfrelsi og almenn mannrétt- indi í ávarpi sinu i Danilov-klaustri i gær. Sama var uppi á teningnum er hann átti fund með andófsmönnum skömmu síðar i Spaso-setri, bústað bandaríska sendiherrans. Sovéskir embættismenn létu i ljós mikla óánægju með ummæli forsetans og sögðu að þau gætu orðið til að skaða öll fundahöldin i Moskvu. BBC: Jeltsín segir Líga- tsjov eiga að víkja Moskvu, Reuter. BORIS Jeltsín, sem rekinn var úr embætti flokksformanns í Moskvu í nóvember á síðasta ári, sagði í viðtali við bresku sjón- varpsstöðina BBC í gær að Jegor Lígatsjov, hugmyndaf ræðingur kommúnistaflokksins, ætti að víkja úr embætti. Jeltsín var spurður hvort það væri mögulegt fyrir Lígatsjov, sem talinn er mestur íhaldsmanna í Stjómmálaráðinu, að halda völdum sínum á tímum „perestrojku". „Það er undir miðstjóm flokksins komið. En að sjálfsögðu væri unnt að hraða umbótum ef einhver annar tæki við embætti hans,“ svaraði Jeltsín. Þegar gengið var frekar á Jeltsín og hann spurður hvort hann teldi að Lígatsjov ætti að víkja, svaraði hann játandi. Stjómmálaskýrendur segja ólík- legt að Jeltsín léti slík orð falla í viðtali við fréttastofu utan Sov- étríkjanna ef þau gengju í berhögg við skoðanir Míkhafls Gorbatsjovs og forsvarsmanna umbóta. Hin af- dráttarlausa yfírlýsing Jeltsíns gæti bent til að hann hefði aðgang að upplýsingum innan Kremlar um að staða Lígatsjovs væri þegar orðin veik. Eftir að Jeltsín var vikið úr emb- ætti fyrir að gagnrýna flokksforyst- una fyrir að tefja umbætur var hann gerður að aðstoðarbyggingar- málaráðherra. Hann var einnig sviptur aðild að Stjómmálaráðinu og í síðustu viku var honum vikið úr Forsætisnefnd Æðsta ráðsins. í viðtalinu við BBUsagðist Jeltsín enn. styðja Gorbatsjov heilshugar og hugmjmdir þeirra væm svipað- ar. En hann sagðist hafa orðið fyr- ir vonbrigðum með að Sovétleið- toginn skyldi ekki styðja við bakið á sér eftir að miðstjóm kommúni- staflokksins í Moskvu rak hann. „Ég er vonsvikinn. Gorbatsov veit það. Ég hef sagt honum að ég sé. ekki ánægður með núverandi starf mitt.“ „Trú þjóðar yðar hefur orðið fyrir þolraunum og sætt harðneskju eins og dýrlingar þeir sem helgimyndimar hér eru af. En þrengingamar hafa styrkt hana svo að nú getið þér litið fagnandi til næsta árþúsunds kristn- innar í landinu," sagði Reagan i klaustrinu. í Bandaríkjunum deilum við von- um yðar um nýtt skeið trúfrelsis í Sovétríkjunum. Um trúna, sem er jafn mikilvæg fyrir þetta land og dökk, fijósöm gróðurmoldin, sagði einn af stórkost- legum rithöfundum og trúmönnum þessa lands, Alexander Solzhenítsyn: „Þegar farið er utan alfaraleiða í Mið-Rússlandi ljúkast augu manna upp fyrir því hvað gerir rússnesku sveitina svo friðsæla. Það eru kirkj- umar ... Fólk er ávallt eigingjamt og oft óvingjamlegt - en á kvöldin barst hljómur kirkjuklukknanna yfir þorp, akra og skóga og minnti fólk á að gleyma ómerkilegum búksorg- um sínum og íhuga eilífðina.““ í bústað sendiherrans sagði forset- inn m.a.: „Ég vil koma því á fram- færi við yður að þér njótið stuðnings bandarísku þjóðarinnar og hún biður fyrir yður, hið sama gerir rejmdar fólk um alla veröld. Ég vildi tjá yður þennan stuðning svo að þér gætuð miðlað honum til annarra. Það gæti orðið til að hughreysta alla þá sem vinna að auknum mannréttindum í þessu víðáttumikla landi. Stjóm mín hefur lagt á það áherslu að ein af grundvallarforsendum bættra samskipta milli Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna séu aukin mannréttindi, að Sovétríkin fari að ákvæðum alþjóðlegra sáttmála um mannréttindi." Forsetinn sagði að á síðastliðnum þremur ámm hefðu margar brejiting- ar orðið til hins betra í mannréttinda- málum þar eystra. Eigi að síður héldu Sovétmenn enn ekki í heiðri mannréttindi, eins og þeir hefðu þó skuldbundið sig til í Mannréttinda- sáttmála SÞ og síðar í Helsinki. Á fundinum vom fulltrúar þeirra þriggja hópa, sem helst hafa sætt ofsóknum Sovétstjómarinnar, pólit- ískra andófsmanna, þeirra sem sætt hafa trúarofsóknum og gyðinga, sem æskja fararleyfís frá Sovétrflq'unum. Sovéski gyðingurinn Júlíj Khas- arov, sem beðið hefur fararleyfís frá Sovétríkjunum f 17 ár, sagði eftir ræðu forsetans: „Þrátt fyrir breyt- ingar í lýðræðisátt, hefur hlutskipti okkar ekki batnað. Ríkisstjómin neit- ar okkur enn um réttinn til þess að kenna og nema [gyðingleg] fræðin." „Jafnvel nú er fjöldi pólitískra andófsmanna óftjáls," sagði Sergei Kovaljov, andófsmaður, sem nýlega var sleppt úr þrælkunarbúðum. Sovéskir embættismenn sögðu að Reagan tæki ekki tillit til þeirra miklu breytinga sem orðið hefðu í valdatíð Gorbatsjovs. Ef forsetinn beindi allri athyglinni að mannrétt- indamálum myndi Gorbatsjov neyð- ast til svara fyrir sig og þetta gæti eitrað andrúmsloftið á fundum leið- toganna. Æðsta ráðið: Staðfest- ing Wash- ingtonsátt- málans Moskvu, frá Ásgeiri Sverrissyni, blaða- manni Morgunblaðsins. ÆÐSTA ráð Sovétrikjanna stað- festi á laugardag afvopnunarsátt- mála risaveldanna, sem undirrit- aður var i Washington í desember á síðasta ári. Sjónvarpað var beint frá fundi ráðsins og þvi gátu blaða- menn fylgst með honum. Voru menn aimennt sammála um að hann hefði verið athyglisverður þótt svo niðurstaðan hafi tæpast komið á óvart. í þann mund sem menn höfðu komið sér fyrir á fundi í fréttamið- stöðinni var tilkynnt að Æðsta ráðið hefði komið saman til fundar til að ræða sáttmála risaveldanna um upp- rætingu skamm- og meðaldrægra kjamorkuflauga. Var því gert „stutt hlé“ á fundinum, sem síðar rejmdist lengra en menn hefðu ætlað, því út-. sendingin stóð jrfir f rúmlega eina og hálfa klukkustund. Tæknilegir örðugleikar einkenndu útsendinguna. Hljóðsambandið rofn- aði iðulega og í eitt skiptið hvarf myndin algerlega, en í stað hennar birtist hressileg sovésk slagsmála- mynd á skjánum. Allir helstu leiðtogar sovéska kommúnistaflokksins tóku til máls á fundi Æðsta ráðsins, en hins vegar var maðurinn sem undirritaði sátt- málann, Míkhafl Gorbatsjov, ekki við- staddur. Þar eð öldungadeild Bandaríkja- þings hefur einnig staðfest Wash- ington-sáttmálann munu þeir Reagan og Gorbatsjov geta skipst á skjölum í þessa veru á meðan Bandaríkjafor- seti dvelur í Moskvuborg. Á næturrölti með ung- mennum í Arbat-götu Moskvu, frá Önnu Bjamadóttnr, fréttaritara Morgunblaðina. NANCY og Ronald Reagan fóru f tfu mínútna gönguferð um Arbat- götu eftir móttökuathöfnina f Kreml og fyrsta fund leiðtoga risaveld- anna f Moskvu síðdegis á sunnudag. Arbat er eina göngugatan f höfuð- borginni. Listmálarar, vísnasöngvarar og íssalar eru á hveiju strái og mikill mannfjöldi safnast þar saman til þess að sýna sig og sjá aðra á góðviðrisdögum. Forsetahjónin vöktu mikla athygli og Moskvubúar fögnuðu þeim inni- lega. Gífurleg mannþröng myndaðist umhverfls þau og munaði engu að fólk træðist undir. Sovéskir öiyggis- verðir voru látnir vita af göngunni aðeins kortéri áður en hjónin lögðu af stað. Þeir gerðu sitt til að halda fólkinu frá forsetahjónunum og spör- uðu ekki hnefana. Hrifning Moskvubúa leyndi sér þó ekki og var Reagan ánægður með gönguna. „Okkur langaði til að sjá lítinn leikvöll, sem við höfðum heyrt af þama,“ sagði Reagan. Honum virtist brugðið við æsinginn sem hann olli, en sagði að lætin í fólkinu hefðu ekki komið sér á óvart. „Mér hefur alltaf verið sagt að Rússar væru hressir og opnir," sagði hann. Litið tóm til þess að fylgjast með heimsókninni Ungt par, sem var að spóka sig í Arbat-götu á sunnudagskvöld, hafði ekki hejrrt af gönguferð forsetans, en frá henni var ekki skýrt í sovéska sjónvarpinu. Þau sögðust auk þess vera of upptekin til þess að fylgjast náið með heimsókninni, en voru án- ægð með komu Reagans til borgar- innar. Þau eru bæði í viðskiptafræði- námi. Hann kvaðst hrifinn af stefnu Gorbatsjovs, en hún sagðist ekki nógu ánægð með leiðtogann. Ekki vildi hún þó segja hvers vegna. Hún sagðist heldur ekki vita nægilega mikið um Raísu Gorbatsjovu til að hafa skoðun á henni. „Dagur landamæravarðanna" var haldinn hátíðlegur í Sovétríkjunum á laugardag og settu ungir menn með græn kaskeiti svip á Moskvu. Upp úr miðnætti voru margir þeirra vel slompaðir í Arbat-götu. Þeir tóku okkur útlendingunum vel og töluðu nokkrir ótrúlega góða ensku. Þó ekki sá sem státaði af heiðursmerki fyrir góða frammistöðu, en hann hafði stöðvað mann, sem reyndi að flýja frá Sovétríkjunum til Finnlands. Flestir þáðu gjaman Marlboro- vindlinga. Þeir tóku 5-6 vindlinga og voru afar þakklátir ef þeir fengu heilan pakka. Nokkrir vildu þó ekk- ert með bandaríska vindlinga hafa. Þeir reyktu sína sovésku. Svo drógu þeir upp forláta Beefeater-ginflösku og buðu upp á volgt brugg, sem minnti einna helst á púrtvín. Stúlkur, sem voru í slagtogi með ungu mönnunum voru fámálar. Þær flissuðu aðallega og sumar fengu að bera kaskeiti strákanna. Konur gegna ekki landamæravörslu í Sov- étríkjunum. Búa þau i Gaukshreiðri? Fjöldi vísnasöngvara skemmtir í Arbat-götu. Þeir sjmgja um hluti eins og keisaratímabilið, framtíð þjóðar- innar, vonir og drauma. Nokkuð stór hópur fólks safnast í kringum þá og hlýðir á boðskapinn. Aðeins einn ósk- aði eftir framlagi áheyrenda. Opin regnhlíf lá á götunni fyrir framan Reuter Ronald Reagan Bandaríkjaforseti og Nancy kona hans veifa til fagnandi mannfjöldans í Arbat-götu, en sovéskir öryggisverðir standa áhyggjufuUir að baki. hann og áheyrendur hentu kópekum í hana. Ungur maður, sem var gítarlaus á ferð á laugardagskvöld, fékk gítar lánaðan hjá einum vísnasöngvaran- um og söng um 1000 ára afmæli kristni í Rússlandi. Hann spurði svo í ljóði hvort þjóðfélag þeirra væri eins og Gaukshreiðrið. Kvikmyndin var fyrir skömmu sýnd í fyrsta skipti í Moskvu og sáu „allir“ hana. Lögregluþjónar eru á stöðugu vappi um Arbat-götu. Unga fólkið, sem er á aldrinum 15-30 ára, yfír- leitt í námi og bjartsýnt á framtíðina og perestrojku, vissi af þeim en lét nærveru þeirra ekki á sig fá. Það forðaði sér einungis þegar vatnsúð- arabifreið birtist til að þvo götuna og þá hljóp það. Bílstjórinn virtist ekki sjá vegfarendur og þeir sem ekki áttuðu sig í tæka tíð fengu ískalda dembu yfír sig í næturblíð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.