Morgunblaðið - 31.05.1988, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 31.05.1988, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1988 35 Vængur í stað segla Bandaríska skútan Stars and Strípes á tilraunasiglingu við San Diego i Kaliforniu. Myndin var tekin fyrir helgi, i fyrstu æfíngaferð skútustjórans Dennis Conner eftir sjósetn- ingu tvibytnunnar, sem notuð verður við vörn Ameríkubik- arsins í siglingum. í stað mast- urs og segla hefur verið settur eins konar vængur, sem virkar eins og flugvélavængur. Getur skútan náð 40 km/klst hraða í golu. Neyðarþingjúgóslavneskrakommunista: Gagngerar umbæt- ur eða nýja stjórn - sagði leiðtogi flokksins í Serbíu Belgrað. Reuter. Júgóslavneski kommúnista- flokkurinn hóf á sunnudag þríggja daga neyðarþing um efna- hagsástandið i landinu. Leiðtogi flokksins i stærsta lýðveldinu sagði í gær, að hefðu stjórnvöld ekki komið sér saman um viða- miklar umbætur i þjóðfélags- og efnahagsmálum fyrir haustið, yrði að fá aðra menn til þeirra verka. Neyðarþing kommúnistaflokksins er haldið í skugga mikilla erfiðleika. Verðbólgan er 152%, verkföll og ókyrrð meðal launafólks og erlendar skuldir, 21 milljarður dollara, eru meiri en þjóðin fær ráðið við. I gær sagði Slobodan Milosevic, 47 ára gamall leiðtogi flokksins í Serbíu, að yrðu yfirvöld ekki búin að beita sér fyrir „gagngerum þjóðfélagsum- bótum" fyrir haustið, yrði að boða til nýs skyndifundar kommúnista- flokksins. Ætti sú ráðstefna að hafa vald til að kjósa nýja menn í mið- stjóm og æðstu valdastöður flokks-' ins. „Annaðhort fer stjómin að vilja fólksins eða fólkið skiptir um stjóm með lýðræðislegum hætti," sagði Milosevic. „Ef við bíðum með umbæ- tumar höldum við áfram að safna skuldum, nýjum milljörðum dollara." Líbanon: Minnst 15 fórust í bíl- sprengingu 1 Beirút Beirút, Reuter. AÐ MINNSTA kosti fimmtán manns létust og rúmlega 60 slös- uðust þegar sprengja sprakk i bil nálægt skrifstofu flokks krístilegra falangista i Beirút í gær. Öryggisverðir sögðu að maður Geislavirkur úrgangur geymdur á Rockall eða á hafsbotni?: Ráðagerðir Breta valda miklum óhug í Færejrjum Krefjast þess, að danska stjórnin hafi uppi hörð mótmæli Þórshðfn. Frá Snorra Halldórssyni, fréttarit&ra Morgunblaðsins. FRÉTTIRNAR um þær áætlanir, þeirra sérstakt áhyggjuefni fyrir sem Bretar hafa á pijónunum um geymslu geislavirkra úr- gangsefna, hafa vakið mikinn óhug í Færeyjum og hefur Atli Dam lögmaður af þeim sökum snúið sér til stjórnvalda í Kaup- mannahöfn. Segir hann í bréfi til þeirra, að verði geislavirkum úrgangi komið fyrir á hafsbotni milli Færeyja og Skotlands eða á Rockall geti það haft skelfileg- ar afleiðingar. í bréfinu segir Atli Dam, að þótt bresk stjómvöld hafi enn ekki ákveðið hvar kjamorkuúrganginum verði komið fyrir, séu vangaveltur landsstjómina og alla Færeyinga. „í þeim skýrslum, sem birtar hafa verið í Bretlandi, kemur fram, að hugsanlegt sé að koma úrgang- inum fyrir á hafsbotni milli Fær- eyja og Skotlands og þá vekja ekki minni áhyggjur hugleiðingar um að geyma hann á Rockall," segir Atli meðal annars og krefst þess, að danska stjómin mótmæli harðlega við bresku stjómina. Jóannes Dalsgarð, formaður í umhverfismálanefnd Lögþingsins, segir í viðtali við blaðið Sosialurin, að Færeyingar verði að skera upp herör gegn þessum áætlunum Breta. „Við verðum að nota hvert ein- asta tækifæri til að mótmæla, við verðum að fá aðrar þjóðir við Norð- ur-Atlantshaf í lið með okkur í stríði gegn þessum stórhættulegu ráðagerðum, sem geta eyðilagt Atli Dam lögmaður lífsafkomu þjóðarinnar," Dalsgarð meðal annars. sagði hefði lagt bíl með um 70 kíló af sprengiefni í Ashrafiyeh-hverfinu í austurhluta Beirút-borgar. Hann hefði flúið eftir að hafa skilið bflinn eftir við kjötverslun í grennd við íbúðar- og skrifstofubyggingar. Þetta var önnur mesta sprenging í Líbanon á þessu ári, eyðilagði fjór- ar húsaraðir og átta til viðbótar urðu fyrir miklum skemmdum. Talsmaður lögreglunnar sagði að bfllinn hefði sprungið um hundrað metrum frá annari stærstu skrif- stofu flokks falangista og nálægt heimili Josephs al-Hashem, ráð- herra heilbrigðismála, félagsmála, póst- og símamála. Þessi hús hefðu ekki orðið fyrir skemmdum og eng- inn hefur lýst yfir ábyrgð á spreng- ingunni. Fréttaskýrendur segja að spreng- ingin hefði verið viðvörun til Has- hems, sem hvatti til þess á sunnu- dag að libanski herinn tæki að sér eftirlit með austurhluta Beirút. Sjónarvottar sögðu að ijöldi her- manna og öryggisvarða hefði komið á svæðið eftir sprenginguna, skotið vélbyssuskotum upp í loftið og lok- að svæðið af. Fjárframlög til NATO: Hlutur Evrópu fer vaxandi Nýstárlegur dómur: Reykingabindindi eða fangelsis vist Dallas. Reuter. DÓMARI I Texas hefur skipað 23 ára gamalli, fimm barna móð- ur, sem er á opinberu framfærí, að hætta að reykja þar sem það nái ekki nokkurrí átt, að skatt- borgararnir standi straum af þeim ávana hennar. Konan var á skilorði vegna þjófn- aðar en ákæruvaldið hafði krafist þess, að hún yrði látin sitja af sér tveggja ára dóm vegna þess, að hún hafði gert tilraun til að flýja burt úr ríkinu. Leonard Hoffman, dóm- ara í Greenville, leist þó ekki vel á að fangelsa konuna og sagði, að það yrði bara enn útlátasamara fyrir ríkið. „Hún grét og barmaði sér og bað um annað tækifæri þegar ég spurði hana hvort hún reykti," sagði Hoff- man og þegar konan játti því skip- aði hann henjii að hætta því á einum mánuði eða fara í fangelsi ella. „Konan hafði ekki orðið sér úti um neina atvinnu til að sjá sjálfri sér og bömunum farborða og því skyldu þá skattgreiðendur borga fyrir tóbaksfíknina,“ sagði Hoffman dómari, sem sjálfur var mikill reykingamaður í eina tíð. Reykti hann þá tvo pakka á dag en hætti fyrir um 30 árum. Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgnnblaósins. Á vegum hins svokallaða „Evrópuhóps" sem eru 12 Evrópuríki innan Atlantshafsbandalagsins hefur veríð gefinn út bæklingur sem fjallar um framlög Evrópuþjóðanna til sameiginlegra útgjalda NATO og eigin varna. Bæklingurínn kemur fram á tímum vaxandi gagn- rýni í Bandaríkjunum í garð Evrópuríkjanna vegna ónógra framlaga þeirra til sameiginlegra varna. Reiknað er með þvi að þetta mál setji svip sinn á komandi forsetakosningar í Bandarikjunum i haust. Evrópuhópurinn var stofnaður þjálfunar, flutningatækni, árið 1968 m.a. vegna gagnrýni sem þá var uppi um ónóga þátttöku Evrópuríkjanna í vömum Evrópu. Markmið hans er því að styrkja hinn svokallaða evrópska stólpa í þeirri brú sem menn hugsa sér að Atlantshafsbandalagið myndi yfír Atlantshafið. í bæklingnum em tínd til ýmis töiuleg og söguleg rök fyrir því að Evrópuríkin hafi alla tíð haft ábyrga afstöðu í eigin vamar- og öryggis- málum. Minnt er á Bmsselyfirlýs- inguna frá 1948 sem var fyrsti vísir- inn að Atlantshafsbandalaginu og staðfesting þess að Evrópuríkin vildu vinna saman að því að tryggja eigin öryggi og friði. Evrópuríkin vinni saman að sameiginlegum ör- yggismálum á mörgum sviðum, bæði formlega og óformlega. Þau hafi með sér formlegt samstarf inn- an þriggja samtaka; Evrópuhópur- inn sem leggur fyrst og fremst áherslu á hagnýta samvinnu á sviði sam- skiptatækni, skyndihjálpar og hjúkmnar og alls konar atriða sem snerta skipulag. IEPG (Independent European Programme Group) sem er einskonar „Eureka" áætlun í Evrópu og miðar að því að efla framleiðslu vamartækja í Evrópu og efla evrópskan iðnað. Vestur- Evrópusambandið sem byggist á endurskoðaðri útgáfu Bmssel-yfír- lýsingarinnar frá 1954 og em sam- tök Nato-ríkja innan Evrópubanda- lagsins. Lögð er áhersla á að samn- efnari alls þessa samstarf sé og verði Atlantshafsbandalagið og samstaðan við Bandaríkin um sam- eiginlegar vamir og öryggi. 3,5 milljónir undir vopnum í bæklingnum kemur fram að Evrópurfkin í NATO hafí 3,5 millj- ónir manna undir vopnum og annað eins í varaliði. Sambærilegar tölur fyrir Bandaríkin séu 2,3 milljonir undir vopnum og 1,5 milljón í vara- liði. 95% herfylkja NATO séu evr- ópsk, 90% mannaflans, 90% stór- skotabúnaðar, 80% skriðdreka, 80% omstuflugvéla og 65% stærri her- skipa, séu að sama skapi á vegum Evrópuríkja. Bent er á að frá árinu 1970 hafi heildarútgjöld Evrópu- ríkja til vamarmála vaxið um 34% en einungis 15% í Bandaríkjunum á sama tímabili. Ef miðað er við útgjöld til þessa málaflokks á fbúa hefur framlaga Evrópuþjóða aukist um 21% á þessu 17 ára tímabili en dregist saman um 3% í Banda- ríkjunum. 5% aukning hefur orðið á mannafla í heijum Evrópuríkj- anna en 31% samdráttur í banda- ríska hemum. Ef miðað er við þjóð- artekjur em framlög Bandaríkjanna mun hærri eða 6,5% á móti 3,5% til jafnaðar í Evrópu. Minnt er á að aðferðir innan Atlantshafs- bandalagsins til að meta framlög aðildarríkjanna til þessara mála séu að sumu leyti ekki fullnægjandi t.d. sé ekki tekið tillit til tapaðrar arð- semi af fasteignum sem lagðar em til hemaðamota í Evrópu. Eins seg- ir það sína sögu að hinn almenni borgari í Bandaríkjunum hafi 60% meira í vasanum til að eyða í annað þegar búið er að greiða vamar- reikninginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.