Morgunblaðið - 31.05.1988, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 31.05.1988, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1988 15 Hagnr okkar allra eftirHákon Bjarnason Á unglingsárum mínum um og eftir 1920 hófst mikil og hörð sam- keppni milli Eimskipafélags íslands og Sameinaða gufuskipafélagsins danska. Sameinaða hafði haft með höndum nær alla vöruflutninga að og frá íslandi um marga tugi ára. Þegar hinn ótakmarkaði kafbáta- hemaður Þjóðveija hófst á fyrri stríðsárunum lögðust allar sam- göngur af á milli íslands og Dan- merkur. Eimskipafélagið var þá ungt að árum og átti aðeins tvö skip um þær mundir, en þau ásamt nokkrum litlum leiguskipum hófu siglingar til Ameríku. Komu þær siglingar í veg fyrir að hér yrði alger skortur á mörgum lífsnauðsynjum. Þegar siglingar hófust að nýju eftir stríðslokin tók Sameinaða aft- ur upp íslandsferðir eins og ekkert hefði í skorist. Óttuðust þá margir að Eimskip stæði höllum fæti gegn ríku og gamalgrónu skipafélagi þegar til kastanna kæmi, og að það yrði undir í harðri samkeppni. Hætta var á að Eimskip yrði að gefast upp. Þá brá svo við að inn- og út- flytjendur, fyrst einstakir kaup- menn og verslunarfélög_ en smám saman hávaðinn allra íslendinga, tóku Eimskip fram yfir Sameinaða. Fræg varð sagan af kaupmannin- um, sem tók það skýrt fram í vöru- pöntun sinni, að sendingin skyldi koma með íslensku skipi, sem færi á nánar tilteknum degi frá Kaup- mannahöfn. Svo líður nokkur tími uns tilkynning barst kaupmanni um að vörumar væru komnar á hafnar- hörmulegt til þess að vita að ekki gekk saman með Flugleiðum og íslensku félagssamtökunum. Væri vel ef almenningi væri skýrt nánar frá því hvers vegna tilboði Flugleiða var ekki tekið eða hvort samningar hafi ekki verið reyndir til þrautar. En það eru fleiri blikur á lofti í flugmálum okkar. Fyrir skömmu sáum við í sjónvarpi nokkra valin- kunna íslendinga ganga brosandi í átt að flugvél SAS hér á Keflavíkur- flugvelli. Þetta félag hefur ákveðið að reyna fyrir sér með Islandsflug yfir sumarmánuðina, ef vera skyldi að það borgaði sig. Fari svo þarf „Islendingar verða að standa saman um flug- félög sín svo sem fram- ast er kostur. Hér er of mikið í húf i til að skella skolleyrum við.“ varla að spyija um framhaldið. Heyrst hefur og að Lufthansa muni einnig reyna fyrir sér á sumri kom- anda. Hákon Bjarnason Það er ekkert launungarmál að íslensku flugfélögin standa höllum fæti um þessar mundir. Þau þurfa að hafa sem flest sæti skipuð á flug- leiðum sínum til þess að komast af. Þetta verðum við íslendingar að hugleiða mjög gaumgæfílega. Hagur flugfélaganna er mjög ná- tengdur hag allra landsbúa. Vel- gengni þeirra er einn þáttur í sjálf- stæðismálum okkar. Við mættum minnast þess hvað íslenskir kaup- menn gerðu hér á árum áður til að veija Eimskipafélagið falli. Islendingar verða að standa sam- an um flugfélög sín svo sem fram- ast er kostur. Hér er of mikið í húfí til að skella skolleyrum við. Höfundur er fyrrverandi skóg- ræktarstjóri. Vaxtasneið Afmæll sreikningsins er heil kaka út af fyrir sig Talaðu við ofefeur um eldhústæki SUNDABORG 1 S. 688588 - 688589 bakka í Reykjavík, og hefðu þær komið með skipi Sameinaða félags- ins. Kaupmaður gerði sér lítið fyrir, vísaði til fyrra bréfs síns og kvað sendanda ekki hafa farið eftir fyrir- mælum sínum. Þess vegna skyldi sendandi hirða vöru sína á hafnar- bakka í Reykjavík. Framvegis skyldi hann senda vöru sína til Is- lands með skipum Eimskips, ef hann vildi selja vöru sína hingað til lands. Þessi saga varð víðfleyg og ýtti undir það að menn stóðu betur vörð um hið unga Eimskipafélag en ella hefði orðið. Raunin varð sú, að smám saman dró svo úr flutningum Sameinaða að það gafst upp fyrir samheldni íslendinga. Nú steðja enn hættur að flutn- ingamálum okkar. Fyrir nokkru tóku íslensk stéttarfélög upp á því að leita að tilboðum í flutning nokk- ur hundruð manna að og frá flug- höfn á meginlandi Evrópu. Endirinn varð víst sá, að Flugleiðir þurftu að fá eitthvað lítilræði meira en lægsta tilboðið var. Fyrir því hreppti erlent flugfélag hnossið. Hafi mis- munur á fargjöldum verið lítill er Afmælisreikningur er sterkur reikningur sem upphaflega var stofnaður í tilefni 100 ára afmælis Landsbankans 1986 og var aðeins opinn út afmælisárið. Reikningurinn öðlaðist skjótt miklar vinsældir og hefur nú verið opnaður á ný. Afmælisreikningur er að fullu verðtryggður og gefur að auki fasta 7,25% ársvexti allan binditímann sem er aðeins 15 mánuðir. Hann hentar því mjög vel til aimennra tímabundinna nota og er JF Landsbanki auk þess kjörin afmælisgjöf. fflk Islands Banki allra landsmanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.