Morgunblaðið - 31.05.1988, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 31.05.1988, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1988 Minning: Gísli Björnsson fv. rafveitustjóri Fæddur 18. mars 1896 Dáinn 25. mai 1988 Árla morguns 25. maí þegar morgunsólin sendi geisla sína yfir homfírska byggð, lagði aldinn heið- ursmaður, Gísli Bjömsson, fyrrver- andi rafveitustjóri, upp í sína hinstu vegferð. Arsól vordagsins varpaði birtu á föla ásjónu hins aldna ferða- langs og veitti birtu og friði í huga þeirra sem á bak áttu að sjá hugljúf- um samferðamanni. Langri og giftusamri ævi er lokið og byggðin við ósa Homafjarðar- fljóta á á bak að sjá einum sínum svipmesta persónuleika. Gísli Páll Bjömsson var fæddur á Austurhóli í Nesjasveit, en fluttist ellefu ára að Meðalfelli í sömu sveit. Á þessum stöðum lifði hann æsku sína ásamt fjórum systkinum sem nú em öll látin. Æskustöðvamar voru honum einkar kærar og lifðu í vitund hans sem helgidómur alla tíð. Þar uxu litfögur blóm í varpa og Ijúfur klið- ur söngfugla fyllti eyru hins unga sveins og vöktu þá þegar hjá honum lotningu fyrir fjölbreytileika íslenskrar náttúru. Gísli fæddist á síðasta tug nítjándu aldar og ólst upp eins og önnur böm þeirrar tíðar við fá- breytta lífshætti, þar sem fátt glapti sýn þeim ungmennum er vom að hefja sína lífsgöngu. Hann hlaut í vöggugjöf skarpa greind, næraan skilning og afburða verklagni. í foreldraranni hlaut hann það atlæti sem unnt var að veita og bar hann alla tíð hlýjar tilfínningar til síns æskuheimilis. Þar nam hann hinar æðstu dyggð- ir, samviskusemi, heiðarleika og óblandna virðingu fyrir umhverfinu og öllu því sem lífsanda dregur. Bamafræðslu naut hann sam- kvæmt venju þeirra tíma, og var síðan einn vetur í unglingaskóla í sinni heimasveit. Þetta var það veganesti sem sveinninn ungi hafði í farteskinu er hann hleypti heimdraganum og hélt út í lífíð á vit hins óræða. Snemma kom í ljós að þeir eigin- leikar sem hann var búinn nýttust honum vel og juku skjótt við þroska hans og hæfni. Fyrstu árin eftir að hann flutti úr föðurhúsum, stundaði hann ýmiskonar vinnu svo sem við vega- gerð og brúarvinnu, auk sjóróðra á vetmm. Brátt náði sjósóknin yfir- hendinni og stundaði hann hana næstu árin, bæði sem háseti, form- aður og útgerðarmaður. Skipakost- ur var ærið misjafn. Gísli stundaði fyrst sjóróðra á árabátum, en síðar á vélbátum. Hugur hans var opinn fyrir tækni og umbótum og árið 1918 festi hann ásamt kunningja sínum Jóni Guðmundssyni kaup á sjö tonna vélbáti með átta hestafla Dan-vél. Hlaut báturinn nafnið Baldur og má segja að hann hafí verið nokkur örlagavaldur í lífsháttum hans. Ekki hafði báturinn verið lengi í eigu þeirra félaga er bera tók á dyntum í gangverki hans og það neitaði að hlýða ætlunarverki sínu. Komu þá brátt í ljós einstakir hæfí- leikar Gísla til að ráða bót á þeim krankleika. Jókst þannig sífellt þekking hans á vélum og hæfni hans til viðgerða eftir því sem vélin í Baldri bilaði oftar. Segja má að hún hafi verið sá verknámsskóli sem lagði gmndvöllinn að því lífsstarfí sem átti eftir að verða hlutskipti hans. Brátt spurðist hvaða hæfíleikum þessi ungi snillingur bjó yfír. Þyrpt- ust menn til hans með biluð tæki og tól. Fór þar enginn bónleiður til búðar, því hann var þeim eiginleik- um búinn að vilja hvers manns vanda leysa. Sérstaklega var eig- endum vertíðarbáta hér við Homa- §örð mikill styrkur að eiga slíkan hauk í homi þegar afrakstri vertíð- arinnar var stefnt í voða vegna bil- ana í bátum þeirra. Þeim fer óðum fækkandi sem þessarar aðstoðar nutu, en mér er það ekki til efs að þeir munu í dag minnast þessa bjargvættar síns með hlýjum huga. Loks var svo komið, vegna annríkis við allskyns viðgerðir og fyrirgreiðslu að sjósókn var orðin aukabúgrein. Tók Gísli ákvörðun sem hann segir svo frá í endurminn- ingum er birtust í Heima er best á síðastliðnum vetri: „Árið 1927 fór ég endanlega úr sjóklæðum og hef ekki stundað sjó síðan." En áfram liðu ár annríkis og mikilla umsvifa. Árið 1927 réðst hann vélgæslumað- ur á rafstöðina á Höfn, sem þá var í eigu Landsbanka íslands. Jafn- framt hinu nýja starfí gafst meiri tími til að sinna viðgerðaþjónustu og ýmiskonar smíði. Setti hann á fót jámsmíðaverkstæði, sem hann starfrækti síðan um áratugaskeið til mikils hagræðis fyrir alla sýslubúa og aðra sem á slíkri þjón- ustu þurftu að halda. Brátt þurfti á meiri mannafla að halda og urðu margir þar til að leggja hönd á plóginn. Af þeim samstarfsmönnum Gísla hygg ég að séu einkum tveir sem hann vildi gjaman að væru nefndir; Annar er svili hans, Pétur Sigurbjömsson frá Borgarhöfn í Suðursveit, sem látinn er fyrir nokkrum árum. Ummæli Gísla um hann voru: „Það lék allt í höndunum á honum.“ Hinn er Guðmundur Guðjónsson frá Þóris- dal í Lóni, sem einnig var snillingur til verka. Hann býr nú í íbúð fyrir aldraða á Höfn. Þetta voru menn þeirrar kynslóðar sem vann störf sín af alúð og virðingu fyrir verk- efninu. Þá var tíminn ekki eingöngu mældur í peningum, heldur notaður sem gjaldmiðill í mannlegum sam- skiptum eins og þau geta best orðið. Þegar Gísli tók við rekstri raf- stöðvarinnar á Höfn var um að ræða litla rafstöð, sem eingöngu þjónaði verbúðum, verslunarhús- næði og nokkrum íbúðarhúsum. Fljótlega varð honum ljóst hvaða þýðingu rafmagnið gat haft fyrir búsetu í okkar harðbýla landi. Gerð- ist hann brátt ötulasti baráttumað- ur fyrir aukinni rafvæðingu, ekki einungis næsta nágrennis heldur allra hinna blómlegu byggða í slqoli skaftfellskra fjalla. íslenskt þjóðfélag var um þessar mundir að hefja siglingu inn í öld tækni og framfara og fyllti hinn ungi eldhugi vel það skiprúm sem honum var ætlað. Ætíð var hann í framvarðasveit þeirra sem unnu að raforkumálum í héraðinu á því tímabili sem hann var rafveitustjóri og reyndist hann þar ávallt ráð- hollur tillögugóður. Ekki tel ég á neinn hallað, þótt honum sé öðrum fremur þakkaður sá árangur sem þá náðist í rafvæðingu Austur- Skaftafellssýslu. Vissulega mátti hann stoltur líta til baka er hann lét af störfum raf- veitustjóra árið 1970 eftir 43 ára trúverðuga þjónustu við orkunot- endur þessara byggðarlaga. En nú var langt liðið á annasaman starfs- dag. Þó rak hann áfram jámsmíða- verkstæði í nokkur ár ásamt Pétri svila sínum. Hann var alla tíð hans hægri hönd í öllum hans umsvifum og annaðist alla umsjá í fjarveru Gísla af sinni alkunnu samvisku- semi. En framsýnin dvínaði ekki, þótt aldurinn færðist yfir og um það leyti, er opinberu annríki var að ljúka, gerðist hann aðili að stofn- un hlutafélags, sem hlaut nafnið Vélsmiðja Homafjarðar. Var því ætlað að leysa af hólmi það þjón- ustuhlutverk er Gísli hafði veitt for- ystu um tæprar hálfrar aldar skeið. Og er síðasta handtakið hafði verið unnið á gamla verkstæðinu hans, voru öll áhöld og vélar flutt yfir í nýja fyrirtækið. Þetta sem hér hefur verið skrifað er aðeins einn þáttur í lífsþræði þessa mæta manns. Hann varð þeirrar hamingju aðnjótandi að eiga ómældan þátt í uppbyggingu þess umhverfís sem honum var alla tíð hjartfólgnast. Hann sá byggðina við ósa Homafjarðarfljóts breytast f nýtískulegan og fallegan kaupstað með lífvænlegum skilyrðum fyrir unga sem aldna. Þegar horft var yfír farinn veg gat hann sannarlega verið stoltur af þeim handtökum er hann lagði af mörkum, til að sá draumur yrði að veruleika. Því var bæði maklegt og ánægjulegt er hreppsnefnd Hafnarhrepps kaus hann, í tilefni áttræðisafmælis hans 18. mars 1976, fyrsta heiðursborg- ara hins unga kauptúns og vildi með því veita honum virðingu og þökk. í einkalífi sínu var Gísli Bjöms- son farsæll maður, þótt stundum bæri á skugga. 5. apríl 1918 kvænt- ist hann Ambjörgu Amgrímsdóttur og hófu þau búskap á Grímsstöðum það ár. Árið 1924 ræðst hann í að byggja steinsteypt íbúðarhús á Grímsstöð- um og var það annað hús þeirrar gerðar á Höfn. Þau hjónin eignuð- ust saman fímm böm og eru fjögur þeirra á lífí en þau em: Amgrímur, Katrín, Borghildur og Bjöm Karl. Árið 1927 urðu þau fyrir þeirri sorg, að yngsti sonur þeirra, Stefán Guð- mundur, lést úr kíghósta rúmlega þriggja mánaða gamall. Að öðm leyti lifðu þau hamingju- ríku lífí þótt efnahagur þeirra leyfði engan sérstakan munað. En skyndi- lega dró ský fyrir sólu. Húsfreyjan unga átti við vanheilsu að stríða og andaðist 23. mars 1935. Sár harmur var kveðinn að eigin- manni og bamahópnum unga, en Gísli hélt áfram heimili með bömum sínum. Árið 1938 réðst þangað ung kona, Regína Stefánsdóttir frá Kálfafelli í Suðursveit, en þau höfðu þá fellt hugi saman. Varð hún brátt stoð og stytta heimilisins á t Móöir okkar, tengdamóöir og amma. LAUFEY STEFÁNSDÓTTIR, Fálkagötu 9, Reykjavík, sem lést 22. þ.m., veröur jarösungin frá Neskirkju miðvikudaginn 1. júní kl. 15.00. Guörún F. Jeffries, Árni L. Jónsson, Marvin L. Jeffries, Stefán Jónsson, Kristján Þ. Jónsson, Guðrún Siguröardóttir, Luna Jacobsen, Þóröur Jónsson, Ástriður Bjarnadóttir, Smári Jónsson, Jóhanna Sigurjónsdóttir, Geir Jónsson, Guölaug Jónsdóttir Elfna Kristjánsdóttir, og barnabörn. Föðursystir okkar, t SIGRÍÐUR BLÖNDAL, verður jarösungin frá Nýju kapellunni í Fossvogi miðvikudaginn 1. júní kl. 10.30. F.þ. aöstandenda, Sveinbjörg Kjaran, Sveinbjörn H. Blöndal. t Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR frá Þingeyri við Dýrafjörö, veröur jarðsungin frá Hallgrímskirkju miðvikudaginn 1. júní kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hallgrímskirkju. Ulfar Jacobsen, Dóra Hannesdóttir, Bára Jacobsen, Ólina S. Júlíusdóttir, Jón H. Júlíusson, Guömundur Júlíusson, Jónina Júliusdóttir, Richard Björgvinsson, Guörún R. Júlíusdóttir, Jón Ó. Halldórsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda vinsemd viö andlát og útför GUÐRÚNAR INGVARSDÓTTUR. Vigdís Gissurardóttir og systkinabörn. t Faöir okkar og tengdafaöir, SIGURÐUR JÓNSSON, áðurtll heimilis á Nýlendugötu 4, lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, 20. þ.m. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju 1. júní kl. 10.30. Alda Björk Sigurðardóttir, Hans Pótur Jónsson, Magnús Jón Sigurðsson, Sigriöur Edda Ólafsdóttir. t Þökkum af alhug auðsýnda samúö og vináttu viö andlát og útför, ÁSTU MARÍU GRÍMSDÓTTUR Gunnar Finnsson, Elísabet Jacobsen, Asta María Gunnarsdóttir, Anna Gunnarsdóttir, Súsanna Gunnarsdóttir, Bylgja Gunnarsdóttir, Kristinn Gunnarsson, Rafn Gunnarsson, Hjörleifur Gunnarsson. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfund- ar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.