Morgunblaðið - 31.05.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.05.1988, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1988 Fiskeldisnám á Kirkjubæjarklaustri eftirJón Hjartarson Menntamálaráðherra, Birgir ísleifur Gunnarsson, hefur ákveðið að kennsla í fiskeldi fari fram við Kirkjubæjarskóla á Síðu á Kirkju- bæjarklaustri. í þessari ákvörðun felst að þar verður starfrækt fisk- eldisbraut við skólann, sem út- skrifar nemendur sem eldisfræð- inga eftir tveggja vetra nám. Inntökuskilyrði í fískeldisnám eru eftirfarandi: 1. tveggja vetra (4 annir) nám í framhaldsskóla, 2. eins vetrar nám (2 annir) í framhaldsskóla og eins árs starfsreynsla við fiskeldi, sjáv- arútveg eða landbúnað, 3. að nemendur séu orðnir 20 ára, með starfsreynslu í of- angreindum greinum. Þá fá nemendur fornám í eina önn í grunnfögum í líffræði, efna- fræði, stærðfræði, íslensku og tungumálum auk viðbótará- fanga í þessum greinum með hinu eiginlega fiskeldisnámi. Námið Markmið fiskeldisnámsins er: a) að vinna við og/eða stjóma fi- „Skólinn hefur yfir að ráða f iskeldisstöð, þar sem verklega kennslan fer að hluta til fram. I stöð skólans er seiða- eldi og matfiskeidi (bleikja, urriði) þannig að þar fá nemendur grunnþjálfun áður en lengra er haldið.“ skeldisstöð, b) að nemendur séu hæfir til þess að fara í framhalds- nám hér heima eða erlendis. Helstu efnisatriði námsins eru fiskeldi þar sem farið er yfir líffræðilegar og tæknilegar for- sendur fiskeldis, auk þess er farið rækilega í fiskeldi á Islandi, farið er vandlega í fóður, fóðurgerð, líffræðilega eiginleika fóðurs og fóðurþarfa, fóðrunaraðferðir o.fl. Lögð er mikil áhersla á lífefna- fræði og lífeðlisfræði físka, farið er vandlega í fisksjúkdóma bæði hvaða sjúkdóma um er að ræða, smitleiðir og meðferð. I kennslunni er farið í lagarvatnsfræði þar sem fjallað er um vistkerfi í ám og vötnum, vatns- og veðurfræði, mengun og almenna vistfræði, mannvirkjagerð auk kynningar á helstu vélum og tækjum, sem not- uð eru í fískeldi auk margra fleiri þátta. Veigamikill þáttur námsins er verkleg kennsla, en hún samsvarar 5 mánaða vinnu í fískeldisstöð. Verklega námið fer fram í eldis- stöð skólans, samhliða bóklega náminu, og er auk þess ein heil önn út í fiskeldisstöðvum víðs veg- ar um land. Skólinn hefur yfir að ráða fisk- eldisstöð, þar sem verklega kennslan fer að hluta til fram. í stöð skólans er seiðaeldi og mat- fískeldi (bleikja, urriði) þannig að þar fá nemendur grunnþjálfun áður en lengra er haldið. Nemend- ur fá daglega starfsþjálfun í fi- skeldisstöð skólans. Fiskeldisstöð skólans er í eigu Kristins Guð- brandssonar og fleiri aðila, sem af miklum rausnarskap hafa leigt skólanum stöðina til kennslu. Ber að færa þessum aðilum bestu þakkir, því án þeirra stuðnings væri ekkert hægt að gera í þessum málum hér á staðnum. Að loknu námi við brautina fá nemendur námsheitið „eldisfræðingur" og Frá Kirkjubæjarklaustri. geta farið í eins árs nám við Tækniskóla íslands í stjómun fyr- irtækja, eða erlendis í sémámi. Eflaust verða til fleiri möguleikar í framtíðinni fyrir nemendur til framhaldsnáms. Aðstaða nemenda Nemendur búa í heimavist, ann- ars vegar er um að ræða heima- vist skólans fyrir hluta nemenda. Opið svarbréf til stiómar SSA eftír Hjörleif Guttormsson Ég þakka ykkur fyrir bréf sem þið senduð „til þingmanna Austur- landskjördæmis og annarra lands- byggðarþingmanna", dagsett 27. apríl 1988. Það barst mér meðan Alþingi var í önnum áður en ríkis- stjómin gaf þinginu frí og tók lög- gjafarvaldið í sínar hendur. Þing- menn Austurlands hafa ekki enn sest niður til að ræða erindi ykkar í sameiningu, en ég vona að til slíks fundar verði boðað innan tíðar. Mér er ljóst að mikil alvara býr að baki erindi ykkar. Það er óvenjulegt að hópur manna, sem stutt hefur ólíka stjómmálaflokka sameinist um ávarp sem þetta, þar sem harður dómur er kveðrrm upp yfir ríkjandi stefnu í löggjafar- starfí og landsmálum að því er landsbyggðina snertir. Bréf ykkar er mjög tímabær viðvömn til allra þeirra sem tekið hafa að sér trún- aðarstörf fyrir landsbyggðarfólk og haft geta áhrif á þróun mála. Ég tek eindregið undir áhyggjur ykkar. Landsbyggðin sem heild er í hættu. Atvinnulíf byggðarlag- anna hefur verið að veikjast vegna efnahagsstefnunnar sem fylgt hef- ur verið. Útflutningsatvinnuve- gimir sem em burðarrásin í at- vinnulífi landsbyggðarinnar hafa búið við versnandi afkomu og út- gjöld þeirra hafa vaxið óðfluga, ekki síst fjármagnskostnaður. Geta þessara greina til þróunar og til að greiða starfsfólki sóma- samleg laun hefur minnkað að sama skapi. Fjármagnið hefur ver- ið flutt burt frá landsbyggðinni og birtist m.a. í stórfelldum fijár- festingum og þenslu á höfuðborg- arsvæðinu. Vegna samdráttar og langvar- andi skipulagsleysis í landbúnaði er þröngt fyrir dyrum hjá mörgu sveitafólki. Þar á sér stað stórfelld eignaupptaka og margir bændur munu að óbreyttu standa slyppir upp frá jörðum sínum. Þessi öfug- þróun í sveitum hefur þegar haft mjög neikvæð áhrif á þéttbýli og þjónustukjama víða um land. Hjörleifur Guttormsson „Veg-na samdráttar og langvarandi skipulags- leysis í landbúnaði er þröngt fyrir dyrum hjá mörgu sveitafólki. Þar á sér stað stórfelld eignaupptaka og marg- ir bændur munu að óbreyttu standa slyppir upp frá jörðum sínum. Þessi öfugþróun í sveit- um hefur þegar haft mjög neikvæð áhrif á þéttbýli ogþjónustu- kjarna viða um land“. Stefnan gagnvart sveitarfélög- unum og mismunun í gjaldtöku fyrir opinbera þjónustu hefur auk- ið stórlega á það misrétti sem íbú- ar landsbyggðarinnar búa við og veikt verulega getuna til viðnáms. Stöðnun í íbúðabyggingum og fækkun íbúa viðast. hvar utan höf- uðborgarsvæðisins em hættu- merki sem enginn getur litið fram hjá. Svo langt er nú gengið, að í skýrslu Byggðastofnunar fyrir árið 1987 er talað um nauðsyn á samdrætti varðandi opinberar framkvæmdir og uppbyggingu þjónustu á landsbyggðinni „meðan ekki er sjáanlegt neitt lát á hinni neikvæðu byggðaþróun". Á öllum þessum sviðum þarf að verða steftiubreyting strax. Því lengur sem hún dregst þeim mun meira átak þarf til að vinna upp það sem tapast hefur og framtíð byggðanna verður óvissari. I bréfi ykkar hvetjið þið þing- menn úr landsbyggðarkjördæmum til að endurskoða vinnubrögð sín og snúa bökum saman um hags- muni landsbyggðarinnar. Sannar- lega væri æskilegt að það gerðist. Ég vek athygli á að þeir sem standa að ríkisstjóm á hveijum tíma ráða mestu um ferðina. Svo virðist sem landsbyggðarþing- menn í stjómarflokkunum „nái ekki vopnum sínum" eða þekki ekki sinn vitjunartíma. Af hálfu ýmissa þingmanna er þó áreiðan- lega til staðar viss vilji til sam- stöðu um málefni landsbyggðar- innar þvert á flokksviðjar. Ég stað- hæfi a.m.k. að meðal stuðnings- manna og forystumanna Alþýðu- bandalagsins jafnt í þéttbýli sem dreifbýli er ríkur skilningur á stöðu landsbyggðarinnar. í þessu sambandi vísa ég til stefnu Alþýðubandalagsins og verka flokksins í ríkisstjómum á liðinni tíð svo og til fjölda mála á undanfömum þingum sem miða að því að leiðrétta stöðu lands- byggðarinnar. Frá síðasta þingi má í því sambandi nefna frumvarp um afnám skerðingar á Jöfnunar- sjóði og tillögur um endurskoðun á tekjustofnum sveitarfélaganna. Af málum sem undirritaður hafði frumkvæði að á síðasta þingi má nefna tillögu um stuðning við tækniþróun í fiskiðnaði, tillögu sem samþykkt var sem ályktun Alþingis um athugun á flugfar- gjöldum „með sérstöku tilliti til hárra fargjalda i innanlandsflugi", tillögu um jarðgangaáætlun, og tillögu um sama gjald fyrir síma- þjónustu. Á fyrri þingum hef ég flutt tillögur um nýja byggða- stefnu og valddreifingu til héraða og sveitarfélaga. Flest ef ekki öll þessi mál hafa fengið jákvæða umsögn á vett- vangi stjómar SSA og eru ykkur því vel kunnug. Ég bið ykkur að skilja ekki orð mín svo, að ég telji að nóg sé að vísa til liðinnar tíðar. Það eru at- hafnir í nútíð og framtíð sem um er spurt og eiga að vera mæli- kvarðinn á pólitískan vilja manna. Um leið og ég fagna þeim bar- áttuhug sem fram kemur í erindi ykkar lýsi ég mig áfram reiðubú- inn til að vinna að því jafnt innan Alþingis og utan að leiðrétting fáist á stöðu landsbyggðarinnar og lífsaðstöðu fólks óháð búsetu og efnahag. Höfundur er þingmaður Alþýðu- bandaiagsins í Austurlandskjör- dæmi. Einnig geta nemendur leigt her- bergi í Hótel Bæ gegn hóflegri leigu. íbúðarrými er nægjanlegt á staðnum. Nemendur borða í mötu- neyti skólans 5 daga vikunnar, en um helgar geta þeir fengið keypt fæði af Hótel Bæ á kostnaðar- verði. Nemendur fá þveginn þvott. Kirkjubæjarklaustur er 270 km frá Reykjavík, *h hlutar leiðarinnar eru malbikaðir, þannig að ferðalög á milli eru mjög auðveldar. Kirlgu- bæjarklaustur er með veðursæl- ustu stöðum landsins, mjög snjó- létt og veðurblíða ríkjandi. Snjóm- okstur er daglega á milli Klaust- urs og Reykjavíkur. Innritaðir verða hámark 15 nemendur árlega. Nám í fiskeldi er nám í ungri atvinnugrein, þar sem breytingar og framþróun á sér stað með skjót- um hætti. Ég vil því að lokum vekja sérstaka athygli á því að hér er tækifæri fyrir konur að hasla sér völl frá upphafí, þannig að þær vakni ekki upp við það einn daginn að enn ein atvinnugreinin á Is- landi, sé fullsetin karlmönnum og ómögulegt að komast að. Höfundur er skólastjóri Kirkju- hæjarskóla á Siðu. „Að drepa í dróma“ „Nú er ég- alls ekki viss um að þessi breyting sé röng, mér bara finnst það.“ eftirJón Hjaltason í Gylfaginningu segir á einum stað frá börnum Loka Fárbauta- sonar jötuns. Eitt þeirra var Fen- risúlfur, gríðarleg skepna og eftir því varasöm. Af einhverjum ástæðum höfðu æsir úlfinn hjá sér sem hvert annað saklaust heimaa- lið lamb. „En er goðin sáu, hversu mikið hann óx hvem dag“ urðu þau óttaslegin. Var nú brugðið á ýmis ráð til að gera skepnuna skaðlausa. Akkilesarhæll Fenrisúlfs var kraftadellan sem hrjáði hann. Spil- uðu goðin á þennan veikleika og fengu úlfinn til að reyna sig við þrenns konar fjötra. Ifyrsti hét Læðingur og annar Drómi. Hvor- ugur þeirra fékk þó haldið skepn- unni eitt augnablik og braut hún sig úr þeim báðum ásum til mikill- ar hrellingar ef ekki skelfíngar. „Það er síðan haft fyrir orðtak, að leysi úr læðingi eða drepi úr dróma, þá er einhver hlutur er ákaflega sóttur." (Gylfaginning, R. 1975, bls. 49-50). Því er ég að rifja þetta upp að í grein minni um frummyndakenn- ingu Platóns heitins, er nýverið' birtist í Lesbók Morgunblaðsins, klykkti ég út með hugleiðingu um skilning okkar á kenningu Grikkj- ans; „hvort andi hans hefði ekki verið keyrður í dróma“ kaus ég víst að orða það. Einhvers staðar á vinnslustigi greinarinnar hjá Morgunblaðinu hefur þessum orð- um verið breytt þannig að í Les- bókinni stendur „drepinn í dróma“ í stað „keyrður í dróma“. Nú er ég alls ekki viss um að þessi breyting sé röng, mér bara fínnst það. Þess vegna vil ég nota þetta tilefni til að varpa fram spumingu til íslenskufræðinga, spumingu sem hefur lengi bmnnið á mér: Er rangt að segja og skrifa að eitthvað sé drepið I dróma? En ljúkum sögunni af Fenris- úlfi. í þriðju tilraun tókst ásum að binda hann enda enginn venju- legur kaðalspotti sem þeir notuðu í það sinnið. Fmmefni hans vom sex, þar á meðal skegg konunnar, andi fisksins og fuglshráki. Geðs- Ieg spottaefni það. Þegar kemur fram í ragnarökkur drepur úlfur- inn sig úr dróma, gleypir sólina og banar Óðni. Höfundur er sagnfræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.