Morgunblaðið - 31.05.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 31.05.1988, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1988 fót eru falleg Heimasaumuð fót fyrir alla Fötákrakka7-12ára eftir Sigrúnu Guðmundsdóttur Þriðja saumabók Sigrúnar. Áður hafa komið út Föt fyrir alla og Föt á böm 0-6 ára. Hér er sýnt hvernig á að sauma þægileg og góð föt á 7-12 ára krakka, svo sem buxur, peysur, skyrtur, kjóla, pils, samfestinga, jakka, úlpur, skíðaföt, kápurog ótal margt fleira. Tvær sníðaarkir fylgja og nákvæmar saumaleið- beiningar með hverri flík. í bókinni eru 500 vinnu- teikningar og 50 litmyndir af fötunum. Nú er um að gera að sauma ný og skemmtileg fötfyrirsumarið. Síðumúla 7-9. Slmi 688577. Laugavegi 18. Sími 15199-24240. FRAMANDI FÓLK Á FÍDJÍ! Texti og myndir: Þorbjörn Magnússon „Þetta eru ekki menn heldur dýr!“, segir Indverjinn bakvið búð- arborðið. Hann temprar róminn og hefur auga með öðrum viðskipta- vinum! Sumir þeirra eru uppruna- legir fídjí-menn. „Ef þú bara vissir hvemig þeir hafa rænt frá okkur og ruplað síðan „kúppið", það skiptir milljónum dollara." Hann beinir brúnbungandi möndluaugum á krosslímda fram- rúðu búðarinnar. Heldur svo áfram að sýna mér útvörp og annað dót af hillunum meðan við pötum útí loftið og lá.tumst vera að prútta. „Og þeir eru látnir komast upp með þetta, herinn og löggan eru þeirra megin,-hvað getum við gert?" Þegar hafa um þijátíuþúsund Indverjar svarað þessu á þá leið að flytja úr landi. Helmingurinn til Ástralíu, er sagt, hinir mest til Nýja-Sjálands og Kanada. En það er ekki auðfengið útflutningsleyfi á sjálfum sér og fjölskyldunni um þessar mundir. Aldrei verið meiri seinagangur og kontórtregi hjá hinu opinbera. Og hvemig eiga líka Indveijamir, sem margir hveijir em í verslun og atvinnurekstri að koma eigum sínum í peninga meðan geng- ið hrynur og engir túristar koma að kaupa og eyða vegna hins ótrygga ástands (hver vill vera drepinn í langþráðu fríinu?). „Það emm við sem höldum efnahagslíf- inu gangandi níutíuogfimm pró- sent,“ nær Indveijinn sér aftur á strik og otar að mér skærbleikri myndavél með innbyggðu flassi. „Bæði sykurreyrinn og túrisminn, já við stöndum undir öllum helstu tekjuliðunum. Hér fer allt í kalda kol ef við fömm.“ Farandverkamenn Væntanlega er töluvert til í þessu hjá honum, vom ekki Indveijamir einmitt fluttir til Fídjí til þess að vinna í sykrinum? Það var á nýlend- utímanum (1879) og enska plant- ekmbændur bráðvantaði verka- menn á ábatasamar sykurreyrs- ekmmar, sem þá spmttu ört upp á eyjunum. Hinir uppmnalega Fídjíeyjabúar af melanísku-pólí- nesísku kyni ræktuðu sína ávexti og rætur með lítilli fyrirhöfn og sóttu fisk í sjó að hætti forfeðr- anna. Þeir vissu ekki betur en að þeir hefðu það bærilegt og sáu enga ástæðu til að jaska sér út á plant- ekmm fyrir einhveija „peninga". Indveijar, sem bjuggu við þröng kjör og þrýsting heimafyrir vom hinsvegar til í að ráða sig til Fídjí uppá langtíma. Þeim var iðjusemin innprentuð og mörgum líkaði ekki stritið verr en svo að þeir fram- lengdu ráðningartímann og urðu að endingu um kyrrt. Þegar þessum innflutningi á far- andverkamönnum lauk (1916) og þeir gerðust samkvæmt nýjum lög- um leiguliðar á jörðunum, vom samtals 63 þúsund Indveijar á Fídjí. Um sama leyti vom fmm- byggjar eyjanna komnir niður í 83 þúsund. Fídjar vom 200 þúsund 45 ámm áður en höfðu stráfallið úr hvítramannasjúkdómum eins og mislingum og flensu. Síðan hefur báðum farið fjölg- andi en einnig á þvl sviði em Ind- veijar iðnari og strax um 1945 vom þeir búnir að pota sér fram úr Fídjum. Frumbyggjar eyjanna vom þarmeð komnir f minnihluta f sfnu eigin heimalandi. Lýðræðisleg afleiðing þessa ástands var óum- flýjanleg; í síðustu kosningum fékk flokkur vilhollur Indveijum meiri- hluta á þingi og völdin vom þannig komin í hendur „útlendinga". Stolt fjölskyldunnar. Innfæddir útlendingar Þrátt fyrir að Indveijar hafi búið á Fídjí frá því fyrir aldamót geta þeir enn. kallast útlendingar í þeim skilningi að þeir hafa ekki samið sig að lifnaðarháttum og siðum þjóðarinnar sem fyrir var f landinu. Hvorki í daglegu lífi, svo sem klæðnaði og mataræði, né í hugsun- arhætti og trúarbrögðum. Þeir hafa með öðmm orðum aldrei hætt að vera Indveijar. Kynþættimir tveir hafa ekki heldur blandað blóði svo nokkm nemi sem stafar kannski ekki síst af staðfestu Indveija í hjúskapar- málum. Til dæmis er óhæfa að ind- versk heimasæta sé í tygjum við útlending (í þessu tilfelli: ekki- Indveija), og bræður hennar geta gripið til grimmilegra ráða til þess að bjarga heiðri ijölskyldunnar. Fídjar hafa tæplega verið jafn ein- strangingslegir í þessum efnum, a.m.k. ekki framan af. Þeir em náfrændur Pólýnesa, sem em margrómaðir fyrir fijáls- lyndi í hjúskaparmálum. Alltént blasir sú staðreynd við, að nú búa í Fídjí tveir ólíkir kyn- þættir: annarsvegar fmmbyggjar eyjanna Fídjar, hinsvegar aðfluttir Indveijar (sjálfír kalla þeir sig Ind- veija). Þangað til nýlega hefur sambúð þeirra þótt með ólíkindum friðsam- leg og páfínn var rétt nýlokinn við að hæla þeim fyrir þetta þegar uppúr sauð á síðasta ári. Friðsam- leg ekki síst þegar þess er gætt að Fídjar vom mannætur þar til fyrir ekki alls löngu og þóttu einhveijir illvígustu stríðsmenn seinni heims- styijaldar í fmmskógarhemaði gegn Japönum. Vissulega hafa þeir séð sér margvíslegan hag af sam- búðinni við Indveija, sem hafa m.a. beitt sér mjög fyrir efnahagslegum framfömm. En það em takmörk fyrir flestu og þegar Indveijar kom- ust í valdaaðstöðu í krafti atkvæða- magns vom Fídjar ekki á því að láta aðkomumenn fara að ráðskast með sig og land sitt og settu hnef- ann í borðið. Herinn undir stjóm Rabúka og alfarið á bandi Fídja gerði „kúpp“; hrifsaði völdin, kippti stólunum undan nýsestum ráðherr- um indverska meirihlutans og hneppti þá í stofufangelsi. Auðvitað harðólöglegt, brot á leikreglum lýðræðisins, en hér var á ferðinni eldra og rótgrónara afl. Hið háa höfðingjaráð Á Fídjí er frá fomu fari arfgengt höfðingjaveldi og hefur aldrei verið upprætt þrátt fyrir nýja stjómar- hætti. Bæði fráfarandi forsætisráð- herra Mara, sem stjómaði landinu frá sjálfstæðinu seinustu sautján ár og landsstjórinn Ganilau (þjóð- höfðinginn/fulltrúi bresku krún- unnar) em slíkir ættbomir höfðingj- ar af æðstu gráðu. Þannig er vafa- Rabúka herforingi - handbendi höfðingjanna. mál hvort nokkumtíma hefur ríkt lýðræði í landinu nema að nafninu til. _ Áratugum saman hefur höfð- ingjaráðinu verið ljóst hvert stefndi. Það hlaut að koma að því að Ind- verjar, sem fjölguðu sér örar en hinir, fengju þingmeirihluta. Þá var einnig fyrirsjáanlegt hvaða mál yrðu sett á oddinn þegar er þeir hefðu tryggt sér völdin. Jarðsamband eða vergangnr Indveijar hafa aldrei mátt eiga land sjálfír en orðið að leigja það til ræktunar af Fídjum, stundum á ósanngjömum kjömm. Þetta hefur löngum verið helsta ágreiningsefni kynþáttanna og þessu myndu Ind- veijamir eflaust breyta undir eins og þeir treystu sér til. Peningamenn meðal þeirra gætu keypt upp heilu landflæmin ef þeir aðeins mættu. En hér draga landsfeðumir línuna, hingað og ekki lengra; „Landið hefur alltaf verið, er og verður okk- ar. Látum við það af hendi þá fer þjóðin og menningin á vergang.“ Samkvæmt þessu grundvallarat- riði varð að stöðva Indveijana áður en þeir næðu að festast í sessi, — kæmu hakanum undir homið á steini höfðingjavaldsins. Það var ekki seinna vænna-ef komast átti hjá blóðugri borgara- styijöld. Ifyrst á annað borð var staðið í uppskurði var botnlanginn tekinn í leiðinni: Slitið afdönkuðu konungssambandi við Bretland, landið sem átti upptök að öllu klúðr- inu en tinaði nú álengdar og vonaði að aðrir hreinsuðu til eftir heims- veldið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.