Morgunblaðið - 31.05.1988, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.05.1988, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1988 Morgunblaðið/Þorkeii Allur hópurinn, ásamt umboðsmönnum Morgunblaðsins á Vesturlandi, staddur fyrir utan Hótel Stykkis- Grundfirðingarnir urðu næstum af skemmtuninni þvi viftureim slitn- hólm. aði í langferðabíl þeirra. á Hótel Stykkishólmi MORGUNBLAÐIÐ hélt blaðburð- arbömum sínum og umboðsmönn- um af Vesturlandi veglega hátið s.l. sunnudag 29. mai á Hótel Stykkishólmi. Alls var búist við um 65 bömum víðsvegar af Vest- urlandi og fóra þau að týnast í húsið um kl. 11. Til hát- iðarinnar voru mætt 30 blaðburðarböra frá Akranesi, 6 frá Borgamesi, 3 frá Búðardal, 2 frá Hellissandi, 2 frá Hólmavik, 3 frá Hvammstanga, 7 frá Ólafsvík, 2 frá Rifi, 8 frá Stykkishólmi og 6 frá Grundar- firði. Það bólaði þó hvergi á Grundfirðingum en þegar leið að hádegi komu þeir loks. Viftureim hafði slitnað í bíl þeirra og tafið ferðina. Upp úr hádegi bauð Lilja Leifs- dóttir, innheimtustjóri Morgunblaðs- ins> alla velkomna og kynnti dag- skrána. Hún sagði jafnframt að markmið slíkrar hátíðar væri að efla tengsl við blaðburðarböm og um- boðsmenn úti á landi og, ekki síst, að skemmta sér. Þá voru blaðburðar- bömum afhentar Morgunblaðspeys- ur svo ekki myndi væsa um þau í nepjunni snemma á morgnana. Að loknum hádegisverði, sem fór hið besta fram, var boðið upp á myndbandssýningu. Þar var starf- semi Morgunblaðsins rakin frá því frétt verður til þar til áskrifendur fá blaðið sitt heim. Bömin fylgdust með af athygli og fannst þeim greinilega mikið til koma. Sérstaklega hrifust bömin af prentsmiðjunni í Kringlunni og þegar þau voru hvött til að heim- sækja hana þegar þau ættu leið í borgina, lýstu margir yfir að þeir myndu ekki láta það tækifæri úr greipum sér ganga. Þá var komið að skemmtiatriði hátíðarinnar. Ómar Ragnarsson og undirleikari hans, Haukur Heiðar, stigu á svið og sungu og fóru með gamanmál við góðar undirtektir við- staddra. Ómar fór hamförum í saln- um, dansaði á borðum, gelti og gagg- aði við hláturrokur áhorfenda. Böm- in kunnu greinilega að meta stólpagrín Ómars. Því næst stjómaði Ómar spumingakeppni og voru veg- leg verðlaun í boði en á meðan fund- uðu umboðsmenn Morgunblaðsins á Vesturlandi með Lilju Leifsdóttur innheimtustjóra og Jóhönnu Víborg, verkstjóra í afgreiðslu. Um fimmleytið var hátíðinni svo slitið og blaðburðarbömin héldu heim á leið eftir skemmtilegan dag. Skipulagningu hátíðarinnar ann- aðist Hanna Björk Þrastardóttir. Ekkert var gefið eftir í bjölluspurnmgunum. Galvaskir Hólmarar ásamt um- boðsmanni Morgunblaðsins á Stykkishólmi, Erau Lárusdóttur. Ómar Ragnarsson gekk ber- serksgang á Hótel Stykkishólmi. Stofnuð landsnefnd um friðarfræðslu og friðaruppeldi Kampakátir Akuraesingar borða hamborgara og franskar. STUÐNINGSHÓP um friðarupp- eldi og Rauðakrossi íslands hefur borist erindi frá WAO sem eru samtök er vinna að velferð munað- arlausra og yfirgefinna barna um allan heim, þess efnis að hér á landi sem og i öllum löndum heims verði stofnuð landsnefnd um frið- arfræðslu og friðaruppeldi. f bréfi frá stuðningshópnum segir m.a.: „Samtökin WAO leggja áherslu á alþjóðlega samvinnu til að koma í veg fyrir meginorsakir þess að böm verði munaðarlaus og yfirgefin. Þar sem stríð og ofbeldi eru þar efst á blaði hafa samtökin ákveðið að reyna að fá böm til að afneita stríði og ofbeldi til lausnar á vandamálum og leggja í stað þess áherslu á samvinnu og friðsamlegar lausnir. Tvær megin hindranir eru að þessu marki en það eru leikfangavopn og ofbeldi í fjölmiðlum og hafa samtök- in WAO ákveðið að undirstrika þessa þætti með tveggja vikna aðgerðum sem hefjast þann 7.september 1988 með degi helguðum eyðingu leik- fangavopna. Sá dagur verður upphaf friðarleikfangaviku og f kjölfar henn- ar kæmi friðarfjölmiðlavika fyrir böm. Þessum aðgerðum á síðan að ljúka með alþjóðlegum friðardegi bama þann 20. september. Þegar hafa verið stofnaðar lands- nefndir í yfir 70 löndum. Samtökin leggja á það áherslu að hver lands- nefnd hafi mjög breiða þátttöku og í henni eigi fulltrúa samtök, hreyf- ingar, félög og stofnanir sem á ein- hvem hátt geta haft áhrif á velferð bama.“ Stuðningshópur um friðaruppeldi og Rauðikross íslands vænta þess að þeir sem hlut eiga að máli skilji mikilvægi þessa erindis og tilnefni einn fulltrúa fyrir sig til að vinna að aðgerðum í haust og áframhald- andi starfi. Svör óskast send í póst- hólf 279, 121—Reykjvavík og verður stofnfundur landsnefndar boðaður síðar. Bólusetning gegn heila- himnubólgu Dr. L. Barretto frá Toronto heldur erindi um árangur bólu- setningar gegn Haemophilus Influenzae, heilahimnubólgu, á 2ja mánaða böraum og eldri í Kanada. Fyrirlesturinn verður haldinn í Domus Medica í dag, þriðjudag, kl. 17.30-19.00. Allir sem starfa við ungbama- og mæðraeftirlit em velkomnir. Hátíð blaðburðarbama
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.