Morgunblaðið - 31.05.1988, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 31.05.1988, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. MAI 1988 fclk í fréttum KIM BASINGER Hin fullkomna Holly- woodljóska Ekta eða óekta ljóskur skjóta upp kollinum með reglulegu millibili á hvíta tjaldinu, og margar þeirra verða kyntákn síns tíma. Nefna má nöfn eins og Harlow, Lombard, Grable, Monroe og Mans- field, ásamt Qöldamörgum eftirlík- ingum þeirra, og af þeim sem nýrri eru af nálinni má nefna þær Jessicu Lange, Madonnu og Kim Basinger. í dag er Kim Basinger álitin vera ímynd hinnar fullkomnu Holly- woodljósku, sem hvorki skortir raunverulegra kyntöfra, eins og greinilega kom í ljós í kvikmyndinni 9 vika, heldur býr hún jafnframt yfir raunverulegum leikhæfileikum. Henni er oft líkt við Marilyn Monroe, og þeirri samlíkingu vísar hún ekki alfarið á bug. „Ég vil samt ekki eingöngu vera álitin kyntákn, og mér finnst ég vera mjög ólík Mariljm sem kona. Ég tel mig vera sterkari heldur en hún var, svona Kim Basinger og Sean Connery í Never Say Never Again. eins og raunveruleg manneskja. Ég hef samt einnig mínar veiku hliðar, þó ég hafi snemma lært að veija sjálfa mig. Ég held að Marilyn hafi aldrei lært það. Mér finnst eins og ég búi yfir einhveijum miklum styrkleika." En það verður að ávinna sér þann styrkleika, sem nauðsynlegur er til þess að komast af í hinni miskunnarlausu Holly- wood. „Þegar ég var ung stúlka þá fannst mér ég hvorki vera falleg né aðlaðandi. Strákar strýddu mér vegna þess að ég var með stórar varir, og þá hljóp ég skælandi heim til mín.“ Pabbi hennar kom skapinu aftur í samt lag með því að segja henni að varimar ættu eftir gera hana bæði ríka og fræga. Það lá beint við að Kim Basin- ger, ljóshærð, bláeygð og 170 cm á hæð, snéri sér að fyrirsætustörf- um þegar hún sextán ára gömul Með Bruce WilUs í BUnd Date. I nýjustu mynd sinni, Nadine, leikur Basinger á móti Jeff Bridges. hafði unnið fegurðarsamkeppni í heimabæ sínum. 0g velgengnin lét ekki á sér standa. Þegar hún kom til New York leið ekki á löngu þar til hún skrif- aði undir samning við hið þekkta fyrirsætufyrirtæki Eileen Ford, og fljótlega var hún farin að vinna sér inn 1,000 dollara á dag. „Þótt mér gengi vel, þá var ég hræðileg fyrirsæta," segir hún. „Ég var líka mjög þunglynd á þessu tímabili í New York, og mest lang- aði mig til þess að syngja eða leika.“ Hún lærði raddbeitingu og dans og fór einnig í einkatíma í leiklist. Að loknum fímm arum í New York tók hún sig upp með gæludýrin sín og kærasta, og ók í jeppanum sínum til Los Angeles. Þar settist hún að á móteli og fékk sér umboðsmann. Sjónvarp hafði fyrir löngu síðan leyst kvikmyndimar af sem æfinga- svæði fyrir byijendur í leiklist, og fyrsta aðalhlutverkið sem Kim fékk var í framhaldsþætti sem hét Dog and Cat, en þar lék hún lögreglu- konu. Þættimir urðu þó ekki fleiri en sjö talsins, en í kjölfarið fylgdu hlutverk í nokkrum sjónvarpskvik- myndum og stuttum framhalds- þáttum. Fyrsta hlutverkið í kvikmynd fékk hún árið 1981, en þá lék hún á móti Jan-Michael Vincent í kvik- myndinni Hard Country, og ári seinna lék hún með Charlton Heston í Mother Lode. Hvorug þessara mynda naut nokkurra vinsælda. Sagan segir að það hafi verið eiginkona Sean Conneiy sem raun- verulega uppgötvaði hana, og varð það til þess að hún fékk aðalhlut- verkið á móti Connery í kvikmynd- inni Never Say Never Again, þar sem Connery snéri aftur sem James Bond. „Þetta var mjög erfitt," seg- ir Kim. „Á þessu tímabili þurfti ég mjög á hlutverki að halda til þess að vekja á mér athygli, og ég þarfn- aðist peninganna. En þetta þýddi samt ekki að frami minn sem leik- kona væri tryggður." Hún reyndist samt vera ein af fáum Bondstúlkum sem hafa komist áfram, og með leik sínum í kvikmjmdinni 9 vika varð hún að lokum stjama. COSPER — Hér er húsið okkar. Ég byrjaði á því fyrir tveimur árum. Sauð- burður Sauðburður er nú langt kom- inn og lömbin farin að hoppa og skoppa um holt og móa. Sauð- burðurinn er sem kunnugt er mik- ill annatími hjá bændum, en böm- in hafa alltaf jafn gaman af lömb- unum. Hér eru þeir Þorsteinn og Magnús í fjárhúsunum með föður sínum, Lofti Þorsteinssyni í Hauk- holtum í Hrunamannahreppi. Morgunblaðið/Sig. Sigm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.