Morgunblaðið - 31.05.1988, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 31.05.1988, Blaðsíða 66
66 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1988 // iío, es oleyfcK gulLfisk.'ínum (i idk^almenr\'i\eqan sundsprett. Reyndu að horfa fram fyrir þig, maður! Þetta verða vísindastofn- anir að rannsaka. Þetta er stærsta lifur sem ég hef séð um mína ævidaga!. HÖGISTI HREKKVÍSI Ovirðing við forsetaembættið Kæri Velvakandi. línur. Ég er búin að lifa lengi en Mig langar til að skrifa fáar fylgist samt vel með því sem ger- Launamismunur óþarflega mikill Til Velvakanda. Mikil umræða hefur skapast um það að undanförnu að nauðsynlegt sé að jafna laun fólks hér á landi til að skapa þjóðareiningu og gera þjóðinni kleift að komast útúr þeirri ^arhagsóreiðu sem ríkt hefur. Bent hefur verið á að launamismunur sé óþarflega mikill og fái menntamenn alltof stóran hlut. Kvennalistinn hefur sett þetta mál á oddinn og í því sambandi er athyglisvert að formaður flokksins er læknir og þekkir þessi mál vel eins og þau eru á sjúkrahúsunum. Ég hef sjálf unnið á sjúkrahúsi og veit að þar er mikill launamismunur á milli starfsstétta. Ég tel að vinnulaun ættu fyrst og fremst að ráðast af lengd vinn- utíma og því hversu erfítt starfið er. Góð laun ætti að borga fyrir öll nauðsynleg störf sem unnin eru. Menntun má að sjálfsögðu meta en enginn ætti þó að hafa nema um tíu prósent meira kaup en almennt verkafólk. Ég stend með Kvenna- listanum í því að launakjör verði jöfnuð og veit um marga sem eru sama sinnis. Sigrún Jóhannesdóttir ist bæði innanlands og utan. Ég ann listum og bókmenntum, einnig hef ég séð inn í annan heim, en hann er bjartari og betri en þes« sem við lifum í. Ég horfi á sólaruppkomu og sólarlag, sé alla þessa dýrð og óendanleik sem enginn skilur til fulls. Mér brá því í brún, þegar ég las í blöðunum að frú frá Vestmanna- eyjum ætlar að bjóða sig fram til forseta íslands á móti Vigdísi for- seta, þótt hún gæfí kost á sér til setu áJfram. Mér fínnst þetta óvirð- ing sem henni er sýnd, vona að það verði fleirum sem fínnst það. Ég skil ekki í þessu fólki sem styður þessa vitleysu. Við ættum heldur að þakka henni fyrir vel unnin störf og allan þann skilning og hlýju sem hún hefur sýnt landi og þjóð bæði inn- anlands og utan. Henni hefur alls staðar verið sýndur sómi og virðing hvert sem hún hefur farið, enda er hún hámenntuð, með sína ljúfu og failegu framkomu. Ég held við fáum ekki betri for- seta, en þessi frú frá Vestmanna- eyjum ætlar að hafa sig áfram með pólitísku hugarfari og þrasi. Ég held að það verði ekki til gæfu fyrir land og þjóð. Þó mér fínnist sjálfsagt að mynda sér skoðun á þeim málum, þá er það ekki rétt í þess tilfelli. Auðvitað verður forseti íslands að skrifa undir skjöl, en ekki með pólitísku hugarfari og þrasi. Það er nóg sundrung samt. Fríðbjörg Jónsdótt Vikverji skrifar Víkverji, sem hér skrifar á skjá, skrapp norður í land um hvíta- sunnuna. Hann ók sem leið liggur norður í Siglufjörð föstudaginn fyr- ir hátíðina. Ástand vega var víðast hvar gott. Bundið slitlag á mislöng- um köflum og sæmilegur malarveg- ur á milli. Sitt hvað þurfti að sjálf- sögðu lagfæringar við, en á heildina litið var vegurinn þolanlegur eftir því sem við er að búast svo snemma sumars. Klæðning er á þjóðvegi Húna- þings að stærstum hluta, þó að malareyður séu nokkrar. Bundið slitlag er síðan, smám saman, að leggja undir sig Vestur-Skagafjörð. Þegar austar dregur er ekið inn í fortíðina, hvað ástand vega varðar. Frá Hofsósi um Sléttuhlíð og Fljót norður í Siglufjörð ræður fomeskj- an ríkjum í vegamálum, mölin og moldin nær einráð. Þó er sú ánægjulega undantekning frá gær- deginum að klæðning er komin á Fljótaveg frá Reylq'arhóli, þar sem Guðmundur í Byko hefur reist myndarlegt fískeldi, austur fyrir Miklavatn að Lambanesi. Brýnt er að fá áframhaldandi klæðningu út Almenninga að Strákagöngum. XXX Haustið 1968 vóru vígð jarð- göng, Strákagöng, sem mfu einangrun Siglufjarðar við um- heiminn. Þrátt fyrir mikil snjó- þyngsli norður þar hefur sú vegar- bót, sem Strákagöng vóm og em, gjörbreytt landsamgöngum við Siglufjörð. Strákagöng hefðu hins- vegar þurft að koma tíu til fimmtán ámm fyrr. Þá hefði samþróun Siglufjarðar, Fljóta og jafnvel Sléttuhlíðar orðið önnur, meiri ogl farsælli fyrir þetta svæði allt. Þessi byggðarlög hefðu þróast, betur en varð í eitt atvinnusvæði — og sam- starf um flesta byggðaþætti orðið nánara. Þrátt fyrir fjarlægð tengd- ust austurhreppar SkagaQarðar hinsvegar Sauðárkóki — um margt — vegna erfíðra samgangna á þess- um liðnu árum við Siglufjörð. Fljótahreppamir tveir vóm ný- verið sameinaðir í einn, sem er spor til réttrar áttar. Það er máske full- mikil róttækni (eða framsýni) að sjá Fellshrepp, Fljót og Siglufjörð í einu sveitarfélagi, þar sem þessi byggðarlög sækja meiri styrk en nú er hvert til annars, og hagsýni og hyggindi ráða ferð um fram- vindu. Ef Strákagöng hefðu komið 1948, jafnvel 1958, í stað 1968, heyrði þessi meinta framsýni hugs- anlega vemleikanum og sagnfræð- inni til í dag. XXX En það var „gólfið" í Stráka- göngum sem ætlunin var að skrifa um. Þar er hola við holu. Og holur em hættulegar, ekki sízt í jarðgöngum. Á þreföldu afmælis- ári Siglufjarðar, þegar búast má við mikilli umferð þangað, kæmi ekki að sök þótt Vegagerðin tæki til hendi í þessum fyrstu jarð- göngum í vegakerfi landsins. Þar þarf sitt hvað að lagfæra, en fyrst og fremst gólf ganganna. Bregðast þarf við skjótt og myndarlega. Á hvítasunnu var Lágheiði, milli Fljóta og Ólafsfjarðar, sem styttir leið milli Siglufjarðar og Akureyrar langleiðina um helming, enn lokuð fyrir umferð. Þar er „niðurgrafínn vegur og látinn moka sig sjálfur", eins og heimamaður komst að orði við Víkveija. Er ekki kominn tími til að sinna Lágheiðinni betur en gert hefur verið? Byggja upp veginn og hjálpa vorinu við að lyðja hann? Ef jarðgöng tengja senn Ólafsfjörð við Eyjafjörð þarf sú mikla vega- framkværpd að tengja saman aust- ur- og vesturhluta Norðurlands. Þá verður að ljrfta Lágheiðarvegj upp á „yfírborð" jarðar. XXX Aheimleið til Reykjavíkur, kom- inn í Hvalfjörð, ók Víkveiji inn Laxárdal, yfír Kjósárskarð og upp á Þingvallaveg — og sem léið liggur til höfuðborgarinnar. Frá Kjósár- skarði og allnokkra kílómetra áleið- is til Reykjavíkur, á einni fjölföm- ustu akstursleið landsins, er enn malarvegur. Þessi vegur leit út eins og landslag á tunglinu, holumar jafnvel verri en í Strákagöngum. Það stendur að vísu til, að sögn, að setja klæðningu á þennan kafla Þingvallavegar í sumar, sem er víst eini kaflinn á leiðinni Reykjavík- Þingvellir sem ekki hefur bundið slitlag. Það er fagnaðarefni. Og óneitanlega væri hagræði að því að þessi fjölfarni vegarkafli yrði fremur klæddur slitlagi fyrir sum- ammferðina en eftir. Það sakar ekki að kostnaðurinn við fram- kvæmdimar skili sér í gagnsemi fyrr en síðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.