Morgunblaðið - 31.05.1988, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 31.05.1988, Blaðsíða 68
68 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1988 / Morgunblaðið/Sverrir Ingvar Ásmundsson ávarpar nemendur og gesti við skólaslit Iðnskólans í Reykjavík og fór athöfnin fram i Hallgrímskirkju. Fyrstu tölvuðumir brautskráð- ir frá Iðnskólanum í Reykjavík IÐNSKÓLANUM í Reykjavík var slitið við hátíðlega athöfn föstudag- inn 27. maí i Hallgrímskirkju. Á þessum áratug hefur nemendum skólans fjölgað jafnt og þétt úr um það bil 800 nemendumí hátt á 14. hundrað á þessu skólaári. Á vorönn stunduðu 1262 nemendur nám að deginum og 121 að kvöldlagi. Auk þess sóttu 372 starfandi iðnaðarmenn eftirmenntunarnámskeið á vegum skólans. Burtfarar- nemendur við skólann voru 314 á arinu, en úr meistaraskóla úskrifuð- ust 34 nemendur. Því útskrifuðust samtals 348 nemendur frá skólan- um á þessu skólaári. Verðlaun fyrir besta árangur á burtfararprófi hlaut Erla Jóna Guðjónsdóttir, kjötiðnaðarnemi, og Ólafur Á. Jóns- son, bakaranemi, fyrir annan besta árangurinn. Verðlaun skólans fyrir góðan virkjun, Guðmundur Ragnarsson, námsárangur hlutu eftirtaldir: Guð- rafeindavirkjun, Ingiríður Lúðvíks- mundur Guðfinnsson, bakaraiðn, dóttir, fataiðn, Pétur Einarsson, Vala Dröfn Hauksdóttir, rafeinda- húsasmíði, Matthildur Elmarsdótt- ir, Inga Kristín Guðlaugsdóttir, Ásdís Ingþórsdóttir og Olga Ólafs- dóttir, allar úr tækniteiknun. Hárgreiðslunámið er greinilega vinsælt enda útskrifuðust flestir úr þeirri deild eða 44, 36 úr rafeinda- virkjun, 33 úr bókagerð, 29 úr húsa- smíði, 27 úr tækniteiknun, en færri úr öðrum deildum. Nú útskrifuðust fyrstu nemend- umir af tölvubraut. Þeir eru 5 tals- ins og fá starfsheitið „tölvuður". Tölvuðir hafa hæfni til að annast forritun lítilla verkefna og viðhald gagna í litlum kerfum og til þess Morgunblaðið/Sverrir Erla Jóna Guðjónsdóttir, kjötiðnaðarnemi, tekur við verðlaunum úr hendi Ingvars Ásmundssonar, skólastjóra, en hún náði bestaárangri nemenda skólans á burtfararprófi. að velja saman hentugan vélbúnað og hugbúnað á hagkvæman hátt. Einnig útskrifuðust fyrstu 3 nem- endumir úr öldungadeild, allir í bókagerðargreinum. I ræðu sinni við skólaslitin sagði Ingvar Ásmundsson, skólastjóri, m.a.: „ Á undanfömum árum hefur skólinn í samráði við Iðnfræðsluráð og menntamálaráðuneyti leitast við að bæta menntun iðnaðarmanna, en betur má ef duga skal. Aukin tækni og bættur efnahagur gera kröfur um betri og fjölbreytilegri framleiðsluvörur og fjölþættari þjónustu. Til þess að uppfylla þess- ar kröfur þarf meðal annars að bæta menntun iðnaðarmanna. Yfirvöld hafa ákveðið að fram- vegis þurfi allir iðnaðarmenn að stunda nám í meistaraskóla til þess að öðlast meistararéttindi í sinni iðngrein. Ástæða er til að vekja athygli á því að menntun hvers manns er lífstíðarverkefni." Minning: Guðlaug Verónika * Franzdóttir Fædd 14. mars 1896 Dáin 14. maí 1988 Maður er dáinn. Þetta heyrum við og lesum dag hvem árið um kring og höfum það á tilfinning- unni, að á hverri mínútu hverfa af sviðinu þúsundir og svipuð tala kemur í staðinn. Svona snýst hjólið ár og síð. Við komum og förum, ef til vill ég í dag og þú á morgun, og almættið breiðir blessun sína yfir allt og alla. Kvatt hefur heið- urs- og merkiskonan Guðlaug Ver- l ónika Franzdóttir, fyrrum húsfreyja að Skálá í Sléttuhlíð, Skagafirði, södd langra lífdaga, 92ja ára. Verónika var fædd að Vatni á Höfðaströnd, elst þriggja bama merkishjónanna Jóhönnu Gunnars- dóttur og Franz Jónatanssonar, síðar bónda og bamakennara að Skálá í Sléttuhlíð. Systkini Verón- iku voru Jóna Guðný, sem býr í hárri elli á Sauðárkróki, og bróðir- inn Hjálmar, en tólf ára gamall féll hann fyrir voðaskoti úr annars manns hendi, en auðvitað óvart. Hann var myndarlegur og velgerður piltur, eins og hann átti kyn til. Heimili þeirra hjóna var rómað fyrir glæsimennsku, og þar ólst Verónika upp við mikið ástríki og bestu menntunarskilyrði, sem ung- um konum voru tiltæk. Oft hljóp hún í skarðið fyrir föður sinn við bamakennsluna. I erfiðu og löngu starfi hafði hún í farteski sínu þann vilja og þrek, sem þurfti til að vinna sigur og komast að settu marki. Með hughrifum og íjölhæfni mátti segja, að Verónika fylgdist með æðaslætti hreppsbúa. Fátt var henni óviðkomandi, þó ekki væri hún gömul. Ég sem unglingur þekkti Verón- iku af því orði, sem af henni fór, þar sem hún var talin með allra glæsilegustu konum bæði í sjón og raun, jafnvíg í leik og starfi. Á vetrum brá unga fólkið sér á skauta á Sléttuhlíðarvatni. Verónika var eina daman, sem tók þátt í þeirri íþrótt og skaraði fram úr fjöldanum. Fyrstu kynni mín af henni voru í ennslustund, sem hún ætíð sá um, þegar faðir hennar var fjarverandi. Það var komið vor, en kuldi í lofti. Við krakkamir vorum öll komin í skólahúsið. Þá birtist kennarinn, heilsaði með blíðu látbragði, neri saman höndum og sagði við stelp- umar: „Er ykkur kalt? Aldrei líður mér betur en þegar blessaður suð- austan fjallaþeyrinn sópast niður af Skálárhnjúknum til þess að vekja af næturblundi menn og skepnur." Því næst settist hún við orgelið og byrjaði að spila „Hve glöð er vor æska“ og söng með sinni alkunnu sópranrödd og auðvitað rauluðum við með henni. Þegar þessu lauk, fór hún út og hóf leik með okkur, og fór þar á kostum sem fyrr. Ég var gagntekinn af hrifningu af þessari fallegu konu. Hún var með- alhá með sínar gullbjörtu fléttur, sem náðu tvöfaldar í mittisstað. Vöxturinn fór þar eftir. Ég var á þrettánda ári og þetta var mitt fyrsta skot til kvenna. Vorið 1918 giftist Verónika Eiði Sigurjónssyni frá Óslandi í Ós- landshlíð, sem var verslunarmaður í Hofsósi. Hófu þau þá búskap að Skálá, en foreldrar hennar eftirlétu þeim jörðina og fluttu bú sitt til Málmeyjar. Eiður tók við bamaskól- anum af tengdaföður sínum og óð- um hlóðust á hann störf fyrir hrepp- inn. Varð harin oddviti, sýslunefnd- armaður og síðar hreppstjóri. Má því nærri geta, að hann var oft íj'ar- verandi og varð þá húsfrúin að taka á sig bæði stjóm á búinu og bama- kennslu. Verónika fór létt með hlut- verkið, og ég er viss um, að fáar konur hefðu eftir leikið. Verónika var sérstaklega fjölhæf manneskja. Hún var organisti hreppsins í tugi ára og stjómaði og æfði söngkór kirkjunnar. Skálárheimilið var róm- að fyrir rausn og myndarbrag. Bóndi hennar var mikill gleðimaður og átti marga vini, sem komu í heimsókn bæði boðnir og óboðnir. Allir fóru glaðir eftir gleðifund og konunglegar veitingar, auðvitað með það fyrirheit að koma aftur. Við Verónika vorum miklir vinir og vinsemdin óx eftir að við urðum sviltengd, enda þótt við hjónin byggjum á Akureyri, en þau í Skagafirði. Það er líka sagt, að gott sé að hafa vík á milli vina. Verónika og Eiður áttu fjögur böm, Sigrúnu, sem býr í Reykjavík og er sambýlismaður hennar Elías Sigurjónsson. Næstelst er Auður, sem gift er Hilmi Ásgrímssyni, og eru þau einnig búsett í höfuðborg- inni. Næstur í röðinpi er Hjálmar, sem kvæntur er Guðrúnu Ágústu Óskarsdóttur, og eru þau búsett í Vestmannaeyjum. Hinn soninn, Baldur, misstu þau tólf ára gamlan, sérlega myndarlegan og velgefinn. Var þá mikill harmur kveðinn að fjölskyldunni. Það er víst, að sorgin gleymir engum. Árið 1964 missti Verónika sinn elskulega eiginmann og fór þá í skjól Auðar og Hilmis, en síðustu árin dvaldi hún á elliheimilinu Grund. Guðs blessun og ástkærar kveðjur fylgja Veróniku frá bömum hennar, sömuleiðis hjartans þakkir frá bömum mínum, öðrum vinum og vandamönnum. I upphafi greinarinnar var ég eitthvað að tala um dauðann. Hann er ekki til. Verum minnug þess, að eftir krossfestinguna kom meistar- inn á fund lærisveina sinna, sem urðu felmtri slegnir, en hann hafði sagt: „Óttist ekki. Ég lifi og þið munuð lifa. Ég fer á undan að búa ykkur stað, því að það eru margar vistarvemr í húsi föður míns.“ í þessari vissu kveð ég mína elsku- legu vinkonu með eftirfarandi ljóðlínum; eftir ókunnan höfund. Vinir þínir þökkum þér, þína prúðu lund. Sjáum þig úr hörðum heimi, halda á blíðan sælufund. Hann, sem ann þér, hann, sem fann þér, helgan stað í bijósti sér. Bak við tímans tjaldið bláa, tekur sæll á móti þér. í Guðs friði. Hrafnistu, Hf. Bjarni M. Jónsson Þann 14. maí síðastliðinn andað- ist í Reykjavík Guðlaug Verónika Franzdóttir fyrrum húsfreyja að Skálá í Sléttuhlíð, níutíu og tveggja ára að aldri. Þar lauk sínu skeiði traustur og mikilhæfur stofn af aldamótakynslóðinni. Hún ólst upp hjá foreldrum sínum, en þau voru Franz Jónatansson og kona hans Jóhanna Gunnarsdóttir. Þau voru ættuð af Höfðaströndinni og höfðu verið þar, en fluttust frá Málmey að Skálá 1914. Þau áttu þijú böm, einn dreng, hann dó af slysförum ungur, og systumar tvær, Jónu sem nú er á Sauðákróki furðu em við háan aldur, mesta ágætiskona alla tíð, og Veroniku sem þá kom fyrst að Skálá og varð þar heimili hennar í rúm fjörutíu ár. Jóhanna og Franz vom sérstaklega skemmtilegt fólk, höfðingjar heim að sækja, leiðandi í söng og félagsmálum. Franz var organisti í Fellskirkju og skólakenn- ari við barnaskólann að Skálá. Þar varð því miðpunktur alls félagslífs í sveitinni. Veronika var því strax vön við þessar aðstæður og varð á allan hátt leiðandi aðili í söng og félagsmálum sveitarinnar. Árið 1918 giftist hún ungum ágætismanni Eiði Siguijónssyni og hófu þau það ár búskap að Skálá, en Franz og Jóhanna fluttu þá al- farin fram í Málmey, þar sem þau bjuggu í 24 ár. Þau Eiður og Veron- 'ika komu strax upp góðu búi á Skálá. Hann varð strax bamakenn- arinn og hafði það starf á hendi þar til þau hjónin fluttu til Reykjavíkur 1954. Veronika varð organisti við Fellskirkju, reyndar eini aðilinn þá í sveitinni sem kunni til þeirra hluta. Hún var sérstaklega elsk að söng og laðaði aðra til sam- fylgdar af frábæmm áhuga og með góðum árangri. Því starfi hélt hún alla tíð, þar til hún fór til Reykjavík- ur. Það kom af sjálfu sér að allt félagslíf sveitarinnar blómgaðist í tengslum við sönginn og Skálá varð þannig miðstöð alls félagsstarfs fólksins enda samkomuhús sveitar- innar þar. Hún var ágætis kennari, kenndi oft í skólanum þegar Eiður var bundinn við opinber störf sem vom mörg og mikil og tóku upp mikinn tíma. Þau hjónin vom sér- lega lagin að bægja frá allskonar erfíðleikum og vandræðum, og var því oft til þeirra leitað, enda vom þau vinsæl og virt af sveitungum og öðmm sem þeim kynntust. Þau vom höfðingjar heim að sækja, og lagin að vekja ánægju og gleði með söng og skemmtilegum samræðum. Eiður var oddviti Fellshrepps frá 1928 til ’54, hreppstjóri í 19 ár og sýslunefndarmaður í 25 ár og þar að auki í fjölmörgum opinbemm störfum. Starf húsfreyjunnar á Skálá var því alla tíð mikið. Heimil- ið iðulega fjölmennt, gestakomur geysilega tíðar, og varð þar stórlega aukning á þegar bflvegurinn kom til Siglufjarðar. Þar að auki lenti í verkahring húsfreyjunnar, að sjá um allt gengi sinn eðlilega gang þó húsbóndinn væri að heiman og fórst henni það ætíð vel. Heimili þeirra var hlýlegt og huggulegt og þróaðist til umbóta með breytingum tímans, sem var og með búskap þeirra og jarðnæði. Eiður og Veronika áttu fjögur böm, Sigrúnu og Auði, sem báðar em búsettar í Reykjavík og eiga afkomendur þar, Hjálmar, sem er starfsmaður hjá Útvegsbankanum í Vestmannaeyjum, og Baldur, sem dó 12 ára að aldri úr snöggum veik- indum; mesta myndarbam og var hans sárt saknað. Fósturdóttur ólu þau upp, frá Siglufírði og vom henni sem bami sínu. Þar að auki vom iðulega böm kunningja og vina um lengri eða skemmri tíma hjá þeim, sem unnu þeim af einlægum huga. Árið 1954 fóm þau Eiður og Veronika til Reykjavíkur. Sveit- ungar þeirra kvöddu þau með þökk- um og hlýjum vinarhug. Þar eignuð- ust þau nýtt starfssvið og sína vini, sem ekki verður rakið hér. Aldar- þriðjungur er liðinn síðan þau fluttu brott úr hinni norðlægu byggð. Sveitungamir flestir fluttir burt eða horfnir. Eiður er dáinn fyrir nokkr- um ámm, og nú þegar Veronika frá Skálá kveður í síðasta sinn, er hún kvödd með þökk og hlýjum minningarhug sinna gömlu sveit- unga. Eg undirritaður og kona mín Sigríður sendum bömum hennar og vinum þeirra einlæga samúðar- kveðju. Pétur Jóhannsson frá Glæsibæ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.