Morgunblaðið - 31.05.1988, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 31.05.1988, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1988 T Formannafundur ASÍ: Bráðabirgðalög- in ósvífin árás á samningsrétt Undirbúin kæra til Alþjóða- vinnumálastofnunarinnar FORMANNAFUNDUR Alþýðusambands íslands, sem haldinn var í gær, samþykkti harðorða ályktun í garð ríkisstjórnarinnar vegna setningar bráðabirgðalaga. I ályktuninni eru lögin sögð „ósvífin árás á samningsrétt verkalýðsfélaganna, “ og þess er krafist að þau verði afnumin. Fundurinn skoraði á verkalýðsfélög að „búa sig und- ir að fylgja þeirri kröfu eftir ef ríkisstjómin lætur sér ekki segjast.“ Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, sagði að til þess að fýlgja eft- ir kröfunni um afnám laganna kæmu bæði til greina verkföll og yfírvinnubönr.. „Slíkar ráðstafanir hljóta hins vegar að bíða síns tíma,“ sagði Ásmundur. „Það sem liggur beinast við er að við gerum allt sem í okkar valdi stendur á næstu vikum til þess að upplýsa fólk um það hvað felst raunverulega í þessum lögum, bæði hvað varðar kjara- skerðinguna sem í þeim er fólgin og þá mannréttindaskerðingu sem þau fela í sér. Sfðan munum við meta hvað við gerum frekar." Forseti ASÍ fékk í gær umboð miðstjómar sambandsins til þess að kæra bráðabirgðalögin til Al- þjóðavinnumálastofnunarinnar, ILO. „Það verður ekki sendur neinn alþjóðaher til íslands til þess að knýja fram afnám bráðabirgða- laga,“ sagði Ásmundur. „Ef stofn- unin kemst hins vegar að þeirri niðurstöðu að stjómin hafí brotið þær samþykktir sem ísland er aðili að, hlýtur hún að greina frá þeirri Islensks námsmanns leitað í Kaliforníu niðurstöðu og beina því til stjómar- innar að ástandinu verði komið í það horf sem alþjóðasamþykktir kveða á um.“ Ásmundur sagðist ekki vita til þess að áður hefði ver- ið leitað til ILO vegna kjaramála á íslandi. Hann sagðist myndu ráð- færa sig við lögfræðing áður en hann sendi erindi sitt til stofnunar- innar, sem yrði væntanlega í þess- ari viku. í ályktun formannafundarins er ummælum ríkisstjómarinnar, um að bráðabirgðalögin veiji lægstu laun og dragi úr launamun, mót- mælt sem ósannindum. „Með síend- urteknum lagaboðum um kjara- skerðingar og afnám samningsrétt- ar er verkalýðshreyfíngin svipt að- stöðu til þess að sinna á eðlilegan hátt því meginhlutverki sínu að semja um kaup og kjör. Þannig er grafið undan trausti félagsmanna á samningagerð og þar með trausti þeirra á verkalýðsfélögunum. Slíkar aðgerðir em því alvarleg atlaga að félagafrelsinu," segir í ályktun formannafundarins. Ekkerttil hans spurst síðan 14. mars LÖGREGLAN f San Diego í Kali- forníu hefur undanfarnar vikur grennslast eftir 25 ára göndum islenskum námsmanni, sem ekk- ert hefur spurst til siðan 14. mars siðastliðinn. Að sögn Höllu Linker, ræðismanns íslands í Kaliforníu, telur lögreglan að maðurinn sé ekki lengur á San Diego-svæðinu og jafnframt að ekki sé ástæða til að ætla að eitt- hvað alvarlegt hafi komið fyrir hann. Maðurinn hefur að undanfömu stundað nám við North Texas Uni- versity og fór í frí til Kalífomíu fyrr í vor. Að sögn Höllu Linker hringdi hann í íslenskan skólafélaga sinn hinn 14. mars og bað hann um að senda sér peninga fyrir flug- farseðli til Texas þar sem bílnum hans hefði verið stolið. Þegar hann skilaði sér ekki með því flugi sem hann hafði tiltekið hringdi skólafé- laginn í Höllu og hafði hún í fram- haldi af því samband við lögregluna í San Diego og bað hana pm að heija leit að manninum. Þetta var 16. mars og hefur lögreglan í Kali- fomíu svipast um eftir honum síðan en án árangurs. Bfllinn fannst í smábæ skammt frá landamærum Mexico og sagði Halla að lögreglan teldi að honum hefði ekki verið sto- lið. Lögreglan hefur meðal annars spurst fyrir um manninn á sjúkra- húsum í San Diego og að sögn Höllu mun sú eftirgrennslan hafa leitt í ljós að hann hafi komið á sjúkrahús og látið gera að smá- vægilegum meiðslum um svipað leiti og hann hafði samband við kunningja sinn. Hún sagði að lög- reglan teldi ekki að maðurinn hefði orðið fyrir árás eða að eitthvað al- varlegt hefði komið fyrir hann á San Diego-svæðinu og jafnframt að hann væri farinn af svæðinu. 6 réttinda- lausir skóla- stjórnendur Réttindalausir skólastjómendur eru sex á landinu, samkvæmt upplýsingum Sigurðar Helgason- ar deildarstjóra í menntamála- ráðuneytinu. í frétt blaðsins síðastliðinn sunnudag segir að réttindalausir skólastjómendur séu 50, en sam- kvæmt upplýsingum Sigurðar eru þeir ekki nema 6. Hótel Loftleiðir: Snyrtistofan opnar eftír breytingar Snyrtistofan á Hótel Loftleið- um hefur opnar að nýju eftir breytingar. Nýr eigandi er Hildur Pálsdóttir fótaaðgerðafræðingur en hún hefur unnið sl. 6 ár við fótsnyrtingar á Landakotsspítala. Með Hildi vinnur Þórunn Jensen snyrtifræðingur. VEIDIME NN Verslið þar sem gœðavörur og gott verð fara saman. Verið velkomin í hina glœsilegu verslun okkar í Hafnarstrœti 5. Sendum í póstkröfu. Opið á laugardögum kl. 10—16. Hafnarstræti 5, Símar 16760 og 14800 Barbour “-Abu Garcia HARDY áBeretta Scientific Anglers Það er eftirsóknarvert og ódýrt að ferðast með SAS til meginlands Evrópu verðir áfangastaðir. SAS býður ódýr fargjöld til þessara staða og þú nýtur þjónustu, sem þekkt er um heim allan. Með SAS kemstu örugglega á áfangastað — hvert sem er! Allar nánari upplýsingar færðu á ferðaskrifstofum, og hjá SAS, símar 21199 og 22299. SAS heldur uppi tíðu áætlunarflugi til allra heimsins horna. Þú getur treyst því að SAS komi þér á áfangastað fljótt og örugglega, hvenær sem er. Með viðkomu í Kaupmanna- höfn geturðu ferðast með SAS til allra helstu borga Evrópu. Amsterdam, Hamborg, Frankfurt, Dusseldorf, Munchen, Zúrich og Genf eru eftirsóknar- o CD Laugavegi 3, símar 21199 / 22299
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.