Morgunblaðið - 31.05.1988, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 31.05.1988, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1988 HH ATVINNUHORFUR Á AUSTFJÖRÐUM TEXTI: Bjöm Sveinsson EfplsHtöúum og Oaröar Rúnar SÍRurgeirsson Seyðisfirði RÁÐSTEFNA um stöðu og framtíð atvinnuvega var nýlega haldin á Egilsstöðum. Iðnþróunarfélag Austurlands gekkst fyrir ráðstefnunni og sóttu hana um 70 manns. Sagt var frá ráðstefnunni og nokkrum framsöguerindum í Morgunblaðinu fimmtudaginn 26. maí og hér á síðunni eru birtar þijár greinar til viðbótar frá þessari ráðstef nu. Fastgengisstefnan er gott markmið Það þarf að taka á öðrum þáttum samhliða, segir Finn- bogi Jónsson f ramkvæmdastj óri Síldarvinnslunnar hf. Finnbogi Jónsson Á RÁÐSTEFNU um atvinnumál á Austurlandi sem haldin var í Valaskjálf á Egilsstöðum talaði Finnbogi Jónsson framkvæmda- stjóri SUdarvinnsIunnar hf. á Neskaupstað um stöðu og horf- ur í sjávarútvegsmálum í fjórð- ungnum og kom fram í hans máli að sjávarútvegurinn hefði skilað 40,3 milijörðum í útflutn- ingsverðmæti á sl. ári sem er 76% af heildarútflutningsverð- mæti þjóðarinnar og að þetta hlutfall hafi farið heldur hækk- andi siðustu tvö árin. Finnbogi sagði: „Af þessu er ljóst að sjávarútvegurinn er undir- staða okkar lífskjara og þrátt fyr- ir allar spár um að aðrar iðngrein- ar kæmu að hluta til með verulegt framlag inn í útflutninginn, en því hefur verið spáð síðustu 15 árin, þá hefur svo ekki orðið. Allar okk- ar framfarir hafa verið í sjávarút- vegi, hann er því undirstaðan í þjóðfélaginu. En þrátt fyrir þetta er misjafn skilningur hjá þjóðinni á því á hveiju við lifum. Sem dæmi get ég nefnt að í vetur þeg- ar verið var að ræða efnahagsráð- stafanir ríkisstjómarinnar var DV með spumingar til fólks um hvað því fyndist um endurgreiðslu sölu- skatts til sjávarútvegsins. Kom m.a. fram í viðtölum við fólk að menn töldu að það ætti ekki að styrkja sjávarútveginn endalaust, menn töldu að þama væri um að ræða peninga beint úr ríkiskassan- um' En eins og menn auðvitað vita er þama verið að endurgreiða söluskatt sem búið er að greiða. Það þekkist hvergi í heiminum að það sé greiddur söluskattur af útflutningsvöru. Það er grundvall- aratriði fyrir sjávarútveginn í heild að menn hafí skilning á þýðingu hans í okkar þjóðarbúskap, því miður hefur sá skilningur farið þverrandi á undanfömum ámm. Sjávarútvegurinn er sá atvinnu- vegur sem skapar fólki vinnu og mestar tekjur á landsbyggðinni. Staða hans og afkoma hefur áhrif á tekjur sveitarfélaga hér miklu frekar en á höfuðborgarsvæðinu, afkoma hans hefur áhrif á þjón- ustustörf og iðnaðarstörf sem hér eru stunduð í tengslum við hann og hann hefur áhrif á landbúnað í þeim skilningi að staða sjávarút- vegs á hverjum tíma ræður að verulegu leyti fjölgun fólks og eft- ir því sem fólki fjölgar hér styr- kist landbúnaðurinn. Við getum síðan spurt hver staðan sé í raun. En það er þannig, að bátar, fyrir utan loðnubáta, em reknir með 7,1% tapi, minni togarar skiluðu hagnaði upp á 2,5%, stærri togar- ar skiluðu hagnaði upp á 2,2%, en útgerðin í heild er rekin með 1,7% tapi af tekjum. Staða botn- fískvinnslunnar er þannig að fryst- ingin er rekin með 10,5% tapi, söltunin skilar 2,8% hagnaði og vinnslan í heild er rekin með 5,8% tapi. Inni í þessu em ekki mikil- vægir hlutir sjávarútvegs sem tengjast Austurlandi, sem era ann- ars vegar loðnuveiðar og vinnsla og hins vegar sfldarsöltun og veið- ar. Um þær greinar er það segja að loðnuvinnsla hefur farið batn- andi á síðustu mánuðum og útlitið þokkalegt í augnablikinu, eftir að hafa verið rekin með mjög miklu tapi undanfarin ár. í sfldarsöltun sem hér er mikil er alger óvissa ríkjandi m.a. vegna samningsmála sem er reyndar ekkert nýtt og því lítið hægt að segja um afkomu- horfur þar. Nú við getum auðvitað spurt af hveiju staðan sé svona? Við höfum búið við góðæri til sjáv- ar, það hefur verið góður afli und- anfarið og verðlag á mörkuðum hefur hækkað, sem dæmi get ég nefnt að verð á saltfiski hefur hækkað á undanfömum ámm, sama er að segja um frystinguna, afurðir ákveðinna tegunda hafa hækkað mjög mikið á Bandaríkja- markaði síðustu tvö árin. Það skýt- ur því svoiítið skökku við að tala um slæma afkomu í sjávarútvegi í dag. En það er nú engu að síður staðreynd. Við þurfum því auðvit- að að spyija af hveiju. Vegna þess að afkoma í sjávarútvegi er líka spuming um afkomu manna á landsbyggðinni. Eitt af því sem ræður tekju- streymi í sjávarútvegi á hveijum tíma er annars vegar kostnaðar- hækkanir hér innanlands og hins vegar gengisskráningin. Við höf- um nú undanfarin misseri búið við fastgengisstefnu sem er mjög gott markmið að mínu mati m.a. vegna þess að 10% gengislækkun leiðir að öllu jöfnu til 5—10% hækkunar á verðlagi, þessvegna er það mjög þýðingarmikið að halda föstu gengi. Hinsvegar er staðreyndin sú að þetta er eitt af því fáa sem gert hefur verið til að draga úr verðbólgu. Það hefur ekki verið tekið á öðmm þáttum efnahagslí- Vaxandi áhersla lögð á vöruþróun Ferskt kjöt allt árið í SUMAR og haust er útlit á að hægt verði að fá ferskt og ófrosið dilkakjöt i allt að fimm mánuði. Þetta stafar af því að um 20 bændur i Öræfum ætla að hefja slátrun siðast í júní. Jafnframt munu bændur víðar á landinu hafa látið hluta áa sinna bera utan hefðbundins sauðburðartíma og lengja þann- ig þann tíma sem ferskt og ófro- sið dilkakjöt er á markaðnum. Með þessu eru bændur að koma til móts við kröfur markaðarins um ferskt kjöt í lengri tíma á hveiju hausti en slíkt kjöt nýtur mikilla vinsælda. Þetta kom fram í umræðum Egils Jónssonar og Þórarins Lár- ussonar tilraunastjóra á Skriðu- klaustri á ráðstefnu um atvinnu- mál á Austurlandi sem nýlega var haldin, en Þórarinn var talsmaður landbúnaðarhóps á ráðstefnunni. Þórarinn segir að það sem geri bændum þetta kleift sé fækkun gripa í kjölfar kvótans og aukið rými i gripahúsum í framhaldi af því. Jafnframt hafí bændum tekist að lækka framleiðslukostnað sinn vemlega með aukinni heimaöflun á fóðri og lækkunar á öðmm að- föngum. Á ráðstefnunni var hugmyndum sláturhúsanefndar frá sl. sumri alfarið hafnað en í þeim er gert ráð fyrir að fækka sláturhúsum í landinu niður í 9 talsins. Þórarinn benti á að sláturkostnaður væri yfírleitt hæstur hjá stærstu slátur- húsunum og þar væri minnst áhersla lögð á vömþróun og mark- aðssetningu. Því væri rétt að hafa sláturhúsaeiningamar minni og efla með því vömþróun og bjóða upp á ferskt dilkakjöt allt árið um kring. Nú er því ekkert til fyrirstöðu að láta ær bera þrisvar á tveimur ámm eða á 8 mánaða fresti. Með því má auka framlegð á hveija ásetta kind vemlega og auka hag- kvæmnina. Jafnframt gæfí þetta möguleika á fersku kjöti allt árið. Þórarinn segir augljóst að með breyttum búskaparháttum sé nauðsynlegt að endurskipuleggja alla þekkingaröflun í landbúnaði og koma á virkri og nútímalegri rannsókna- og leiðbeiningaþjón- ustu á faglegum gmnni sem skili sér til bænda í aukinni hag- kvæmni og neytenda í lægra vöm- verði. Björn FYRIRTÆKI á Austnrlandi leggja nú aukna áherslu á vöru- þróun og markaðssókn og eru nú í síauknum mæli að hasla sér völl á mörkuðum utan fjórð- ungsins. Hér er einkum um iðn- fyrirtæki að ræða, en fyrirtæki í vinnslu sjávarafurða hafa einnig náð athyglisverðum ár- angri með nýjungar á erlendum mörkuðum. Kaupfélag Austur-Skaftfellinga réði á síðasta ári fískiðnverkfræð- ing til starfa að vömþróun og markaðssókn innan fyrirtækisins og er starf hans þegar farið að skila árangri í nýjum útflutning- stegundum í sjávarafurðum. Á síðasta ári hóf KASK tilraunir með útflutning á heilum humri, en venjulega er einungis halinn nýtt- ur til útflutnings. Það ár seldust um 5 tonn af heilum humri til ít- alíu á góðu verði. í ár er gert ráð fyrir að útflutningur verði a.m.k. 60 tonn og verðið verði jafnhag- stætt og áður. Á Seyðisfírði vinnur nýstofnað fyrirtæki, Reyksíld hf., að útflutn- ingi á heitreyktri síld til Dan- merkur og fleiri landa. Hjá Verk- tökum hf. á Reyðarfírði er verkuð marinemð síld fyrir Sprota hf. sem seld er undir vömmerkinu Icy síld. Brúnás hf. á Egilsstöðum sem framleiðir m.a. Hagainnréttingar er þátttakandi í vöraþróunarverk- efni í samvinnu við Iðntæknistofn- un Islands og er sú samvinna þeg- ar farin að skila sér í nýjum línum í eldhús- og baðinnréttingum. Með vaxandi vinsældum eldbakaðra pizza á veitingahúsum í Reykjavík hefur skapast markaður fyrir eldi- við í höfuðborginni. Skógrækt ríkisins á Hallormsstað hefur nú hafíð vinnslu og pökkun á við sem fullnægir þessari þörf og gengur sú vinnsla vel. Jafnframt er sala á arinvið frá Hallormsstað jafnt og þétt að aukast. Þetta em aðeins nokkur dæmi um þá vömþróun og nýjungar sem em í gangi hjá austfirskum fyrir- tækjum um þessar mundir. Bjöm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.