Morgunblaðið - 31.05.1988, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 31.05.1988, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1988 23 Ungur Indverji - á leið út i ótrausta tilveru. Indveijar á Fídjí - að vera eða fara? Hlutskipti Indveija á Fídjí er vissulega ekki öfundsvert en þess er þó að gæta að þeim hefur ekki verið gert að koma sér úr landi eins og t.d. í Uganda forðum. Og það er ekki heldur um að ræða ofsókn- arherferð á hendur þeim þó skiiin hafi skerpst milli kynþáttanna. Þeir geta verið áfram uppá sömu skil- mála og hingaðtil: að Fídjar ráði sjálfir sínu foma heimalandi. Vandinn er sá að Indverjinn sem fæddir eru á Fidjí og hafa búið þar kynslóðum saman líta einnig á eyj- amar sem sitt heimaland, enda þótt þeir lifi og hugsi eins og megin- lands-Indveijar. Og nú em þeir orðnir fleiri og finnst þeir eigi að ráða meiru. Hugmyndin um að meirihlutinn ráði er reyndar ekki sprottin uppúr indverskum hugsun- arhætti og hefur átt erfiða æsku á Indlandi sjálfu. Þar á að heita ein- hverskonar lýðræði en er öllu held- ur arfgengt í flölskylduveldi: Maður hét Nehm, hans dóttir Indira, sonur hennar Rajiv ... Varla hafa þeir átt von á því að Fídjar létu möglun- arlaust landið af hendi fyrir eina vestræna hugmynd, sem að auki var þröngvað upp á þá eins og bæði kristninni og Indveijunum sjálfur. Herinn sem hundur Þegar herir fremja valdarán koma manni ósjálfrátt og ekki ástæðulaus í hug: öfgamenn, fasist- ar og juntur, ofsóknir, pyntingar, aftökur. En þó ýmis mannréttindi hafi verið skert á Fídjí, varðhald án dóms og iaga, blöð f útgáfu- banni o.fl. Þá hefur ekki heyrst um bióðsúthellingar eða pyntingar og ekki þarf valdarán til þess að brot- ist sé inn í búðir, þó það hjálpi sjálf- sagt til. Hér em alit aðrar forsend- ur en í Suður-Ameríku. Hér er ekki teflt um einkahags- muni Öfgaklfku heldur tilvemrétt menningar og þjóðar í landi feðr- anna. Þó Rabúka herforingi hafi geng- ið fram fyrir skjöldu er lítill vafi á því að hann var handbendi höfð- ingjavaldsins. Bakvið hann stóðu bæði Mara og Ganilau enda þótt þeir yrðu að mótmæla uppátækinu af diplómatfskri tillitssemi við um- heiminn. Þeir era reyndar komnir aftur til valda báðir tveir og nú er að sjá hvort hundurinn; herinn, lætur loka sig aftur inni eftir að hafa bragðað á bitbeini valdsins. Að lifa eða lenda á safni Fídjar þurfa ekki langt að ieita til þess að sjá hvemig fer þegar þjóðflokkur missir undirtökin í landi sínu; verður homreka heima hjá sér. Dæmin em enn að gerast allt í kring. Á nágrannaeyjunum Nýju- Kalidóníu sitja Frakkar á bræðmm fídja, Kanökum, og beija niður allar sjálfstæðisgrillur með 15.000 manna her. Hinumegin í hafinu, í svokallaðri „frönsku“ Pólýnesíu, er sú rómantíska þjóð aftur á ferð og dælir peningum og efnahagslegum haltukjafti-brjóstsykmm f bams- lega einfalda fbúana. Sem er nógu slæmt útaf fyrir sig þó þeir létu vera að eitra fyrir þeim og okkur öllum, með atómúrgangi. í „landi tækifæranna" hafa yfir hundrað Aborgínar, frumbyggjar Ástralíu, fundist hengdir eða á ann- an hátt „sjálfdauðir" í fangaklefum lögreglunnar á fáeinum ámm. Ráð- þrota skilningsvana stjórnvöld hafa nú loks skipað nefnd... Þetta em dæmi úr sögu Kyrra- hafs dagsins í dag. Nær okkur í Norður-Atlantshafi em eyjar Karfbahafsins. Margaug- lýstar sólbaðsparadfsar. Þar búa svertingar, afkomendur innfluttra þræla frá Afríku og annast með hangandi hendi — já sumir tala um kynþáttafordóma með öfugu for- merki — misjafnlega lífsglaða hóp- ferðamenn. Verra gæti það svosem verið! En hvað er orðið um sjálfa Karíbana (sem hafið heitir eftir) og Arawakana, indjánaættbálkana sem bjuggu þama áður, og létu ekki beisla sig og brúka á ökmnum eins og Fidjar? Eitthvað má færðast um þá í söfnum nýlenduveldanna, innan um geirfugla og aðrar minjar. Umsátur innanfrá Það var þungur gangur í Suva, höfuðborg Fídjí þegar ég kom þang- að í október. Við helstu umferðar- leiðir vom göddóttir vegatálmar sem ökumenn fóm varfæmislega í gegnum, bfll fyrir bíl, eins og tor- tryggnar skepnur eftir ábendingum með byssuhlaupum. Grænflekkóttir hermenn í felu- búningum fmmskógarins skám sig skarpt úr innan um venjulega bíla og borgara. Ekki var þorandi að miða á þá myndavél. Bæði var það bannað og hver vissi nema þeir væri spenntir á taugum niðri undir vel öguðu yfirborðinu. Þrautþjálfað- ir með finguma á gikkjunum. Mað- ur réttir ekki höndina að ókunnug- um hundi. Andrúmsloftið í bænum er ein- kennilega tvíbent, þó flestir láti eins og ekkert hafi í skorist. Meirihluti fólks á miðbæjargötunum em Ind- veijar og manni finnst þeir eins og dálítið hnuggnir og umkomulausir. Sums staðar, sérstaklega við mark- aðinn og umferðarmiðstöðina ba- kvið hann, hanga smáhópar ungra Ffdja, hafast ekki að en sýnast til í tuskið ef tækifæri býðst. Maður þykist jafnvel greina glaðhlakka- lega eftirvæntingu undir svölu fas- inu. Þetta er umsátur innanfrá, hér ægir saman vinum og óvinum og þama rangiar einstöku túristi eins og heilög kýr og tekur við útmæl- andi augnatillitum og afsakandi brosum úr báðum herbúðum. Það verður ekkert af fyrirhugðri ferð gestsins á „Gullna drekann", þann rómaða djammstað Suður- hafsins. Herinn hefur skellt á út- göngubanni á venjulegum ljósatíma bifreiða og fólk reynir að ná heim til sín fyrir skammvinnt rökkur hitabeltisins. Höfundur er í hnattsigiingu á akútunni Kriu. Kaupmannahöfn: Móðurmálskennsla íslenskra bama Jónshúsi, Kaupmannahöfn. VÍÐA Á Norðurlöndum pjóta fslensk böm á skóla&ldri móður- málskennslu. Einkum er hlúð að fslenskukennslunni af skólayfir- völdum f Svfþjóð og fara íslensku- kennararair f sænska skóla og kenna fslensku böraunum hveiju á sfnum stað. Hér f Danmörku er kennslan f 1—2 skólum f viðkom- andi borg eftir veryulegan skól- atfma og ráða foreldrar hvort þeir koma með böra sfn þangað. íslendingaskólinn f Kaupmanna- höfn er í Bavnehöj- og Gladsaxe- skólunum og em kenndar 4 kennslu- stundir á föstudögum frá kl. 15. Kennarar í Bavnehöj-skólanum f vet- ur vom Sigurveig Sigurðardóttir og Sigríður Siguijónsdóttir, en hin síðamefiida flutti heim til íslands f desember og tók Kristfn Oddsdóttir Bonde við starfi hennar. Nemendur þeirra em um 30 og koma sumir þeirra langt að. í Gladsaxe kennir Bjöm Þórðarson og em nemendur hans u.þ.b. 15 talsins, flestir böm námsmanna á Kagsaa-stúdentagarð- inum. Nýlega hélt íslendingaskólinn sýn- ingu á veggspjöldum og myndum baraanna í féalgsheimilinu í Húsi Jóns Sigurðssonar og jafnframt lágu frammi sýnishom af námsefni gmnnskólastigsins, sem Náms- gagnastofnun í Reykjavík hafði gefíð til skólans. Námsefnissýnishomin verða áfram til sýnis í bókasafni ís- lendinga f Kaupmannahöfn, sem er í Jónshúsi. Fjöldi foreldra skoðaði sýninguna og ræddi við móðurmáls- kennarana, sem þar vora til viðtals, og var hið bezta gagn af, sem gjam- an er um foreidradaga f skólum. - G.L. Ásg. . Morgunblaflið/Guðrún L. Ásgeirsdóttir Dagný og Bára Björk nemendur í fslendingaskólanum í Kaup- mannahöfn. Glæsileg karlmannaföt margir litir. Klassísk snið og snið fyrir yngri menn. Verð kr. 5.500,-,8.900,- og 9.900,- Terylenebuxur kr. 1.395,-, 1.595,-, 1.795,- og 1.995,- teryl./ull/strech. Gallabuxur kr. 895,- og 975,-, sandþvegnar kr. 875,- Ný komið sumarbuxur, bíljakkar, bolir margar gerðir, köflóttar skyrtur, peysuro.fi. ódýrt. Andrés, Skólavörðustíg 22a, sími 18250. Börn verða alltaf börrr EN ÞAU BREYTAST LJÓSMYN0AST0FA GU0MUN0UR KR JÓHANNESS0N LAUGAVEG1178 SÍMI 689220 Vönduð vinna og góð þjónusta skiptir máli. > E WflG E - = l STAMFORD RAFALAR Samford rafalar til skipa og fyrir landvél- artil afgreiðslu strax. Hafið samband við okkur. Gott verð - áratuga góð reynsla. S. Stefánsson og Co. hf.y Grandagarði 1b, símar 54331 og 27544.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.