Morgunblaðið - 31.05.1988, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 31.05.1988, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1988 53 Skólaslit Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki: Sjúkraliðar útskrifast í fyrsta sinn Sauðárkróki. Fjölbrautaskólinn á Sauðár- króki lauk sínu niunda starfsári, er skólanum var slitið i íþrótta- húsi skólans laugardaginn 21. maí síðastliðinn. Brautskráðir voru 25 stúdentar, en einnig 7 nemendur með almennt verslunarpróf, 7 sjúkraliðar og af iðnbraut útskrif- uðust 3 rafvirkjar 1 blikksmiður og 3 bifvélavirkjar. í ræðu skólameistara Jóns Fr. Hjartarsonar kom fram að nú er í fyrsta sinn brautskráðir sjúkraliðar frá Fjölbrautaskólanum á Sauðár- króki. Þessir nýútskrifuðu sjúkralið- ar hafa stundað starfsnám, bæði við sjúkrahúsið á Sauðárkróki og við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Með því að útskrifa sjúkraliða á fleiri stöðum en í Reykjavík er nú reynt að koma til móts við mikla vöntun á faglærðu fólki, en nú eru um það bil 200 stöður sjúkraliða á landinu öllu, mannaðar ófaglærðu fólki. Svo dæmi sé tekið vantar sjúkraliða í 18 stöður á Sauðárkróki, 15 á Siglufirði og 8 á Blönduósi. Þessu næst fór fram brautskrán- ing og afhending verðlauna, en einn- ig lék Sigurður Marteinsson einleik á píanó og kór skólans söng nokkur lög undir stjóm Rögnvaldar Val- bergssonar. Þessu næst tók til máls Birgir ísleifur Gunnarsson menntamálaráð- herra og flutti hann skólanum og nýstúdentum ámaðaróskir, en síðan sagði skólameistari skóla slitið. BB Morgunblaðið/U rður Sæmundur Hermannsson framkvæmdastjóri Sjúkrahúss Skagfirð- inga ávarpar nýútskrifaða sjúkraliða. NætursaJaí Hveragerði. í Shell-skálanum við Austurmörk í Hveragerði hefur verið opnuð næt- ursala um helgar. Þar verður boðið upp á allar þær vömr sem nætursöl- ur hafa, ásamt því að afgreiða bensín og olíur. Mun sú þjónusta vera nýj- ung hér á Suðurlandi, að hægt sé að kaupa bensín að næturlagi. Á sama stað hefur Bifreiðastöð Hveragerðis opnað leigubílastöð, en hingað til hafa leigubílstjórar af- Hveragerði greitt þessa þjónustu frá heimilum sinum. Leigubílastöðin verður opin á sama tíma og Shell-skálinn, en þess utan mun símsvari segja til um önn- ur númer. Opnunartími Shell-skálans er frá kl. 8 að morgni til kl. 23.30, en eft- ir 1. júní nk. verður hann frá kl. 7.15 til kl. 5.00 um helgar. - Sigrún Sigrún Sigfúsdóttir Leigubílstjórar Hveragerðis. Frá vinstri eru Guðni Guðnason, Sigríð- ur Hrólfsdóttir, Svavar Ólafsson og Þorsteinn Gunnarsson ásamt fararskjótum sínum. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Prá undirritun samningsins milli Knattspyrnuráðs Keflavikur og Ragnarsbakarís. Það er Hermann Guðmundsson til vinstri og Kristj- án Ingi Helgason til hægri sem undirrita samkomulagið. Fyrir aftan þá standa þrir liðsmenn ÍBK i nýju búningunum sem þeir leika i á keppnistimabilinu. Þeir eru Skúli Rósantsson til vinstri, Guðmundur Sighvatsson i miðjunni og Ragnar Margeirsson til hægri. Morgunblaðið/Garðar Rúnar Sigurgeirsson Bjarni Jónsson og Astrid Ellings- en við verk sin i barnaskólanum á Seyðisfirði. Seyðisfjörður: Bjarni og Ast- rid sýna í bamaskólanum Seyðisfirði. HJÓNIN Bjarni Jónsson listmál- ari og Astrid Ellingsen prjóna- hönnuður opnuðu sýningu á lista- verkum sínum i barnaskólanum hér á Seyðisfirði laugardaginn 21. maí. Þau voru með sýningu á Seyðis- firði fyrir sjö árum og notaði þá Bjami tímann og málaði margar landslagsmyndir, sótti meðal ann- ars myndefni í gömul hús og físki- hjalla hér og eru nokkrar þeirra á sýningunni hjá honum núna. Astrid Ellingsen hefur um árabil hannað pijónaflíkur og vann lengi við uppskriftir fyrir Álafoss og ýmis tímarit. Einnig hefur hún hald- ið pijónanámskeið vítt og breitt um landið. Uppskriftir eftir hana hafa komið í norsku kvennablöðunum KK og Alles. Myndimar sem Bjami sýnir nú em akrýlmyndir, vatnslitamyndir og teikningar. Myndefnið er mikið sótt í þjóðhætti okkar en einnig em þama óhlutlægar myndir. Hann hefur um árabil teiknað fyrir Ríkisútgáfu námsbóka og fyrir aðra útgefendur. Eitt viðamesta verk hans eru skýringarmyndir 5 hið mikla ritverk Islenskir sjávarhættir en við það vann hann í 26 ár. Bjami hefur haldið margar sýning- ar hérlendis og tekið þátt í samsýn- ingum erlendis. - Garðar Rúnar Kennarar í hand- og mynd- mennt sem báru hita og þunga sýningarinnar. Frá vinstri eru: Arndís Jóns- dóttir, Guðný Ingvarsdóttir, Þorsteinn Guðmundsson og Svava Sigríður Gestsdótt- ir.Á innfelldu myndinni er partur af vorsýningu Gagn- fræðaskólans á Selfossi. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Vorsýning nemenda á Selfossi vel sótt Selfossi. VORSÝNING á vinnu nemenda Gagnfræðaskólans á Selfossi í handavinnu og myndmennt var nýlega haldin. Sýningar sem þessi eru orðnar sjaldgæfar i skólum en nokkrir skólar halda þó enn þessum sið að leyfa fólki að kynnast vinnu nemenda og vinnubrögðum. Fjölmargar myndir voru á sýn- ingunni og af ýmsum gerðum og kom fram að nemendur hafa feng- ið að takast á við mismunandi vinnuaðferðir við myndgerðina. Hannyrðavinna stúlknanna vakti athygli en á sýningunni voru auk annarra muna 12 skírnarkjólar unnir af stúlkum í 9. bekk. Smíðis- gripir piltanna og þeirra stúlkna sem lögðu smíðina fyrir sig vöktu og athygli og voru af ýmsum gerð- um. Sýningin var vel sótt og fólk gaf sér góða stund til að virða fyrir sér munina og staldra við í vinalegum kaffísopa sem nemendur og kenn- arar buðu upp á. Sig. Jóns. Það er miklu dýrara að hafa milliliði Komdu því og skoðaðu úrval innfluttra og inn- lendra sófasetta, hornsófa, stakra sófa og hvíldar- stóla. Leðurog áklæði. Veggsamstæður, eldhús- húsgögn o.fl. Við smíðum einnig eftir máli. Notfærðu þér aðstoð fagmanna. Bólstrun og tréverk hf., heildverslun -framleiðsla, Síðumúla 33. Sími 688599. Opið laugardaga kl. 10-16.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.