Morgunblaðið - 31.05.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 31.05.1988, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1988 Við upphaf kosninga- baráttunnar í Svíþjóð eftir Áke Sparring KOSNINGAR fara fram í Svíþjóð í september. Kosningabaráttan, sem venjulega er langdregin, er að hefjast um þessar mundir. Enginn stjómmálaflokkur virðist hafa yfirburði og ekki er deilt um nein sérstök kosningamál að þessu sinni. Hræðslan við að Græningjar komist á þing sækir á alla gömlu flokkana jafnt. Kom- ist Græningjar á þing getur flokk- urinn haft úrslitaþýðingu í stjórn- armyndunarviðræðum eftir kosn- ingar. Til langs tíma hafa stjómmála- flokkar í Svíþjóð skipst í tvær stórar fylkingar, borgaralegu flokk- ana og sósíalista. Sósíaldemókratar hafa oftast náð að mynda ríkisstjóm með stuðningi kommúnista án þess þó að kommúnistar hafi átt ráðherra í stjóminni. Kommúnistar hafa aldr- ei skorast undan því að taka þátt í þessu samstarfi um „stjóm verka- manna“. Eftir að þeir hafa hlotið viðurkenningu hafa kommúnistar farið að láta til sín taka á þingi sem hefur leitt til málamiðlana milli þeirra og ríkisstjómarinnar sem borgaralegu flokkamir hafa ekki verið ánægðir með. Alla jafna eru fylkingamar tvær álíka stórar. Skoðanakannanir benda til þess að svo sé einnig nú. Kannanir á fylgi flokkanna vekja orðið minni áhuga í Svíþjóð nú hin síðari ár vegna þess að í ljós hefur komið að fleiri og fleiri kjósendur ákveða hvemig þeir kjósa síðustu daga fyrir kosningar. 1985 var mun- urinn á milli skoðanakannana og úrslita kosninganna mjög mikill. Hægrimenn, sem til langs tíma höfðu mikið fylgi samkvæmt skoð- anakönnunum og sáu fram á stórsig- ur í kosningunum, fengu minna fylgi í kosningunum en þeir höfðu haft ' fyrir kosningar, sama gildir um flesta hina flokkana. Þjóðarflokkur- inn, sem á hinn bóginn hafði fengið lítið fylgi í skoðanakönnunum, fékk þrefalt meira fylgi í kosningunum árið 1985 en í kosningunum árið 1982. Enginn einn stjómmálaflokkur telur sér sigurinn vísan í komandi kosningum. Ekkert bendir heldur til þess að önnur fylkingin hafi yfir- burði yfir hina við upphaf kosninga- baráttunnar. Kjósendur sem skipta um flokk fara yfirleitt ekki frá einni fylkingunni til hinnar. Vinstriflokk- urinn — kommúnistamir er illa hald- inn og er flokkurinn klofínn í af- stöðu til ýmissa mála. Samkvæmt skoðanakönnunum nær hann ekki því fjögurra prósenta fylgi sem þarf til að komast á þing. Falli kommún- istar af þingi er líklegt að borgara- flokkamir nái meirihluta. Skilyrði þess er þó að Græningjar komist ekki heldur á þing. Líklegt er talið að þeir fái menn kjöma. Græningjar fá fylgi sitt ffá kjósendum úr öllum flokkum, ekki síst frá kommúnistum. Hafa þeir nú í töluverðan tíma verið yfir 4% mörkunum. Komist Græningjar á þing og fari Vinstriflokkurinn út hefur afstaða Græningja úrslitaþýðingu á þingi og í stjómarmyndun. Þeir vilja sem minnst um það segja hvora fylking- una þeir muni styðja við myndun ríkisstjómar. Þjóðarflokkurinn og Hægriflokkurinn hafa sagt að þeir muni ekki setjast i ríkisstjóm fyrir náð og miskunn Græningja og það er erfitt að fmynda sér að sósíal- demókratar telji slíka vegsemd sér sæmandi. Þetta gæti þýtt að gömlu fylkingamar tvær hefðu lokið sínu hlutverki. Græningjar hafa nú þegar unnið mikinn sigur, allir gömlu flokkamir eru orðnir miklu „grænni" en áður var. Allir hafa þeir haft töluvert fyrir því að láta umhverfísmál til sín taka og það gæti orðið Græningjum skeinuhætt. Borgaraflokkarnir í erfiðri aðstöðu Fyrir borgaralegu flokkana, hægrimenn, Þjóðarflokkinn og Mið- flokkinn, verða þetta erfiðar kosn- ingar. Þessir flokkar hafa gefið gagnkvæm hátíðleg loforð um, að verði borgaralegur meirihluti á þingi, verði mynduð borgaraleg stjóm. Mikið skilur á milli í afstöðu þessara þriggja flokka. Afstaða til umhverfis- og efnahagsmála er afar ólík. Flokkamir lifa enn við minning- amar um stöðuga árekstra á ámnum 1976-82 þegar þeir, eftir 44 ára stjómartíð sósíaldemókrata, fengu tækifæri til að sýna hvað í þeim bjó - sem var ekki eins mikið og efni stóðu til. Það er mikilvægt fyrir borgara- legu flokkana að breyta þeirri mynd af sænskum stjómmálum sem virðist vera föst í sessi, að sósíaldemókratar séu stjómarflokkur og borgaraflokk- amir stjómarandstöðuflokkar. ímynd sem virtist styrkjast eftir hörmulega frammistöðu sósíaldemó- krata í stjómarandstöðu. Til þess að breyta þessari ímynd verða borg- araflokkamir að komast í ríkisstjóm. Árið 1976 tóku þeir við stjóm þegar heimurinn stóð frammi fyrir mesta erfíðleikatímabili í efnahagsmálum frá því á stríðsámnum. Nú virðist annað slíkt tímabil standa fyrir dyr- um, meðan sósíaldemókratar hafa verið við völd í mörg ár á tímum batnandi efnahagsástands. Ríkisstjómin hefur kosningabar- áttuna án þess að boða nýjar aðgerð- ir, hún ber því við að ekki séu til peningar til að gera róttækar breyt- ingar. Þess í stað reynir stjómin að benda á hvað hefur unnist á síðustu sex ámm undir hennar stjóm. Margt gott hefur gerst, atvinnuleysi hefur minnkað í 1,6%, en það var ekki heldur mikið á tímum borgaralegu stjómarinnar. Fjárlagahallinn er kominn í lag og erlendar skuldir hafa ekki aukist. Fyrirtæki skila hagnaði og einkaneysla hefur aukist á síðustu ámm eftir margra ára stöðnun. Ríkisstjómin vill halda því fram að þetta megi þakka stefnu hennar sem hún kallar „þriðju leið- ina“ í stjómmálum. Borgaraflokkamir og sérfræðing- ar viðurkenna ekki þessa skilgrein- ingu stjómarinnar. Eigin mistök og árangur sósíaldemókrata skýra þeir með því að benda á ástand í al- þjóðlegum efnahagsmálum. „Þriðja leiðin" er ekki til, segja þeir. Lækk- un olíuverðs og fall dollarans bjarg- aði greiðsluhalla ríkisins, skatta- hækkanir fjárlagahallanum. Van- hæfnin til að spara í ríkisbúskapnum hefur leitt til meiri verðbólgu og meira launaskriðs í Svíþjóð en í öðr- um OECD-löndum. Þar liggur skýr- ingin á því hvers vegna hagvöxtur í Svíþjóð er svo lítill. Þetta hefði leitt til aukinna erfiðleika í efna- hagslífi ef krónan hefði ekki verið felld á laun með því að breyta sam- setningu „gjaldmiðla-körfunnar" sem gengi sænsku krónunnar miðast við. I stuttu máli sagt, ríkisstjómin hefur verið heppin. Fjármálaráð- herrann hefur svarað þessari stað- hæfingu á þann veg að það sé betra að hafa ríkisstjóm sem er heppin en óheppna stjóm. Óróleiki á vinnumarkaðnum Það sem núverandi ríkisstjóm hefur ekki heppnast að gera er að halda aftur af launahækkunum. Á síðasta ári reyndi stjómin að grípa inn í kjarasamninga með slæmum árangri. í ár hefur hún látið það vera. Það eina sem stjómin hefur gert nú er að segja að 4% launa- hækkun sé allt sem þjóðarbúið þoli, 7% launahækkanir muni þýða að rauntekjur lækki, verðbólga aukist og greiðsluhalli ríkissjóðs vaxi í 15-20 milljarða sænskra króna. Ekki er hægt að treysta á að olíuverð fari lækkandi. Vegna þess að enn ein gengisfelling er útilokuð verður að leggja byrðamar á herðar al- mennings í landinu, að sögn stjóm- arinnar. Niðurstaða samninga varð 7% launahækkanir. Hækkunin verður meiri eftir að einstök sérfélög hafa samið. Vegna þess að samningsaðil- ar hafa viljað koma til móts við óskir ríkisstjómarinnar um 4% launa- hækkun hefur verið samið um að hækkanimar komi ekki til fyrr en í árslok. Það verður því á næsta ári sem afleiðingamar fara að koma í ljós. Jafnvel þótt efnahagsástand í heiminum versni ekki, fær næsta ríkisstjóm að kljást við vandamál eins og aukið atvinnuleysi, minnk- andi velmegun og niðurskurð í fram- lögum til ríkisfyrirtækja og sveitar- stjóma. Opinberir starfsmenn til vandræða Mikil ólga hefur verið á sænskum Ingvar Carisson, formaður Sós- íaldemókrataflokksins. Lars Weraer, formaður Vinstri- flokksins. vinnumarkaði undanfarið. Sérstak- lega hafa opinberir starfsmenn, sem hefur fjölgað ár frá ári, verið til vandræða. Bæði borgaralegu stjóm- ina og stjómir sósíaldemókrata hefur skort þor og vilja til að skera niður í ríkisrekstrinum. Þar sem fé hefur skort hefur myndast launamismunur milli opinberra starfsmanna og starfsfólks hjá einkafyrirtækjum. Bilið milli þessara hópa hefur breikk- að í tíð núverandi ríkisstjómar. Launþegar jafnt og atvinnurek- endur hafa bmgðist hart við þessari þróun. Þegar skattasérfraeðingar rikisstjómarinnar ætluðu að snúa sér að einkafyrirtækjunum var ógnunin svo auðsæ að stjómin var tilneydd að bjóða ívilnanir vegna skatta- hækkananna. Þegar velmenntaðir flugmenn flughersins fóm að drag- ast aftur úr í launum og hótuðu að leggja „eldingunum“ og „drekun- um“, varð að bæta úr því hið snar- Barnahópur Kvennaathvarfsins: Bók sem kennir bömum að forðast líkamlega áreitni MIKILL fjöldi baraa hefur fylgt mæðrum sínum í Kvennaathvarfið i Reykjavík allt frá stofnun þess i árslok 1982. Ári seinna var því barna- hópur stofnaður innan Samtaka um kvennaathvarf, sem var ætlað að styðja við börnin í athvarfinu og sérstakur barnastarfsmaður var ráðinn. Nú hefur barnahópurinn gefið út litla bók sem ber nafnið „Þetta er líkaminn minn“, eftir Lori Freeman en myndir gerði Carol Deach. Bókin er ætluð forskólabörnum og foreldrum þeirra og i henni er Ieitast við að kenna bömunum öryggi i samskiptum við fullorðna. Þetta er fyrsta bókin á íslensku um þetta efni og er hugsuð sem fyrir- byggjandi miðill til að hindra kynf erðislega áreitni gagnvart börnum. Verkefni bamahópsins hafa í æ ríkara mæli beinst að öllum bömum í þjóðfélaginu og hvemig beita megi fyrirbyggjandi aðgerðum til þess að draga úr ofbeldi, kúgun, kynferðis- legri áreitni og vanrækslu. Liður í þessu starfí er útgáfa bókarinnar „Þetta er líkaminn minn“. í bókinni er íjallað á nærfærinn hátt um vandmeðfarið efni, án þess að hræða eða segja hryllingssögur, en bömum gerð grein fyrir yfirráð- um sínum yfir eigin líkama og til- finningum. Höfundur bendir á það hvemig lítil böm geta varist líkam- legri áreitni án þess að það valdi hræðslu eða sektarkennd. Athuganir hafa sýnt að böm, sem fengið hafa fræðslu, eru betur í stakk búin til að komast hjá áreitni. Aðstandendur bamahópsins segja að búast megi við viðbrögðum bama við textanum og því sé nauðsynlegt að þeir sem lesi hann með baminu kunni að bregðast rétt við. í bækl- ingnum „Kynferðisleg áreitni - hvað er það?“, sem bamahópurinn gaf út Aðstandendur baraahóps Kvennaathvarfsins með bókina „Þetta er líkaminn minn' í samvinnu við menntamálaráðuney- tið og Bamavemdarráð íslands, er einmitt fjallað um algeng viðbrögð bama við kynferðislegri áreitni og hvemig foreldrar geta rætt við bar- nið í framhaldi af því. Bókin hefur verið kynnt fyrir for- stöðukonum leikskóla og dagheimila og vonast er til að menntamálaráðu- neytið styrki útgáfuna. Hægt er að fá hana keypta á skrifstofu samtak- anna í Hlaðvarpanum við Vestur- götu 3, í Máli og menningu og hjá Námsgagnastofnun. Bæklingnum hefur verið dreift til allra bama- vemdamefnda á landinu og liggur frammi hjá Félagsmálastofnun Reykjavíkur, heilsugæslustöðvum og víðar. f ráði er að taka einnig upp fræðslu meðal eldri bama með efni við hæfi hvers aldurshóps svo sem með brúðuleikhúsi og leikþáttum. Og fleiri fræðslubæklingar em væntanlegir um illa meðferð á böm- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.