Morgunblaðið - 31.05.1988, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 31.05.1988, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. MAI 1988 60 Minning: Albert Imsland Fæddur4.júní 1917 Dáinn 21. mai 1988 Það er einkennileg tilfínning að horfa á eftir afa okkar yfir móðuna miklu en dauðinn virðist ætíð svo óendanlega fjarri, þar til hann knýr dyra þegar maður á síst von á. í rúm tuttugu ár hefur hann borið titilinn að vera Albert afi, afi okkar allra. Með væntumþykju sinni og hjartahlýju göfgaði hann okkur öll. Eftir að hafa kynnst þvílíkum hafsjó af einlægri hlýju stöndum við öll mun betur búin til að takast á við storma og ólgusjó þess lífs sem við erum rétt að byija að feta. ÍÞað var alveg sama hvernig á stóð, aldrei komum við að tómum kofun- um hjá afa og ömmu. Nú þegar hann heldur á braut og við hin stöndum eftir, án hans, hrúgast minningamar upp. Við minnumst allra jólanna með afa og ömmu, við munum ferðalögin og við minnumst'sunnudagsheimsókn- anna, til þeirra vorum við ætíð hjartanlega velkomin, þótt oft væri gestkvæmt. Þau höfðu ávallt tíma til að sinna okkur. Þetta eru einlæg- ar bemskuminningar, minningar sem ekkert fær afmáð. Með gæsku Alberts afa og ljúf- mennsku hefur hann reist sér bautastein úr kærleika sem stendur sem klettur í hugum okkar og yljar um hjartarætur. Að leiðarlokum kveðjum við elsku afa okkar í hinsta sinn. Barnabörnin Albert, Engilbert, Asta Steina, Bryngeir, Róbert og Matthias Páll Laugardaginn fyrir hvítasunnu, hinn 21. maí 1988, lést hér í Reykjavík frændi minn, Lars Albert Imsland. Hann var fæddur á Seyðis- firði hinn 4. júní 1917 ogvar blanda af Rogalendingi og Austfirðingi. Það er föðurætt Alberts, sem er norsk. Faðir hans var Thorvald C. Imsland, verslunarmaður á Seyðis- firði, en afi hans var Thorvald L. Imsland skipstjóri, sem kom hingað til lands árið 1882 og gerðist þá verslunarstjóri hjá G. Jónassen- versluninni á Seyðisfirði. Hann hafði áður siglt til Islands einhver sumur. Nokkmm áram síðar keypti Thorvald eldri verslunina af G. Jón- assen og rak hana upp frá því sjálf- ur og synir hans. Hann byggði fyrir- tækið upp sem sambland verslunar og útgerðar með fiskverkun, eink- um saltfiskverkun og síldarvinnslu. Thorvald eldri átti fjölskyldu í Stav- angri, en úr héraðunum þar í kring era ættir þessa fólks. Fjölskyldan kom til hans, alkomin til íslands árið 1884, konan Kristine og ijögur böm, tvær dætur og tveir synir. Dætumar Rakel og Gunda giftust ekki en bjuggu alla sína tíð á Seyð- isfirði eftir að þær komu til ís- lands. Synimir vora Lars Jóhann, afi undirritaðs, og Thorvald Crist- ian, faðir Alberts. Þeir giftust báðir á Seyðisfírði og störfuðu við fyrir- tæki ættarinnar. Þetta var á þeim tíma, sem kallast blómatími Seyðis- fjarðar, þegar vart mátti á milli sjá, hvort þar eða í höfuðstaðnum ríkti meiri heimsmenningarblær. Fyrirtækið varð all umsvifamikið á meðan það var á hátindi, en hrandi svo að segja á einni nóttu. Grand- völlur þess brast við skyndilegt og afgerandi verðhran á saltfiski suður í álfu. Fór fyrirtækið á hausinn og var gert upp. Við þetta urðu að sjálfsögðu miklar breytingar á hög- um þessa fólks. Móðir Alberts var Hólmfríður Sveinsdóttir, Pálssonar á Dallandi í Húsavík eystra og fyrri konu hans, Þórannar Sigurðardóttur. Sveinn Pálsson hafði viðumafnið sterki. Hann var talinn skáld gott og hraustmenni með afbrigðum, sem afrekssögur fara af. Út af honum er komið mikið lið röskmenna og má þar til nefna nafna hans, Svein heitinn Eiríksson, slökkviliðsstjóra á Keflavíkurflugvelli. Sveinn sterki var kominn af séra Guttormi Guð- mundssyni á Hofteigi og Þorsteini Jónssyni, sem kallaður er forfaðir Múlaættarinnar. Þórann kona Sveins sterka var komin af þeim fræga klerki Grími (Grímúlfi) Bessasyni, sem uppi var á 18. öld og talinn er eitt hraðskældasta en um leið grófasta skáld sinnar kyn- slóðar. Þrátt fyrir óheflaðan skáld- skap þótti Grímur góður klerkur og hafði góð brauð á Héraði. Hann átti í frægum brösum við biskup, sem vildi vanda um við hann út af skáldskapnum og fá hann til þess að yrkja frekar út af biblíuiegum texta en kerskni þá og klúrskap sem annars einkenndi skáldskapinn. Grímur svaraði biskupi á stundinni með vísu, sem Þorsteinn limraskáld Valdimarssonn taldi vera fyrstu limrana, sem ort hefur verið á íslensku. Öllu meir varð ekki úr andlegum ljóðum Gríms í það sinn. Aldrei fundust þeir ágallar á emb- ættisrekstri Gríms, sem nægðu biskupi til þess að setja hann af, þó það væri sagður yfirlýstur vilji hans. Albert var 10 ára gamall þegar fyrirtækið á Seyðisfirði var leyst upp og þá nýlega búinn að missa föður sinn, sem lést eftir langan sjúkdóm á besta aldri árið 1922. í eftirmælum um Thorvald yngra í Austanfara segir Guðmundur G. Hagalín: „Thorvald hefur um mörg undanfarin ár stjómað með bróður sínum, Lars Imsland, versluninni T.L. Imslands erfingjar. Var hann hægur og stilltur í framgöngu og viðmóti, hvort tveggja í senn: Hag- sýnn og gætinn í viðskiptasökum og framsýnn og hugvitssamur um margt. Einnig var hann með af- brigðum áreiðanlegur í öllum við- skiptasökum, og mun það sameigin- legur kostur þeirra bræðra. Er frá- fa.ll Thorvalds hinn mesti skaði bæ þessum ..." Ég kynntist Thorvald aldrei, en í þessari lýsingu sé ég Albert svo skýrt, að ég tel að ekki Ieiki vafi á því að hann hefur líkst föður sínum um margt, þó hann hafí ekki stundað sams konar við- skipti og Guðmundur ræðir um. Missir föðurins mun hafa markað djúp spor í sál hins unga drengs og þar búið eftir mikill söknuður alla tíð. Albert var næst yngstur systkin- anna. Eldri vora systumar Kristín Gunda og Þórann Pálína, en yngri var Svava Valdína. Hálfsystur átti hann einnig, Lára, og var hún elst, fædd fyrir hjónaband Thorvalds og Hólmfríðar. Árið 1935 flutti Hólm- fríður með böm sín til Reykjavíkur og var þar vettvangur Alberts upp frá því. Eftir gjaldþrot Imslandsverslun- ar á Seyðisfírði kom los á fjölskyldu- böndin. Hólmfríður flutti suður. Faðir minn flutti til Norðfjarðar og síðan Homafjarðar og þannig dreifðist fjölskyldan smátt og smátt. Samgöngur vora á þessum tíma bæði hægar og litlar miðað við það sem nú er. Samband innan íjölskyldunnar varð þannig mjög lítið er tímar liðu frá. Yngra fólkið þekktist ekki persónulega og hafði lítinn kunningsskap af mörgu eldra fólkinu. Ég til dæmis, alinn upp á Homafirði frá tveggja ára aldri, þekkti mjög lítið til afa míns og ömmu á Seyðisfírði og vissi í raun afar lítið um allt þetta fólk, aðstæð- ur þess og líf. Með mér fór þó vax- andi forvitni um þetta allt, eftir því sem árin liðu. Ég var þá sjálfur farinn að heiman og kominn á ann- að landshom en foreldrar mínir, og gat því fremur lítið af þeim lært. En einmitt á sama tíma kynntist ég Albert frænda mínum. Með okk- ur tókst fljótt vinátta og varð brátt eins og aldagamlir vinir hefðu loks hist og tækju að rifja upp gamla daga. Hann rifjaði þó mest upp en ég hlýddi. Ég á honum því mest að þakka hvað ég veit um mitt fólk og upprana, einkum það hvemig þetta fólk hugsaði og hvemig það var frábragðið íslendingunum, sem það bjó innan um. Þó það yrði fljótt íslenskir ríkisborgarar og semdi sig að flestum íslenskum siðum og liti á sig sem íslendinga, þá var það eins og aðrir þó nokkuð fastheldið á gamla siði og sjónarmið og slíkt hafði þetta fólk flutt með sér yfir hafið. Albert sá þetta allt í mjög skýra ljósi og gat yfírleitt greint í sundur hvað var norskt og hvað var íslenskt í einkennum og fari fólks- ins. Hann sá líka bæði skoplegu hliðamar á útlendingunum og snöggu blettina á einstaklingunum og hann var alls ófeiminn við að benda á slíkt í fari sinna nánustu. Margt af því sem hann sagði mér um forfeður mína og frændur hefur því bragðið upp fyrir mér skýrara ljósi, en ég annars hefði, af minni eigin lund og geði míns fólks. Fyrir þetta fæ ég nú ekki lengur þakkað honum. En það gerir ekkert til, þetta var aldrei sagt til þess að fiska eftir þakklæti. Albert var ekki langskólagenginn maður. Til slíks vora engin efni hjá bammargri ekkju. Áður en hann yfirgaf Seyðisfjörð var hann fyrir löngu farinn að vinna almenna úti- vinnu. Eftir að suður kom vann hann lengi hjá ríkisskipum, en kom- inn hátt á fertugsaldur réðst hann í að læra trésmíðar og lauk sveins- prófi í smíðum. Vegna bakveiki gat hann þó ekki lagt stund á þessa vinnu að staðaldri og mun það hafa reynst honum nokkuð erfítt, enda hafa smíðar löngum verið ástríða á karlmönnum í ætt hans. En eftir þetta hóf hann störf hjá Rafmagns- veitum Reykjavíkur og starfaði þar í ein 30 ár. Olöf S veinsdóttir Minning Föðursystir mín, Ólöf Sveins- dóttir, er látin eftir óvenju langa og erfíða baráttu við hið óumflýjan- lega. í tilefni þessa fannst mér skylt 'að stinga niður penna og rita nokk- ur fátækleg orð í minningu þessar- ar sómakonu. Olla, eins og hún var ávallt köll- uð innan ijölskyldunnar, fæddist þ. 19.3.1902 að Goðdölum í Skaga- firði, dóttir séra Sveins Guðmunds- sonar og Ingibjargar Jónasdóttur frá Skarði, Skarðströnd. Hún ólst upp í föðurhúsum í Goðdölum, síðan í Skarðsstöð, þá Litla-Múla í Saurbæ og loks í Amesi, Ströndum. Hennar mesti gæfudagur var er hún kynntist og giftist síðar eftirlifandi eiginmanni sínum, Ragnar Guð- mundssyni, skipstjóra. Olla var hógvær kona, snyrtileg rpeð afbrigðum, en átti það til að vera dálftið stríðin sem er all títt meðal Skarðveija, en aldrei nein rætni né illkvittni. Einn af hennar sterkustu eiginleikum var óijúfan- legt trygglyndi, djúp ást gagnvart eiginmanni sínum, sem hún mat ávallt mikið og bar virðingu fyrir. Þessir eiginleikar komu einnig fram gagnvart systkinum hennar og ekki síst systkinabömum. Ólöf og móðir mín, mágkona hennar, vora miklar vinkonur og var ávallt mikill sam- gangur á milli heimilanna. Fjöl- skyldubönd hafa verið og eru mjög ’-sterk innan þessarar fjölskyldu. Tilhlökkun er að mínu mati mjög mikilvæg í lífínu. Boðin til Ollu og Ragnars á jólum og við önnur tæki- færi var árvisst tilhlökkunarefni. Það var hennar gleði og ánægja að gleðja þá, sem henni þótti vænt um, og við systkinin hlökkuðum ávallt mikið til þessara heimsókna 5fcm veittu okkur mikla ánægju. Olla var stórmyndarleg húsmóðir og „trakteringamar" vora með ólík- indum. Hjónaband Ollu og Ragnars var með afbrigðum gott og farsælt í alla staði og til mikillar fyrirmynd- ar. Það sem mér fannst svo áber- andi var hin mikla gagnkvæma væntumþykja og virðing. Ollu og Ragnari varð ekki bama auðið, en samband hennar og þeirra hjóna við okkur bömin var með afbrigðum gott og náið og fann ég ætíð til mikils kærleika okkar á milli. Fyrir rúmum fimm árum varð hún fyrir því áfalli að fá heilablóð- fall með einhliða lömun og einnig lömun talfæra. Ég held þó að hún hafi megnið af þessum tíma gert sér fulla grein fyrir sínu umhverfi. Því miður heimsótti ég Ollu mína ekki nógu oft, en viss er ég um að oftast bar hún kennsl á mig og færðist þá yfir hana blítt en þó angurvært bros, sem ég þekkti svo vel. Umhyggja Ragnars frá upphafi veikinda Ollu er kapítuli útaf fyrir sig. Þvílík væntumþykja og tryggð er sjaldséð. Hann sat hjá henni öll- um stundum. Hann vissi að hún gerði sér fulla grein fyrir návist hans og það veitti honum sanna ánægju. Olla hefði gert hið sama, ef hann hefði átt í hlut. Ég vil að lokum færa læknum og hjúkranarfólki Landakotsspítala hjartanlegar þakkir fyrir þá frá- bæru umönnun sem þau veittu frænku minni öll þessi ár. Við sem þekktum Ólöfu söknum hennar mikið. Ragnar minn — Guð gefi þér styrk. Haukur Jónasson Með vorinu kvaddir þú vina mín með vorinu áttir þú heima. Mig langar til að kveðja með nokkram orðum frænku mína Ólöfu Sveinsdóttur með þökk fyrir allar þær mörgu gleðistundir sem hún og maður hennar, Ragnar Guð- mundsson, hafa veitt mér á ótal mörgum áram. Það er bjart yfir öllum þeim fundum og skugga- laust. I sorginni veitir minningin um þær stundir birtu og yl, mitt inn í sortann. Ólöf og Ragnar hafa jafn- an reynst mér bestu vinir og því hef ég misst mikið. Ólöf var á margan hátt sérstæð kona, fágæt húsmóðir og kunni að taka á móti gestum sínum og láta þá fínna að þeir væra velkomnir, það áttu þau hjón sameiginlegt. Ólöf var fædd 19. mars 1902 í Goðdölum í Skagafjarðarsýslu. For- eldrar hennar vora hjónin séra Sveinn Guðmundsson og Ingibjörg Jónasdóttir og hjá þeim ólst hún upp ásamt sex systkinum sínum sem upp komust. Bræður hennar vora þrír, Jónas og Kristján sem báðir voru þjóðkunnir læknar og svo Jón, kunnur útgerðarmaður. Systur hennar þijár vora Elínborg sem lengi var símstöðvarstjóri á Borðeyri og Þingeyri, Ingveldur sem starfaði lengst af hjá Happ- drætti Háskólans og Guðrún, hjúkr- unarkona. Ólöf var hjá foreldrum sínum þar til hún fór til náms í hússtjómar- deild Kvennaskólans í Reykjavík árið 1922. Eftir að því námi lauk lærði hún kjólasaum. Á þessum áram var hún til heimilis hjá frænku sinni Guðrúnu Guðlaugsdóttur bæj- arfulltrúa í Reykjavík og manni hennar Einari Kristjánssyni bygg- ingarmeistara. Árið 1927 fór Ólöf til náms um misserisskéið til Svíþjóðar, nam við Tamafolkhögskole. Þegar hún kom heim að því námi loknu fór hún til Jónasar bróður síns sem þá. var læknir á Hvammstanga. Olöf lét jafnan mikið af dvöl sinni á heimili Jónasar og konu hans Sylviu Sig- geirsdóttur, sem hún dáði sem góða húsmóður sem jafnan tók vel á móti öllu fólki, hvar í stétt sem það stóð. Þann 23. janúar árið 1932 giftist Ólöf eftirlifandi manni sínum Ragn- ari Guðmundssyni sem hún hafði þekkt frá unglingsáram. Ragnar er Strandamaður að ættemi og ólst upp þar nyrðra en Ólöf flutti á Strandir þegar séra Sveinn faðir hennar fékk Ámesprestakall árið 1916. Ragnar var stýrimaður þegar þau Ólöf giftust en varð seinna skip- stjóri. Lengst af bjuggu þau Ólöf og Ragnar í Reykjavík að undan- skildum tveimur áram þegar Ragn- ar var starfsmaður Sameinuðu þjóð- anna, FAO, í Istanbul. Talaði Olöf oft um minningar sínar frá þessum tíma og ferðalög þeirra hjóna, bæði í Tyrklandi og víðar. Fyrir tæpum fimm áram varð Ólöf fyrir áfalli sem leiddi til þess að hún lamaðist og missti mál og lá eftir það á Landakotsspítala þar til yfir lauk. Nú er hin þunga þraut unnin og ég veit að hvfldin hefur verið frænku minni kærkomin. Að síðustu vil ég votta Ragnari og öðram vandamönnum innilega sam- úð. Theódóra Guðlaugsdóttir t Útför eiginmanns míns, JENS ÞÓRARINS KARLSSONAR, fer fram frá Þorlákskirkju, Þorlákshöfn, fimmtudaginn 2. júní kl. 14.00. Fyrir hönd aöstandenda, Marta Bára Bjarnadóttir. t Faöir okkar, tengdafaðir og afi KJARTAN STEFÁNSSON veröur jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 1. júní kl. 13.30. Jóna Kjartansdóttir, Stefán Kjartansson, Reynir Kjartansson, Kjartan Kjartansson, Hörður Þórarinsson, Pálfna Sigurbergsdóttir, Marfa Ólason, Anna S. Jóhannsdóttir og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.