Morgunblaðið - 05.06.1988, Síða 28

Morgunblaðið - 05.06.1988, Síða 28
: 8801 MUl .ð HUOAaUMHUa .CflQAJaUUOflOM 28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚNÍ 1988 Spjallað við Guðrúnu Þóru Hjaltadóttur næringarráðgj afa FLESTIR vinnufærir íslending ar starfa fjarri heimilum sínum á daginn. Með vaxandi umferð og auknum vega- lengdum hætti fólk að fara heim til sín í hádeginu eins og tíðkaðist áður fyrr. En eitthvað verður að borða. Fáir hafa efni á að fá sér hádegisverð á veitingahúsi á hverjum degi og ekki eru allir svo lánsamir að komast í mötuneyti á vegum fyrirtækisins. En það gerir kannski ekki svo mikið til því matvöruverslanir og sjoppur eru næstum á hverju götuhomi og af nógu er að taka. Ein- faldast og þægilegast er að kaupa sér bara eina pylsu með öllu eða samloku með hangikjöti og majonessalati og skola þessu svo niður með gosdrykk. Ekki verða all- ir saddir af því og þá er gott að fá sér súkkulaðistykki í eftirrétt. Margir lifa á svona fæði dags daglega og aðr- ir spara við sig matinn á daginn og borða bara eina stóra máltíð þegar þeir koma heim. Spumingin er hins vegar hvaða áhrif svona mataræði hefur á fólk. Er þetta ekki óhollt? Heldur fólk fullri starfsorku með því að lifa á sjoppufæði? Blaðamaður Morgunblaðsins ákvað að leggja þessar spumingar og fleiri fyrir Guðrúnu Þóm Hjaltadóttur næringarráðgjafa á Landspítalanum. matur, grænmeti og ávextir. Mikill áróður hefur verið gegn kartöflum á undanfömum árum en við ráð- leggjum fólki að auka kartöflu- og grænmetisneysluna en minnka kjöt- skammtinn. Kjötneysla er mikil á íslandi, en gott væri að borða oftar físk sem inniheldur mun minni fítu en kjötið auk þess sem fiskfítan er hollari. Maður þarf að verða saddur af því sem maður borðar og þess vegna er trefjarík fæða mjög hentug. Samlokur úr grófu brauði með fitu- litlu áleggi og ávöxtur er dæmi um góðan hádegisverð sem gefur þá orku sem þarf til að geta leyst verk- efni dagsins." — Hvaða áhrif hefur rangt mat- aræði á fólk? Rangt mataræði getur haft margvísleg áhrif. Nú er algengt að fólk fylli sig af alls konar bætiefnum vegna þess að því finnst það vera slappt og óhresst. Einfaldara væri að borða hollan mat og fá bætiefn- in úr honum. Það er algengt að fólk fái sér kaffí og vínarbrauð á morgnanna og þetta hressir á auga- bragði en gefur ekki þau næringar- efni sem líkaminn þarf á að halda. Bömin em stundum pirruð og ónóg sér nú til dags en þetta er jafnvel hægt að laga með matar- æði. Kenningar hafa verið uppi um að óróleiki stafí af of mikilli sykur- neyslu og það er vitað að sykur- og sælgætisneysla er mikil hér eins og víða annars staðar. Þó hægt sé að hressa sig á sætindum þarf meira til að halda líkamanum gang- andi. Þrátt fyrir að sífellt vinni færri erfiðisvinnu og flestir sitji á stól alian daginn fínnur fólk mjög mikið fyrir því ef það skortir orku.“ flestir reyna að passa upp á að þau borði ekki svo þau hafi lyst þegar maturinn kemur á borðið. „Ég held að þetta sé ekki rétta aðferðin til að fá bömin til að borða," sagði Guðrún Þóra. „Við eigum sjálf erf- itt með að neita okkur um aukabita meðan við bíðum eftir matnum. Ein brauðsneið um leið og komið er af dagheimilinu eða einn ávöxtur róar bömin oft og þau borða jafnvel meira þegar kemur að máltíðinni. Alla vega em þau rólegri og þótt þau borði ekki eins mikið hefur brauðsneiðin eða ávöxturinn gert sama gagn.“ Brauðið er bæði hollt oggott Foreldrar kvarta oft yfír þvf að erfítt sé að halda bömunum róleg- um við kvöldverðarborðið þegar flestir borða aðalmáltíð dagsins. Þeim þykir biðin oft löng frá því að þau em sótt á dagheimilið og þangað tii maturinn er tilbúinn og Fitan helmingi orkuríkari en kolvetni Við hittumst á vinnustað Guðrún- ar Þóm og komum okkur fyrir í matsal spítalans. En að þessu sinni ætluðum við ekki að tala um fæði sjúklinganna heldur matarvenjur almennt og ekki síst ungs fólks. Guðrún Þóra sagðist halda að matarvenjur fslendinga hefðu batn- að nokkuð á undanfömum ámm. Þessar frægu bleiku kokteilsósur virtust vera á undanhaldi og meira úrval af samlokum úr grófu brauði. En því miður væri allt of mikið notað af majonesi á samlokumar. „Fólk gerir sér ekki grein fyrir hve fítan er hættuleg," sagði hún.„Fjöldi fólks á stöðugt í baráttu við aukakflóin og þar hefur þessi mikla fituneysla mikið að segja því fitan gefur mjög margar hitaeining- ar. Ætli margir geri sér grein fyrir að fítan er meira en helmingi ork- uríkari en kolvetni og ein lítil sletta af majonesi á dag eða annarri fítu, til dæmis smjöri, skiptir miklu máli ef til lengri tíma er litið. Sama má reyndar seeja um fleira eins og súkkulaði. I 12 grömmum af smjöri em 90 hitaeiningar, sama og í 20 grömmum af súkkuiaði. Ef svona lítill biti er borðaður umfram orku- þörf á hverjum degi þýðir það að viðkomandi þyngist um 3,6 kfló á ári eða um 18 kfló á 5 árum. í stykki af súkkulaðikexi eru um 240 hitaeiningar og í þvf er bara fíta og kolvetni en engin næringarefni. Algengt er að sjá unglinga með gosflösku f hendi og súkkulaði f munninum, en heppilegra væri fyrir þá að fá sér samloku með fítulitlu áleggi, t.d grænmeti, eggjum, rækj- um eða einhverju slíku. Maður verð- ur nefnilega ekki saddur af súkku- laði og gosi og það kallar á fleiri aukabita." Við ræddum um þann ávana fólks að borða þegar það horfír á sjónvarpið og kartöfluflögumar komu til tals. Guðrún Þóra sagði að í 100 g af kartöfluflögum væru 35 g af fítu. Ekki má gleyma sós- unni sem oft er höfð með, en til samanburðar má geta þess að í 100 g af remúlaðisósu eru 650 hitaein- ingar. Mikilvægt að sleppa ekki máltíð — Enhvaðámaðurþáaðborða? „Mikilvægast er að sleppa ekki máltíð. Margir álíta að best sé að borða eina stóra máltíð á dag, en það er misskilningur. Æskilegra væri að borða 4-5 máltíðir á dag. Þær sjá líkamanum fyrir þeirri orku sem hann notar yfír daginn og minnkar löngun í „snakk". Best er að borða allan venjulegan mat og spara við sig fítu og sykur. Auka þarf neyslu kolvetnaríkra fæðutegunda sem eru t.d. kom- Guðrún Þóra Hjaltadóttir næringarráðgjafi. Morgunblaðið/Þorkell — Brauðsneið er sem sagt ágæt- is matur og kannski tilvalið að drekka ávaxtasafa með? „Já brauðið er bæði hollt og gott, en það er misskilningur að gott sé að þamba ávaxtasafa. Ef við tökum sem dæmi hreinan ávaxtasafa þá er safi úr um þremur appelsínum í lítilli femu. Það verður enginn sadd- ur af ávaxtasafanum, en hann inni- heldur 125 hitaeiningar. Skynsam- legra væri að borða eina appelsfnu sem er um 50 hitaeiningar og drekka glas af vatni með. Þannig fær maður meiri trefjar og verður saddari. Þetta er kannski dæmi um það hvað það þarf í raun og vera lítið til að minnka hitaeiningamar í fæð- unni. Fólk þarf að læra hvernig fæðan er saman sett og þá er hægt að nota skynsemina. Ekkert sem þú setur ofan í þig er grennandi, eins og auglýsingamar bera oft með sér. En eitt er víst að við höf- um enga þörf fyrir alia þessa fitu sem leynist í svo ótrúlega mörgu. f gamla daga bjuggum við í köldum húsum og unnum erfíðisvinnu. Þá þurftum við virkilega á henni að halda og hún var talin munaður." Manneldisráð hefur samþykkt manneldismarkmið í þeim tilgangi að efla heilbrigði þjóðarinnar. Þar er lögð áhersla á að heildameysla orkuefna sé miðuð við að viðhalda

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.