Morgunblaðið - 15.06.1988, Page 1

Morgunblaðið - 15.06.1988, Page 1
72 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 134. tbl. 76. árg. MIÐVIKUDAGUR 15. JUNI 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins Mitterrand heit- ir stöðugleika Rocard myndar minnihlutastj órn París, Reuter. FRANCOIS Mitterrand Frakklandsforseti kvaðst í sjónvarpsávarpi ætla að fela Michel Rocard, forsætisráðherra og flokksbróður Mitter- rands, að mynda minnihlutastjórn. „Frakklandi er og því verður stjórnað," sagði Mitterrand meðal annars og reyndi þannig að full- vissa þjóðina um stöðugleika þrátt fyrir pólitíska óvissu, sem sigldi í kjölfar kosningaúrslitanna á sunnudag. Þá fengu sósialistar ekki þingmeirihluta. Michel Rocard forsætisráðherra sagði af sér í gær, en féllst á að sitja áfram til bráðabirgða. Astæðu- laust er þó fyrir hann að fara að tína saman í pokann sinn, þar sem Mitterrand kvaðst ætla að útnefna Rocard um leið og Þjóðþingið verð- ur kvatt saman hinn 23. næstkom- andi. Mitterrand ítrekaði boð sitt til miðjumanna um samstarf við sósíal- ista. Vera kann að fleiri taki boði Mitterrands nú en fyrr, en í gær tilkynntu 50 þingmenn miðjumanna að þeir hefðu myndað nýjan þing- flokk, en sögðust jafnframt ætla að starfa í félagi við aðra mið- og hægrimenn. Verðbréf, skulda- bréf og dalur hækka New York-borg, Reuter. VERÐBRÉF, skuldabréf og Bandaríkjadalur hækkuðu mjög -5 -10 -15 ■'i -0,89 milljaröardala : (£] mjjAsonojfma Hallinn I milljón- um dala talinn Apríl 1988 Mars 1988 Japan -4.436 -4.545 Kanada 1.084 -1.144 V-Evrópa -812 -911 OPEC -894 -687 KRGN / MorgunblaOið/ AM í verði i gær eftir að Bandaríkja- stjórn tilkynnti að viðskiptahall- inn við útlönd hefði enn minnkað í apríl. Hefur viðskiptahallinn ekki verið minni í þijú ár. Verðbréf í Wall Street hækkuðu mikið í verði og hefur verð þeirra ekki verið hærra frá verðbréfafall- inu í október. Dow Jones-verð- bréfavísitalan hækkaði alls um 25,07 stig og var vísitalan 2.124,47 þegar kauphöllinni í Wall Street var lokað. Bandarískir fjármálamarkaðir voru þó síst hinir einu sem við sér tóku, því í Evrópu og Asíu voru viðbrögð á einn veg og verðbréf og Bandaríkjadalur hækkuðu í verði. EFTA-ráðherrar ráða ráðum sínum í Tampere í Finnlandi stendur nú yfir fundur full- trúa Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) og Evrópubandalagsins (EB) um nánari samvinnu bandalaganna tveggja á efnahagssviðinu. Á mynd- inni að ofan sjást þeir ráðherrar EFTA-landanna, sem fara með utanrikisverslun, ráða ráðum sínum ásamt framkvæmdastjóra bandalagsins. Frá vinstri eru Jean-Pascal Delamuraz frá Sviss, Asbjorn Eike- land frá Noregi, George Reisch framkvæmdastjóri EFTA, Anita Gradin frá Svíþjóð, Pertti Salolainen frá Finnlandi, Steingrímur Hermannsson utanríkis- ráðherra íslands og Robert Graf frá Austurriki. Islendingar og Norðmenn hafa lagt til að tekin verði upp frjáls verslun á fiski, en i gær snerust Finnar á sveif með Svíum gegn því. f dag hitta ráðherramir Willy de Clercq, sem annast sam- skipti EB við ríki utan bandalagsins. Sjá ennfremur frétt á síðu 28. Pakistan: Sveitir Afg-ana ráð- ast á landamæraþorp I„l_J D_ Islamabad, Reuter. HERSVEITIR sljórnarhers Afg- anistans og Pakistans skiptust á Gífurlegar selavöður und- an norska skerjagarðinum ÓmIá Ri»uter. ^M ^ Ósló. Reuter. HUNDRUÐ þúsunda sársoltinna sela stefna nú suður með Noregs- strönd og hafa visindamenn þau orð um, að hér sé um að ræða annað umhverfisslysið á Norð- urlöndum á þessu vori. Selimir, sem komnir eru norðan úr Barentshafi og Hvítahafi, eru í leit að æti vegna þess að lífsbjörgin þeirra, loðna og síld, er uppurin Vegna gegndarlausrar rányrkju. „Selimir geta verið allt að milljón talsins og hér er því ekki um neitt annað að ræða en náttúruhamfar- ir,“ sagði Karl Inne Ugland, sjáv- arlíffræðingur við Óslóarháskóla. „Þeir valda meira tjóni og setja jafnvægi náttúrunnar rækilegar úr skorðum en þömngaplágan nýlega. Það er því mikil vá fyrir dymm en samt getum við ósköp lítið að gert.“ Síðustu 11 ár hafa selavöður ráðist suður með ströndum Noregs síðla vetrar eða snemma vors en þær hafa aldrei fyrr verið jafn stór- ar og nú eða komið jafn seint. Fara þær um sem óvígur her, éta allan fisk, sem í næst, en hrekja annan út á djúpið. Myndin er frá því í febrúar í fyrra og sýnir aflann, sem margir norskir sjómenn komu þá með að landi, seli, sem höfðu drukknað í netjunum. Á síðasta áratug veiddu Norð- menn árlega 400.000 seli og var veiðum þessum þakkað, að stofnin- um var haldið í skefjum. Árið 1982 bannaði hins vegar Evrópubanda- lagið innflutning kópaskinna og síðan hafa veiðamar verið sama og engar. eldflaugum og stórskotaliðsárás- um við pakistanska landa- mærabæinn Chaman, skammt frá borginni Quetta. Að minnsta kosti þrír pakistanskir borgarar féllu og tíu særðust í gær þegar sljórnarher Afganistans gerði flugskeytaárás á þorpið en her Pakistans er nú í viðbragðsstöðu vegna skæranna. Afganar hófu árásimar á mánu- dagsnótt aðeins nokkrum klukku- stundum eftir að Míkhaíl Gorb- atsjov Sovétleiðtogi hótaði aðgerð- um vegna meintra brota Pakistana á Genfarsamningnum um brott- flutning sovéska innrásarhersins í Afganistan. Samkvæmt samning- um féllust Pakistanar á að hætta aðstoð við íslamska skæruliða í Afganistan, sem barist hafa gegn innrásarhemum og leppstjóminni í Kabúl. í gærmorgun hófst fyrrnefnd eld- flaugaárás og stórskotaliðsárás um tveimur tímum síðar. Pakistansher svaraði henni með fallbyssu- skothríð. Að sögn embættismanna í utan- ríkisráðuneyti Pakistans var árás- um Afgana harðlega mótmælt við Kabúlstjórnina, en Pakistanar segja Afgani eiga upptökin að átökunum. Míkhaíl Gorbatsjov Sovétleiðtogi sagði á mánudag að „nauðsynlegt [væri] að grípa til mjög ákveðinna mótaðgerða" ef Sameinuðu þjóðun- um mistækist að koma í veg fyrir að Pakistanstjórn aðstoðaði afg- anska skæruliða. Vestrænir stjómarerindrekar sögðu enn vera of snemmt að segja til um hvort skæmr þessar tengd- ust hótun Gorbatsjovs, en bættu við að stjómarher Afganistans virtist vera að reyna að uppræta höfuðvígi skæmliða við landamærin. Sögðu þeir ennfremur að hernaður Afgana væri mestur skammt suðaustur af Khandahar, næststærstu borg Afg- anistans. Að undanfömu hafa bo- rist fregnir af því að hægt hafi verið á brottflutningi Rauða hersins í grennd við Khandahar og jafnvel heyrst að liðsauki hafi verið sendur þangað eftir að hernaðarstaða skæmliða styrktist í vor. Hvíta húsið: Baker lætur af störfum Washington, Reuter. SKÝRT var frá því í gær að Howard Baker, starfsmanna- stjóri Hvíta hússins myndi láta af störfum hinn 1. júlí. Sá sem við honum tekur er næstráðandi hans, Kenneth Duberstein. Baker mun láta af störfum „af einkaástæðum“, en kona hans hefur verið heilsuveil. Fréttaskýrendur bentu þó á að um leið væri honum kleift að verða varaforsetaefni Ge- orges Bush, forsetaframbjóðanda repúblikana, fengi hann slíkt boð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.